Morgunblaðið - 06.11.1984, Page 18

Morgunblaðið - 06.11.1984, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 Að loknu verkfalli stjórnkerfisins — eftir Björn Steffensen Víst er að oft hefur sá velviljaði og greiðvikni Albert óskað þess, meðan starfslið hans í stjórnkerf- inu þjarmaði mest að honum, að hann ætti ráð á þeim töfrasprota sem dygði til að kjarasamningar einir saman sköpuðu kaupmátt og ekki þyrfti nema skrifa undir, þá fengju allir gott kaup, já rífandi kaup, og þá fylltust launaumslög- in um hver mánaðamót af nýju bankóseðlunum með honum Brynjólfi biskupi. Og það sem meira er, seðlarnir héldu gildi sínu áfram eins og ekkert væri. Svona kvað þetta ganga fyrir sig í sumum olíulöndunum, enda þurfa þeir ekki að vera að eltast við þorskfisk og loðnu útum allan sjó eins og við, heldur ausa þeir auð- æfunum upp úr brunnum. Hjá okkur gilda aftur á móti staðreyndirnar grjóthörðu, sem hann Milton Friedmann var að minna okkur á, m.a. að „ekkert fæst fritt, það er alltaf einhver sem borgar", og eins er hitt stöð- ugt í gildi, að lífskjör verða ekki bætt með samningum nema innan þeirra marka sem aukin afköst og bætt viðskiptakjör setja. Eftir áratuga reynslu okkar í þessu efni ætti að vera óþarfi að vera að sí- endurtaka þessa lexíu. Okkar rík- issjóður er þannig ekki neinn brunnur sem hægt er að ausa úr eins og arabarnir gera, heldur að- eins útkoman af því sem við ann- arsvegar látum í hann af tekjum okkar, og hins vegar því sem við tökum aftur úr honum. Og þá ligg- ur beint við að spyrja: Hvaðan áttu þeir fjármunir að koma sem verkfallsmenn heimtuðu til við- bótar í sinn hlut? Varla hafa þeir ætlast til að haldið yrði áfram að taka erlend lán til að greiða með laun. Þaðan af síður er trúlegt að þeir hafi vilj- að taka þetta af öðrum starfshóp- um launafólks. Þá er aðeins eftir sú leiðin „að láta þá ríku borga“, eins og það er orðað, og mun þá átt við atvinnurekendur og dálítinn hóp í þjónustugreinum, svo sem suma lækna, lyfsala, nokkra skip- stjórnarmenn og fáeina fleiri. Þetta eru víst mennirnir „með breiðu bökin“, sem svo eru kallað- ir. Mér er sagt, að vanskil útgerð- arinnar við bankana séu hrikaleg og hafi aldrei verið meiri, og varla er hin gamla undirstöðuatvinnu- greinin, landbúnaðurinn, aflögu- fær. Verslanir í einkaeign eru óðum að týna tölunni, en stór- markaðir, margir í eigu sam- vinnufélaga, að taka við. Sumar greinar iðnaðarins munu svo til það eina sem blaktir. Fylking „þeirra ríku“ er því orðin æði þunnskipuð í stétt atvinnurek- enda, jafnframt því sem hér er orðinn meiri jöfnuður um efnahag heldur en þekkist í nokkru öðru landi. Allt þetta blasir við hverj- um þeim sem hefur augun opin og sem jafnframt þekkir eitthvað til utan landsteinanna. En hvað um þessa með „breiðu bökin“, er ekki sjálfsagt að láta þá borga og það duglega? Jú, þó það nú væri. Gallinn er bara sá, að þeir eru víst svo skratti fáir. Til dæmis verður varla sagt að æðstu embættismenn þjóðarinnar og þingmenn hafi sérstaklega „breið bök“, en ráðherrar hafa t.d. 75 þúsund á mánuði með þingfarar- kaupi, ríkissaksóknari fær 60 þús- und á mánuði, biskup 57 þúsund og þingmenn 40 þúsund. Annar galli er sá, að þeir eru þegar búnir að borga, skattheimtan sér fyrir því. Og jafnvel þó að hér og þar leyndist slæðingur manna sem svo hefðu „breið bök“ að taka mætti til viðbótarkúfinn af því sem þeir hafa fengið að halda og skipta milli hinna sem lakar væru settir, er ósköp ólíklegt að sá hópur gæti verið nægjanlega stór til þess að gætti svo merkjanlegt væri í kaupi 17 þúsund opinberra starfsmanna. Hvað tekur svo skatturinn? Af þeim sem hefur eina og hálfa milljón í tekjur tekur hann 650 þúsund (auk aðstöðugjalds, þar sem það á við), þannig að gjald- andinn fær að halda 850 þúsund- um, þegar best lætur. Af einni milljón skilur skatturinn eftir 619 þúsund handa gjaldanda. Sá sem hefur 300 þúsund í tekjur og sömu fjölskyldustærð og hinir, fær aft- ur á móti að halda því öllu að við- bættum 16 þúsund króna bótum frá ríkinu vegna barna. Á sama hátt fær sá sem hefur 250 þúsund að halda þeim að viðbættu 41 þús- undi. (Öll dæmin eru miðuð við fimm manna fjölskyldu, hjón með þrjú ung börn, þar sem faðirinn vinnur einn úti.) — Auðvitað má svo endalaust deila um hvort sá munur sem er á því sem þessir gjaldendur halda eftir sé of mikill eða of lítill, en þarna er vissulega ekkert stórkostlegt sem hægt er að útdeila til annarra umfram það sem þegar hefur verið gert. Um hitt verður ekki deilt, að sú upp- hæð sem menn hafa til umráða eftir að hafa greitt skattana er þeirra raunverulega kaup. En hverfum aftur að vinnudeil- unni. Hvað kosta verkföll þjóðina? Því verður að sjálfsögðu aldrei svarað svo að nálgist vissu. Sak- laust ætti samt að vera að setja fram svolitlar bollaleggingar: Þjóðartekjurnar eru nú nálægt 52 milljörðum. Allsherjarverkfall þar nem öll vinna félli niður og engu yrði komið í verð, og þannig um engar þjóðartekjur að ræða mundi kosta 1 milljarð á viku, eða 200 milljónir á dag, miðað við nefnda tölu. Að sjálfsögðu eru þessar tölur ekki svona gífurlegar þegar minni hópa er um að ræða, eins og var t.d. í nýloknu verkfalli, auk þess ekki sama hvaða hópar eiga í hlut, en venjulegur hlutfallareikningur segir okkur að séu störf opinberra starfsmanna þjóðinni álíka verð- mæt í blíðu og stríðu og störf ann- arra jafnstórra hópa, þá kostaði verkfall þeirra þjóðina 110 millj- ónir á viku, eða 22 milljónir á dag. Að vísu voru ekki nærri allir opinberir starfsmenn í verkfalli, en þar á móti olli verkfallið mikl- um kostnaði og tekjutapi langt út fyrir raðir sjálfra verkfallsmanna. Löngu er orðið tímabært að breyta til um leikreglur í kjara- baráttunni. Þessum eina mála- flokki hefur verið smeygt undan Plaslmo'vJ þakrennur hefðu þolað frostaveturinn mikla 1918 í norðlægari löndum hefur PLASTMO sannað ágæti sitt þrátt fyrir harða veðráttu. PLASTMO þakrennur þola sjávarseltu, loftmengun, hörð frost og veðrabreytingar því plastþakrennurnar vinna með veðrinu, dragast saman og þenjast út eftir aðstæðum. PLASTMO rennurnar eru fáanlegar í 4 litum. Rennur, rör og tengistykki eru öll úr sama óbrjótandi efninu og samsetning er einföld og þægileg. Ekkert viðhald. PLASTMO = þakrennur og fylgihlutir með 10 ára ábyrgð. B.B. BYGGINGAVÖKDR HE Nethyl 2, Ártiinsholti, Simi 687447 og Suðurlajidsbraut 4, Sími 33331 Björn Steffensen „Löngu er orðið tíma- bært að breyta til um leikreglur í kjarabarátt- unni. Þessum eina málaflokki hefur verið smeygt undan þeirri sjálfsögðu reglu lýðræð- isins að dómstólar af einhverri gerð skæru jafnan úr deilumálum og í stað þess viður- kennd reglan um vald hnefans.“ þeirri sjálfsögðu reglu lýðræðisins að dómstólar af einhverri gerð skæru jafnan úr deilumálum og i stað þess viðurkennd reglan um vald hnefans. Hér þarf vissulega að finna leið sem meiri reisn er yfir. Jafnframt verður til fram- búðar að fara að huga að þeim tekjulindum sem eiga að standa undir bættum kjörum lands- manna, og hvernig að skuli staðið. Benda má t.d. á að það hefur aldr- ei þótt búmannslegt að svelta mjólkurkýrnar, en það er einmitt það sem verið er að gera i æ ríkara mæli. Aldrei hefur hlutur launafólks í þjóðartekjunum verið stærri en undanfarin 3 ár, og hlutur atvinnu- veganna minni. Þetta er ekki að- eins óheppilegt og óskynsamlegt heldur beinlínis háskalegt. Það gefur augaleið að þrautpindur at- vinnurekstur sem á lítið eða ekk- ert eigið fé, en skuldar f bönkum ekki aðeins það sem þarf til rekstrar (vörubirgðir o.fl.) heldur líka mestan hluta alls búnaðar (hús, skip, tæki), getur ekki haft hagkvæman rekstur og framleitt og selt ódýra vöru. Óhóflegar vaxtagreiðslur segja hér til sín, auk þess sem vinnuafl og tæki nýtist ekki eins og vera ber þegar fyrirtæki er fleytt áfram í skulda- basli. Erlendu skuldirnar eru samt al- varlegasta vandamálið og það sem heldur mest niðri lffskjörum f landinu. Þrátt fyrir fögur fyrir- heit og góðan ásetning er enn ver- ið að taka erlend stórlán til að halda uppi falskri kaupgetu. Af- borganir og vextir af erlendum lán- um námu 7V4 milljarði á síðasta ári, eða 15% af þjóðartekjum (þ.e. 15% af tekjum alls fólks og fyrirtækja f landinu). Hver milljarður sem bætist við þessa árlegu greiðslu svarar til 2% af þjóðartekjum. Það fé sem fer í þetta verður ekki notað í annað og því eru kjör lands- manna nú 15% lakari en annars mundi vera, og fer þetta hlutfall hækkandi ár frá ári meðan lántök- um er haldið áfram. Erlendu skuld- irnar nema nú 42 milljörðum eða 700 þúsundum á hverja 4ra manna fjölskyldu, og afborganir og vextir sem greiddir voru af skuldunum sfð- astliðið ár námu 126 þúsundum á hverja 4 manna fjölskyldu, eða 10.500 krónur á mánuði. Hér geta allir lifað lúxuslffi, bara ekki alveg eins miklu lúxus- lífi og gert hefur verið undanfarin ár, enda þótt þjóðartekjur geti áfram verið með þvf hæsta sem gerist á Vesturlöndum. Þessi aft- urkippur hlaut að koma, bæði vegna þess forskots á sæluna sem við höfum tekið okkur mörg und- anfarin ár og tekið til þess óhóf- lega mikil erlend lán, sem nú þarf að byrja að borga. Svo og vegna þess að við höfum trassað að efla þann undirstöðuatvinnuveg sem beinast liggur við að byggja upp, stóriðjuna, en henni fylgja svo fljótlega allskonar smáiðnaður og þjónustustörf. Lítið á Hafnar- fjörð, þann deyfðarstað sem áður var stundum, þar blómstrar nú margþætt atvinnulíf í nálægð ál- versins. Hættum að þrátta um álver við Eyjafjörð. Þegar á reynir, þykir mér ólíklegt að ekki komi á daginn vankantar staðarins, aðrir en þeir sem heimamenn hafa áhyggjur af, svo sem langar siglingaleiðir, dýr- ar leiðslur yfir veðrasamt hálendi, veðurfar og þá jafnvel nokkur hætta á hafísárum, þegar beinast liggur við að byggja svona ver í námunda við orkuna á Austur- eða Suðurlandi, og komast þannig hjá öllum þessum ókostum. Erlendir fésýslumenn vilja svo sem vonlegt er alveg áreiðanlega ekki taka þátt í byggðastefnu ef til þess þarf að fórna hagkvæmni og samkeppnishæfni. Líklega skilja þeir ekki einu sinni hugtakið, enda hafa þeir aðeins eitt markmið, að ávaxta fé á öruggasta og hag- kvæmasta hátt. Hinu má líka síst gleyma, að sá ábati (verð rafmagns) sem við sjálfir höfum af svona veri, fer eftir aðstöðunni sem við látum í té. Heldur er því ólíklegt að álver komi við Eyjafjörð, nema um verði að ræða alíslenskt fyrirtæki. En þar með er mengunarhættan þar líka úr sögunni því að aldrei hefur spurst að íslenskar verk- smiðjur skapi mengun. Það er bara þessum iðjuverum í eigu út- lendra auðhringa sem fylgir mengun. Að vísu hefur aldrei komið fram mælanlegur skaði af álverinu í Straumsvík, en það er vist bara af því þeir hafa ekki nógu góða mæla. Aftur á móti er alveg áreiðanlega engin mengun frá íslensku verksmiðjunum, sem- entsverksmiðjunni og áburðar- verksmiðjunni, enda aldrei þurft að mæla neitt þar. Að vísu hafa Skagamenn ekki getað opnað glugga hjá sér í meira en 20 ár, og eins hafa skepnur í nágrenni áburðarverksmiðjunnar verið með látlausan niðurgang í áratugi, en þetta er þess háttar óvísindaleg mengun sem ekki tekur að mæla, eða yfirleitt að hafa orð á. Að lokum má geta þess að margur spyr: Er það ekki bara á íslandi sem stjórnkerfið fer sjálft í verkfall, og er hér ekki einhver misskilningur á ferðinni? Von er að spurt sé, því þetta hljómar vissulega eins og einhver endemis meinloka. — Og nú þarf ekki að bíða lengi eftir að sagan gamal- kunna endurtaki sig, að krónan smækki um það sem launaupp- hæðin stækkaði, því að minna en ekkert var til að skipta, og lögmál- ið blífur, hvað sem kann að standa í samningum. Björn Steffensen er löggiltur endurskoóandi. Þriðju Há- skólatón- leikarnir ídag ÞRIÐJU Háskólatónleikarnir á haustmisseri 1984 verða haldnir ( Norræna húsinu í hádeginu mið- vikudaginn 7. nóvember. Flutt verða færeysk sönglög; þjóðlög og lög eftir H.J. Hojgaard og J. Waagstein. Flytjendur eru Kolbrún á Heyg- um mezzosópran og Ólafur Vignir Albertsson, píanó. Tónleikarnir hefjast kl. 12:30 og standa u.þ.b. hálftíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.