Morgunblaðið - 06.11.1984, Side 20

Morgunblaðið - 06.11.1984, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 Anna Frank í Iðnó ... að mennirnir séu í innsta eðli góðir Leikiist Jóhanna Kristjónsdóttir. Leikfélg Reykjavíkur sýnir í Iðnó Dagbók Önnu Frank eftir Frances Goodrich og Albert Hackett. Þýðandi: Sveinn Víkíngur. Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson. Lýsing: Daníel Williamsson. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Leikritið er byggt á dagbók gyðingastúlkunnar ungu, Onnu Frank, sem bjó í felum í vöru- skemmu í Amsterdam á þriðja ár, ásamt fjölskyldu sinni og fjórum öðrum gyðingum. Síöan komst upp um felustaðinn og fólkið var allt flutt í nauðung- arbúðir nazista. Enginn þeirra sem hafðist við í þakherberginu í vöruskemmunni komst af nema Otto Frank, faðir önnu. Sjálf mun Anna hafa látizt örfáum mánuðum áður en stríðinu lauk. Harmsaga gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni er í hnotskurn 1 í þessari dagbók. Þ6 að hún sé skrifuð af unglingsstúlku og beri þess mörg merki, er hér á ferð- inni vitnisburður, sem má ekki gleymast og vitnisburður sem á í raun og veru engan sinn líka. Sýning Leikfélags Reykjavík- ur lánaðist að mörgu leyti ákaf- lega vel. Leikstjórn er sköruleg og þó liðleg, persónurnar margar ákaflega vel unnar af hálfu leik- ara. Guðrún Kristmannsdóttir, ung stúlka frá Selfossi, fer með hlutverk Önnu Frank, hlutverk sem ræður úrslitum um, hvort leiksýningin sem slík tekst eða ekki. Ég sá Guðrúnu fara með þetta hlutverk i sýningu Leikfé- lags Selfoss fyrir tveimur árum eða svo og varð verulega hrifin af frammistöðu hennar þá. Stef- án Baldursson var þá leikstjóri og hefur ugglaust reynzt stúlk- unni betur en enginn. Og skemmst er frá því að segja, að Guðrún skilar önnu af einlægni og trúverðugleik. Framsögnin er góð og hreyf- ingamar eðlilegar. Það má sjálfsagt færa að því rök, að hægt hefði verið að yngja þjálf- aða leikkonu upp í þetta hlut- verk, en það gefur sýningunni fyllingu og fegurð, að „ekta" unglingur skuli hafa slík tök á hlutverkinu, að sýningin er í höfn. Hlutverk Sigurðar Karls- sonar sem Otto Frank er býsna vandasamt og mér sýnist Sig- urður hafa lagt mikla alúð og rækt við það. Aftur á móti er Valgerður Dan í hálfgerðum vandræðum með frú Frank — kannski vegna styttinga. Samt átti Valgerður ýmsar góðar sen- ur. Ragnheiður Tryggvadóttir, systirin eldri önnu, er sérstak- lega vandræðalegt og hallæris- legt hlutverk. Frá höfundarins hendi er kastað til þess höndun- um, hafi verið ætlunin að leiða hana fram sem hina prúðu og aldægilegu andstæðu við ærsla- belginn önnu, finnst mér það ekki hafa lánazt. Ég hef séð ýms- ar útgáfur á þessu verki, bæði á sviði og í kvikmyndum, og Mar- grét hefur alltaf verið hornreka. Mig minnir að hlutur hennar í dagbókinni sé meiri. Ragnheiður hefur ágætar hreyfingar og allt það en af eðlilegum ástæðum verður ekkert úr hlutverkinu. Jón Sigurbjörnsson er ólíkur þeim Dan, sem ég hafði hugsað mér, það þarf ekki að vera löstur og hann er ákaflega reyndur og góður leikari, enda áttaði ég mig ekki alltaf á því hvort hlýjan var ekta eða leikið á rútínu. Margrét Helga Jóhannsdóttir i hlutverki konu hans er sú manneskja I hópnum, sem samkvæmt bókinni breytist mest þennan tíma sem þraukað er í þakherberginu. Frá því að vera pelsklætt plast- kvendi í konu, sem undir lokin er að sligast undan oki ógnarinnar. Vandasamt hlutverk og gerir miklar kröfur til leikarans. Mér Gísli Halldórsson, Guðrún Kristmannsdóttir, Sigurður Karlsson, Ragnheiður Tryggvadóttir og Valgerður Dan, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jón Sigurbjörnsson og Kristján F. Magnús. Guðrún Kristmannsdóttir og Kristján Franklín Magnús í hlutverkum Önnu og Péturs. þótti sem leikstjóri legði of mik- ið upp úr spaugilegum og and- kannalegum hliðum hennar í upphafi, svo að umbreytingin varð ekki eins sannfærandi og ella. Gísli Halldórsson fór með hlutverk Dussel af yfirlætisleysi, en áreiðanlega eftir töluverða stúdiu á þessum manni. Ákaf- lega heilsteyptur leikur hjá Kristjáni Franklin Magnús var góður Pétur, hæfilega álappa- legur í byrjun, án þess að yfir- keyra og náði eftir þvi sem á leið nokkuð góðum tökum á sinni breytingu. Það sem mér fannst að sýn- ingunni kann öðrum að finnast hennar mesti kostur. En mér fannst leikmyndin öldungis frá- leit. Hér vantar innilokunartil- finninguna með því að hafa her- bergin tvö nánast alveg út til hliðar. Hér á að vera þröngt, svo að fólkið geti varla þverfótað. Ekki hálfautt svið með kyndugu skágólfi, sem þjónaði að vísu til- gangi í atriði undir lokin. En mér er líka spurn, af hverju var fólkið sífellt að trampa um á skóm, það kann að virðast smá- atriði að smásmygla að nefna þetta. En þegar fólkið er innilok- að á einum og sama stað á þriðja ár, byrjar það þá á því að fara í skó þegar það má fara að hreyfa sig á kvöldin. Kannski til að reyna að halda í trúna að allt sé þrátt fyrir allt eðilegt, en þá hefði samt mátt draga úr þvi að draga sötuðgt athyglina að at- höfninni, eða hvað? Leikstjórn Hallmars er vönd- uð og þekkileg og mikið hefur hann haft góðum leikhóp á að skipa. En mér fannst vanta ógnina og skelfinguna á nokkr- um stöðum. Honum hefur líka tekizt að laða fram stemmningu, sem snart áhorfendur. Og var þó hvergi væmið né yfirkeyrt. Þessi sýning er holl. Og hún er líka afar góð. Grænfjöörungur í Nemendaleikhú sinu Leiklist Jóhann Hjálmarsson Nemendaleikhúsiö: Grænfjödrungur. Ævintýralegur skopleikur eftir Carlo Gozzi í leikgerð Benno Besson. Þýðandi: Karl Guðmundsson. Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson. Leikmynd: Guðrún Sigríður Har- aldsdóttir. Grímur: Dominique Poulain. Búningar. Þórunn E. Sveinsdóttir og Dominique Poulain. Lýsing: David Walters. Tónlist: Lirus Halldór Grfmsson. Tæknimaður: Ólafur Örn Thor- oddsen. Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands hefur metnaðarfullt leikár með sýningum á Grænfjöðrungi eftir Carlo Gozzi i leikgerð Benno Besson. Grænfjörðungur er átj- ándualdarverk, frumfluttur i Fen- eyjum 1765. Benno Besson hefur umskrifað verkið, gert það aðgengilegra með ýmsum breyt- ingum. Grænfjöðrungur er upphaflega i anda Commedia dell’Arte-leikhefðarinnar og bygg- ist sem slikur mjög á frjálsum túlkunarmáta leikaranna, en Besson hefur tekist að geta i eyður með þvi að líkja sem mest eftir hinni gömlu hefð. Carlo Gozzi og Carlo Goldoni voru samtímamenn i Feneyjum. Goldoni vildi breyta til og setja á svið raunsæilegri verk en áður, m.a. láta leikarana koma fram án grimu. Þetta féllst Gozzi ekki á og deildu leikritahöfundarnir hart. Eins og Þorvarður Helgason bend- ir á í leikskrá haföi Gozzi betur í þessum átökum og varð Goldoni að flýja Feneyjar: „Ævintýrið, hugarflugið, töfrarnir höfðu sigr- að eftirmynd raunveruleikans," skrifar Þorvarður. Grænfjöðrungur er leikrit handa leikurum og vissulega áhorfendum líka. Leikritið er kjörið verkefni leiklistarnema. Þótt Benno Besson hafi sett eigið svipmót á það má segja að hefð Commedia dell’Arte sé enn rfk og gefi ieikurum tækifæri til að túlka að eigin vild. Þetta notfærðu hinir ungu leikarar sér líka, oftar en einu sinni af hugvitssemi og fjöri. Áður en lengra er haldið skal þó getið þess sem er einna ánægju- legast við þessa sýningu: Þýðingar Karls Guðmundssonar. Karli tekst að opinbera okkur hinar ljóðrænu hliðar verksins og á jafn sannfær- andi hátt kjarnmikið alþýðlegt málfar. Texti hans er víða fynd- inn. Haukur J. Gunnarsson leik- stjóri bendir réttilega á að leikar- inn á ekki að þjóna stilnum, „held- ur á stíllinn að þjóna leikaranum". Hann Hefur ekki kappkostað að endurvekja í Lindarbæ Commedia dell’Arte heldur tekið mið af ýmsu, ekki síst japönsku leikhefð- inni Kabuki sem hann þekkir vel. Það má greina i leikstjórn hans ýmsa þætti margra menningar- skeiða og bergmál úr mörgum átt- um. Þessi stefna er einn af mögu- leikanum til túlkunar Grænfjöðr- ungs og heppnast að minu viti. Hinu ber ekki að leyna að Grænfjöðrungur er langdreginn, fléttan gamalkunn úr ævintýrum og ekki athyglisverð sem slík. I fremur hæggengu verki eru i senn afkáralegir og skáldlegir þættir og þeir fá áhorfandann til að fylgjast með. Margt er reyndar daufgert í verkinu og öðlast ekki lif þrátt fyrir góða viðleitni leikstjóra og leikara. Það er eins og gengur. Eins og vera ber í ævintýri með siðferðilegu markmiði afhjúpar Gozzi og gerir skoplegt margt i fari mennskjunnar, til dæmis ágirnd, valdagræögi, stolt, fals og þannig mætti lengi telja. Leikhópur Nemendaleikhússins er mjög samstilltur og verður ekki farið út í það að gera upp á milli einstakra leikara. Þeir sem léku voru Alda Arnardóttir, Barði Guðmundsson, Einar Jón Briem, Jakob Þór Éinarsson, Kolbrún Erna Pétursdóttir, Rósa Þórsdótt- ir, Þór Tulinius, Þröstur Leó Gunnarsson, Þórarinn Eyfjörð, Hjálmar Hjálmarsson og Valgeir Skagfjörð, en þrír síðastnefndu eru nemendur í öðrum bekk og þess vegna meðal gestaleikara. Gestaleikarar frá atvinnuleikhús- um voru Ragnheiður Steindórs- dóttir og Jón Hjartarsson. Leikmynd Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur var vel unnin og naut sin vel við erfiðar aðstæður. Lýsing David Walters var að sama skapi góð. Grímur Dominique Poulain og búningar Þórunnar E. Sveinsdóttur og Dominique vönd- uð verk. Tónlist Lárusar Halldórs Grímssonar var í anda Grænfjöðr- ungs, ekki ágeng, en stundum nokkuð hávær. Tæknileg atriði leysti ólafur örn Thoroddsen með sóma. Sýningar Nemendaleikhússins hafa löngum borið vott um grósku íslenskrar leikmenningar. Svo er líka að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.