Morgunblaðið - 06.11.1984, Qupperneq 42
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984
Minning:
Eggert Haukdal
Jónsson, Höll
Fæddur 17. maí 1913
Dáinn 14. október 1984
„Allt fram streymir endalaust
ár og dagar líða.
Nú er komið hrímkalt haust
horfin sumarblíða."
Já, það er komið hrímkalt
haust, eins og segir í hinni al-
kunnu vísu. Blóm og blöð vallarins
blikna og fölna. Grænar grundir
og blómgaðar hliðarbrekkur sölna
og gulna. Fjöll og dalir klæðast
hrímhvítri slæðu vetrarins. Allt
þetta og margt, margt fleira
minnir okkur á liðna sumartíð.
Það sækir á hugann einhver sökn-
uður, angurværð, yfir því, hve allt
streymir hratt fram — ár og dag-
ar líða, lífið sjálft, og kemur aldrei
til baka.
Á björtum haustmorgni, þegar
úrsvalur blærinn bærði og feykti
fölnuðum blöðum trjánna, barst
sú sorgarfregn, að hann frændi
minn, Eggi í Höll, væri dáinn. Það
flaug margt i gegnum hugann.
Þetta gat varla verið, en
„hvenær sem kallið kemur,
kaupir sig enginn frí.“
Fyrir ekki alllöngu hitti ég
frænda minn, ásamt systkinum
hans, á þeirra notalega heimili,
Bogahlíð 10, hér í borg, og þá var
hann að vanda nokkuð hress og
bar sig vel, þótt sjá mætti að eigi
gengi hann heill til skógar, ekki sá
sami hrausti Eggi, sem maður
kannaðist við í gegnum árin.
Lasleiki hafði gert vart við sig
um nokkurn tíma. Læknar höfðu
lagt á ráðin og farið var á sjúkra-
hús og líðanin batnaði, eljan og
iðnin náðu að blómstra á ný, þó
ekki eins og fyrr.
Lífið hafði lengst af verið hon-
um bærilegt, þótt oft hafi þar
skipst á skin og skúrir, þá gaf það
líka þá lífsfyllingu, trú og ham-
ingju, sem hann kunni svo vel að
meta, en samt var nú eitthvað að
bresta.
Hann lést á Borgarspítalanum
14. október sl. á 72. aldursári. Út-
för hans var gerð frá Dómkirkj-
unni 23. október að viðstöddu
miklu fjölmenni.
Eggert Haukdal Jónsson fædd-
ist 17. maí 1913 í Höll í Haukadal í
Dýrafirði, elstur 7 systkina.
Foreldrar hans voru sæmdar-
hjónin Ástríður Eggertsdóttir og
Jón Guðmundsson bóndi og tré-
smiður. Önnur bðrn þeirra hjóna
eru: Elínborg, Pétur, Magnús,
Gunnar, Hákon og Sigríður, sem
öll eru á lífi. Auk þess ólu þau
Hallarhjón upp tvö fósturbörn.
Allt er þetta myndarfólk og skipar
vel þann sess, sem það hefur
markað sér í lífinu.
Öll eru þau nú búsett hér syðra.
Ekkert heitinn lifði öll sín
bersku-, æsku- og manndómsár í
Höll í Haukadal og vann heimili
sínu allt það er hann mátti best,
strax og aldur færðist yfir. Þótt
skólagangan væri stutt í litlum
sveitarskóla, eins og þá var títt,
komust hlutirnir til skila á réttum
stað og tíma, þegar lífið sjálft
krafðist þess.
Þegar svo árin færðust yfir og
liðkaðist um allt heimafyrir,
systkinin uxu úr grasi, fór Eggert
að stunda vinnu á hinum ýmsu
stöðum bæði á sjó og landi. Hann
átti ákaflega gott með að komast í
starf, því maðurinn var alls staðar
eftirsóttur, vegna iðjusemi og
prúðmennsku. Hann stundaði sjó-
inn af og til, allt frá trillum og upp
í stór fiskiskip. Var m.a. mörg ár á
línuveiðaranum Fjölni frá Þing-
eyri. Þess á milli vann hann við
margvísleg störf í landi, bæði sem
tengdust sjó og bústörfum. Það
var t.d. ekki á allra færi að reyna
við hann í beitningu eða túna-
slætti með orfi og ljá og fjár-
gleggri mann hefi ég ekki þekkt,
nema þá eins. Það var ekki aðeins
það, að hann þekkti Hallarféð og
lömbin þar, heldur gat hann sagt
okkur í Sæbóli, undan hvaða á
þetta eða hitt lambið var, væri
maður í vafa.
Búskapurinn, búsmalinn, sér-
staklega sauðfénaðurinn, var hans
líf og yndi.
Eggi átti hreina og tæra söng-
rödd, sem hann beitti mjög lag-
lega, en ekki hvar og hvenær sem
var. Hann hafði yndi af að hlýða á
góðan söng og tók mikinn þátt i
sönglífi sveitarinnar og um tíma
var hann í Kirkjukór og Karlakór
Þingeyrar.
Eggert var vænn maður, gjörvi-
legur og vakti eftirtekt. Hann var
hægur og stilltur en þó tilfinn-
ingaríkur. Hafði sínar ákveðnu
skoðanir og fylgdi þeim. Snyrti-
menni í hvívetna. Þéttur á velli og
þéttur í lund og sómdi sér vel hvar
og hvenær sem var.
Árin liðu. Húsbóndinn í Höll
missti smám saman heilsuna, og
lést 1950 og varð þar stórt skarð
fyrir skildi og um leið lagðist allt
heimilishald æ þvngra á herðar
húsmóðurinnar, Ásu í Höll, eins
og hún var nú alltaf nefnd, svo og
elsta sonarins, en með samstilltu
átaki allra er áfram búið i Höll,
eða til ársins 1962, er fjölskyldan
bregður búi og flytur til Reykja-
víkur. Já, suður, en þangað höfðu
svo margir farið úr dalnum á liðn-
um árum, sem mikil eftirsjón var
að.
Sérstaklega fannst mömmu og
pabba sér nærri höggvið, er Hall-
arfólkið flutti. Nú var ekki lengur
labbað heim í Höll. Allir farnir
þaðan. Enginn Eggerts piltur þai
lengur, eins og mamma mín
nefndi svo oft, því á honum hafði
hún miklar mætur, sem hann mat
líka að verðleikum.
Eftir að suður kom, héldu systk-
inin og mamma þeirra heimili að
Rauðalæk 20. 1969 lést svo sóma-
konan Ása í Höll, þreytt og lúin.
Nokkrum árum seinna flytja Hall-
arsystkinin í Bogahlíð 10, þar sem
þeirra heimili hefur staðið æ síðan
eða í 10 ár, þar hefur ávallt ríkt
samstillt ástúð og kærleikur.
Hér syðra komst Eggi strax í
landvinnu hjá Sambandinu og þar
vann hann til hinsta dags, eða í 22
ár. Sýnir þetta e.t.v. betur en
nokkuð annað, trúmennsku í starfi
svo og hitt, að hann var aldrei
mikið fyrir það að hlaupa úr einu í
annað.
Eggi var alla tíð heimakær,
enda átti hann óslökkvandi ást til
æskustöðvanna. Þær heimsótti
hann árlega, og nú síðast í sumar
fór hann vestur og gekk þar um
tún og grundir, það voru þar hans
hinstu spor.
Nú að leiðarlokum þakka ég
frænda mínum samfylgdina gegn-
um árin, ekki hvað síst á okkar
æskustöðvum.
Á hinstu kveðjustund sendi ég
og fjölskylda mín systkinunum frá
Höll og öðrum ástvinum hins
látna innilegar samúðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Jón Þ. Eggertsson
Kveðja frá starfsfélögum
Fæddur 17. maí 1913
Diinn 14. október 1984
Eggert fæddist í Höll í Hauka-
dal við Dýrafjörð, 17. maí 1913.
Foreldrar hans voru hjónin Ást-
ríður Eggertsdóttir og Jón Guð-
mundsson er þar bjuggu. Hann
var elstur sjö systkina, sem öll lifa
bróður sinn. Kunnugleika brestur
okkur til að rekja lífshlaup Egg-
erts meðan hann dvaldi í Hauka-
dal. Fullvíst er að alls staðar skip-
aði hann sitt sæti með sóma og
fyrir vestan var hugurinn hálfur
og kannsti stundum allur.
Árið 1962 flyst Eggert tíl
Reykjavíkur. Hann ræðst þá strax
til starfa hjá skipadeild Sambands
íslenskra samvinnufélaga. Þar
mun hafa ráðið um að þá og lengi
síðar var Helgi heitinn Pálsson
verkstjóri skipadeildar en þeir
Eggert voru frændur. Báðir ætt-
aðir úr Haukadal. Það kom fljótt í
ljós að þar höfðu mál vel skipast
fyrir vinnustaðinn.
Eggert var frábær starfsmaður
og vinnufélagi. Allir vildu með
honum vinna. Kom þar margt til.
Þrek og lagni við öll störf samfara
einstakri prúðmennsku og
græskulausri gamansemi. Þessir
þættir ásamt fleiru góðu í fari
Eggerts gerðu hann eftirsóttan
vinnufélaga.
Eggert lifði þessa stóru tíma í
atvinnusögu þjóðarinnar. Hann
stundaði öll hin hefðbundnu störf
sinnar kynslóðar.
„í svip þeirra seintekna bóndans.
Hins sagnfáa verkamanns
og sjómannsins svarakalda
býr saga og framtíð vors lands.“
Þannig kvað örn Arnarson og
þannig var það.
Tímarnir breytast, ný tækni,
nýjar vinnuaðferðir, nýjar
starfsstéttir koma. Allt er það
mikilvægt, eðlilegt og flest til
góðs.
En úrskeiðis munu hlutirnir
fara eftir sem áður ef hver starfs-
þegn, bæði hugur og hönd, hafa
ekki að leiðarljósi þá mannkosti
sem félagi okkar Eggert var svo
ríkur af. Má þar nefna atorku,
skyldurækni og heiðarleika i smáu
sem stóru.
Við vinnufélagar Eggerts hjá
skipadeild Sambands íslenskra
samvinnufélaga söknum nú vinar í
stað. Systkinum hans og öðrum
vandamönnum sendum við samúð-
arkveðjur. Genginn er góður
drengur. Blessuð sé minning hans.
Leiðrétting
MISRITUN varð í undirskrift á
minningargrein, sem birtist í Mbl.
9. september um Jóhannes Dag-
bjartsson. Standa átti Bjarnheiður
Ingimundardóttir, en varð Ragn-
heiður Ingimundardóttir. — Er
beðist velvirðingar á þessum mis-
tökum. Þá hefur verið beðið um að
þess verði getið að Jóhannes heit-
inn, sem var mikill hagleiksmað-
ur, hafi smíðað orgel handa dóttur
sinni Kolbrúnu.
+
SÓLVEIG ELÍSABET JÓNSDÓTTIR
frá Stóra-Sandholti,
Hátúni 12, Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum, sunnudaginn 4. nóvember.
Systkini hinnar látnu.
+ Eiginkona mín og móöir okkar.
SJÖFN INGADÓTTIR,
Þórufelli 6, Reykjavík,
lést í Landsþítalanum aö morgni mánudagsins 5. nóvember. Jarö-
arförin veröur auglýst síðar. Jón Maríasson, Dagbjört Jónsdóttír, Lilja María Jónsdóttir, Arnheiöur Jónsdóttir.
t
Maöurinn minn, sonur og faöir,
BJÖRN JÓNSSON,
Garöaflöt 15, Garöabse,
andaöist i Landspítalanum 5. nóvember.
Emilía Húnfjöró,
Sigríóur Björnsdótfir
og dntur hina látna.
+
Eiginmaöur minn,
LÝÐUR GUDMUNDSSON,
loftskeytamaður,
lést á heimili sínu, Flókagötu 16, sunnudaginn 4. nóvember.
Guórún Siguröardóttir.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
VALURJÓHANNSSON,
prentari,
Kaplaskjólsvegi 9,
lést á heimili sinu 3. nóvember.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna.
Unnur Jóhannesdóttir.
+
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur hluttekningu
og stuöning viö andlát og útför
KRISTJÁNS EIRÍKSSONAR,
hæstaráttarlögmanns.
Eiríka Kristín Þóröardóttir,
Jónína María Kristjánsdóttir, Bogi Ágústsson,
Björg Kristín Kristjánsdóttir, Bjarni Snæbjörn Jónsson,
Hildur Kristjánsdóttir, Haukur Kristinsson,
Þórunn Kristjánsdóttir
og barnabörn.
+
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
STEINUNN ÞORGILSDÓTTIR,
Breiðabólstaö,
Fellsströnd, Dalasýslu,
er andaöist í Borgarspitalanum hinn 4. október sl., var jarösungin
aö Staöarfelli i Dalasýslu föstudaginn 12. október.
Öllum þeim, sem auösýnt hafa vináttu og samúö viö andlát hennar
og útför og heiöraö minningu hennar, sendum viö alúöarþakkir og
innilegar kveöjur.
Guóbjörg Helga Þóröardóttir,
Friöjón Þóröarson,
Sigurbjörg J. Þóröardóttir,
Sturla Þóróarson,
Halldór Þorgils Þóröarson,
Ástvaldur Magnússon,
Kristín Sigurðardóttir,
Gísli B. Kristjánsson,
Þrúóur Kristjánsdóttir,
Ólafía B. Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Legsteinar
granít — marmari
Opið alla daga,
einnig kvöld
og helgar. „
Ha/mt ó.f
Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi,
símar 620809 og 72818.