Morgunblaðið - 09.11.1984, Side 16

Morgunblaðið - 09.11.1984, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 Kristniboðsdagurinn á sunnudag: — Rætt við Gísla Arnkelsson, formann SÍK, um kristniboðs- og hjálparstarf í Eþíópíu og Kenýa víSÍÖ reglulega af ölhim fjöldanum! r aö Hótel Sögu nk. sunnudagskvöld 11. nóv. kl. 20.30. erska kristniboðsfélagið, rekur þrjú sjúkrahús í landinu." Gætu þá yfirvöld ekki tekið við þessu heilbrigðis- og fræðslustarfi ef kristniboðar verða sendir heim? „Naumast. Þau gætu ekki staðið undir þessum rekstri fjárhagsiega og hafa heldur ekki mikinn fjölda menntaðs starfsfólks á hinum ýmsu sviðum heilbrigðismála. Laun lækna og hjúkrunarkvenna eru í dag greidd af kristniboðinu, en í skólakerfinu er þó þróunin lengra komin, þar gætu yfirvöld tekið við meiru ef fjárhagur þeirra leyfði. Kirkjan gæti hinsvegar lifað og starfað áfram. Margt myndi að sjálfsögðu breytast í starfi hennar þegar kristniboðanna nýtur ekki lengur við. Það hefur komið í ljós þar sem yfirvöld hafa látið loka kirkjum, að fólk heldur áfram að hittast, skipuleggur nýtt starf með nýju sniði án þess að kristni- boðarnir komi þar nærri. Enda er það stefna kristniboðsins að hin innlenda kirkja, sem sprettur af starfi þess, geti starfað sjálfstætt og óháð utanaðkomandi aðstoð þegar hún kemst á legg.“ Nú rekur SÍK einnig starf í Kenýa, er mikill munur á starfinu í þessum tveimur löndum? „Kenýa er náttúrlega mun þró- aðra land á ýmsa vegu. Skólakerfi og heilbrigðisþjónusta ná til mun fleiri þegna þjóðfélagsins en í Eþíópíu og í Kenýa eru innfæddir almennt meira menntaðir. Af þessum sökum er aðalstarf kristniboðsins að útbreiða orð Guðs, kristniboðið sjálft, en vissu- lega taka kristniboðsfélögin þátt í margs konar uppbyggingu. Við höfum t.d. komið upp skólahúsi með aðstoð Hjálparstofnunar kirkjunnar og á sumum kristni- boðsstöðvunum i Kenýa starfa hjúkrunarkonur." HungursneyÖ Hvað með ástandið í Eþíópíu? Nú virðast þurrkar leiða til mikill- ar hungursneyðar? „Já, þegar við vorum í Konsó- héraði í ágúst hafði lítið rignt þar og menn voru uggandi um fram- tíðina. Fréttir síðan bera með sér að ástandið fer versnandi og nú óttast menn að það verði svipað og árið 1973. Ef ekki rignir almenni- lega fram að áramótum og upp- skeran bregst í annað sinn leiðir það til hungursneyðar tugþús- unda-hundruð þúsunda manna víða í landinu. Nú virðist þó sem hjálp muni berast mun fyrr en áð- ur frá öðrum þjóðum og alþjóðleg- Hinn heimsfrægi hárgreiöslumeistari Peter Gress kynnir nýjustu tískuna í hárgreiðslu. Tískusýning Model 79. Kynnir Heiðar Jónsson. „Kristniboðið sjálft er hið sama, en það sem hefur breyst í kjölfar breyttra stjórnmálaviðhorfa i Eþíópíu síðustu árin er, að það byggist nú meira en áður á inn- lendum starfsmönnum kirkjunnar og andstaða yfirvalda er fyrir hendi í sumum héruðum lands- ins,“ segir Gísli Arnkelsson, for- maður Sambands islenskra kristniboðsfélaga, í samtali við Mbl. Hann dvaldi á liðnu sumri um skeið í Eþíópíu þar sem hann starfaði um árabil við kristni- boðsstörf ásamt fjölskyldu sinni. Einnig heimsótti hann Kenýa þar sem íslenskir kristniboðar starfa á vegum SÍK. Tilefni spjalls við Gísla er kristniboðsdagurinn, en hann er nk. sunnudag, 11. nóvem- ber. en af hverju kristniboðsdag- ur? „Kirkjan hefur í áratugi minnst kristniboðsins einn sunnudag á ári og í bréfi biskups til presta nú hvetur hann þá til að benda á þýð- ingu kristniboðsins, biðja fyrir því í kirkjum landsins og taka á móti gjöfum til starfseminnar. Þessi árlegi kristniboðsdagur er jafnan annar sunnudagur í nóvember." Gísli er beðinn að segja nánar frá starfsemi SÍK í Eþíópíu: „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að þrátt fyrir að yfirvöld séu ekki fylgjandi kristniboðsstarfi sem slíku, vilja þau ekki vísa kristni- boðum úr landí. Samfara kristni- boðinu fer fram svo gífurlega mik- ið starf á sviði heilbrigðis- og fræðslumála og er það rekið í ná- inni samvinnu við yfirvöldin. Á öllum kristniboðsstöðvunum eru rekin sjúkraskýli þar sem hjúkr- unarkonur leysa brýnan vanda og samstarfsaðili okkar, norska lúth- Gísli Arnkelsson, lengst til vinstri, ásamt Ragnari Gunnarssyni, kristniboða í Kenýa, eru hér í hópi innlendra starfsmanna kristniboðsins. Frá Eþíópíu. Konan starfaði á íslensku kristniboðsstöðinni í Konsó á þeim árum er Gísli starfaði þar. um hjálparstofnunum og vissu- lega munu kristniboðarnir leggja sitt af mörkum eins og þegar þeir skipulögðu korndreifinguna í Konsó árið 1973. Nokkrir erfiðleikar vegna þurrka eru einnig í uppsiglingu í Kenýa.“ Kostnaður um 3,3 m.kr. í Eþíópíu starfa nú á vegum SÍK tvenn hjón, þau Jónas Þóris- son og Ingibjörg Ingvarsdóttir í Konsó og Guðlaugur Gunnarsson og Valgerður Gísladóttir á kristni- boðsstöð er Sollamó heitir. Á ís- lensku kristniboðsstöðinni í Chep- arería í Kenýa starfa nú hjónin Ragnar Gunnarsson og Hrönn Sigurðardóttir, en séra Kjartan Jónsson og Valdís Magnúsdóttir, sem þar hafa einnig starfað, dvelja nú hérlendis í leyfi. Gísli gat þess að starfsemi SÍK á þessu ári kosti kringum 3,3 milljónir króna og vantar enn nokkuð á að endar nái saman. Fjármagn þetta safnast meðal þeirra er styðja vilja kristniboðið og kvaðst Gísli vilja koma á framfæri þakklæti til allra er styddu starf SIK með ein- um eða öðrum hætti. Sérstakar samkomur á vegum SÍK verða á sunnudagskvöldið í Reykjavík, á Akranesi og Akureyri svo og í Hafnarfirði, auk þess sem dagsins verður minnst viða í guðsþjónust- ySiel Miðar seldir í Papellu Lauga- vegi 24, Permu Garösenda 21 og við innganginn. Hárgreiöslumeistarafélag íslands. Heildverslun Péturs Péturssonar. Ástandið í Eþíópíu versnandi vegna þurrka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.