Morgunblaðið - 06.11.1984, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984
Málfrelsið fyrir
Júgóslavíu
rétt í
Belgraó, Júgóslavíu, 5. nóvember. AP.
SEX menn, sem sakaðir hafa verið
um „fjandsamlegt athæfi“ fyrir það
eitt að hafa talað um stjórnmál,
verða leiddir fyrir rétt í dag. í flestra
augum snýst málið um það hve mik-
ið málfrelsi ríkir í Júgóslavíu, sem
lengi hefur verið frjálslegasta
kommúnistaríkið.
Sexmenningarnir voru kærðir 6.
ágúst sl. fyrir að hafa ásamt
mörgum öðrum tekið þátt í um-
ræðuhópum sl. sjö ár þar sem
fluttir voru fyrirlestrar um vís-
indaleg og þjóðfélagsleg efni.
Hljóðar ákæran upp á „fjandsam-
FRAKKAR hafa horfið á brott með
allar orrustuflugvélar sínar frá
Chad, fjórar Jaguar-þotur og fjórar
Mirage-þotur, að sögn talsmanna
franska hersins. Einu herfiugvélarn-
ar, sem þar eru eftir, eru tvsr Dass-
ault-Breguet-eftirlitsflugvélar og
Transall-flutningaflugvélar.
Frakkar eru um þessar mundir
að flytja herlið sitt á brott frá
Chad. Um 3.500 franskir hermenn
voru sendir til landsins í ágúst-
mánuði í fyrra til að hrinda sókn
uppreisnarmanna Goukouni Ou-
legt athæfi" og aðra pólitíska
glæpi. Að undanförnu hafa ýmsir
frammámenn i kommúnista-
flokknum og ríkisstjórn hvatt til
aðgerða gegn þeim, sem dirfast að
gagnrýna stefnu stjórnvalda.
Dr. Vojislav Seselj, 29 ára gam-
all kennari við háskólann í Saraj-
evo, var í sumar dæmdur í átta
ára fangelsi fyrir að hafa skrifað
grein um efnahagsmál í Júgóslav-
íu og ýmis samfélagsleg mein.
Hafði hún ekki verið birt opinber-
lega en fjallað um hana í umræðu-
hópunum fyrrnefndu. Sexmenn-
eddei fyrrum forseta, sem nutu
aðstoðar Líbýumanna.
Sex foringjar í Líbýuher eru í
Chad til að fylgjast með brott-
flutningi Frakka og jafn margir
franskir foringjar fylgjast með
brottflutningi um 5.000 líbýskra
hermanna frá norðurhluta Chad.
Fylgjast foringjarnir með brott-
flutningnum þar til síðasti her-
maðurinn úr röðum hvorratveggju
verður á brott úr Chad, sem er
fyrrum frönsk nýlenda. Styrjald-
arástand hefur ríkt í Chad í tvo
áratugi.
ingarnir, sem nú verða leiddir
fyrir rétt, eru allir menntamenn
og eiga yfir höfði sér fangelsi í
fimm til fimmtán ár ef þeir verða
fundnir sekir.
Að sögn eins þeirra, Milans Nik-
olics, voru umræðuhóparnir mjög
óformlegir og stjórnmál aðeins
eitt af áhugaefnunum. Vakti það
ekki fyrir þátttakendum að efna
til samblásturs gegn stjórnvöld-
um, heldur voru þeir flestir sósíal-
istar, sem létu sig dreyma um lýð-
ræðislegt þjóðskipulag í stað ein-
ræðisins, sem nú ríkir í Júgóslav-
íu.
Þetta mál hefur vakið mikla
umræðu meðal júgóslavneskra
kommúnista um það hvernig
koma eigi fram við fólk, sem ekki
játar trú þeirra. Sem dæmi um
það má nefna, að í fyrra mánuði
var samþykkt ályktun á þingi
júgóslavneskra kommúnista, sem
börðust í spænska borgarastríð-
inu, þar sem hvatt er til lýðræðis
og frelsis í júgóslavnesku samfé-
lagi og stjórnin sökuð um „að hafa
svikið þær hugsjónir, sem við
börðumst fyrir". Þessi ályktun var
að sjálfsögðu ekki birt i júgó-
slavneskum fjölmiðlum en austur-
ríska blaðið Die Presse greindi frá
henni.
Vestrænir sendimenn og ýmsir
Júgóslavar telja, að stjórnvöld séu
viðkvæmari fyrir gagnrýni nú en
oft endranær vegna þess, að þung-
ar álögur hafa verið lagðar á
landsmenn til að unnt verði að
greiða niður erlendar skuldir, sem
eru 20 milljarðar dollara, og
lífskjörin því versnað mikið.
Frakkar flytja
þotur frá Chad
N’djuneu, 5. nóvember. AP.
“"25
Nýju seðlarnir og þeir gömlu. Nýju seðlarnir eru talsvert minni en þeir
gömlu og myndir af stjórnmálamönnum og þjóðarleiðtogum hafa orðið að
víkja fyrir myndum af skáldum og menntamönnum.
Japanir minnka seölana til
að spara pláss og prentun
JAPANIR BREYTTU mynt sinni í síðustu viku og eru nýju seðlarnir talsvert
minni en forverar þeirra. Gengi jensins verður hið sama áfram, þ.e. 245 f
Bandaríkjadollarar, og upphsð nýju seðlanna er sú sama og hinna gömlu,
þ.e. 10.000, 5.000 og 1.000 jen, en slegin verður 500 jena mynt í stað seðils
sömu upphsðar. Ráðist var í breytingarnar til að draga úr prentunar- og
geymslukostnaði.
Samtals voru í bankahólfum 3,6
milljarðar seðla að jafnvirði 90
milljörðum Bandaríkjadollara
þegar breytingin átti sér stað 1.
nóvember. Kostaði prentun nýju
seðlanna jafnvirði 250 milljóna
dollara og gífurlegur kostnaður
annar fylgir breytingunni, t.d.
breytingar á nærri 300.000 vélum,
sem taka við peningum fyrir ýmsa
þjónustu, t.d. á bensínstöðvum.
Nýju seðlana prýða önnur andlit
en þá gömlu. Horfið hefur verið
frá því að láta myndir stjórnmála-
manna og þjóðarleiðtoga prýða
seðlana en í staðinn eru notaðar
myndir af skáldum og mennta-
mönnum. Er það gert á þeirri for-
sendu, að sögn talsmanna Jap-
ansbanka, að ímynd hinna síðar-
nefndu sé betri og jafnframt al-
þjóðlegri en ímynd leiðtoganna.
Samkvæmt blaðafregnum stóð
til að konumynd prýddi einn seðil-
inn, en samkomulag tókst ekki um
kandidat úr röðum kvenna. Á seðl-
unum eru upphleyptir punktar til
þess að blindir og sjóndaprir geti
glöggvað sig á þeim. Gömlu seðl-
arnir verða innheimtir á næstu
sex mánuðum. Verða þeir malaðir
mélinu smærra og notaðir í papp-
írsdeig til öskju- og bréfþurrku-
gerðar.
Stúdentaóeirðir
í Suður-Kóreu
Seoul, 5. BÓTember. AP.
Til átaka kom í dag milli háskóla-
nema og lögreglusveita við Yonsei-
háskólann og er talið að 4.000
námsmenn hafi komið við sögu.
Hentu þeir grjóti og bensínsprengj-
um en lögreglan svaraði með tára-
Fyrsta borg
kynvillinga?
Vestur-Hollywood, Kaliforníu,
5. nóvember. AP.
f kosningunum í Bandaríkj-
unum á þriðjudag verður kosið
um margt fleira en forseta og
þingmenn. í Vestur-Hollywood
verður Ld. um það kosið hvort
gera skuli byggðina að sérstöku
sveitarfélagi og ef það verður
samþykkt verður Vestur-Holly-
wood fyrsta borgin í Banda-
ríkjunum og vafalaust öllum
heimi þar sem kynvillingar eru í
meirihluta.
Vestur-Hollywood er rúm-
lega fimm ferkílómetra svæði
milli Beverly Hills og Los
Angeles og það eru ekki að-
eins kynvillingar, sem vilja
gera svæðið að sérstakri borg,
heldur einnig flestir leigjend-
ur þar og aldrað fólk, sem eru
22,5% íbúanna. Kynvillingar,
bæði konur og karlmenn,
stefna hins vegar að því að ná
meirihluta í borgarráðinu og
geta gert sér um það góðar
vonir.
Vestur-Hollywood er nokk-
urs konar miðstöð innanhúss-
arkitektúrsins á vesturströnd
Bandaríkjanna og þar eru
einnig mörg frægustu veit-
ingahús og hótel í Hollywood.
gasi. Forsprakkar námsmanna
sögðu a.m.k. 10.000 lögreglumenn
hafa verið senda gegn þeim.
Til átaka kom er námsmennirn-
ir reyndu að efna til mótmælaað-
gerða á skólalóðinni og í næsta
nágrenni. Hrópuðu námsmennirn-
ir ókvæðisorð um stjórn landsins,
sem þeir sögðu einræðis- og harð-
stjórn. Krafist var afsagnar ým-
issa ráðamanna og að stjórnar-
flokkurinn yrði leystur upp.
Brenndu þeir brúður, sem áttu að
vera eftirmyndir Chun Doo-hwan
forseta og þriggja ráðherra hans.
Lögreglumenn
féllu í Chile
Santiago, S. nó.ember. AP.
FIMM menn köstuðu sprengjum og
bófu vélbyssuskothríð á stöðvar
herlögreglu I Gran Avenida-hverf-
inu, felldu tvo lögregluþjóna og
særðu þrjá til viðbótar, þar af tvo
lífshættulega.
Á föstudag var gerð samskonar
árás á lögreglustöð i Valparaiso,
næststærstu borg Chile, og voru
fjórir lögregluþjónar þá vegnir og
12 særðir.
Stjórn Augusto Pinochet hefur
sakað vinstri sinnaða öfgamenn
um sprengjutilræðin, en engin
samtök hafa lýst sig ábyrg. Lög-
reglan hefur sætt harðri gagnrýni
af hálfu stjórnarandstöðunnar
fyrir harða framgöngu gegn
stjórnarandstæðingum, sem efnt
hafa til mótmælaaðgerða i Chile
að undanförnu.
í Húsi verslunarinnar
viÖ Kringlumýrarbraut
Við getum haldið fyrir þig
konungiegar veislur hvar sem er
og hvenær sem er og
gestafjöldinn skiptir engu máli.
Efþú þarft að halda 10 vtanna veislur eða 1.000 manna risasamkomur gæti fyrsti
leikurinn verið símtal til matreiðslusnillinganna í VeitingahöUinni. Þeir eru sér-
frœðingar í að útbúa konunglegar kræsingar hvort sem erfyrir hópa sem mæta á
staðinn (að vísu ráðum viö ekki alveg við 1.000) eða viljafá sent heim í eigin haUir.
Það skiptir okkur ekki öUu máli hve margir gestimir eru við tryggjum alltaf sömu
gæðin.
Hringdu í 33272 og fyrr en varir ertu kominn í sælkeraheim Veitingahallarinnar og Hallagarðsins fyrir hreint
almúgaverð.