Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 „Samstaða lifir“ Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, flutti ræðu af svölum kirkju heilags Stanislás Kostka og sagði, að þeirri þjóð, sem aetti kennimann á borð við Popieluszko, væri ekki hætt. Á borðunum voru yfirlýsingar um stuðning við Samstöðu og fólkið hrópaði að án Samstöðu yrði aidrei neitt frelsi í Póllandi. Kistan með Ifki séra Popieluszko var sett á pall úti fyrir kirkjunni til að sem flestir gætu heyrt og séð athöfnina. Josef Glemp, kardináli, flutti útfararræðuna að viðstöddum 250.000 manns. Fjórðungur milljónar yið útför Popieluszko Varejá, 5. nóvember. AP. Rúmlega fjórðungur milljónar manna fylgdi til grafar pólska prestinum Popieluszko sl. laugar- dag og hefur ekki annar eins mannfjöldi komið saman í borg- inni síðan Páll páfi var þar á ferð. Lýsti fólkið yfir stuðningi við Sam- stöðu með því að hrópa á víxl „það verður ekkert frelsi án Samstöðu“ eða „Lech Walesa". Lögreglubílar og bílar búnir vatnsbyssum fylgdu í humátt á eftir fólkinu en ekki kom til neinna átaka. Þegar gangan fór fram hjá aðalstöðvum lögregl- unnar í miðborg Varsjár bættust í hana um 100 einkennisklæddir en óvopnaðir lögreglumenn og var það augljóslega gert til að sannfæra fólkið um, að ekki yrði á það ráðist. Við útför Popieluszko flutti Walesa ræðu af svölum kirkj- unnar og sagði, að „Samstaða lifir vegna þess, að þú gafst líf þitt fyrir hana. Pólland, sem á slíka kennimenn og fólk svo trútt hugsjónum Samstöðu, hef- ur ekki farist og mun ekki far- ast.“ Hin opinbera fréttastofa, PAP, sagði á föstudag að hers- höfðingi í innanríkisráðuneytinu hefði verið leystur frá störfum og tveir lægra settir menn settir í gæsluvarðhald vegna aðildar að morði Popieluszko. Hershöfðing- inn umræddi heitir Zenon Platek og var yfirmaður þeirrar deild- ar, sem fylgist með kaþólsku kirkjunni. Víetnam: Hringdu í 33272 og fyrr en varir ertu kominn í sælkeraheim Veitingahallarinnar og Hallagarðsins fyrir hreint almúgaverð. Veitingar fyrir 10-70 manna hópa í glæsilegum salarkynnum Veitingahall- arinnar Veitingahöllin og Hallargaröurinn bjóöa smærri hópum upp á glæsilega aðstöðu og konunglegan viöur- gjörning á vægu veröi. Við bjóöum aðstööu til hádegis- eða kvöld- verðafunda svo og veisluhalda fyrir 10—70 manns. KomiÖ og skoöiö aöstööu okkar í hjarta borgarinnar og kynnist gæöum og veröi veitinganna. í Húsi verslunarinnar við Krinqlumýrarbraut Rússar gætu gert árásir á Ástralíu Sydney, 5. nóvember. AP. LANGDRÆGAR sovéskar sprengju- fiugvélar, sem aðsetur hafa í sovésk- um herstöðvum I Víetnam, gætu gert árás á hvaða skotmark sem væri í Ástralíu, að sögn sérfróðra manna, sem jafnframt segja varnir landsins ekki í stakk búnar til að bregðast við og verjast árásum af þessu tagi. Sovéskar sprengjuflugvélar hafa fast aðsetur í Cam Ranh- herstöðinni í Víetnam. Drægni þeirra er slík að þær geta flogið hvert sem er í Ástralíu og til baka án þess að taka eldsneyti á flugi. William Crowe aðmiráll, yfir- maður Kyrrahafsflota Bandaríkj- anna, varaði nýlega við því að Sov- étmenn hefðu lagt í miklar fram- kvæmdir og uppbyggingu í Cam Ranh, Ástralíu stafaði nú hætta af sovéskum sprengjuflugvélum, búnum langdrægum eldflaugum, sem bar hefðu bækistöð. í Ástralíu er ekki að finna lang- drægar ratsjár til að fylgjast með flugvélum af þessu tagi og þar eru heldur ekki eftirlitsflugvélar, sem fylgst gætu með árásarflugvélum. Sovéskar árásarflugvélar gætu því gert árás á skotmörk í Ástralíu án teljandi vandræða, að sögn sér- fróðra manna. Hins vegar er verið að setja upp langdrægar ratsjár í Ástralíu, sem komnar verða í gagnið eftir nokkur ár, og Ástralir hafa nýverið fest kaup á fullkomn- um F-18-orrustuþotum, sem komnar verða í gagnið fyrir 1990, og batnar þá staða þeirra mjög. Fresta fundi um brottflutning herja Beirét, 5. nó,ember. AP. ÍSRAELAR og Líbanir ákváðu að fresta viðræðum um brottfiutning ísraelskra hcrsveita frá Suður-Líb- anon þar sem Rashid Karami, for- sætisráðherra Líbanons, tókst ekki að ná saman rfkisstjórn sinni til fundar til að velja viðræðunefnd sína. Viðræðurnar áttu að hefjast í dag, mánudag, í landamæraborg- inni Naqoura, en var frestað að ósk Líbana. Karami tókst ekki að kalla stjórn sína saman þar sem Walid Jumblatt, drúsaleiðtogi, og Nabih Berri, leiðtogi shíta, voru í útlöndum. Búist er við að fundir fsraela og Líbana geti hafist síðar í vikunni. Bæði Jumblatt og Berri segjast treysta Karami fyllilega til að skipa viðræðunefnd að þeim fjar- stöddum, en heimildir herma að Karami og Amin Gemayel forseti vilji láta þá taka þátt í valinu svo ekki komi til ágreinings síðar. ■ Til bardaga kom í dag, þriðja daginn í röð, í austurhluta Líban- ons, sem sýrlenskar hersveitir lögðu undir sig 1976. Shítar eiga þar í útistöðum við Sýrlendinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.