Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 5 Sædýrasafnið: Ekki vitað hvenær háhyrn- ingaveiðar hefjast arnar, en vélbáturinn Guðrún, sem notaður hefur verið til að fanga háhyrningana, væri enn við síldveiðar. Sædýrasafnið hefur leyfi til að fanga 4 lifandi háhyrn- inga nú sem undanfarin ár. Jón sagðist ekkert vita hvert markaðs- verðið væri nú enda væri það mis- jafnt. Sagði hann að 50 til 60 þús- und dollarar hefðu fengist fyrir hvert dýr að undanförnu, það er 7 til 8 milljónir íslenskar fyrir há- hyrningana fjóra. Söluverð 4 dýra 7—8 milljónir „JÁ, VIÐ gerum ráð fyrir því,“ sagði Jón Gunnarsson, forstöðumaður Sæ- dýrasafnsis í Hafnarfirði, þegar hann var spurður að því hvort Sæ- dýrasafnið ætlaði ekki að gera út bát á háhyrningaveiðar eins og undan- farin ár. Jón sagði að ekki væri vitað hvenær hægt yrði að hefja veið- Hiö frábæra Ríó tríó sem allir muna eftir er nú komiö sam- an aö nýju. Þeir félagar Ágúst, Helgi og Ólafur hafa nú sett saman bráöskemmti- lega og eldhressa dagskrá meö gömlu og góöu ásamt nýju og fersku efni sem frumflutt veröur í Broadway um næstu helgi. Gunnar Þóröarson hinn mikli tónlistarsnillingur hefur af þessu tilefni sett saman stórhljómsveit strengja og blásara sem leika mun undir hjá Ríó þar sem þeir skemmta gestum í mikilli Ijósadýrð Broadway, í húsi sem ber hljóm afburöa vel. Skemmtikvöldin í Broadway hafa fest sig í sessi íslensks skemmtanalífs og veriö hvert öðru betra. Þaö er því enginn svikinn af gleöistund í Broadway meö Ríó. Fram- leiddur veröur þríréttaður Ijúffengur kvöldveröur af bestu gerö — pantið borö tímanlega því hér er aö fara af staö hin allra besta skemmtun. Nýr álsamningur undirritaöur í Zlirich í gær: Nýtt orkuverð, stækkun ál- versins, dómsátt um deilur Stykkishólmur: Framkvæmdir við sjúkrahúsið ganga vel Stykkixbólmi. 31. okt. FRAMKVÆMDIR við sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina hér I Stykk- ishólmi hafa gengið eftir áætlun og er þessi álma nú komin undir þak og var þessa áfanga sérstaklega minnst í þessum mánuði. Þvottahúsið og geymsla fyrir sjúkrahúsið sem eru í austurálmu byggingarinnar komast í gagnið í haust og byggingin á að verða fokheld fyrir áramót. Samkvæmt samningi greiða stysturnar — eig- endur sjúkrahússins — 47,16% af stofnkostnaði, ríkið 49,63% og sveitarfélagið 3,21%. Byggingar- nefnd skipa systir Rene Lonton formaður, Einar Karlsson og Sturla Böðvarsson. Um sl. áramót hafði verið unnið fyrir tæpar 17 milljónir króna. Fréttaritari BIPiOAD WAY nk. föstudags-, laugar- dags- og sunnudags- kvöld kl. ZUrich, 5. nóvember, frá önnu Bjamadóttur, frétUríUra MbL SVKRRIR Hermannsson, iðnaðarráðherra, undirritaði laust eftir hádegi í dag, í höfuðstöðvum Alusuisse í Ziirich, samkomulag við svissneska álfyrir- tækið Alusuisse. Samkomulagið felur I sér dómsátt deiluaðila, íslenska ríkisins og Alusuisse, samþykkt um breytingu á aðalsamningnum og viðaukasamning um raforkuverð. Dr. Bi-uno F. Sorato, forstjóri Alusuisse, og dr. Dietrich N. Ernst, varaforstjóri, undirrituðu samkomulagið fyrir hönd Alu- suisse. Dr. Jóhannes Nordal, for- maður stjórnar Landsvirkjunar, og Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu fyrir hönd Landsvirkjunar. Iðnaðar- ráðherra mun leggja samkomu- lagið fyrir Alþingi á miðvikudag og segist vona að það verði sam- þykkt sem lög sem allra fyrst. „Ég geri mér vonir um að sam- komulagið verði samþykkt innan 10 daga,“ sagði hann, „en þori ekki að segja til um hvort það tekst. Við verðum að hafa í huga að hver dagur er ansi dýr.“ Hann sagði að hver sólarhringur kostaði Islend- inga 400 þúsund krónur þangað til nýja samkomulagið gengur í gildi. Það á að gilda til 20 ára og má endurnýja til 10 ára árið 2004. Alusuisse hefur samþykkt að greiða á bilinu 12,5 til 18,5 mill fyrir raforkuna, verðið reiknast út frá heimsmarkaðsverði á áli hverju sinni. Fyrirtækið hefur borgað 9,5 mill fyrir orkuna sam- kvæmt bráðabirgðasamkomulagi frá því í september 1983 en frá 1975 til þess tíma var verðið 6,45 mill. Hin nýja samþykkt um raf- orkuverðið gildir til 5 ára og má þá endurskoða hana. í samkomulaginu um breytingu á aðalsamningnum er gefin heim- ild til að stækka álverið í Straumsvík um helming og fá nýj- an eignaraðila, sem mætti eiga 50% í fyrirtækinu. Dr. Jóhannes Nordal, sem var formaður ís- lensku nefndarinnar er samdi við Alusuisse, benti á, að hinn nýi orkusamningur gildi ekki fyrir nýja eigendur og stærri verk- smiðju. Breytingarnar á aðal- samningi fela einnig í sér endur- skoðunarrétt á skattareglum fyrir fyrirtækið. Dr. Jóhannes sagði að nú yrði hafist handa við að finna nýjar og öruggari viðmiðunarregl- ur til að skattleggja ÍSAL hf. og sagðist vona, að þær kæmu fram fyrir mitt næsta ár. Dómsáttin byggist á fyrningu gamalla deilumála aðila varðandi verðlagningu á hráefnum, af- skriftir og skattaviðurlög. Sverrir Hermannsson sagði, að Alusuisse hefði sæst á það sem íslenska stjórnin fór fram á, þ.e. hækkun orkuverðs og greiðslu sáttafjár að upphæð 3 milljónir dollara. Sú upphæð dregst frá skattainneign fyrirtækisins hjá íslenska ríkinu, en alls hafa 7 milljónir dollara hlaðist þar upp á undanförnum árum. Samningsaðilar þökkuðu hvor öðrum fyrir gott samstarf að und- irskrift lokinni, en í fréttatilkynn- ingu frá Alusuisse segir, að deilu- mál aðila hafi nú verið leyst „á vinsamlegan hátt“. Dr. Sorato, forstjóri Alusuisse, sagði eftir undirskriftina, að sanngjörn lausn hefði verið fundin á deilumálunum og hvorugur aðilanna borið lægri hlut. „Við höfum starfað lengi saman,“ sagði hann, „og höfum 19.00. Hólmfríður Björnsdóttir 100 ára á fimmtudaginn HÓLMFRÍÐUR Björnsdóttir, Álf- heimum 52, síðar Fífuhvammsvegi 33, Kópavogi, nú til heimilis á Hjúkrunarheimili aldraðra í Sunnu- hlíð í Kópavogi, verður 100 ára 8. þessa mánaðar. Hún er fædd í Dölum í Fá- skrúðsfirði, dóttir Björns Stefáns- sonar og Margrétar Stefánsdóttur. Giftist Halldóri Pálssyni í Tungu í Fáskrúðsfirði. Bjuggu þau 24 ár að Nesi í Loðmundarfirði, en fluttu síðan til Reykjavíkur og bjuggu þar til 1967, er Halldór lést. Hólmfríður tekur á móti gestum í Félagsheimili Langholtssafnaöar á afmælisdaginn kl. 4—7. sýnt að við getum leyst ágrein- ingsmál okkar á hreinskilinn hátt. Ég býst við að samstarf okkar geti nú aftur orðið eðlilegt og ég treysti því að samstarfsaðilar okkar næstu 20 árin verði áreið- anlegir," sagði forstjóri Alusuisse. Samkomulagið verður lagt fyrir stjórn fyrirtækisins á næstunni. Hólmfríður Björnsdóttir Borðapantanir daglega kl. 11—19 í síma 77500. VERIÐ VELKOMIN VELKLÆDD í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.