Morgunblaðið - 09.11.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 09.11.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 17 Laugarvatn: Allt kyrrt að kalla Laugarvatni, 3. nóvember. SKÓLASTARF er komið í fullan gang að nýju eftir verkfall í öllum skólum á Laugarvatni. Verkfall BSRB stöðvaði alla kcnnslu í fjórum skólum hér allan tímann sem það stóð, það er í Barnaskólanum, Hér- aðsskólanum, Hússtjórnarskólanum og íþróttakennaraskólanum. í ráði mun að vinna upp áhrif verkfallsins með laugardagskennslu í hverri viku í Héraðsskólanum og ÍKÍ en annars er kennt annan hvorn laugardag þar eins og í Menntaskólanum. Menntaskólinn var settur 23. september og raskaðist starfsemi hans lítið í verkfallinu þar sem allir kennara hans utan einn stundakennari eru í BHM. Flestir aðrir framhaldsskólar landsins urðu að loka um lengri eða skemmri tíma í verkfallinu vegna þess að húsverðir þeirra eru í BSRB. Ekki reyndist Benjamín Halldórsson húsvörður ML skóla sínum þvílíkur akkilesarhæll á ör- lagastund. Þegar til átti að taka reyndist Benjamín standa utan og ofar verkalýðsfélögum og varð enginn stans á hans húsvörslu. Benjamín er elsti starfsmaður menntaskólans, hefur þjónað hon- um óslitið frá upphafi af alúð sem víðkunn er orðin. Húsvarsla hans hefur mörgum orðið undrunarefni á stundum enda takmarkast hún ekki af skriflegri verklýsingu né hættir hún við lóðamörk eins og tíðast er hjá hversdagsmönnum. Það varð til tíðinda að morgni föstudagsins 2. nóvember að bif- reið eins af kennurum Mennta- skólans var horfin af sínum stað. Höfðu þjófar brotist inn í íbúð hans um nóttina og fundið bíllykl- ana og ekið á brott út í náttmyrkr- ið. Lögreglunni á Selfossi var gert viðvart og fór hún þegar á stúfana með mannafla og bíla. Það var svo litlu síðar að hringt var til Laugarvatns frá Reykjavík. Þar var á línunni Benjamín Hall- dórsson húsvörður. Hann hafði brugðið sér suður í nauðsynjaer- indum skólans eldsnemma um morguninn, áður en flestir menn vöknuðu. í erindisferð sinni í höf- uðstaðnum veitti hann athygli bif- reið einni sem þar sat í stæði. Sú sýndist honum bæði kunnugleg og þó grunsamleg. Staðfestist nú illur grunur Benjamíns í símtalinu þvi það stóð heima að þetta var hinn þjófstolni bíll, illa útleikinn eftir næturakst- ur spellvirkjanna. Þeir voru ófundnir síðast þegar fréttist en grunur beinist að tveim nemend- um Héraðsskólans sem hurfu sömu nótt. Af skólahaldi við Menntaskól- ann á Laugarvatni er allt gott að segja. Óvenju mikill fjöldi nýnema hefur komið til skólans í vetur eins og reyndar í fyrravetur. Nokkuð ber þar á fólki úr Reykja- vík sem sumt mun vera flóttafólk úr fjölbrautakerfinu, en ML býr sem kunnugt er við hefðbundið bekkjakerfi. Af nýlegum breyting- um í náms- og kennsluaðstöðu er helst að geta þess að skólinn hefur fest kaup á nýjum tölvum af gerð- unum IBM PC og Apple //e. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Frá busavígslu ML í haust. In aqua sanitas: Busavfgsla við ML Morgunbia»íó/Davií. dvelíwyíb CNýjasta skrautfjöður íiöfuðborgarinnar Xonjeklbúdin vSV/J^S aó -Caugavecji 8 er nýjasla sfcrautfjöður höfuöborgarinnar. <T>essi litla og skemmtilega verslun hefur eingóngu á boóstólum handunnió gódgceti frá svissneshum kon- feklmeisturum. Jkú geta íslenskir lífs- nautnamenn unaó glaóir inÓ sitt: l SVISS fœst hluti af því helsta sem hugur þeirra girnist mest. fjómsœtir „‘Truffes"-molar ocj annaó himneskt sœlgœti þilir gljáfœgÓar hillurnar. ‘Petta er vandaÓasta konfekt sem völ er á. Sérhver moli inniheldur Ijúffencja blöndu valdra bragÓ- efna. líndir sœlum súkkulaóihjúp er massi úr hreinum rjóma og ýmsu góÓ- cjœti: hnetum og möndlum, appelsín- um, sítrónum, ananas, kirsuberjum, jarÓarberjum, kaffibaunum, hunancji oc) ýmsum eÓalvinum. ‘Pessu c/Icesilega ocj bracjÓcjóóa konfekti í SVISS er erfitt aÓ býsa meÓ orÓum. Skynsamlegast er aÓ fatla fyrir freist- incjunni aÓ skoÓa sicj um í vSV/ÁS - ocj komast 8 þannig á bragÓiÓ í eitt skipti tynr óll! Xonjekliö frá SVISS er ekki aÓeins dásamlega bracjÓcjotl oc) byslucjt á aÓ líta. ‘Einmcj ber aÓ cjeta þess hvernicj konfektinu er pakkaÓ inn í falleg- ar umbúÓir, sem fullkomna heildarsvipinn. 'Erþtt er aÓ hugsa sér skemmtilegri tœkifœriscjjöl en „truffes" innpakkaÓ meÓ > slaufu. \ ‘PaÓ sem er auÓvitaÓ ánægjutegasl viÓ stofnun þessa svissneska konfektlýÓ- veldis viÓ Laucgaveg, er aÓ nú vita sœlkerar hvermc) desert næstu mikilvœgu máltíÓar verÓur samansettur: ilmsterkt kaffi, staup af tjúfum drykk og gómsætur konfektmoli frá SVISS! fnös Laugavecji 8, sími 24545

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.