Morgunblaðið - 09.11.1984, Síða 1

Morgunblaðið - 09.11.1984, Síða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 218. tbl. 71. árg. FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Lögreglumenn hreinsa burt brennandi vegartálma, sem verkfallsverðir höfðu komið fyrir á vegi að námu í Norð- imbralandi. Vildu þeir þannig koma í veg fyrir, að námamenn gætu snúið aftur til vinnu sinnar en það sem af er vikunni hafa um 2000 hætt verkfallinu. AP. Bretland: Brestur kominn í verkfall Scargills London, 8. nóvember. AP. HER8KÁIK verkfallsverðir börð- ust í dag við lögregluna við ýmsar kolanámur í Norður-Englandi og reyndu að koma í veg fyrir, að menn sneru aftur til vinnu sinnar. Höfðu þeir ekki í því efni erindi sem erfiði enda fjölgar þeim dag frá degi, sem finnst nóg komið af átta mánaða ólöglegu verkfalli. 233 námamenn sneru í dag aftur til vinnu í sex námum i Jórvíkurskíri, Derbyskíri og Norðimbralandi og hafa þá um 2.000 hætt verkfallsaðgerðum þessa vikuna. Hefur víða komið til mikilla átaka milli lögreglu- manna og verkfallsvarða, sem hafa grýtt lögregluna og þá, sem snúa aftur til námanna, og Ronald Reagan í viðtali við vikuritið Time: „Ákveðinn í að semja um fækkun kjarnorkuvopna“ New York, 8. nóvember. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjafor- seti, segir í viðtali við tímaritið Time, að hann sé ákveðinn í að „nota þann tíma, sem þarf“ til að ná samkomulagi við Sovétmenn um fækkun kjarnorkuvopna. Kvað Ástæðan fyrir stórsigri Reagans: Efnahagsbati skipti sköpum Washington, 8. nóvember AP. YFIRMAÐUR Gallup-skoðanakann- anastofnunarinnar sagði í dag, að endurreisn efnahagslífsins í Banda- ríkjunum hefði valdið stórsigri Ron- alds Reagans í forsetakosningunum en ekki persónutöfrar hans og vin- sældir. Andrew Kohut, forseti Gallup- stofnunarinnar, sagði í dag, að engar kannanir sýndu, að Reagan væri í meiri hávegum hafður en verið hefði með flesta aðra for- seta. „Auðvitað er hann vinsæll," sagði Kohut á fréttamannafundi, „en það voru ekki persónutöfrarn- ir, sem máli skiptu, heldur það, að hann hefur náð árangri og veitt þjóðinni þá tilfinningu, að einhver haldi um stjórnvölinn." Gallup spáði hárrétt um kosn- ingaúrslitin, að Reagan fengi 59% atkvæða og Mondale 41%, og þyk- ir hafa reynst sannspá um önnur atriði kosninganna. Andrew Ko- hut sagði um Geraldine Ferraro, fyrstu konuna sem keppt hefur að varaforsetaembætti, að Mondale hefði ekki „tapað miklu“ á fram- boði hennar. „Það alvarlega var hins vegar, að hún skyldi ekki verða honum til mikils framdrátt- ar.“ Kohut spáði því, að ef Reagan auðnaðist að tryggja áframhald- andi blóma I efnahagslifinu út kjörtímabilið, myndi repúblikön- um takast að festa í sessi þær viðhorfsbreytingar, sem orðið hefðu með þjóðinni. hann það von sína, að takast myndi að lokum að semja um algert bann við þessum vopnum. I viðtali við vikuritið Time, sérstaka kosningaútgáfu þess, sem birtist nú eftir forsetakosn- ingarnar, segir Reagan, að Bandaríkjastjórn hafi einlægan áhuga á raunverulegum afvopn- unarviðræðum. „Við erum staðráðnir í að nota þann tíma, sem þarf, til að koma á samningum við Sovétmenn um fækkun kjarnorkuvopna. Við skulum ekki sætta okkur við, að sú kynslóð, sem tekur við af okkur, lifi líka í ótta við sprengj- una og skyndileg ragnarök," sagði Reagan í viðtalinu. „Ég á mér þann draum, að unnt verði að fá Sovétmenn til að fallast á fækkun kjarnorkuvopna og jafnframt, að eftirlit verði með slíkum samningum," sagði Reagan. „Ef okkur tekst að stíga fyrstu skrefin á þeirri braut munu allir sjá, að best sé að upp- ræta kjarnorkuvopnin algjör- lega.“ George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, skoraði í dag á Sovétmenn að koma til móts við Bandaríkjamenn og bæta samskipti þjóðanna. Hvatti hann þá til að sýna vilja sinn í verki með því t.d. að skiptast á sérfræðingum, sem fylgdust með tilraunum beggja þjóðanna með kjarnorkuvopn, og koma til nýrra viðræðna um vígbúnaðar- kapphlaupið. Á fréttamanna- fundi í gær í Los Angeles sagði Reagan, forseti, að unnið væri að því eftir óformlegum leiðum að koma á betra sambandi við for- ystumenn Sovétríkjanna. Samstöðuleiðtogar vilja eftirlit með leynilögreglu Varejá, 8. nóvember. AP. LEIÐTOGIAR Samstöðu, hinnar bönnuðu verkalýðshreyfingar í Póllandi hafa hvatt stjórnvöld í landinu bréflega til þess að veita almenningi meiri innsýn í störf leynilögreglunnar og jafnframt að koma á almennari stjórn yfir þeirri stofnun til þess að draga úr pólitísku ofbeldi af því tagi sem morðið á séra Popieluszko á dögunum er gott dæmi um. Bréfið var m.a. undirritað af þeim Adam Michnik, Jacek Kuron og Andrezei Gwiazda. Lech Walesa ritaði ekki nafn sitt undir bréfið og í samtali við fréttamenn sem spurðu hann hvers vegna hann gerði það ekki, svaraði leiðtoginn: „Ég hef ekkert að segja, en fé- lagar mínir eru snjallir leið- togar og vel viti bornir.“ I bréfinu sögðu Samstöðumenn- irnir að það væri vitaskuld allt gott um það að segja að morð- ingjarnir skyldu verða hand- teknir, en það væri ekki nóg. Á eftir yrði að fylgja einhvers konar trygging fyrir því að pólitísku ofbeldi af þessu tagi myndi linna. Þá væri og ekki nóg að Jaruzelski tæki að sér umsjón leynilögreglunnar í kjölfarið á morði prestsins, því hann bæri ábyrgð á því hvernig komið væri, leynilög- reglumenn væru þjálfaðir til „ofbeldis í hatursfullu and- rúmslofti". kveikt elda á vegum til að stöðva umferð. Arthur Scargill, formaður samtaka námamanna og ákafur marxisti, gerir nú hvað hann getur til að afla verkfallinu meiri stuðnings meðal annarra verkalýðsfélaga, sem hafa stutt það meira í orði en á borði. Hef- ur verið boðaður fundur í stjórn- um félaga þeirra verkamanna, sem vinna við flutninga og afl- stöðvar, og verður þar rætt um stuðningsaðgerðir. Pinochet Chile: Herstjórnin herðir tökin Suliaga, Chile, S. nóvember. AP. HERSTJÓRNIN í Chile setti í dag víótækar hömlur vió prent- og funda- frelsi í landinu, sem í raun gerir starfsemi stjórnarandstöóunnar út- læga þá þrjá mánuói, sem neyóar- ástandslögin gilda. Með einni tilskipun stjórnarinn- ar voru sex tímarit stjórnarand- stöðunnar bönnuð algerlega, rit- skoðun tekin upp á því sjöunda og miklar takmarkanir settar við stjórnmálaskrifum og skrifum um opinberar yfirlýsingar. Með ann- arri voru öll fundahöld bönnuð nema með samþykki héraðsstjóra, sem allir eru háttsettir í hernum. Með þessum aðgerðum her- stjórnar Pinochets hefur verið bundinn endi á þá þróun til heldur meira frelsis, sem hófst seint á síðasta áratug og náði hámarki fyrir 15 mánuðum með mótmæla- göngum og kröfum um lýðræði í landinu. Neyðarástandslögin voru sett sl. þriðjudag og daginn eftir létu hermenn greipar sópa um skrifstofur vinstri flokkanna og kristilegra demókrata. Voru 20 starfsmenn þeirra handteknir. Spænska stjórnin hefur harð- lega mótmælt neyðarástandslög- unum í Chile en samkvæmt þeim hefur herstjórnin frjálsar hendur til að hafast það að, sem henni þóknast án tillits til laga og rétt-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.