Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 56
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984
Heim til Svíþjódar
— heim til Islands
í heimsókn hjá Teiti Þórðarsyni og fjölskyldu í Cannes í Frakklandi
TEITUR ÞÓRÐARSON var einn fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem yfirgaf landið og gerðist atvinnu-
maður í íþrótt sinni. Hann fór til Svíþjóðar og allar götur síðan hefur hann haft mjög sterkar taugar til
þessarar frændþjóðar okkar. Teitur var um tíma einn dáðasti knattspyrnumaður í Svíþjóð, hann varð
þrívegis sænskur meistari með Öster, og eitt árið var hann útnefndur besti íþróttamaður í hópíþrótt í
landinu. Því til sönnunar sýnir hann mér viðurkenningu sem hann hlaut af því tilefni. Eitt og annað fleira
úr verðlaunasafninu sýnir hann mér og ekki fer á milli mála að hér er á ferðinni íþróttamaðurinn sem
afrekaö hefur sitt af hverju. Teitur býr nú í Cannes, kvikmyndaborginni frægu á Miðjarðarhafsströnd
Frakklands, og leikur með samnefndu liði í 2. deild. Ég var svo lánsamur að heimsækja Teit og fjölskyldu
hans síðla sumars. Við sátum í stofunni og ræddum saman drjúga stund, eftir að Teitur haföi sótt mig á
brautarstöðina í „Svíanum“ sínum, SAAB 900 Turbo. Fyrst fórum viö reyndar að leikvangi félagsins þar
sem Teitur fór í stutta meðferö hjá nuddara félagsins, en meiðsli hafa angrað hann nokkuð lengi, og í
sumar var hann skorinn upp í nára.
Morgunblaðið/Skaptl HaHgrímsaon.
„Já, þaö er stutt milli hláturs og
gráturs í atvinnumennskuinni,”
sagöi Teitur. „Þetta er ekki alltaf
dans á rósum. Fyrsta áriö hjá Lens
gekk mér rosalega vel. Ég skoraöi
21 mark í deildinni og liöinu gekk
flest í haginn. Ég var m.a. meöal
markahæstu manna Evrópu.
Næsta vetur meiddist ég síðan i
nára, og þá var mér ýtt til hliöar.
Ég heföi aldrei getaö trúaö því aö
óreyndu hve forráöamenn féiaga
geta breyst í viömóti viö leikmenn
ef þeir meiöast. Ef maður er ekki
leikhæfur er maöur einskis viröi,
og ég er hræddur um aö þetta sé
ótrúlega algengt.
Þegar menn meiöast eða á móti
blæs meö einhverjum hætti veröa
menn aö geta staöiö á eigin fótum.
Þá er mikilvægt aö andlega hliöin
sé sterk, geysilega mikilvægt,“
sagöi Teitur mér, og vist er aö
hann talar þar af reynslu.
„Ætlaði að brjóta
mig niður“
„Þjálfari okkar hér hjá Cannes
er fyrrum franskur landsliösmaöur.
Hann var staöráöinn í aö brjóta
mig niöur andlega í vor. En ég
geröi mér grein fyrir því strax og
ákvaö aö honum skyldi ekki takast
þaö, aldrei! Ég reifst viö þjálfarann
á hverjum degi; en ég mætti, geröi
mínar æfingar og fór svo heim í
rólegheitum án þess að tala viö
kóng né prest. Nú fyrir stuttu kom
svo til mín einn stjórnarmanna
liösins og baöst afsökunar á þvi
hvernig heföi veriö fariö meö mig,
og þjálfarinn hefur veriö allt annar
maður eftir þaö. Hann hefur greini-
lega veriö tekinn í gegn!
Hann er þekktur fyrir aö brjóta
menn niöur, þessi náungi. Hann
tók t.d. þrjá leikmenn á taugum
fyrir stuttu, þ.á m. aöalmarkvörð-
inn okkar. Þaö var í fyrravetur. Sá
var góöur leikmaöur og þaö var
rosalegt aö sjá hvernig hann
brotnaöi andlega.
Þeir höföu veriö leikmenn hjá
Nice á sama tíma, hann og sá er
þjálfar okkur nú, en haföí aldrei
komið nógu vel saman einhverra
hluta vegna. Nú sá þjálfarinn sér
leik á boröi og ákvaö aö hefna sín.
Nú leikur markvöröurinn meö
áhugamannaliöi hér í borginni.
Einn af forráöamönnum Cannes-
liösins tók hann upp á sína arma,
útvegaöi honum vinnu í verksmiöju
sinni og lét hann leika í liöi fyrir-
tækisins."
Erfitt fyrst
Eins og áöur sagöi lék Teitur í
nokkur ár í Svíþjóð. Fyrst er hann
fór út lék hann meö Jönköping en
síöan Öster. Þaöan var hann síöan
seldur til Lens i Noröur-Frakklandi.
„Fyrstu sex mánuöirnir í Lens voru
rosalega erfiöir. Ég talaöi ekki mál-
iö, og svo er líka spilaöur allt annar
fótbolti hér en í Svíþjóö. Ég varö
aö breyta leik mínum mikiö. Hreyfa
mig allt ööru vísi á vellinum. Svo
þegar ég kom hingaö niöur eftir
varö ég enn aö breyta nokkuö um
stíl. Hér er þaö „Suöur-Ameríku-
stíllinn" sem gildir.“
Nýr heimur opnast
„En þegar maður fer aö tala
frönskuna opnast fyrir manni nýr
heimur, máliö er dásamlega fal-
legt. Þaö er líkt ítölsku og spönsku
þannig aö maöur getur skiliö fólk
frá þessum löndum. Og krakkarn-
ir, þau tala íslensku, sænsku og
frönsku og nú er stelpan farin aö
læra ensku í skólanum, og hún er
ekki nema 12 ára! Þetta er stór-
kostleg þekking sem þau munu
búa aö í framtíöinni.“
Teitur hefur sagt mér oftar en
einu sinni aö Cannes sé paradís á
jöröu. „Samt held ég aö ég vildi
ekki setjast hér aö til frambúöar.
Nú erum viö búin aö vera hér í um
tvö ár, og bráölega held ég aö
maöur fái nóg. Veöriö er ailtaf
gott, ég held jafnvel aö hitinn sé of
mikill, og íslendingar fái nóg af svo
góöu veöri er til lengdar læturl"
íslendingur — Svíi
Munu Teitur og fjölskylda flytja
til íslands á ný? Hvar eiga þau
„heima“?
„Ef maöur fær enga almennilega
vinnu á Islandi, hvaö hefur maöur
þá aö sækja þangaö?“ sagöi Teit-
ur. „Ég lit á mig oröið sem jafn
mikinn Svía og Islending, fótbolta-
lega séö. Svíar fylgjast líka miklu
meira meö mér. Viö fórum í
sumarfrí til Svíþjóöar í sumar, viö
tölum oröið um aö fara „heim“ til
Svíþjóöar alveg eins og aö fara
heim til Islands. Og þaö er oröiö
nokkuö langt síöan viö höfum
komiö til Islands.
Ég veit ekki hvort viö munum
setjast þar aö er ég hætti í at-
vinnumennskunni. Ég hef mikinn
áhuga á því aö fara út í knatt-
spyrnuþjálfun. Mér var raunar
boöin þjálfarastaöa á islandi fyrir
nokkrum árum. Akurnesingar
höföu samband viö mig og buöu
mér aö þjálfa meistaraflokksliöiö,
áöur en Kirby kom aftur á Skag-
ann, en ég var ekki tilbúinn aö fara
heim þá.“
Fengi örugglega starf
í Svíþjóð
„Ég veit aö ég fengi örugglega
starf sem þjálfari í Svíþjóö um leið
og ég færi til landsins, jafnvel þó
ég hafi ekki próf sem slikur. Þó ég
segi sjálfur frá er ég oröinn þaö
þekkt nafn í Svíþjóö, aö þaö yröi
lítið mál fyrir mig. Áöur en ég fór
frá Lens til Frakklands vildi m.a.s.
eitt þriöjudeildarliö í Svíþjóö fá
mig til aö skrifa undir samning um
að ég tæki aö mér þjálfun hjá lið-
inu er ég kæmi aftur frá Frakk-
landi, sama hve langur tími liöi
þangaö til! En ég geröi þaö nú
ekki.
Ég hef lengi haft mikinn áhuga á
þjálfun, og hef skrifaö niöur allar
æfingar sem viö höfum veriö látnir
gera síöan ég byrjaöi í atvinnu-
mennskunni. Ég tel mig því vera
betur undirbúinn undir þjálfun en
sennilega flesta atvinnumenn."
Samningur Teits viö Cannes
rennur út í vor, og líklegt má telja
aö hann flytji sig um set er þar aö
kemur. í Frakklandi er ætíö samiö