Morgunblaðið - 06.11.1984, Page 52

Morgunblaðið - 06.11.1984, Page 52
AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SÍMI 11340 E EUROCARD HUKKURIHBMSKEÐJU ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Fiskifræðingar leggja til 200.000 lesta þorskafla á næsta ári: Ekki má reikna með meiri afla næsta ár Leikkonan unga frá Selfossi hyllt Guðrún Kristmannsdóttir, 16 ára Selfossmær, sem fer með hlutverk Önnu Frank í Iðnó, sést hér hyllt af samleikurum sínum og leikhússtjóra, Stefáni Baldurssyni, að frumsýningu lokinni sl. laugardagskvöld. Sjá viðtal við Guðrúnu á bls. 4. 7 segir Halldór Ásgrímsson - Þýðir 22 % sam- drátt þorskafla ef af verður FISKIFRÆÐINGAR hafa nú lagt til að þorskafli á næsta ári verði ekki meiri en 200.000 lest- ir. Er það sama magn og þeir lögðu til í fyrra, en um 22% mínna en áætlað var að veiða á þessu ári eða 250.000 lestir alls. Lagt er til að hámarksafli ann- arra helztu botnfisktegunda verði svipaður og lagt var til á síðasta árí, en ýsuafli verði þó lækkaður um 10.000 lestir og ufsaafli verði 5.000 lestum minni en þá var lagt til. Af fimm helztu botnfísktegundum er lagt til að hámarksafíi alls verði 420.000 lestir, en áætlaður afli sömu teg- unda í ár er 519.000 lestir og leyfílegur afíi er 536.000 lestir. Sjávarútvegsráðherra, Hall- dór Ásgrímsson, sagði í ávarpi sínu á Fiskiþingi í gær, en þar voru tillögur fiskifræðinga lagð- ar fram, að tillögur þeirra yrðu metnar í ljósi aðstæðna á næst- unni, en ljóst væri, að ekki væri hægt að reikna með hærri afla á næsta ári. Hann sagði ennfrem- ur, að ástand fiskistofna gæfi ekki tilefni til mikilla breytinga í stjórnun veiða á næsta ári. Jón Páll Halldórsson, vara- fiskimálastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ljóst væri, að sjávarútvegur yrði ekki rek- inn sem atvinnugrein i þessu landi, ef miða ætti þorskafla við 200.000 lestir ár eftir ár. Guðjón A. Kristjánsson, forseti Far- manna- og fiskimannasam- bandsins, sagði í umræðum á þinginu um tillögur fiskifræð- inga, að það væri gott að ala fiskinn í sjónum, en það þyrfti líka að ala fólk á þessum fiski. Yrði ekki leyft að veiða nema 200.000 lestir af þorski á næsta ári, þyrfti að taka upp nýtt launakerfi hjá sjómönnum í stað hlutaskipta. Tillögur fiskifræðinga um há- marksafla á næsta ári eru sem hér segir: Þorskur 200.000 lestir, ýsa 45.000 lestir, ufsi 60.000 lest- ir, karfi 90.000 lestir og grálúða 25.000 lestir. Tillögur um há- marksafla á skarkola og steinbít liggja ekki fyrir. Áætlaður afli þessa árs er 250.000 lestir af þorski, 47.000 lestir af ýsu, 70.000 lestir af ufsa, 120.000 lestir af karfa og 32.000 lestir af grálúðu. Árið 1983 var afli þess- ara tegunda 298.000 lestir af þorski, 66.000 lestir af ýsu, 58.000 lestir af ufsa, 123.000 lestir af karfa og 28.000 lestir af grálúðu. Sjá frekari fréttir af Fiski þingi á bls. 62 í blaðinu í dag. I WjjSm j | 1 y11 1 Samið fyrir hönd 3.000 fyrirtækja og 60.000 launþegæ Samningagerðin að komast á lokastig GERÐ nýs aðalkjarasamnings milli Vinnuveitendasambands íslands og Alþýðusambands ís- lands var að komast á loka j um miðnætti sl. þegar Mbl. fór í prentun. Þá voru frágengin öll heistu atriði samninga fyrir hönd um þrjú þúsund fyrir- tækja og sextíu þúsund laun- þega en ýmis óleyst atriði voru að skjóta upp kollinum alla helgina og í gær. „Hér er ein- lægur samningsvilji báðum megin við borðið en það er best að spá engu um hvort endan- legt samkomulag tekst í nótt,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, þegar blaðamaður Mbl. hafði sam- band við hann undir miðnættið. í sama streng tók Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Lands- sambands iðnverkafólks. Samningsdrögin, sem verið var að fullvinna, gera ráð fyrir að samningurinn gildi frá undir- skriftardegi til ársloka 1985. Uppsagnarákvæði verður eins og í nýgerðum samningi BSRB og ríkisins, þannig að samningur- inn getur verið laus frá og með 1. september á næsta ári. Gert er ráð fyrir, að endurskoðun hans hefjist að vori og að henni verði lokið fyrir 1. september, skv. upplýsingum samningamanna. Launaliðirnir voru ekki frá- gengnir seint í gærkvöld en talið var víst, að þeir yrðu nánast samhljóða launaliðum þeirra samninga, sem gerðir hafa verið á undanförnum dögum og vikum, þ.e. að kauphækkun frá undir- skrift verði um 10% og auk beinna peningagreiðslna verði þrjár 3% áfangahækkanir á samningstímanum. Kauptrygg- ingarákvæði eru ekki umfram þau endurskoðunarákvæði, sem áður er getið. „Það er óhætt að segja að það er talsvert skrið á þessu núna en hvort þessari lotu lýkur með undirskrift er best að segja sem minnst um. Það hefur verið sagt áður og ekki staðist. Menn vilja þó gjarnan ljúka þessu sem fyrst," sagði Guðmundur Þ. Jónsson. Samningamenn eru alls rúm- lega 80, þar af 50—60 frá ASÍ, aðildarsamböndum og félögum, og 20—30 frá atvinnurekendum. m Lýsi getur dregiö úr hjarta- og kransæða- sjúkdómum NIÐIIRSTÖÐUR rannsókna síd- astliAinn vetur og vor gefa til kynna að þorskalýsi geti dregið úr hsttu á hjartatitringi og skyndi- dauða bjá kransæðasjúklingum. Rannsóknir þessar hafa verið gerðar á vegum Kaunvísindastofn- unar Iláskólans undir stjórn dr. Sigmundar Guðbjarnasonar, pró- fessors. Að sögn dr. Sigmundar voru tilraunadýr alin á fóðri með mis- rnunandi feitmeti og síðan gefið streituvaldandi lyf, sem veldur hjartatitringi og skyndidauða. Voru niðurstöður þær, að dýr sem alin voru á lýsi dóu miklu síður af völdum hjartatitrings en dýr, sem alin voru á öðru feitmeti. Dr. Sigmundur sagði, að í þorskalýsi væru efni, sem þættu mjög áhugaverð, einkum fjöl- ómettaðar fitusýrur. Ein þessara fitusýra tefði blóðstorknun og virtist geta dregið úr hættu á myndun blóðtappa. Þó bæri að hafa í huga, að í lýsi væri einnig mikið af D-vítamíni, sem gæti hraðað æðakölkun ef þess væri neytt í óhófi. Sjá nánar viðtal við dr. Sig- mund Guðbjarnason á bls. 4. Álsamningur undirritaður SAMNINGUR milli ríkisstjórnar íslands og Alusuisse var undirritaður í Ziirich í gær. Samkvæmt honum er bundinn endi á áldeiluna svonefndu, sem hófst í desember 1980 og snerist um viðskipti álversins í Straumsvík, skatt- greiðslur álversins og raforkuverð til þess. Samkvæmt samningnum hækkar raforkuverðið úr 9,5 mill í 12,5 til 18,5 mill eftir álverði. Talið er að verðið hækki i 12,8 mill eftir að samningurinn hefur verið staðfestur af Alþingi. Sáttagjörð aðila um önnur deilumál verður lögð fyrir dómnefndir, sem aðilar hafa skipað, og breytist í dómsátt við staðfestingu þeirra. Á símamynd AP-frettastofunnar frá Zurich hér að ofan eru dr. Jó- hannes Nordal, Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, dr. Bruno Sor- ato og Dietrich Ernst, stjórnarmenn í Alusuisse. Sjá frásögn fréttaritara Mbl. i Sviss á bls. 5.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.