Morgunblaðið - 06.11.1984, Page 27
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984
39
fltofgtiiiliftifrifc
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoóarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö.
Ratsjár
á Kirkjuþingi
Lesendum Morgunblaðsins
ætti að vera það betur ljóst
en flestum öðrum eftir fjöl-
margar greinar hér á síðunum
að staða íslensku þjóðkirkjunn-
ar í friðarmálunum svonefndu
er ekki öllum að skapi. Herra
Pétur Sigurgeirsson, biskup yfir
íslandi, skýrði afstöðu kirkj-
unnar með skýrum og ljósum
hætti hér í blaðinu á dögunum.
Biskup vill að kirkjan hefji sig
yfir flokkspólitísk sjónarmið.
Undir þá skoðun hans er ein-
dregið tekið. Hætti kirkjan að
verða sameiningartákn vegna
afstöðu til friðarmálanna mun
það valda meiri ófriði en friði.
Séra Lárus Þ. Guðmundsson,
prófastur í Holti í Önundar-
firði, hefur lagt fram tillögu um
það á Kirkjuþingi, sem nú er
haldið, að það styðji bænaskrá
frá Vestfjörðum þar sem mót-
mælt er „framkomnum hug-
myndum um byggingu ratsjár-
stöðvar á Vestfjörðum" og að
ríkisstjórnin leyfi hvorki smíði
ratsjárstöðvar þar né annars
staðar á landinu.
Hér er vikið að máli sem alls
ekki hefur verið rætt til hlítar á
þeim vettvangi þar sem ákvarð-
anir skal taka um það sam-
kvæmt íslenskri stjórnskipan, í
ríkisstjórn og á Alþingi. Að at-
hugun á því hefur verið unnið á
vegum utanríkisráðuneytisins
og sérfróðir aðilar hafa verið
ráðnir til að semja álitsgerðir
svo að ákvarðanir sé unnt að
taka á sem traustustum for-
sendum. Ekkert af þessum
gögnum hefur verið lagt fram á
Kirkjuþingi svo að vítað sé.
Væri undarlegt, svo að ekki sé
meira sagt, ef sá opinberi aðili
sem fyrstur tæki afstöðu með
eða á móti smíði ratsjárstöðva
yrði Kirkjuþing. Með því að
hreyfa þessu máli á þinginu er i
raun verið að spilla stöðu kirkj-
unnar í friðarmálum og draga
hana bæði inn í flokkspólitískar
þrætur og umræður um ein-
staka framkvæmdaþætti að því
er varnir og öryggi íslensku
þjóðarinnar varðar.
Sé litið fram hjá hinni form-
legu hlið þessa máls og á efnið í
bænaskránni sem Kirkjuþingið
er beðið að samþykkja þá er
smíði ratsjárstöðvanna mót-
mælt á þeim forsendum að þær
auki á vígvæðingu þjóðanna,
fjárfesting í þeim hér kalli á
fjárfrekar mótframkvæmdir
annars staðar og Vestfirðir
verði gerðir að skotmarki í
hugsanlegum hernaðarátökum.
Reynsla íslensku þjóðarinnar
og annarra þjóða sýnir, að
skortur á aðgæslu í landvörnum
leiðir fremur til hernaðarátaka
en varðstaða og öflugt eftirlit
með ferðum hugsanlegs and-
stæðings. Að þessu leyti er allt
eftirlitsstarf í þágu íslenskra
landvarna til þess fallið að
tryggja öryggi þjóðarinnar.
Vegna vaxandi umsvifa sovéska
flughersins og til að auka ör-
yggi í lofti og á legi yfir og við
ísland er talin þörf á auknu
ratsjáreftirliti. Smíði ratsjár-
stöðva hér á landi sem draga
um 200 sjómílur frá landi kalla
hvorki á mótframkvæmdir né
breyta stöðu nokkurs lands-
hluta í herfræðilegu tilliti.
Eins og áður sagði vakti
herra Pétur Sigurgeirsson,
biskup, máls á því í Morgun-
blaðsgrein 25. október að sjón-
armið kirkjunnar í friðarmál-
um væru „ofar pólitískum
flokkadráttum". Sjálfur sagðist
biskup hafa leitast við að sam-
staðan um friðarmálin væri
sem víðtækust. Þessi orð bisk-
ups og hlutverk Kirkjuþings al-
mennt benda til þess, svo að
vægt sé að orði kveðið, að flutn-
ingur tillögunnar um ratsjárnar
á Kirkjuþingi gangi þvert á
réttmæt viðhorf um afstöðu
kirkjunnar. Það er fráleitt að sú
skoðun sé almenn hér á landi að
það sé hlutverk Kirkjuþings að
álykta um ratsjár.
Leiðari II (Að líta í eigin barm)
Að líta
í eigin barm
Isjónvarpsfréttum á sunnu-
dagskvöldið var þess mak-
lega minnst að þá um daginn
átti Aldís Einarsdóttir á
Stokkahlöðum í Eyjafirði 100
ára afmæli. Fréttamaðurinn
spurði afmælisbarnið hvað
henni þætti helst hafa breyst á
langri ævi og hún svaraði á
þann veg, að sér þætti sú breyt-
ing hafa orðið verst, að fólk
væri farið að gera meiri kröfur
til annarra en sjálfs sín. Þá
spurði fréttamaðurinn á þá leið
hvort hún hefði einhver ráð að
gefa stjórnendum þjóðarinnar.
Aldís kváði við en endurtók síð-
an að sér þætti mest um vert að
menn gerðu ekki aðeins kröfur
til annarra.
Þessi stuttu orðaskipti segja
mikla sögu um tíðarandann. Al-
dís á Stokkahlöðum svaraði
fréttamanninum ekki á hinn
dæmigerða veg. Þegar þannig er
spurt af fréttamönnum, sem
þeir gera æði oft, hefja menn
venjulega kröfugerð á hendur
stjórnendum þjóðarinnar. Aldís
var sjálfri sér samkvæm og
ítrekaði það sem hún hafði áður
sagt, að hver og einn ætti að líta
í eigin barm áður en hann gerði
kröfur til annarra.
Spurningin dæmigerða og
svarið óvenjulega vekja til um-
hugsunar um það, hverjir hafi
lagt drýgst af mörkum við
breytingu á tíðarandunum.
Baráttunni um Hvíta
húsið lýkur í dag
— eftir Arna
Sigurðsson
í dag, þriðjudaginn 6. nóvember,
fara fram einar mikilvKgustu kosn-
ingar sem haldnar eru í heiminum:
forsetakosningarnar í Bandaríkjun-
um. Þessar kosningar til eins valda-
mesta embættis heims, hafa jafnan
vakið mikla eftirtekt og umfjöllun í
fjölmiðlum, ekki síst þegar talið er
að við komu nýs forseta geti orðið
róttækar breytingar á stefnu Banda-
ríkjastjórnar í ýmsum málefnum.
Eitt er víst, að ekki er sama hver
situr í stól forsetans í Hvíta húsinu í
Washington D.C., þar sem stefna
hans og störf hafa ekki aðeins áhrif
á velferð Bandaríkjamanna einna,
heldur og einnig alls heimsins.
Efnahags- og utanríkis-, öryggis-
og varnarmál voru meðal mikilvæg-
ari málefna kosningabaráttunnar.
Síðustu tvo mánuðina skutu ýmis
önnur málefni upp kollinum, svo
sem umræðan um fóstureyðingar,
tengsl ríkis og kirkju auk aldurs og
heilsu forsetaframbjóðendanna
tveggja, Mondales og Reagans.
Torfær gatan til
Hvíta hússins
Leiðin til Hvíta hússins er ekki
auðgengin og ekki öllum greið.
Forsetakosningarnar eiga sér
langan aðdraganda fyrir væntan-
lega frambjóðendur. I gegnum ár-
in hafa stóru flokkarnir tveir,
Repúblikanaflokkurinn og Demó-
krataflokkurinn, styrkt sig svo í
sessi að til þess að eiga minnstu
von um kosningu þurfa hugsanleg-
ir frambjóðendur venjulega að
vera fulltrúar annars tveggja.
Frambjóðendur eru valdir á að-
alfundum flokkanna eftir að hafa
farið í gegnum oft tímafrekar og
kostnaðarsamar forkosningar í
mörgum og oft öllum fylkjum
Bandaríkjanna. Þeir frambjóð-
endur sem sterkast komu til álita
í Demókrataflokknum nú í ár, svo
sem Gary Hart, John Glenn, Alan
Cranston, Jesse Jackson, Ernest F.
Hollings og Walter Mondale, sem
hreppti útnefningu Demókrata-
flokksins, höfðu staðið að undir-
búningi kosningabaráttu sinnar
fyrir forkosningar flokksins i
meira en heilt ár, m.a. í formi
ferðalaga og peningasöfnunar auk
ræðu- og fyrirlestrahalds.
Reyndar hóf Mondale kosninga-
baráttu sína fáeinum dögum eftir
að hann lét af embætti varafor-
seta Bandaríkjanna 1980 er
Jimmy Carter tapaði forsetakosn-
ingunum það ár fyrir Ronald
Reagan, núverandi forseta Banda-
ríkjanna.
Kosningabaráttan hefur kostað
gífurlega fjármuni, en útvegun
þess reynist oft frambjóðendum
erfiður þröskuldur að yfirstíga.
Frambjóðendur þurftu að afla gíf-
urlegs fjármagns til að reka kosn-
ingabaráttu sína, sérstaklega fyrir
forkosningar flokkanna sem
haldnar voru fyrri part ársins.
Þeir þurftu að ráða starfslið,
framkvæmdastjóra, allskyns
ráðgjafa og aðstoðarfólk. Þeir
þurftu að kaupa oft dýrar auglýs-
ingar í sjónvarpi, útvarpi og blöð-
um, auk þess að gefa út allskyns
bæklinga, blöð og límmiða. Fram-
bjóðendur þurftu að halda mat-
arboð og fundi auk fyrirlestra út
um hvippinn og hvappinn, vítt og
breitt um Bandaríkin. Starfslið
frambjóðanda þurfti sífellt að sjá
til þess að frambjóöandi þeirra
fengi umfjöllun og að kaupa aug-
lýsingar sem oft eru mjög kostn-
aðarsamar. Sem dæmi um þann
gifurlega kostnað sem frambjóð-
endur urðu að leggja út i má nefna
að forsetaefni Demókrata, Walter
Mondale, eyddi gróflega áætlað
u.þ.b. 10—15 milljónum dollara,
eða sem svarar u.þ.b. 300—450
milljónum íslenskra króna í for-
kosningar flokksins eingöngu, nú í
vetur og vor.
í forkosningar Repúblikana-
flokksins fyrir forsetakosningarn-
ar 1980 eyddi Reagan talsvert
meiru en Mondale gerði nú í ár.
Kosningabarátta Reagans kostaði
u.þ.b. 22 milljónir dollara, eða sem
svarar u.þ.b. 660 milljónum ísl.
króna. Ekki þurfa frambjóðendur
að afla alls þess fjár, þar sem
Sámur frændi, þ.e. Bandaríkja-
stjórn, styrkir frambjóðendur i
formi fjárframlaga eftir ákveðn-
um reglum, eftir að frambjóðandi
hefur aflað viss fjármagns í kosn-
ingasjóð sinn.
Eftir sjálfar forkosningarnar
tók svo við sjálf kosningabaráttan,
lokaspretturinn milli tveggja að-
alframbjóðendanna. Það er aug-
ljóst að kosningabarátta i landi
með yfir 240 milljón íbúa er kostn-
aðarsöm. Frambjóðendur fjár-
magna baráttuna að hluta til, en
sérstakur kosningasjóður Banda-
ríkjastjórnar sér um að fjár-
magna hluta kostnaðarins. Hver
frambjóðandi fær 40 milljónir
dollara frá því opinbera til ráð-
stöfunar ofan á það sem hann get-
ur aflað. Talið er að þessi kosn-
ingabarátta hafi slegið öll met
hvað varðar eyðslu frambjóðenda
i kosningabaráttuna. Talið er að
hún komi til með að kosta þegar
allt er meðtalið og allt liggur
fyrir, þ.e. kostnaður allra fram-
bjóðendanna í bæði forkosningum
og fyrir sjálfar forsetakosn-
ingarnar í dag, muni nema u.þ.b.
370 milljónum dollara, eða sem
svarar u.þ.b. 11 milljörðum ísl.
króna.
Utanríkis-, öryggis-
og varnarmálaumræöan
Annað meginmálefni þessarar
kosningabaráttu var utanríkis-,
öryggis- og varnarmál, auk ann-
arra málefna tengra þeim.
Mondale hefur reynt að gera lít-
ið úr stefnu Reagans í utanríkis-,
öryggis- og varnarmálum og hefur
ásakað forsetann um stífni og
stirðleika í samskiptum hans við
Sovétríkin. Hann hefur látið þau
orð frá sér fara að í stjórnartíð
Reagans hafi heimurinn færst
nær barmi kjarnorkustyrjaldar.
Mondale hefur einnig gagnrýnt
Reagan harðlega fyrir að hafa
ekki hitt að máli leiðtoga Sovét-
ríkjanna eins og fyrirrennarar
Reagans hafa flestallir gert. Víst
er að samskipti risaveldanna hafa
kólnað í stjórnartíð Reagans en
það hefur gerst áður, t.a.m. í
stjórnartíð John F. Kennedys í
Kúbudeilunni frægu. Sú kólnun
sem átt hefur sér stað síðustu árin
á sér þó dýpri rætur en í stjórn-
artíð Reagans. Þær teygja sig allt
aftur til stjórnartímabils Jimmy.
Carters, eða 1979, er Sovétmenn
gerðu innrás í Afghanistan, her-
tóku landið og komu upp marx-
ískri stjórn. I kjölfar þess setti
Carter hið svokallaða kornsölu-
bann á Sovétríkin auk þess sem
hann sendi ekki bandaríska
íþróttamenn á ólympíuleikana í
Moskvu 1980. Til þess að leggja
enn frekari áherslu á andúð
Bandaríkjanna hækkaði Carter
framlög til varnarmála um 5%.
Þetta kom Sovétmönnum í opna
skjöldu. Þeir hafa ávallt talið að
það sem gerðist í þeirra eigin
„bakgarði" væri þeirra einkamál,
svo oft hafa þeir komist upp með
það án verulegrar andúðar og and-
mæla frjálsra lýðræðisþjóða
heimsins. Kremlverjar styggðust
nokkuð við þessi andmæli Banda-
ríkjastjórnar gegn athæfi þeirra í
Afghanistan og urðu fokreiðir
þegar Bandaríkjastjórn reyndi að
snúa áliti fólks gegn þeim. Eftir
að Reagan varð forseti létti hann
af kornsölubanninu þar sem það
skaðaði bandaríska bændur meira
en Sovétmenn. Hann greip til
sterkra mótmælaaðgerða er Sov-
étmenn fóru að skipta sér i ríkari
mæli af innanríkismálum Pól-
lands og þegar þeir brutu á bak
aftur Solidarnosc, hin frjálsu
verkalýðsfélög. Reagan bannaði
sölu á bandarískum tæknibúnaði
til Sovétríkjanna og Austur-
Evrópu sem ætluðu sér að nota
hann til byggingar gasleiðslunnar
miklu til V-Evrópu. Á síðasta ári
gerðu Kremlverjar með beinum og
óbeinum stuðningi „friðarhreyf-
inga“ í Evrópu tilraun til að reka
fleyg milli Bandaríkjanna og
V-Evrópu. Með því að úthrópa
Reagan sem stríðsæsingamann og
stefnu Bandaríkjanna I utanríkis-
og varnarmálum sem heimsvalda-
kennda, reyndu þeir að koma í veg
fyrir niðursetningu meðaldrægra
kjarnorkueldflauga, sem voru til
þess ætlaðar að rétt-a af það mis-
vægi er skapast hafði er Sovét-
menn settu upp nýjar kjarnorku-
eldflaugar i A-Evrópu. Sú tilraun
Kremlverja misheppnaðist. Þar
sem Sovétmenn gátu lítið hagnast
á kostnað NATO-rlkja tóku þeir
þá afdrifaríku ákvörðun að hrein-
lega rifta öllum þáverandi samn-
ingaviðræðum sem þá áttu sér
stað milli stórveldanna og varpa
fyrir róða þeim árangri sem þá
þegar hafði tekist að ná i viðræð-
unum. Þeir gengu út af samninga-
viðræðunum í fússi eins og frægt
er orðið.
önnur skýring á hversu Sov-
étmenn hafa verið tregir til við-
ræðna eru þau alvarlegu vanda-
mál sem þeir hafa þurft að glíma
við heima fyrir. Hin tiðu leiðtoga-
skipti í Kreml eftir að Brefsnéf
lést, hafa orðið til þess, að Sov-
étmenn hafa farið sér afar gæti-
lega og sýnt ýtrustu varkárni í
samskiptum sinum við t.d. Banda-
ríkin. Þrir leiðtogar hafa setið við
völd á jafnlöngum tíma, þ.e.
Brefsnéf, Andropoff og Chern-
enko, og svo virÓist sem þess sé
ekki langt að biða að enn glími
menn um völdin í Kreml, þar sem
núverandi ráðamaður þar, Konst-
antín Chemenko, virðist eiga við
siversnandi heilsu að stríða.
Ýmis atvik hafa skotið upp koll-
inum í stórnartíð Reagans sem al-
mennt er talið að hafi sitt að segja
í versnandi sambúð risaveldanna.
Meðal þeirra er t.d. hið ómannúð-
lega athæfi er Sovétmenn skutu
niður kóresku farþegavélina KAL
007, sem var fullhlaðin farþegum.
Enginn komst lífs af. Innrás
Bandaríkjaher, í samvinnu við
frjálsar þjóðir Karabíska hafsins,
inn í Grenada varð einnig til þess
að sambúð risaveldanna kólnaði,
auk sivaxandi vandamála í Mið-
og Suður-Ameríku.
Upp á síðkastið hefur vandamál
Mið- og Suður-Ameríku borið sí-
fellt meira á góma og spilaði það
stórt hlutverk í kosningabarátt-
unni auk málefna ríkjanna fyrir
botni Miðjarðarhafs. Mondale
gagnrýndi forsetann fyrir að lýsa
ekki yfir ábyrgð sinni á hrak-
förum Bandaríkjanna í Beirút,
eins og Mondale orðaði það. Hann
kenndi misheppnaðri stefnu
Bandaríkjastjórnar um það
hvernig fór. Mondale hefur sér-
staklega gagnrýnt forsetann fyrir
það öryggisleysi er varð til þess að
nokkur sjálfsmorðssprengjutil-
ræði á sendiráð Bandaríkjanna í
Beirút svo og aðalstöðvar sjólið-
anna er gegndu hlutverki friðar-
gæslusveita í Beirút tókust og ollu
geysilegu tjóni auk talsverðs
mannfalls. Reagan svaraði þess-
um ásökunum Mondales i nýlegu
blaðaviðtali og sagði m.a. að þess-
ar ásakanir Mondales væru eÓlileg
viðbrögð örvæntingarfulls fram-
bjóðanda sem væri að reyna að
klóra í bakkann í vonlítilli kosn-
ingabaráttu sinni. Reagan sagði
ennfremur að Bandaríkjamönnum
hefði síður en svo mistekist hlut-
verk sitt í Beirút í Líbanon. Þeir
hefðu verið þar í samstarfi við
friðargæslusveitir Itala, Breta og
Frakka til að tryggja jafnvægi í
borginni i kjölfar gífurlegra bar-
daga í Beirút eftir að yfir 14.000
liðsmenn PLO-hryðjuverkasam-
takanna höfðu fengist til að flytj-
ast burtu frá borginni. Friðar-
gæslusveitirnar hjálpðu til að
koma á nokkurri röð og reglu og
draga úr áhrifum þeirrar borgara-
styrjaldar sem geisað hefur þar
um langt árabil, setja niður deilur
og hjálpuðu rikisstjórn landsins
til að tryggja frið og mannrétt-
indi. Hann bætti þvi við að ávallt
væri erfitt að draga menn til
ábyrgðar fyrir hryðjuverk eins og
t.a.m. sprengjutilræðin við sendi-
ráð Bandaríkjamanna í Beirút,
þar sem hryðjuverkasamtök er
ekki hægt að draga til ábyrgðar
eins og t.a.m. ríkisstjórnir.
Reagan hefur þurft að kljást við
hin sivaxandi áhrif vinstriafla i
Mið- og Suður-Ameríku. Nigar-
agua og E1 Salvador hafa verið
hvað mest í fréttum. Reagan hefur
stutt stefnu sína í þessari heims-
álfu með því að gagnrýna stjórn
Nigaragua og ásaka stjórn sandin-
ista, sem rændi völdum fyrir fá-
einum árum í landinu, að flytja út
byltingu til E1 Salvador þar sem
þeir styðja skæruliða sem berjast
gegn löglegri, lýðræðislega kjör-
inni ríkisstjórn Duartes forseta
landsins. Mondale gagnrýndi
þessa stefnu forsetans i kosn-
ingabaráttunni og kallaði hana
óverjandi. Hann hefur þó á hinn
bóginn talið það nauðsynlegt að
Bandarikin verðu hagsmuni sina i
þessari heimsálfu.
Efnahagsmálin
Annar stærsti málaflokkur
þessarar kosningabaráttu var um-
ræða um efnahagsmál og úrlausn
vandamála þeirra. Skiptar skoð-
anir hafa verið á stefnu Reagans í
efnahagsmálum. Fyrir fjórum ár-
um, er Reagan stóð í kosningabar-
áttu sinni fyrir forsetakosn-
ingarnar 1980, virtust Bandarikin
sigla hraðbyri í mikla efnahags-
örðugleika, og er óhætt að fullyrða
að það létti honum róðurinn nokk-
uð. Hann lofaði að gripa til
strangra aðhaldsaðgerða og rétta
við efnahagslifið. í kjölfar efna-
hagsaðgerða ríkisstjórnar Reag-
ans jókst atvinnuleysi nokkuð en
þar var aðeins um tímabundnar
hliðarverkanir að ræða. Með lækk-
andi verðbólgu stórjókst efna-
hagsbatinn, en lækkun verðbólgu
er ein aðalforsetnda þess að nokk-
ur efnahagsbati geti átt sér stað. í
dag eru fleiri Bandaríkjamenn á
vinnumarkaðnum en nokkru sinni
fyrr. Yfir 6 milljón ný störf hafa
skapast síðasta 21 mánuðinn.
Lækkun verðbólgu var eitt aðal-
kosningaloforð Reagans 1980, en
hún stóð þá í 12,4%. Hann hefur
staðið við það, því verðbólga nú
frá áramótum til ársloka 1984 er
talin vera 4,2%. Atvinnuleysi hef-
ur einnig minnkað i stjórnartíð
Reagans, úr 7,5% í 7,4%, en þegar
ástandið var hvað verst í efna-
hagsmálunum rétt eftir að Reagan
varð forseti var atvinnuleysi kom-
ið upp í 10,7%.
í þessari kosningabaráttu hefur
forsetinn lagt á það ríka áherslu
að baráttunni við efnahagsvand-
ann verði að halda áfram, hún sé
ekki unnin en langt á veg komin.
Hann hefur bent á, að þrátt fyrir
stóraukinn efnahagsbata verði að
halda áfram á sömu braut eigi að
nást varanlegur árangur. Walter
Mondale, forsetaframbjóðandi
Demókrataflokksins, hefur gagn-
rýnt forsetann harðlega og segir
hann hafa brotið flest sín loforð, á
einn eða annan hátt. Hann hefur
sagt að loforðalisti Reagans sé
bæði rifinn og götóttur og varla
virði pappírsins sem hann sé
skrifaður á. En Mondale hefur
sjálfur verið duglegur við að gefa
yfirlýsingar og hefur þykkan lof-
orðalista að uppfylla, verði hann
kosinn forseti.
Eitt stærsta vandamálið er
Reagan stendur frammi fyrir er
hinn stóraukni tekjuhalli ríkis-
sjóðs Bandaríkjanna. Hverja ein-
ustu sekúndu eyðir ríkissjóður
Bandaríkjanna u.þ.b. 27.074 doll-
urum en fær á sama andartaki að-
eins 21.249 dollara til baka í kass-
ann. Mismuninn, u.þ.b. 5,825 doll-
ara, verða þeir svo að taka að láni
hverja einustu sekúndu til þess
eins að ná endum saman. Mondale
hefur tjáð vilja sinn til að hækka
skatta verði hann kosinn forseti,
til að glíma við þennan vanda, en
Reagan hefur sagt að ekki megi
auka skattbyrðina sem lækkað
hefur talsvert í stjórnartíð forset-
ans.
Reagan tókst að minnka ríkis-
útgjöld á mörgum sviðum eftir að
hann varð forseti 1980. Fjárhæð-
um varið til menntamála, starfs-
þjálfunar, atvinnumála og félags-
mála lækkuðu úr 30,8 billjón doll-
urum 1980 í 26,8 billjón dollara á
siðasta ári. Heldur hafa útgjöld til
vamarmála aukist eða úr 135,9
billjón dollurum 1980 í 210,5 billj-
ón dollara 1983. Hækkanir sem
þessar komu á móti lækkandi
skattatekjum Bandaríkjastjórnar
sem neyddi ríkissjóð landsins til
að taka að láni 195,4 billjón doll-
ara til að ná endum saman á síð-
asta ári.
Mondale hefur bent á að komist
hann i stól forseta Bandaríkjanna
muni hann hækka skatta til að
glíma við fjárlagahallann, aðal-
lega með því að hækka skattbyrði
stórfyrirætkja og fólks með háar
tekjur. Mondale vill einnig
minnka útgjöld til varnarmála og
spara sem mest á því sviði. Reag-
an hefur bent á að skattabyrði
einstaklinga og fyrirtækja megi
ekki vera hærri en nú er og segir
hann að vandinn leysist með
minnkandi ríkisútgjöldum og
batnandi efnahagslífi. Hann vill
auka niðurskurð rikisbáknsins
enn meira en nú þegar er en
Mondale vill auka hlut þess á viss-
um sviðum.
Aldur og heilsa
frambjóðenda
Talsverð umræða hefur verið '
um aldur og heilsu forsetafram-
bjóðendanna tveggja nú upp á síð-
kastið. Bent hefur verið á að Reag-
an verði 78 ára gamall i lok annars
kjörtímabils síns verði hann
endurkjörinn forseti Bandaríkj-
anna í kosningunum í dag. Ráð-
gjafar Reagans og nánustu vinir
hafa sagt forsetann við hesta-
heilsu og reyndar við mun betri
heilsu en hægt væri við að búast
af manni á hans aldri. Reagan
heldur sér í góðu formi og lítur út
fyrir að vera tíu árum yngri en
hann í raun og veru er. Hann tek-
ur ekki inn nein lyf nema vægt
meðal við vægri heymæði einu
sinni í viku.
Mondale á hinn bóginn hefur of
háan blóðþrýsting og þarf á stöð-
ugri lyfjagjöf að halda daglega.
Hann drekkur áfengi i hófi eins og
forsetinn gerir einnig, en ólíkt
Reagan, sem ekki reykir, hefur
Mondale yndi af stórum, góðum
vindlum og reykir einn slíkan
daglega.
Það er athyglisvert að sam-
kvæmt nýlegum skoðanakönnun-
um styður ungt fólk i miklum
meirihluta Reagan. Stærstan
hluta stuðningsins fær hann frá
18—24 ára fólki. Það sem er þó
mikilvægara er að yfirgnæfandi
meirihluti þess fólks sem styður
Reagan hefur látið skrá sig sem
Repúblikana fyrir kosningarnar.
Ýmsar skýringar hafa verið gefn-
ar á þessu en talið er að sívaxandi
efnahagsbati, bjartsýni og sú
ættjarðarást sem Reagan flutti
með sér inn í Hvíta húsið hafi þar
mikið að segja. Mondale er þeim
ekki að skapi. Þeim finnst hann of
linur og duglítill til að gegna einu
valdamesta embætti heims.
Tengsl ríkis og kirkju
Nú síðsumars kom nokkuð á
óvart er skyndilega nýtt deiluefni
skaut upp kollinum; umræðan um
tengsl ríkis og kirkju. Það deilu-
efni var tengt öðru málefni eins og
t.d. skólabænum og fóstureyðing-
um. Þótt í dag geti verið að þessi
málefni hafi lítil áhrif er ljóst, ef
til framtíðarinnar er litið, að svo
geti farið að þessi málefni og af-
greiðsla þeirra hafi djúptæk sið-
ferðisleg áhrif. Reagan hefur tjáð
hug sinn um þessi málefni og sagt
m.a. að einn af hornsteinum
bandarísku þjóðarinnar sé trú-
frelsið. Hann hefur gagnrýnt
Demókrata fyrir að vera of frjáls-
lyndi hvað varðar fóstureyðingar
og hvatt til að reglugerðir um þær
verði hertar. Mondale hefur einnig
sagst vera frekar mótfallinn fóst-
ureyðingum en hefur þó varað við
of mikilli íhaldssemi í þeim efn-
um. Eins er því farið með tengsl
ríkis og kirkju. Hann hefur gagn-
rýnt forsetann fyrir að blanda
Guði inn í stjórnmál og hefur látið
þau orð frá sér fara að Reagan sé
áreiðanlega eini maðurinn í öllum
heiminum sem haldi að Guð sé
Repúblikani.
A morgun liggja úrslit forseta-
kosninganna fyrir, kosningabar-
áttu er hófst rétt eftir að Reagan
tók við forsetaembættinu af
Jimmy Carter. Forsetakosn-
ingarnar hafa verið einn aðalvið-
burður pressunnar hér í Banda-
ríkjunum frá því um áramót og er
það ofureðlilegt, þar sem forseti
Bandaríkjanna er einn valdamesti
maður heims. A herðum hans
hvílir úrslitaákvörðunin sem skil-
ur milli lífs og dauða, stríðs og
friðar. Hann hefur ekki eingöngu
áhrif á gang innanrlkismála
Bandaríkjanna heldur og einnig á
gang heimsmálanna. Kosninga-
baráttan hefur sýnt að báðir for-
setaframbjóðendurnir, Reagan og
Mondale, eru mjög greindir og
hæfir menn þó mikið skilji þá að I
skoðunum.
Flestar skoðanakannanir sýna
að Reagan á talsvert meira fylgi
að fagna en Mondale, en það
merkir ekki að úrslit liggi fyrir.
Enn eiga kjósendur eftir að
merkja við þann er þeir vilja
styðja og ekki er öruggt hver vinn-
ur fyrr en á morgun, þegar úrslit
einhverra mikilvægustu kosninga
heims liggja fyrir, er Bandaríkin
hafa eignast nýjan forseta.
Helstu heimildir:
Time, Newsweek, Scholastic
Update, Washington Post, U.S.
News & World Report.
Árni Sigurdsson er skiptinemi í
Bandaríkjunum.
Akranes:
Þorgeir og EIl-
ert hf. með lág
tilboð í breyt-
ingar á togurum
Aknuiesi, 2. nóvember.
ÞORGEIR & Ellert hf. á Akranesi
hefur að undanfornu verið að gera
tilboð í ýmsar framkvæmdir, t.d.
breytingar á skipum, og hefur órðið
allvel ágengt þó ekki hafi enn verið
tekið neinu af þeim tilboðum, sem
um er að ræða.
Tvö af þessum tilboðum vekja
hvað mesta athygli: breytingar á
skuttogaranum Sigurbjörgu frá
Ólafsfirði, sem breyta á í frysti-
togara með tilheyrandi búnaði, og
breytingar á skuttogaranum Sjóla
RE-18, en það stendur til að lengja
hann um 9,5 metra, skipta um
skrúfuútbúnað, breyta vinnslu-
rými og setja í skipið meltukerfi
ásamt ýmsu fleiru.
Þrjú tilboð bárust í breytingar á
Sigurbjörgu ÓF-1 og var tilboð
Þorgeirs & Ellerts lægst eða 26,2
millj. króna. Slippstöðin hf. á Ak-
ureyri bauð 29,9 millj. króna og
Stálvík hf. 31,7 millj. króna.
Tólf tilboð bárust í breytingar á
Sjóla RE-18, þar af fjögur íslensk.
Eide Contraktor frá Noregi var
lægst með 11,9 millj. króna, Þor-
geir & Ellert hf. á Akranesi var
næstlægst með 14,4 millj. króna,
Dannebrog Værft frá Danmörku
kom næst með 15,5 millj. króna,
Slippstöðin hf. Akureyri með 15,8
millj. króna., Frederecia skibs-
værft Danmörku 15,9 millj. króna,
Kaarbös Mek. verksted Noregi
með 17,4 millj. króna, Stálsmiðjan
hf. bauð 18,8 millj. króna, Volda
Mek. verksted Noregi 19,7 millj.
króna, Tyne shiprepair Englandi
21,2 millj. króna, Seabeck
V-Þýskalandi 21,6 millj. króna,
Schichau V-Þýskalandi 24,3 millj.
króna og Stálvík og Skipasmíða-
stöð Njarðvíkur 25,2 millj. króna.
Eins og áður segir hefur hvor-
ugu þessara tilboða enn verið tek-
ið, en óneitanlega stendur Þorgeir
& Ellert hf. vel að vígi.
— JG
1000. fundur bæjar-
stjórnar Vestmannaeyja:
Atak verði gert í*
umhverfis- og
útivistarmálum
Yestmannaeyjum 2. nóvember.
Á ÞESSU ári verða nokkur tímamót
hjá bæjarstjórn Vestmannaeyja þvf f
ár veróa liðin 65 ár frá stofnun bæj-
arstjórnar og 30 ár liðin frá stofnun
bæjarráðs. Vegna þessara tímamóta
var boðað til sérstaks hátíðarfundar
í bæjarstjórn sunnudaginn 30. sept-
ember sl. og var reiknað með að
þetta yrði jafnframt 1000. fundur
bæjarstjórnar frá upphafi. Vegna
þess slæma ástands sem skapaðist í
atvinnumálum Vestmannaeyja á
haustdögum var boðað til tveggja
aukafunda í bæjarstjórn, þannig að
hátíðarfundurinn var bókaður í bæk-
ur bæjarstjórnar sem fundur nr.
1002.
Til að minnast tímamótana
sameinuðust allir níu bæjar-
fulltrúarnir um tillöguflutning
sem varðar umhverfis- og úti-
vistarmál. Fyrri tillagan fjallar
um að gert verði verulegt átak í
fegrun og snyrtingu Herjólfsdals,
með útivistarsvæði í huga. Vegna
þessa átaks verði næstu fimm árin
ákveðin upphæð á fjárhagsáætlun
sem ætluð verði til þessa verks.
Síðari tillagan fjallar um að á
gamla Skansinum lagaðar og um-
hverfið snyrt. Reynt verði eftir
mætti að gera svæðið sem Ifkast
upprunalegri mynd sinni. Virkið á
Skansinum var upphaflega hlaðið
upp til þess að verjast árásum er-
lendra sjóræningja.
— hkj.