Morgunblaðið - 06.11.1984, Síða 54

Morgunblaðið - 06.11.1984, Síða 54
28 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 Jingles veröa meö sýnikennslu og vörukynningu að Hótel Loftleiöum (kvikmyndasal) miðvikudaginn 7. nóv- ember kl. 20 fyrir meölimi félagsins og starfsfólk. Aö sýningunni standa Hárgreiöslumeistarafélag ísiands, Eldborg, Hár og fegurö. Grétarsmótiö: Enn vann Kári KÁRI ELÍSON, ÍBA, sigraöi fjóröa áriö í röö á hinu árlega Grétars- móti í kraftlyftingum sem haldiö var á Akureyri um helgina — og fór nú fram í tíunda skípti. Kári hlaut Grétarsstyttuna — fékk 7.137 stig. Kári lyfti 230 kg í hnébeygju, 160 kg í bekkpressu og 245 kg í réttstöðulyftu. Samtals 635 kg, en hann keppti í 75 kg flokki. Freyr Aöalsteinsson sigraöi í 82,5 kg fl. Hann lyfti 240 kg í hné- beygju, 150 í bekkpressu og 270 í réttstöðulyftu. Samtals 660 kg i 90 kg flokki sigraöi Flosi Jónsson, ÍBA. Lyfti samtals 665 kg, sem er Akureyrarmet. Hann setti einnig Akureyrarmet í hné- beygju (255 kg) og bekkpressu (150 kg). í réttstööulyftu lyfti hann 245 kg. Víkingur Traustason, IBA, sigr- aöi í 100 kg flokki — lyfti 320 kg i hnébeygju, sem er Akureyrarmet, 175 kg í bekkpressu og 322,5 kg í réttstööulyftu. I 125 kg flokki sigraði svo Helgi Eövarösson, ÍBA. Hann lyfti sam- anlagt 582,5 kg. Samfara Grétarsmótinu fór fram bæjakeppni milli Akureyrar og Vestmannaeyja. Akureyringar sigr- uöu í keppninni — hlutu 1.825 stig gegn 1.645 stigum Vestmanney- inga. Þrír kepptu frá hvorum bæ: Björgúlfur Stefánsson, Vest- • Kári Elísson hampar Grétsrsstyttunni á sunnudaginn. mannaeyjum, keppti gegn Kára El- issyni í 75 kg flokki. Kári lyfti 635 kg eins og áöur sagöi en Björgúlf- ur aöeins 490. Flosi Jónsson, Ak- ureyri, keppti gegn Snæbirni Snæ- björnssyni í 90 kg flokki. Flosi lyfti 665 kg en Snæbjörn 615. i 100 kg flokki kepptu Jóhannes Hjálmars- son, Akureyri, og Jóhann Gíslason, ÍBV. Þar náöu Eyjamenn aö hala inn fleiri stig — Jóhann lyfti 580 kg en Jóhannes 527,5 kg. Knattspyrnan í V-Þýskalandi: Bayem heldur enn fimm stiga forskoti Prá Jóhanni Inga Gunnarasyni frétUriUra Mbl. í V-Þýsltalandi: STÓRI leikurinn í „Bundeslig- unni“ um helgina var leikur Bay- ern og Hamborg í Bayern. Liöin geröu jafntefli 1—1 { nokkuö góö- um leik. Einvaldurinn „Keisarinn“ Beckenbauer var meöal áhorf- enda og var hann mjög ánægöur meö leikinn og lét hafa eftir aér aö þarna heföi veriö leikin góö knattspyrna. Bayern átti mun meira I leiknum framan af en undir lokin var Ham- borgar-liöiö komiö á fulla ferö og þá mátti engu muna aö þeim tæk- ist aö skora sigurmarkiö. Wolfarth skoraöi mark Bayern á 37. mínútu en Van Heesen jafnaöi fyrir Ham- borg eftir hornspyrnu frá hinum mjög svo leikreynda Manfred Kaltz. Bayern hefur enn fimm stiga forystu í deildinni og enginn vafi leikur á því aö liöiö er sterkast I deildinni. Sterk liösheild sem vinn- ur vel saman. Rúmlega tvö hundruö og þrjátiu manns komu á leiki helgarinnar og alls voru skoruö þrjátíu og fjögur mörk. Úrslit leikja uröu þessi: Bayern — Hamborg 1—1 Mannheím — DUsseldorf 2—1 Bielefeld — Leverkusen 1—1 Braunschweíg — Karlsruhe 3—1 Dortmund — Kaiserslautern 0—3 Köln — Schalke 04 4—1 Uerdingen — Gladbach 3—2 Stuttgart — Frankfurt 4—2 Werder Bremen — Bochum 2—2 Frekar fór lítiö fyrir íslensku • Klaua Allofs hefur skoraö 12 mörk í deildinni og er marka- hæstur. Kölnarliöiö sem hann leikur fyrir er i miklu stuöi þessa dagana. leikmönnunum, Asgeir var þó meö skásta móti, er Stuttgart sigraöi Frankfurt. Ekki tókst Ásgeiri þó að skora mark aö þessu sinni. Hann fær þrjá í einkunn í blööunum. Atli var slakur og fékk fimm í einkunn. Dússeldorf er núna í næstneösta sæti og leikur afar illa. Lárus Guömundsson lék meö liöi sínu gegn Borussia Mönch- engladbach og stóö sig all vei. Lagöi Lárus upp eitt mark og var mjög nærri því aö skora annaö. Lárus var tekinn útaf þegar fimm mínútur voru eftir af leiktímanum og varnarmaöur settur inná í hans staö. Sigur Uerdingen kom á óvart. Magnús Bergs lék ekki meö liöi sínu og viröist þjálfarinn alls ekki vilja gefa honum tækifæri á aö spreyta sig. Liö Kölnar er í miklum ham og þá sérstaklega sóknarmaðurinn Klaus Allofs. Hann er nú marka- hæstur í deildinni, hefur skoraö 12 mörk í 11 leikjum. Klaus Fischer sem lék áöur með Köln en er núna hjá Bochum er í ööru sæti með 9 mörk. Staðan í Bundesligunni er þessi: Bayern 11 8 2 1 25- -11 18 Bremen 11 4 5 2 28- -21 13 Kaiserslautern 11 4 5 2 19- -15 13 Köln 10 5 2 3 26- -21 12 Stuttgart 11 5 2 4 30- -19 12 Gladbach 11 4 4 3 32- -22 12 Uerdingen 11 5 2 4 24- -19 12 Bochum 11 3 6 2 19- -17 12 Hamborg 11 3 6 2 17- -16 12 Mannheim 10 4 3 3 12- -13 11 Leverkusen 11 3 5 3 19- -20 11 Karlsruhe 11 2 6 3 17- -21 10 Frankfurt 11 3 4 4 22- -28 10 Schalke 11 2 5 4 19- -23 9 Braunschweig 11 4 0 7 20- -32 8 Bielefeld 11 1 6 4 12- -25 8 Dússeldorf 11 2 3 6 21- -28 7 Dortmund 11 3 0 8 12- -23 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.