Morgunblaðið - 06.11.1984, Síða 64
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984
• Arnór lék síóustu tuttugu mínútur meó Anderlecht um helgina og skoraöi þá glæsilegt mark.
Arnór Guðjohnsen
„Gífurleg barátta
um stöður í liðinu“
er svo til alveg oröinn góöur af
þeim meiöslum sem ég hlaut og er
aö komast í mjög góöa æfingu."
Aö sögn Arnórs þá er næsta ör-
uggt aö hann komi til Wales til aö
leika meö íslenska landsliöinu í
heimsmeistarakeppninni. Arnór
sagöi þaö heiður aö spila meö lið-
inu og ávallt mjög skemmtilegt.
Úrslit í Belgíu:
Lokeren — Waterschei 3—0
Standard Liege — AA Ghent 2—0
Beveren — FC Searing 2—2
Cercle Brugge — C Kortrijk 0—1
Lierse — FC Antwerpen 1—1
Beer Chot — Racing Jet 1—0
Waregem — FC Liege 0—0
FC Mechl — FC Brugge 1—2
Anderlecht — Sint-Niklaas S—1
Staöan:
Anderlecht 1 3 0 43 12 21
Waregem 7 2 3 23 14 16
Liege 5 6 1 21 12 16
„Anderlecht hefur mjög sterku
liöi á aö skipa núna. Viö erum
meö yfirburöalió í Belgíu og þaö
má eitthvaó mikiö ske ef viö vinn-
um ekki deildina í vetur. Þá á ég
von á því aö liöinu gangi vel í
Evrópukeppninni,“ sagöi Arnór
Guójohnsen er Mbl. spjallaði vió
hann á sunnudag.
.Þaö er mjög mikil samkeppni á
milli leikmanna og afar erfitt aö ná
aö tryggja sér sæti í liöinu. Þaö eru
14 landsliösmenn sem berjast þar
um stööurnar. Ég hef spilaö fimm
leiki af þeim tólf sem liöiö hefur
leikið og svo oftast nær komið
inná sem varamaöur. I leiknum um
helgina lék ég síöustu tuttugu mín-
útur leiksins og náöi þá aö skora
fallegt mark og standa mig vel. Ég
Bettega slasast
HINN FRÆGI ítalski leikmaöur
Roberto Bettega meiddist illa í
bifreiöaslysi um helgina. Bettega,
sem leikiö hefur aó undanförnu
meö Toronto Blizzard, var í
samningavióræöum við Udinese
og þóttu líkur á því aó hann færi
aö leika meö félaginu. Bettega,
sem er 33 ára gamall, veröur aö
sögn lækna þrjá mánuöi aö ná
sér eftir slysiö. Bettega gerói
garöinn frægan hjá Juventua og
lék marga landsleiki fyrir Ítalíu.
Slysið varö er hann var á ferða-
lagi é milli Turin og Milan.
Anderlecht
hefur skorað
43 mörk í
12 leikjum
Anderlecht er nú með örugga
forystu í 1. deildinni í Belgíu. Lió-
ió hefur hlotið 21 stig eftir tólf
leiki og hefur glæsilega marka-
tölu, hefur skoraö 43 mörk en aó-
eins fengiö á sig 12. Um helgina
sigraöi Anderlecht Sint Niklaua
5—1. Arnór Guöjohnssen, sem
kom inná þegar tuttugu mínútur
voru eftir af leiktímanum, skoraöi
glæsilegt mark. Arnór fékk bolt-
ann á miójum vellinum og prjón-
aöi sig í gegnum vörnina alveg
inn aö vítateigslínu, þar skaut
hann þrumuskoti meö vinstra
fæti og beint í vinkilinn. Glæsi-
legt mark. Þetta var eina markiö
sem skorað var í síöari hálfleikn-
um. Fimm mörk voru skoruð í
þeim fyrri. Staöan í hálfleik var
4—1 fyrir Anderlecht.
Waregem er í ööru sæti í deild-
inni, hefur hlotiö 16 stig eftir 12
leiki. Liege er í þriöja sæti. Bever-
en, Lokeren, Gent og Standard
eru núna öll um miðja deild. Úr-
slit leikja um helgina uröu þessi:
Heimir skoraði
gegn Feyenoord
— en það dugði ekki til sigurs
HEIMIR Karlsson skoraöi sitt
fyrsta mark fyrir Exelsior í hol-
lensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu á sunnudag, er lióiö mætti
Pétri Péturssyni og félögum í
Feyenoord. Ekki dugði mark
Heimis þó til sigurs. Feyenoord
sigraði 4:2 en bæöi eru liðin frá
Rotterdam.
Heimir var aö sögn heimildar-
manns Morgunblaösins besti maö-
ur liðs síns og þaö var seinna mark
þess í leiknum sem hann skoraði.
Pétur lék allan tímann eins og
Heimir en náöi ekki aö skora.
Feyenoord er nú komiö í þriöja
sæti, en Exelsior er í því ellefta.
Urslit leikja í Hollandi á sunnu-
dag og staöan:
Pec Zwolle — Haarlem 2— 1
Maastricht — Volendam 5—1
Sparta — Roda 0—0
AZ 67 — FC Groningen 1 — 1
NAC Breda — Den Bosch 0—0
Sittard — Deventer 1—0
Twente Enschede — PSV 0—0
Exelsior — Feyenoord 2—4
Ajax — FC Utrecht 1- -0
Ajax 10 9 1 0 32—12 19
PSV 11 7 4 0 32—10 18
Feyenoord 10 7 1 2 30—14 15
Volendam 11 5 2 4 17-18 14
Sparta 11 5 3 14—19 13
Den Bosch 10 3 5 2 13— 7 11
Utrecht 11 4 3 4 20—13 11
Roda JC 11 4 3 4 16—18 11
FC Twente 11 4 3 4 20—23 11
Excelsior 11 3 4 4 19—20 10
Sittard 11 4 1 6 14—19 9
MW 11 3 3 5 15—24 9
GA Eagles 10 4 0 6 20—26 8
AZ67 11 1 5 5 14—19 7
NAC 11 1 4 6 9- 17 6
PEC Zwolle 11 2 1 8 6—30 5
Haarlem 11 1 2 8 14—24 4
• Heimir Karlsson
Bjami með Þrótt
ÞRÓTTUR Neskaupstaó hefur
ráöiö Bjarna Jóhannsson sem
þjálfara 3. deildarliös félagsins í
knattspyrnu. Bjarni lék meö
Þrótti um árabil, en hefur undan-
farin ár veriö meö ÍBÍ og KA.
HSÍ mótmælir
HSÍ hefur ákveöiö aó mótmæla
eindregiö vinnubrögöum alþjóöa-
handknattleikssambandsins
varöandi mál Víkings og Fjell-
hammer í Evrópukeppninni.
Ákveðið hefur veriö aó krefjast
skýringa á vinnubrögóum IHF —
og krefjast nánari skýringa á
vettvangi alþjóöasambandsins.
Jón Hjaltalín Magnússon, for-
maöur HSÍ, haföi samband viö aö-
alstöövar IHF vegna þessa máls og
þar var honum skýrt frá því, aö
þetta væri ákvöröun stjórnar-
manna frá Noröurlöndum og sam-
bandið myndi ekki hafa afskipti af
málinu.
Víkingur
Árshátíð Knattspyrnufélagsins
Víkings veröur haldin í Lækjar-
hvammi, Hótel Sögu, laugardag-
inn 10. nóvember og hefst hún
meö boróhaldi klukkan 20.
Veizlustjóri er Bjarni Guönason
prófessor. Miöar eru seldir hjá
deildum félagsins.