Morgunblaðið - 31.10.1984, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 31.10.1984, Qupperneq 35
um dagana, jafnvel þó aldursmun- ur væri rnikill og kynni okkar hæf- ust ekki að marki fyrr en síðari hluta æfi hans. Á heimili hans og Ingibjargar konu hans átti ég og fjölskylda mín athvarf, sem ávallt var gott að leita til frá amstri daganna, og æfinlega fórum við hress og endurnærð af fundi þeirra hjóna, eftir skemmtilegar og uppbyggj- andi samræður, að ógleymdum góðgerðunum. Árni var mikill gæfumaður í einkalífinu. Hann eignaðist dásamlega eiginkonu, sem bjó honum notalegt heimili. Börn þeirra eru tvö, Steinunn, sem áður er getið, og Einar, sem býr á ísafirði, og er kona hans Arndís Finnbogadóttir. Barnabörnin eru sex og eitt langafabarn. Fór ekki fram hjá neinum sem til þekkti ást sú og virðing sem barnabörnin sýndu afa sínum. Að leiðarlokum þakka ég og fjölskylda mín Árna fyrir ein- staka vináttu og tryggð, en Ingi- björgu konu hans og ástvinum öll- um sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð veri minning Árna Þórðarsonar. Andreas Bergmann Skólasaga okkar íslendinga er stutt þegar sleppt er hinum fornu skólum í Haukadal og Odda og prestaskólunum sem um aldir voru starfræktir á biskupssetrun- um. Raunveruleg skólasaga hefst með fræðslulögunum, sem sam- þykkt voru á Alþingi árið 1907. Upp úr því hefst skipuleg barna- fræðsla hér á landi. En þótt skólasaga okkar sé stutt geymir hún nöfn margra frábærra skólamanna sem ekki aðeins lögðu kennslu fyrir sig sem atvinnu heldur helguðu sig starfinu í einu og öllu, ef svo má segja. Hjá mörg- um þessara manna var kennslu- starfið köllun, sem átti huga þeirra allan, jafnt utan skóla- veggjanna sem innan. Þeirra umb- un og lífsfylling var í því fólgin að sjá árangur starfsins og rifja upp f huganum, að loknum erilsömum degi, hvort miðað hefði áleiðis. Hafði tekist að miðla fróðleik, glæða skilning, auka víðsýni, þroska og sjálfstraust hjá þeim efniviði, sem þeim var trúað fyrir? Þannig var þetta og þannig er þetta, sem betur fer, ennþá hjá mörgum kennurum. Þannig var þetta hjá Árna Þórðarsyni, fyrrverandi kennara og skólastjóra, sem lagður var til hinstu hvílu fimmtudaginn 18. október sl. eftir stutta en stranga sjúkdómslegu. Hér verður ekki reynt að gera heildarúttekt á ævi og störfum Árna Þórðarsonar. Vonandi munu aðrir mér færari gera það, því vissulega var hann maður sem margt mátti af læra, jafnt utan sem innan kennslustofunnar. Við lauslega yfirferð í huganum sýnist mér að mjög margir þjóð- kunnir menn hafi komið úr Svarf- aðardal. Þar var Árni Þórðarson fæddur á bænum Skáldalæk hinn 6. júní árið 1906. Foreldrar hans voru bændafólk og sveitastörf voru því hið daglega viðfangsefni barna- og unglingsáranna, allt fram til tvítugsaldurs. Áhrifa frá þessum árum gætti mjög hjá Árna alla tíð. Hann hafði óvenjulegan næmleika fyrir náttúrunni og var kröfuharður, bæði við sig og aðra, varðandi góða umgengni við land- ið og lífríki þess. Brýndi hann slíkt ríkulega fyrir nemendum sínum, bæði í kennslustofunni og í skólaferðalögum með þeim. Þá hafði hann ríkan skilning á kjörum og högum þeirra sem í sveitum búa og mat störf þess fólks mikils. Árið 1925 hefst skólaganga Árna utan heimahéraðs. Fyrst er tveggja vetra nám í Laugaskóla, þá einn vetur á lýðháskólanum í Askov í Danmörku. Síðan liggur leiðin í bændaskólann á Hvann- eyri og þaðan lýkur hann búfræði- prófi. Má ætla að hugur hans hafi um það leyti stefnt að því að ger- ast bóndi og þá væntanlega á heimaslóðum. En meira skyldi lært og þá lá Kennaraskólinn beinast við. Þar stundar hann nám í þrjá vetur og lýkur kenn- araprófi vorið 1932. Þar með var MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984 framtíðin ráðin, stefnan tekin í kennslustarfið. Um þetta leyti var nægilegt framboð á kennurum og fyrsta veturinn var ekki um aðra kennslu að ræða en einkakennslu. Ári síð- ar er Árni ráðinn kennari að Miðbæjarskólanum, þar sem hann starfaði samfellt í 16 ár, eða til ársins 1949, þá gerist hann skóla- stjóri, fyrst við gagnfræðaskólann við Hringbraut, síðan við Haga- skóla. Fljótlega eftir að Árni fór að kenna hóf hann að sérhæfa sig í kennslu í íslensku. Aflaði hann sér staðgóðrar þekkingar í þeirri grein og sótti m.a. námskeið í Há- skóla íslands hjá dr. Birni Guð- finnssyni. Um árabil var hann sér- stakur eftirlitskennari með ís- lenskukennslunni í Miðbæjarskól- anum. Er óhætt að fullyrða að Árni hafði staðgóða og yfir- gripsmikla þekkingu á íslenskri tungu svo sem bækur hans bera með sér, en sumar þeirra samdi hann í félagi við aðra. Árni náði góðum árangri í kennslu þótt íslenskan lægi hon- um ávallt næst hjarta og hann nyti sín best við kennslu í þeirri grein. Leiðir okkar Árna lágu fyrst saman haustið 1949. Þá er Gagn- fræðaskólinn við Hringbraut stofnaður og Árni tekur þar við skólastjórn og ég gerist þar kenn- ari. Nokkrum árum síðar flyst allt starfslið Hringbrautarskólans í Hagaskólann, sem þá var í bygg- ingu. Þar var Árni skólastjóri til ársins 1966 er hann segir starfi sínu lausu. Ekki hætti hann samt með öllu afskiptum af skóla- og kennslu- málum þótt hann léti af skóla- stjórn. Gerðist hann stundakenn- ari við Kennaraháskólann og próf- dómari í samræmdum prófum. Hagaskólinn naut mikils álits undir stjórn Árna, og gerir raunar enn. Var oft á haustin mikil ásókn í að koma unglingum úr öðrum borgarhverfum í skólann. Skólinn var því oft þröngsetinn og margt í bekkjardeildum. Reyndi mjög á hæfni og stjórnsemi skólastjór- ans. Hvorugt brást í höndum Árna Þórðarsonar. Hann hafði jafnan góð tök á nemendum og var virtur þæði af þeim og kennurum. Ég hygg að nú á tímum væri Árni talinn vera mikill agamaður. Vissulega var hann það, en það var góður agi sem byggðist á réttsýni og velvild til nemend- anna. Aldrei heyrði ég foreldra eða nemendur kvarta undan of hörðum aga í Hagaskólanum. — Sannleikurinn er sá að unglingar vilja hafa reglu og aga í skóla- starfinu. Upplausn og frjálsræði úr hófi getur verið spennandi stundargaman um hríð en verður það aldrei til lengdar. Þá fylgdist Árni vel með ferða- lögum nemenda, bæði skíðaferð- um á vetrum og vorferðalögum. Sjálfur var hann útilífsmaður og vanur ferðalögum frá unga aldri. Var hann jafnan með í skólaferð- um nemenda, ef hann gat því við komið, og þá jafnan stjórnandinn. Einnig lagði hann mikla áherslu á að samkomur nemenda færu vel fram og væru með menningar- brag. Um það leyti sem Árni hætti skólastjórn lét hann gamlan draum rætast og fékk sér hesta. Átti hann margar ánægjustundir í samvistum við þá síðustu árin. Fór hann með félögum sínum á hverju sumri í öræfaferðir, skoð- aði landið og kynntist áður óþekktum stöðum. Úr slíkum ferð- um koma menn endurnærðir á sál og líkama. Eftirlifandi kona Árna er Ingi- björg Einarsdóttir ættuð úr Stykkishólmi. Þau gengu í hjóna- band 15. október 1938. Sambúð þeirra var mjög farsæl. Heimili þeirra að Kvisthaga 17 var hlýlegt og fallegt og þar var jafnan gott að koma. Börn þeirra urðu tvö, Steinunn, sem gift er Ólafi Ottóssyni, sem um þessar mundir starfar sem þróunarráðunautur í Kenya. Þau eiga þrjár dætur, Ingibjörgu, Kristínu og Ernu. Einar er búsett- ur á ísafirði og rekur þar fyrir- tæki. Kona hans er Arndís Finn- bogadóttir. Þau eiga einn son, Árna Þór. Auk þess á Einar tvær dætur, Ingibjörgu og Berglind. Með Árna Þórðarsyni er geng- inn merkur skólamaður og góður þegn. Eiginkonu og ættingjum vottum við hjónin samúð okkar. Kristján Benediktsson Óðum fækkar í hópnum, sem kvaddi Kennaraskólann á vordög- um 1932. Á rösku ári hafa fjögur skólasystkini mín horfið yfir móð- una miklu, nú síðast Árni Þórð- arson, fyrrv. skólastjóri. Þegar leiðir okkar lágu saman komum við úr ólíku umhverfi, hann dalabarn, hafði verið á bændaskólanum á Hvanneyri, en ég frá ströndinni og orðinn vanur að stíga ölduna. Árni hafði þá einnig verið á Askov og hjá Arnóri á Laugum, en ég í Flensborg. Ekki leyndi sér að mismunur var á skólaanda. Arnór hafði kynnst skólamálum í Danmörku og Sví- þjóð, einnig setið í Hliðskjálf Björns M. Olsen, en Ögmundur í Flensborg var gamall Möðruvell- ingur, undir áhrifum frá Jóni A. Hjaltalín og dvöl í Kanada, en ekki síst frá mörgum og iöngum ferðum um landið með Þorvaldi Thoroddsen. En þótt við Árni kæmum þann- ig hvor úr sinni áttinni, með mis- munandi áhrif í blóðinu og áunn- in, kom það ekki í veg fyrir að með okkur tækjust brátt góð kynni. Síðar urðum við samkennarar í Miðbæjarskóla. Þegar hann var þangað kominn varð skjótt Ijóst, að þar hafði borið að garði réttan mann. Nánar samvistir okkar Árna urðu fyrst eftir að hann kvæntist vinkonu minni úr Stykkishólmi, Ingibjörgu Einarsdóttur (Göggu), og þau settust að í Vesturbænum á næstu grösum við okkur Helgu. Árni eignaðist snemma bíl og ferðirnar, sem við áttum með þeim hjónum, urðu margar. Hann varí senn mikið náttúrubarn og skoðandi á þá vísu, en jafnframt málfræðingur og íslenskumaður, sem leiddi hug að nöfnum á hverj- um stað. Það kom því af sjálfu sér, að hann var oft leiðsögumaður á vegum Ferðafélags íslands. Á efri árum átti Árni hesta og naut þess að annast þá og taka þátt í ferðum með öðrum hestamönnum um byggðir og óbyggðir. Þótt við nytum vel gestaboðsins í faðmi náttúrunnar er ekki síður vert að minnast rabbstunda á heimili Árna og Göggu. Yfir þeim heimsóknum, sem oft koma af sjálfu sér án fyrirvara, var ætíð sá þokki og lífsfylling, er varð okkur mikilsverð í púkkið til þess að mæta daglegu amstri. Árni kunni með hófsemd og næmri greind að leggja dóm á hversdagsfyrirbrigð- in, jafnvel fara í saumana á þeim á örskotsstund, svo að fleirum en á hlýddu hefði verið hollt að kynn- ast niðurstöðunni. Ég held að Árni hafi aldrei hrapað að nokkrum hlut, honum fylgdi ætíð sú fyrir- hyggja að láta kófið ekki villa sér sýn. Ekki var ónýtt að leita til Árna um óljósar merkingar orða og naskur var hann að átta sig á tor- skildu orðafari, að ekki sé talað um kunnáttu hans að réttrita tví- bentan stílsmáta. Hann var mér innan handar við prófarkalestur á öllum fyrri ritum mínum, og er vægt að orði kveðið, að þar væri sumt með öðrum brag, ef smekk- vísi hans á mál hefði ekki notið við. Þegar slitnar strengur hálfrar aldar samfunda og vináttu hlýtur það að skilja eftir trega, en vita- skuld væri Árna Þórðarsyni engin þægð í því að farið væri að beygja af. Að leiðarlokum þökkum við innilega samfylgdina og sendum Göggu, Steinunni, Einari og öðru skylduliði hugheilar kveðjur. Lúdvík Kristjánsson Foreldrar hans voru Guðrún Lovísa Björnsdóttir og Þórður Kristinn Jónsson, bóndi. Árni aflaði sér fjölþættrar menntunar áður en hann hóf lífsstarf sitt. Hann hafði lokið námi í héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal, lýðháskólanum í As- kov, bændaskólanum á Hvanneyri og Kennaraskóla Islands; þar lauk hann kennaraprófi 1932, Eftir að hann gerðist kennari stundaði hann framhaldsnám í íslensku hjá dr. Birni Guðfinnssyni og í hljóð- fræði í Háskóla íslands. Skólaárið 1958—59 naut hann orlofs og kynnti sér þá skóla- og uppeldis- mál á Norðurlöndum og Þýska- landi. Menntun og eðliskostir skipuðu Árna Þórðarsyni snemma í fremstu röð hérlendra skóla- manna. Veturinn eftir kennarapróf stundaði Árni einkakennslu en haustið 1933 hóf hann kennslu við Miðbæjarskólann og kenndi þar til 1949; þá varð hann skólastjóri Gagnfræðaskólans við Hringbraut sem þá tók til starfa. Þegar skól- inn fluttist í nýtt skólahús við Hagatorg 1958 var nafni skólans breytt í Hagaskóli. Undir öruggri og víðsýnni stjórn Árna ávann skólinn sér að verðleikum mikils álits. Skólastjórn Árna ræði ég ekki frekar en vænti þess að aðrir geri henni verðug skil. Þegar Árni hóf kennslu í Mið- bæjarskólanum kenndi hann margar námsgreinar eins og þá var venja en brátt hneigðist hugur hans sérstaklega til kennslu móð- urmálsins og varð það sérgrein hans. Árni var gæddur ágætum hæfileikum sem kennari. Hann umgekkst nemendur sína eins og jafningja hvort sem þeir voru í barna- eða framhaldsskóla. í kennslustundum hjá Árna ríkti ró og vinnugleði. Þar sem slíkt and- rúmsloft ríkir eru engin aga- vandamál og árangur kennslunnar með ágætum. Árna var jafnan hugleikið að fylgjast með nemend- um sínum eftir að leiðir skildu. I Miðbæjarskólanum var Árni í mörg ár eftirlitskennari með móð- urmálskennslu. Víðtækust áhrif á kennslu móðurmálsins hafði hann þó með þeim kennslubókum er hann samdi í samvinnu við aðra. Aðalsamverkamaður Árna á því sviði var Gunnar Guðmundsson, skólastjóri Laugarnesskólans. Kennslubækur Árna og Gunnars hafa um áratugi mótað að veru- legu leyti móðurmálskennslu í barna- og unglingaskólum lands- ins. Auk eiginlegra kennslubóka sömdu þeir félagar saman staf- setningarorðabók og bættu þar úr brýnni þörf. Árni kom víðar við sem ís- lenskukennari en í Miðbæjarskól- anum og sínum skóla. Hann var stundakennari í íslensku í ýmsum skólum um lengri eða skemmri tíma, sérstaklega eftir að hann lét af skólastjórn árið 1%7. Þá kenndi hann t.d. fimm ár í Kennaraskól- anum og fleiri skólum. Oft var leitað til Árna um einkakennslu fyrir nemendur í skólum. Margir fengu hann til að lesa yfir handrit Fædd 19. ágúst 1885 Dáin 24. ágúst 1984. Vilborg Jóhannesdóttir frá Geirshlíð er dáin. Þó ég finni van- mátt minn til að minnast kærrar systur í trú, finnst mér ég verði að reyna það, því mikið hefi ég Guði að þakka, allar þær sælustundir sem við höfum lifað saman í Vatnaskógi og Vindáshlíð á mörg- um liðnum árum. Frá Guði er öll fullkomin gjöf. Enginn er betri en trúaðir vinir, sem minnast manns í bænum sínum. Bréfabunkinn frá henni sýnir tryggð hennar og trú- festi. Síðasta bréf hennar er frá 17. ágúst 1983. Frágangurinn er dásamlegur, miðað við aldurinn. En 19. ágúst 1984 byrjaði hún 100. æviárið, en fimm dögum síðar gaf Drottinn henni hæga og góða dauðastund. Nú get ég aðeins í hug og hjarta sungið: „Ó blessuð sýn er Herrans hjörð til himins komin er“ o.s.frv. Áður fyrr raulaði ég þennan sálm þegar mér bárust andlátsfréttir vina og vanda- manna. Við sálminn hefi ég fundið eins og tilhlökkunarkennd, eink- um nú, því innan lítils tíma hlýtur _____________________________35^ og prófarkir. Mikið starf á því sviði vann hann fyrir Ríkisútgáfu námsbóka. Árni stóð að útgáfu nokkurra rita. Hann var ritstjóri vikublaðs- ins Framsókn 1933—34, í útgáfu- nefnd minningarrits um Kennara- skólann 50 ára, lengi í útgáfu- stjórn Menntamála, tímarits kennara, og mörg ár ritstjóri Eið- faxa, blaðs hestamanna. Árni var mjög félagslyndur og naut þess að blanda geði við aðra, bæði unga og aldna. Snemma valdist hann til forustu í samtök- um kennara og síðar skólastjóra. Hann var um skeið í stjórn Stétt- arfélags barnakennara í Reykja- vík, í stjórn Sambands ísl. barna- kennara mörg ár. Lengi var hann fulltrúi SÍB í stjórn lífeyrissjóðs barnakennara, þar vann hann af dugnaði að því að réttindi kennara í sjóðnum væru aukin. Árni var kjörinn heiðursfélagi Sambands ísl. barnakennara fyrir mikilvæg störf í þágu kennara og uppeldismála. Árni var mjög virkur í félags- skap skólastjóra. Hann var mörg ár formaður Félags skólastjóra gagnfræða- og héraðsskóla. Fyrsti formaður var hann í klúbbi eftir- launamanna sem var stofnaður 1975 og vann þar gott brautryðj- andastarf. I fjögur ár var Árni í Fræðslu- ráði Reykjavíkur. Mörg hin síðari ár stundaði Árni hestamennsku af miklum dugnaði og áhuga, allt þar til heilsa hans brast nú síðla sumars. Auðfundið var að Árni naut þess í ríkum mæli að ferðast um landið í hópi góðra ferðafélaga. Mun þar gamall draumur hafa ræst. Kynni okkar Árna hófust er hann gerðist kennari í Miðbæj- arskólanum. Upp frá því lágu leið- ir okkar saman í félags- og skóla- málum. Það samstarf verður ekki rakið hér en ég hef margs ánægju- legs að minnast og margt að þakka. Árið 1938 kvæntist Árni Ingi- björgu Einarsdóttur. Foreldrar hennar voru: Steinunn Guðnadótt- ir og Einar Vigfússon, bakara- meistari í Stykkishólmi. Ingibjörg og Árni voru samhent um að skapa fjölskyldunni fagurt og gott heimili. Fjölmennur er sá hópur sem minnist ánægjulegra samverustunda á heimili þeirra. Börn Ingibjargar og Árna eru: Steinunn, gift ólafi Ottóssyni, skrifstofustjóra í Búnaðarbankan- um, og Einar, kaupmaður á ísa- firði, kvæntur Arndísi Finnboga- dóttur. Miklir gleðigjafar hafa börnin og barnabörnin og nú sfð- ast barnabarnabarnið verið Ingi- björgu og Árna. Ég og fjölskylda mín þökkum Árna og fjölskyldu hans órofa vin- áttu. Pálmi Jósefsson kallið að koma til mín, vegna ald-» urs. En allt er í Drottins hendi. „Ó blessuð sýn er sigurljóð, í söng og þakkargjörð ... Ó lát mig standa í helgra her, á hjálp- ardegi þeim. (þýtt af Fr.Fr.þ Blessuð sé minning um hjart- kæra systur og trúaða konu. Dregið úr G.B. (mannakorn). Opinberunarb. 21.4. Steinunn Guðmundsdóttir Vilborg Jóhannes- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.