Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. NÓVEMBER 1984
Hafnarfjörður:
120 verkakonur á
atvinnuleysisskrá
„ÞAÐ VORU um 170 manns á atvinnuleysisskrá hjá okkur um
síðustu mánaðamót og þar af eru rúmlega 100 frá Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar,“ sagði Gunnar Sveinbjörnsson, félagsmálafulltrúi
hjá Hafnarfjarðarbæ, er Morgunblaðið leitaði upplýsinga um tölu
atvinnulausra í bænum. Starfsfólki í fiskiðjuveri BUH var sagt upp
störfum frá og með 6. október síðastliðinn og hefur vinna þar legið
niðri að mestu síðan þá, en alls mun um 170 manns hafa verið sagt
upp hjá fyrirtækinu.
*•' /
Að sögn Gunnars Sveinbjörns-
sonar er tala atvinnulausra í bæn-
um nú um 2,8% af vinnandi Hafn-
firðingum, en auk þeirra sem
bættust á atvinnuleysisskrána við
uppsagnir BÚH væru rúmlega 20
manns frá íshúsi Hafnarfjarðar,
sem einnig hefði sagt upp fólki
vegna rekstrarerfiðleika. Af þeim
172, sem verið hefðu á atvinnu-
leysisskrá um síðustu mánaðamót
væru rúmlega 120 verkakonur, og
því ljóst, að erfiðleikar í sjávar-
útvegi bitnuðu mjðg á verkakon-
um í landi. Gunnar kvaðst hins
vegar vilja leggja áherslu á, að
tala atvinnulausra í Hafnarfirði
væri ekki hærri en gerist og geng-
ur í þjóðfélaginu.
Eins og fram hefur komið i
fréttum hefur Bæjarútgerð Hafn-
arfjarðar verið rekin með tapi
undanfarin ár og samkvæmt
bráðabirgðauppgjöri um mitt ár
1984 var tap BUH um 40 milljónir
Dræm
loðnuveiði
AÐ undanförnu hefur loðnu-
veiði verið dræm. Þrír bátar
tilkynntu loðnunefnd um afla í
gær. Þeir voru: Pífill HF 580
tonn, Örn KE 500 tonn og
Keflvíkingur KE 170 tonn.
Loðnan veiddist út af Aust-
fjörðum, en meirihluti flotans
heldur sig þar. Stormur var á
miðunum fyrir vestan og norð-
an. Heildarloðnuaflinn er nú
184 þúsund tonn.
króna. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar
greiddi um síðustu mánaðamót
vangoldin laun landverkafólks og
sjómanna að upphæð 3,4 milljónir
króna og fyrr á árinu hafði bæj-
arsjóður greitt 11 milljónir króna
til BÚH vegna fjárhagsörðugleika
fyrirtækisins.
Það var f nógu að snúast f Sjónvarpsbúðinni og margir staðgreiddu.
Morgunblaðið/ RAX.
Mikil sala á hátoUavörum:
„Gengisfellingarskrekkur
leynir sér ekki tneðal fólks“
„Gengisfellingarskrekkur leynir
sér ekki meðal fólks. Góð sala hefur
verið á sjónvarpstækjum alla vik-
una, en gffurleg í dag eftir að heil-
síðuauglýsing birtist f Morgunblað-
inu. Og það sem befur komið mér
einna mest ó óvart er hve margir
staðgreiða tækin. Það er greinilegt
að fólk býst við hárri gengisfellingu
þrátt fyrir tal ráðamanna um ann-
að,“ sagði Þóroddur Stefánsson eig-
andi Sjónvarpsbúðarinnar í samtali
við Mbl.
Blaðamaður ræddi við forráða-
menn nokkurra verzlana og spurð-
ist fyrir um sölu á hátollatækjum.
öllum bar saman um að verzlun
meiri en venjulega og að yfirvof-
andi gengisfelling réði miklu.
>,Eftir mikið umtal um gengisfell-
ingu er ljóst að fólk lætur verða að
því að kaupa hátollavörur, svo
sem sjónvörp, þvottavélar og kæli-
skápa," sagði Birgir örn Birgis
verzlunarstjóri hjá Heimilistækj-
um.
„Ég er sannfærður um að yfir-
vofandi gengisfelling hefur áhrif á
sölu þessa dagana, en verzlun á
sjónvarpstækjum og myndbönd-
um hefur verið mikil að undan-
förnu, sjálfsagt skiptir máli að við
bjóöum nú myndbönd á góðu
verði," sagði Halldór Laxdal yngri
hjá Radióbúðinni.
„Það hefur verið mikil sala að
undanförnu,” sagði Garðar Svav-
arsson verzlunarstjóri í Teppa-
landi í samtali við Mbl. „En erfitt
er að gera sér grein fyrir að hve
miklu leyti ótti við gengisfellingu
spilar inní, því nóvember hefur
verið helsti sölumánuður okkar.
En salan hefur verið mikil og farið
vaxandi," sagði Garðar.
Sáttafundur fyrir vestan í dag:
Samningar á borðinu
— segir Pétur SigurÖsson, forseti ASV
„ÉG Á ekki von á langri samn- Morgunblaðið spurði hann um
ingalotu enda liggja samningar sáttafund samninganefnda
á borðinu og við þurfum bara launþega og atvinnurekenda á
að pússa þetta saman,“ sagði Vestfjörðum með ríkissátta-
Pétur Sigurðsson forseti Al- semjara, sem boðað var til í
þýðusambands Vestfjarða, er dag.
„Valdníðsla auðsjáanlega til
að drepa Steindór alveg niður“
— segir Bjarni Pálmarsson leigubif-
reiðastjóri sem bannað er að aka vegna
deilna við úthlutunarmenn
ÚTHLUTUNARMENN atvinnuleyfa leigubifreiðastjóra f Reykjavík hafa
stöðvað notkun á atvinnuleyfi Bjarna Pálmasonar leigubifreiðastjóra á
BSR frá klukkan 17 f gær um óákveðinn tíma. Formaður úthlutunar-
nefndarínnar segir að þetta hafi verið ákveðið þar sem Bjarni hefði ekki
mætt til viðræðna við nefndina vegna meintra brota.
Bjarni Pálmason sagði í sam-
tali við Mbl. í gær að hann hefði
ekki fengið neitt um þetta frá
nefndinni og í bréfi til Bifreiða-
stöðvarinnar Steindórs þar sem
þessi ákvörðun var tilkynnt væri
engin ástæða tilgreind. Aðspurð-
ur um hverjar hann teldi ástæð-
urnar vera, sagði Bjarni að hann
vissi til að það færi í taugarnar á
úthiutunarmönnum að hann
skyldi aðstoða Steindórsstöðina
þegar hún þyrfti á að halda.
Hafði hann það til marks um að
það væri ástæðan að annar bíl-
stjóri hefði verið látinn skrifa
undir yfirlýsingu um að hann
hætti slíku. Bjarni sagði um
samvinnu sína við Steindór að
hún væri í því formi að hann
væri með talstöð frá þeim í bíln-
um og hefði ekið fyrir þá þegar
þeir hefðu ekki haft bfla sjálfir f
um vikutíma. Sagði Bjarni að
vinnan hjá sér hefði aukist
talsvert við þetta. Þá sagðist
Bjarni taka við greiðslukortum
eins og þeir á Steindóri og væru
þaö einkum slíkar ferðir sem
hann hefði farið f fyrir Stein-
dórsmenn. Sagðist hann ekki sjá
hvernig mögulegt væri að stöðva
hann á þessum forsendum og
myndi hann reyna að ná rétti
sínum næstu daga. „Þetta finnst
mér vera algjör valdníðsla sem
auðsjáanlega er framin til að
drepa Steindórsstöðina alveg
niður," sagði Bjarni.
Ármann Magnússon formaður
úthlutunarnefndarinnar sagði f
samtali við blm. Mbl. að Bjarni
hefði ekki verið sviftur atvinnu-
leyfi sínu heldur hefði notkun
þess verið stöðvuð um óákveðinn
tíma þar sem Bjarni hefði ekki
Bjarni Pálmarsson leigubifreiðastjóri
mætt á boðaðan fund til úthlut-
unarmanna til að gera grein
fyrir meintu broti. Taldi Ár-
mann ekki ástæðu til að skýra
frá hvað nefndin teldi Bjarna
hafa brotið af sér, sagði ekki rétt
að segja frá því þar sem Bjarni
hefði enn ekki gert grein fyrir
máli sínu. Vildi hann ekki stað-
festa að akstur Bjarna fyrir
Steindór væri ástæðan heldur
sagði að ýmislegt þyrfti að ræða
við hann. Sagði Ármann að það
væri undir Bjarna sjálfum kom-
ið hvað hann yrði leyfislaus
Horgunblaðið/ Bjarni.
lengi því mál hans kæmi aftur
til athugunar þegar hann óskaði
eftir að fá viðtal við nefndina um
sfn mál.
Sigurður Sigurjónsson stððv-
arstjóri á Bifreiðastöð Steindórs
sagði, þegar álits hans á leyf-
issviptingu Bjarna var leitað:
„Þetta er ekkert annað en það
sem við máttum búast við af
þessum varðmönnum einokunar
og sérhagsmuna. Þetta sýnir enn
einu sinni þann ásetning þeirra
að afmá Bifreiðastöð Steindórs.
„Við sækjum ekkert meira til
okkar vinnuveitenda en laun-
þegar annars staðar á landinu
og okkar sérkröfur beinast
fremur að ríkisvaldinu, en at-
vinnurekendum og þá á ég eink-
um við aðstöðumun fólksins hér
og á höfuðborgarsvæðinu," sagði
Pétur ennfremur. Pétur kvaðst
alveg eins eiga von á aö gengið
yrði frá samningum í dag, enda
væri fátt því til fyrirstöðu að
skrifa undir eins og málum væri
nú komið.
Guðlaugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari, sagði í samtali við
blm. Mbl. skömmu áður en hann
hélt vestur til fundar við deilu-
aðila, að hann ætti ekki von á
miklu samningaþófi, enda lægju
línur í samningamálum nokkuð
ljóst fyrir eftir nýafstaðna
samningalotu.
Góðar sölur
í Þýzkalandi
ÓGRI RE seldi afla sinn f Brem-
enhaven í gær, 209,3 tonn af karfa.
Fyrir aflann fengust tæplega 6,2
milljónir króna og var meðalverð
29,50 kr. Að undanförnu hafa ís-
lenzkt skip fengið gott verð fyrir
afla í Þýzkalandi. Framboð á fisk-
mörkuðum hefur verið lítið og
verðgildi þýzka marksins aukist.
Ljósafellið seldi 131 tonn af
karfa á miðvikudag fyrir liðlega
3,7 milljónir króna, meðalverð
var 28,39 krónur. Breki seldi á
mánudag 226 tonn fyrir liðlega
5,5 milljónir króna. Meðalverð
var 24,37, en af þessum 226 tonn-
um voru 113 tonn af ufsa. Þá
seldi Dagstjarnan KE f Hull í
gær 77,5 tonn, mest þorskur og
ýsa, fyrir 2,3 milljónir króna.
Meðalverð var 30,24 krónur.
Þrjú skip hafa bókað sölur í
Þýzkalandi í næstu viku, ólafur
Jónsson GK, Hólmatindur SU og
Viðey RE.