Morgunblaðið - 06.11.1984, Síða 53

Morgunblaðið - 06.11.1984, Síða 53
 TEITUR ÞÓRÐARSON HEIMSÓTTUR: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 „Heim til Svíþjóð- ar, heim til...“ Sjá nánar/30 • Atli Hilmarsson Atli í bann? Flestir komu til aö sjá Þór leika á heimavelli — alls staðar áhorfendafjölgun í sumar nema í Reykjavík ÞÓRSARAR á Akureyri löðuöu aö flesta áhorfendur á heima- leiki sína af 1. deildarliöum í knattspyrnunni í sumar. Meö- aláhorfendafjöldi á heima- leikjum Þórsara var 989 manns. Áhorfendafjöldi jókst í heild í 1. deild um 8,7% frá því í fyrra. Meöaláhorfendafjöldi á 1. deildarleik í sumar var 746 — en í fyrra 686. Aösókn jókst alls staöar í sumar nema í Reykjavík — þar var hún 6,3% minni en í fyrra. Á Akranesi jókst aösóknin um 3,7%, á Akureyri um 20%, í Keflavík um 44,1% og í Kópa- vogi um 4%. Miöaö viö kaupstaöi var meöaláhorfendafjöldi mestur í Keflavík, 980 manns á leik. Á Akranesi var meöaltaliö 916 en í Kópavogi 750 manns. Þessar tölur eru vitanlega þær sömu og meðaltal á leikjum viökom- andi liöa — ÍBK, ÍA og UBK, þar sem þau eru einu liöin frá þessum stööum. Meöaltaliö á Akureyri var 907. Meðaltaliö var minnst i Reykjavík — 599. Eins og áöur sagöi var Þór meö mesta áhorfendafjölda aö meðaltali. Næst komu ÍBK meö 980 áhorfendur aö meöaltali, síöan ÍA með 916. 825 áhorf- endur voru aö meöaltali á heimaleikjum KA á Akureyri, 750 hjá Breiðabliki, 723 hjá Fram, 645 hjá Val, 599 hjá KR, 531 hjá Víkingi og Þróttur rekur lestina meö 500 áhorfendur aö meöaltali. Fré Jóhanni Inga Gunnarsayni, trétta- manni MorgunMaóaina í Vaatur-hýakalandi. ATLI Hilmarsson, sem leikur meö Bergkamen í Bundeslig- unni í handbolta, á yfir höföi sár nokkuö langt keppnisbann. Þegar Bergkamen lék gegn Kiel á dögunum elti Atli einn leik- manna Kiel upp völlinn í hraða- upphlaupi og hrinti á bak hans. Var Atla sýnt rauöa spjaldiö fyrir vikiö — því vísað af velli þaö sem eftir var leiktímans. Taliö var aö hann gæti fengiö allt aö fjögurra vikna keppnis- bann — en eftir aö hafa skoöaö atvikiö ítarlega á myndbandí telja menn aö dómurinn veröi ef til vill ekki svo þungur. 1. deildin að hefjast 1. deild karla í handknattleik hefst í kvöld meö tveimur leikj- um í Digranesi í Kópavogi. Fyrst leika Breiöablik og Þór, liöin sem komu upp úr 2. deild á síöasta keppnistímabili, og hefst leikur þeirra kl. 20.00. Strax á eftir, eöa um kl. 21.15, hefst síö- an leikur Stjörnunnar og KR. Morgunblaöiö/Júlíus. • Liö Bolvfkinga sigraöi í bikarkeppni 2. deildar ( sundi um helgina. Hér sást Hugi Haröarson, þjálfari liðsins, í lauginni um helgina. Sjá nánar/29. Getraunir: Aftur met Fylkis- manna Knattspyrnudeild Fylkis gerir það ekki endasleppt þessa dagana. í síðustu viku setti deildin nýtt íslandsmet í getraunasölu, seldi þá 76.928 raðir af seðlum. Og nú í síðustu viku bætti hún um betur og sló gamla metiö sem hún átti sjálf. Fylkismenn geröu sér lítiö fyrir og seldu áttatíu og tvö þúsund níu hundruö og fjórar raöir, fyrir tvö hundruö og sjö þúsund tvö hundruö og sextíu krónur. Víkingar til Osló fyrir hádegi í dag — leika Evrópuleikina tvo á morgun og fimmtudag Handknattleiksliö Víkings heldur utan fyrir hádegi í dag til Osló en þar leikur lióiö tvo leiki á morgun, miövikudag, og fimmtudag í Evrópukeppni bik- arhafa gegn norska liöinu Fjell- hammer. Vikingum var gert aö leika báöa leikina í Noregi þrátt fyrir aö hart væri lagt aö IHF aö breyta ákvöröun sinni. Þaö munu hinsvegar hafa veriö tveir Norö- urlandabúar, þeir Karl Wang frá Noregi og Kurt Wadmark frá Sví- þjóö, sem tóku þessa ákvöröun eftir aö hafa haft samráö viö mótanefnd þá sem sér um Evr- ópukeppnina í síma. Mjög ódrengileg ákvöróun. HSÍ mótmælti þessu harólega en fékk engu breytt. f gærdag barst HSÍ hinsvegar afrit af skeytl til norska liðsins frá IHF þar sem þess er fariö á leit aö þeir taki meiri þátt í kostnaöi Víkinga vegna feröarinnar tii Noregs. Þetta eru hinsvegar aöeins tll- mæli, en ekki fyrirmæli. Takist Víkingum aö sigra norska liöiö þá leikur þaö gegn spönsku liöi í annarri umferö. Víkingar fara meö sitt sterk- asta liö til Noregs nema hvaö landsliösmaöurinn Þorbergur Aöalsteinsson er meiddur, eins og viö sögöum frá á laugardag. • Þorbergur Aöalsteinsson Þetta gefur knattspyrnu- deildinni í sinn hlut krónur fimmtíu og eitt þúsund átta hundruö og fimmtán. í vikunni þar á undan fengu Fylkismenn fjörtíu og átta þúsund rúmlega í sinn hlut. Þessir dugmiklu félagsmenn hafa því aflaö knattspyrnu- deild sinni allt aó hundraó þúsund krónum í félagsstarfiö á hálfum mánuöi. Þetta sýnir vel hversu góö tekjuöflun getraunaseölarnir geta veriö hjá íþróttafélögunum ef vel er að sölu þeirra staöiö. Enginn meö 12 í 11. leikviku Getrauna kom enginn seðill fram meö 12 rétt- um, en 2 seölar reyndust meö 11 rétta og var vinningur fyrir rööina kr. 227.910.00. Meö 10 rótta voru 79 raóir og vinningur fyrir hverja röö kr. 2.472.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.