Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 48
60
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984
» IM3 frm
,, M ag'inn í mér hcfur nóg o&qcftx cá>
\/cnjask \/cl-sobk\uwi mot-"
... að líta björt-
um augum til
framtíðarinnar.
TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved
• 1979 Los Angeles Times Syndicate
Það stendur hér á miðanum,
að hann hafí gelist upp og ákveðið
að svipta sjálfan sig lífi!
Með
morgunkaffinu
f eina tíð renndir þú alltaf niður
rennilásnum fyrir mig, þegar við
fórum að hátta.
HÖGNI HREKKVlSI
^ERTU A€> HOR.FA Á QRÖPTIWM
EOA ^eSSA TONPlSK JAðALOKU ?! "
„Nei, Steindórsmenn"
Atvinnubílstjóri sem var 5 ár
launþegi áður en hann fékk at-
vinnuleyfi skrifar:
Enn einu sinni geisast Stein-
dórsmenn fram á ritvöllinn, sam-
anber grein í DV 3.11. og skamm-
ast út í samgönguráðherra og út-
hlutunarmenn atvinnuleyfa til
leigubílstjóra í Reykjavík.
En nú er kominn annar tónn í
Steindórsmennina. Þeir hafa tap-
að.
Tapað máli sínu bæði í undir-
rétti og fyrir Hæstarétti, sem
staðfesta að þau lög séu í gildi að
atvinnuleyfi til leiguaksturs skuli
aldrei verða söluvara manna á
milli. Steindórsmönnum var full-
kunnugt um þessi lög þegar þeir
yfirtóku ruslahauginn sem þá
kallaðist Bifreiðastöð Steindórs.
Þeim var bent á þessi lög bæði af
Samgönguráðuneytinu og af Bif-
reiðastjórafélaginu Frama, en
þeir sögðust ætla að láta reyna á
þetta fyrir dómstólunum og ætl-
uðu greinilega að þvæla málinu í
kerfinu svo árum skipti. En það
fór á annan veg.
' f dag emja þeir og kveina um
óréttlæti og að þeir hafi lagt út í
dýrar fjárfestingar vegna þessara
kaupa. Nú voru góð ráð dýr, aðeins
ca. 6 atvinnuleyfi til ráðstöfunar
þetta árið.
Samgönguráðherra er drengur
góður og vildi leysa þeirra vanda
svo sem mögulegt var. Þá fór út-
hlutun atvinnuleyfa fram og var
20 atvinnuleyfum úthlutað og þar
af 5 til Steindórs. Þetta grætti
Steindórsmenn ennþá meir og
töldu þeir enn meir gengið á rétt
sinn. Ráðherrann betrumbætti þá
fyrri úthlutun og heimilaði 13 at-
vinnuleyfi í viðbót, þar af 5 til
Steindórsmanna. Þar með voru 10
Steindórsmenn komnir með at-
vinnuleyfi af þeim 26 sem upp-
haflega keyptu stöðina.
En áfram var grátið og nú telja
þeir sig ekki komast lengra með
samgönguráðherra í máli þessu.
Þá er bara næst að læða tor-
tryggni og leiðindum inn í raðir
atvinnubilstjóranna. Það fer t.d.
fyrir hjartað á Steindórsmönnun-
um að einn af mönnunum í úthlut-
unarnefndinni hafi fengið úthlut-
að atvinnuleyfi í seinni úthlutun-
inni, en þeir virðast einfaldlega
ekki vilja átta sig á því að komið
var að aksturstíma hans í úthlut-
unarröðinni.
Þeir 26 Steindórsmenn sem
hæst hrópa á réttlæti hafa í tæp
þrjú ár fótum troðið og haft að
engu allar þær reglur og lög sem
ca. 600 atvinnubílstjórar hér í
Reykjavík þurfa að hlíta. Meðal
annars hafa þeir ekki talið sig
þurfa að vinna sér inn aksturs-
tíma eins og aðrir atvinnubílstjór-
ar, til að hljóta atvinnuréttindi,
þeir telja sig einfaldlega hafa
keypt aksturstímann með Bif-
reiðastöð Steindórs.
Steindórsmenn, þið þurfið að
vinna ykkur inn aksturstíma eins
og aðrir.
Þessir hringdu . .
Skattalöggjöfin
ekki hagstæðari
útivinnandi konum
Útivinnandi kona hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
„Mig langar til að svara JLL
sem sagði í Velvakanda sl.
fimmtudag að skattalöggjöfin
refsaði þeim konum, sem vildu
vera heima hjá börnum sínum.
Ég er orðin þreytt á að hlusta á
þennan söng, því ég er útivinn-
andi kona. Eg er hissa á að fleiri
konur skuli ekki láta í sér heyra
varðandi þetta mál, því sann-
leikurinn er sá, að óréttlætið í
skattamálum er jafnvel ennþá
meira gagnvart útivinnandi kon-
um. Þær geta alls ekki dregið frá
neinn kostnað til öflunar tekna,
t.d. kostnað við barnagæslu. Það
mætti kannski segja sem svo, að
heimavinnandi húsmæður séu
eina stéttin sem vinnur skatt-
frjálst að verðmætasköpun. Þær
sem vinna úti eru skattlagðar að
fullu, þó svo þær borgi kannski
% af tekjum sínum í kostnað við
að geta unnið, þ.e. í greiðslu
kostnaðar við barnagæslu og
húshjálp.
Þegar 50%-reglan var tekin í
gildi á sínum tíma, þá var á móti
lögð niður heimild til að draga
frá kostnað við heimilishjálp, en
þegar þessi regla var lögð niður,
þá kom ekkert slíkt aftur í stað-
inn. Barnagæsla kostar um 5—7
þúsund á mánuði og heimilis-
hjálp einu sinni í viku kostar um
6—10 þúsund á mánuði, eftir því
hve mikið er gert. Þetta er að
sjálfsögðu tvísköttun á heimil-
unum og skerðir mjög val og
jafnrétti til þess að velja hvort
unnið sé heima eða ekki. Skatta-
löggjöfin er því ekki hagstæðari
útivinnandi konum en þeim sem
vinna heima.
Gretti í
sjónyarpið
Stúlka vió Gautland hringdi:
Mig langar til að hvetja sjón-
varpið til að sýna fleiri þætti um
köttinn Gretti (Garfield). Ég er
ekki ein um það að þykja þessir
þættir með því besta sem sést
hefur á skjánum og það yrðu
margir glaðir ef af þessu gæti
orðið.
Annað vildi ég gjarnan minn-
ast á og það er áramótaskaupið.
Væri ekki hægt að láta þá félaga
Gísla Rúnar, Ladda og Sigurð
Sigurjónsson sjá um það? Mér
finnst þetta fyndnustu menn
landsins og fátt skemmtilegra en
að fá að sjá þá á skerminum, ef
undan er skilið að sjá köttinn,
sem áður er minnst á.
Ég vildi svo að lokum taka
undir orð þess, sem í Velvakanda
á sunnudag furðaði sig á fjölda
þula í kvöldfréttum. Eg er viss
um, að ef þulirnir væru færri, þá
væri hægt að eyða meiri pening-
um til að gera skemmtiþætti.
Það veitir t.d. ekki af að gera
tónlistarþætti með íslenskum
hljómsveitum, því ekki komast
allir á tónleika, sem oftast eru
haldnir á vínveitingastöðum.
Fólk á landsbyggðinni hefur ekki
hugmynd um hvað er að gerast í
íslensku popplífi, því sjónvarpið
stendur sig svo illa að þessu
leyti. Það var bara þátturinn
Glugginn, sem einstaka sinnum
sýndi íslenskar hljómsveitir í
fyrravetur. Fyrst alltaf er verið
að tala um að spara, en um leið
að veita góða þjónustu, hvernig
væri þá að fækka þulum, en
fjölga innlendu skemmtiþáttun-
um?
Kransar teknir
af leiði
Ekkja hringdi og hafði eftir-
farandi sögu að segja:
„Fyrir stuttu fór ég að leiði
mannsins míns, sem jarðaður
hafði verið nokkrum dögum áð-
ur. Ég ætla ekki að lýsa því
hvernig mér leið, þegar ég sá, að
búið var að fjarlægja alla kransa
af leiðinu. Ekkert var eftir,
nema lítil tætla af borða eins
þeirra. Fyrst hélt ég að um
skemmdarverk væri að ræða, en
komst svo að því, að krajisarnir
höfðu verið fjarlægðir af starfs-
manni kirkjugarðsins. Hvernig
má það vera, að kransar með lif-
andi blómum, merktir hinstu
kveðju vina, séu fjarlægðir og
það aðeins nokkrum dögum eftir
jarðarför."
Þakkir fyrir
komuna
Fulltrúi Jófríðarstaðasóknarfé-
laga hringdi:
„Ég vil gjarnan koma á fram-
færi hjartans þökkum til allra
þeirra, sem komu á basar 28.
október sl. í St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði. Kærar kveðjur til
ykkar allra."