Morgunblaðið - 16.11.1984, Page 6

Morgunblaðið - 16.11.1984, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 TÍGRIS- STRÍÐIÐ Er Þyrnifuglunum slotaði á miðvikudagskvöldið var og fótboltaskjálftanum sömuleiðis, upphófst á skjánum aldeilis listilega vel gerð heimildamynd frá Granada-sjónvarpsstöðinni bresku. Nefndist sú: Tígrisstríðið og sagði frá lítt kunnum „Þjóð- arher" Indverja er barðist við hlið Japana í síðari heimsstyrj- öldinni gegn Bretum að sjálf- sögðu. Var í myndinni greint af- ar skilmerkilega frá tilurð hers þessa, og þá sérstaklega frá for- ingja hans, er nefndist Subhas Chandra Bose. Var bersýnilegt að Bretahatur þess ágæta manns var komið á það stig, að hann sveifst einskis i þvi skyni að flæma nýlenduherrana frá Ind- landi, og skirrðist jafnvel ekki við að ganga á mála hjá Mússol- íni, Hitler, Stalín og Japanskeis- ara. óvinir Breta voru vinir Indverja, að mati Chandra Bose. -Listilega vel gerð“ Eg sagði nér í uppnafssetn- ingu greinarkornsins að mér hafi fundist þessi heimildar- mynd um Bose og félaga „listi- lega vel gerð“. Ég stend við þá fullyrðingu því ekki er hægt að gera meiri kröfur til heimilda- myndar en að hún fjalli á hlut- lægan hátt um það efni sem skoða skal. í „Tígrisstríðinu" voru kynnt rækilega sjónarmið hinna stríðandi aðila, bæði með viðtölum við fyrrum leiðtoga „Þjóðarhersins" og við yfirmenn bresku Indlandsherdeildanna er stríddu gegn Japönum í síðari heimsstyrjöldinni. Tii stuðnings frásagna forystumanna hinna stríðandi afla, Tígrisstríðsins, voru bútar úr fréttamyndum af vettvangi. Þannig var frásögnin stöðugt rofin af myndabútum er snertu á kviku umræðunnar. Sum sé hvergi dauður punktur. JCallinn“ Auðvitað er ekki hægt að ætl- ast til þess að íslenska sjónvarp- ið geri heimildamyndir á borð við Tígrisstríðið. Til þess aö svo megi verða þarf að efla mjög tekjustofna stofnunarinnar. Hitt er ljóst að okkur bráðvantar á skjáinn stuttar, hnitmiðaðar og vandaðar heimildamyndir, er taka fyrir merkisatburði úr sögu vorri. Ég held nefnilega að við getum ekki vænst þess, að sú „vídeókynslóð" er nú vex úr grasi meðtaki íslandssöguna í bókar- eða möppuformi, eins og fyrri kynslóðir hafa þó gert að ein- hverju marki. Þá má vera að menn liti myndina af Jóni Sig- urðssyni á vinnubókarblaðinu af stakri samviskusemi en gleymist ekki „kallinn" síður ef við sýnum krökkunum undir lok tímans stutta heimildamynd, er lýsir ævi hans og starfi? Það ætti ekki að vera svo mikið mál að kaupa svo sem eitt 27“ sjónvarpstæki og VHS-myndsegulband fyrir hvert skólabókasafn (sex sam- stæður mætti fá fyrir verð einn- ar fyrsta flokks heimilistölvu) og þá væri málið leyst. Nú svo mætti líka athuga þann möguleika að sjónvarpið sendi út ákveðna dagskrá, er félli að námsefni skólanna. Möguleikarnir eru raunar óend- anlegir á þessu sviði, en þeir eru bara ekki nýttir, og því eigum við á hættu, góðir hálsar, að ná ekki til æsku landsins, með það námsefni er leggur grunninn að menningarlegu sjálfstæði þjóð- arinnar í framtíðinni. ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Arnold Schönberg tónskáld Gestir hjá Bryndísi ■1 Bryndis 10 Schram fær gesti í sjón- varpssal í kvöld, en þá verður fyrsti þáttur henn- ar af mörgum, sem einu nafni nefnast „Gestir hjá Bryndísi". í þáttum þess- um ætlar Bryndís að leit- ast við að gefa sjónvarps- áhorfendum kost á að kynnast betur því fólki, sem þegar er þekkt af ein- hverjum ástæðum. Fréttatímar sjónvarps og útvarps gefa ekki nógu skýra mynd af þessu fólki, né heldur fréttaskrif dagblaða, að áliti Bryn- dísar. í kvöld fær Bryndís fjóra gesti. Það eru þau Stefán Á. Guðjónsson, sem fyrir skömmu gaf Kópavogsbæ plötusafn sitt, sem mun vera um 7000 hljómplötur, Guðrún Kristmannsdóttir, sem leikur Önnu Frank í leik- riti Leikfélags Reykjavík- ur, Auður Sveinsdóttir Laxness og Ríó tríó, en í því teljast að vísu þrír gestir, þeir Helgi Péturs- son, Ólafur Þórðarson og Ágúst Atlason. Er ekki að efa að gestir þessir eiga eftir að gefa ýmislegt upp, sem sjónvarpsáhorfend- um þykir fengur í. Stjórn- andi upptöku þáttarins „Gestir hjá Bryndísi" er Tage Ammendrup. Tónlistar- þáttur um 20. aldar tónlist Korriró ■■■■ í kvöld hefst ný Ol 30 þáttaröð í út- « JL varpi, sem kall- ast Korríró. Þættir þessir fjalla fyrst og fremst um 20. aldar tónlist og er ætl- un stjórnenda að gera þessa tónlist aðgengilega fyrir hinn almenna tón- listarunnanda. Tekið verður fyrir ákveðið grunnatriði tónlistar i hverjum þætti, s.s. túlkun texta og hljóðfall. Fyrsti þátturinn fjallar um sam- band texta og tónlistar og sýnt, hvernig hægt er að byggja tónlist í kringum texta svo hún skili inni- haldi textans engu síður en hann sjálfur. Leikin verður tónlist eftir ýmsa höfunda, m.a. Franz Schu- bert, George Cramb, Charles Ives, Jónas Tóm- asson og Arnold Schön- berg. Þættir þessir eru í umsjá nokkurra nemenda Tónfræðideildar Tónlist- arskólans í Reykjavík, en umsjón með þættinum i kvöld hafa þau Ríkharður H. Friðriksson og Hulda Birna Guðmundsdóttir. David Essex leikur adal- hlutverkið í kvikmynd sjón- varpsins í kvöld. Stjörnuhrap ■ Föstudagsbió- 25 mynd sjón- varpsins að þessu sinni er bresk, gerð árið 1974. Myndin fjallar um breskan poppsöngvara á bítlaárunum og höpp hans og glöpp á frama- brautinni. Mynd þessi er framhald myndarinnar „Æskuglöp", sem sýnd var í sjónvarpinu i ágúst. í þeirri mynd lék bitillinn fyrrverandi Ringo Starr, sem yngri kynslóðinni er e.t.v. betur kunnur nú sem „maðurinn í Atlavík". Ringó leikur ekki i þessari framhaldsmynd, en David Essex, sem lék á móti honum i hinni myndinni, gerir þaö hins vegar. Auk hans leika aðalhlutverk þau Adam Faith, Marty Wilde, Rosalind Ayres og Larry Hagman, en hann er öllum Dallas-aðdáend- um vel kunnur fyrir leik sinn í hlutverki skúrsins J.R. Leikstjóri myndar- innar er Michael Apted, en þýðingu annaðist Kristrún Þórðardóttir. Pósthólfið aftur fullt ■■ Valdís Gunn- 00 arsdóttir verð- ur með þátt sinn Pósthólfið, á dagskrá rásar 2 kl. 14 í dag. Þátt- urinn er nú kominn í fastar skorður eftir verk- fall, en bréfaleysi háði honum nokkuð fyrst eftir að það leystist. Valdís sagði, að í þættinum í dag yrðu engin viðtöl, en hún myndi leika mikið af nýrri tónlist, svo nýrri, að hún hefði enn ekki heyrst hér á landi. Nefndi hún sem dæmi lög með UB-40, Culture Club, Barböru Streisand, Denise de Young og Paul Young, en tveir þeir síðastnefndu munu alls óskyldir. Sú Valdís Gunnarsdóttir, um- sjónarmaður Pósthólfsins. saga gekk fjöllum hærra fyrir skömmu, að söngv- arinn Paul Young hefði misst röddina og heyrðist ekkert frá honum nema lágt hvísl, en Valdis sagði að það hlyti að vera mjög orðum aukið, því ekkert virtist raddleysið angra hann í nýja laginu, sem hann flytur í dag. Milli laga les Valdís úr bréfum hlustenda, eins og endra- nær. FÖSTUDIkGUR 16. nóvember 74» Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Siguröar Q. Tómassonar trá kvöldinu áö- ur. 84» Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð — Jón Ol. Bjarnason talar. 94» Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Breiðholtsstrákur ter I sveit" eftir Dóru Stefánsdótt- ur. Jóna Þ. Vernharðsdóttir les (13). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 .Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli sér um þéttinn. (RÚVAK) 11.15 Morguntónleikar 124» Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 124» Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 144» ,A Islandsmiðum” eftir Pierre Loti. Séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli lýkur lestri þýðingar Páls Sveinssonar (17). 14.30 A léttu nótunum Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 164» Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16J20 Sfödegistónleikar .Concentus Musicus" hljómsveitin I Vlnarborg leik- ur Brandenborgarkonsert nr. 4 I G-dúr eftir Johann Seb- astian Bach; Nicolas Harn- oncourt stjórnar. Felicja Blumental og Nýja kamm- ersveitin i Prag leika Planó- 19.15 A dðfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. 19J25 Veröld Busters Annar þáttur. Danskur fram- haldsmyndaflokkur I sex þáttum, geröur eftlr sam- nefndri barnabók eftir Bjarne Reuter og Bille August. Þýö- andi Ólafur Haukur Slmon- arson. (Nordvision — danska sjónvarpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20J0 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guöjón Ein- ÚTVARP konsert I D-dúr eftir Leopold Kozeluch; Alberto Zedda stjórnar. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20M Kvöldvaka a. Frá Selfossi til Seyðis- fjaröar. Guðmundur Arn- laugsson flytur ferðafrásögn. b. Ljóð úr ýmsum áttum. Þorbjörn Sigurðsson les. SJÓNVARP FÖSTUDKGUR 16. nóvember arsson. 21.10 Gestir hjá Bryndlsi Fyrsti þáttur. Bryndls Schram spjallar viö fólk I sjónvarpssal. I þáttum þess- um er ætlunin aö gefa sjón- varpsáhorfendum kost á að kynnast fólki I fréttum nánar en unnt er I hraöfleygum fróttatlma eða fréttaklausum dagblaöa. Upptöku stjórnar Tage Ammendrup. 21.50 Hláturinn lengir llfið Þriðji þáttur. Breskur mynda- flokkur l þrettán þáttum um gamansemi og gamanleik- ara I fjölmiölum fyrr og slöar. Þýðandi Guðnl Kolbeinsson. c. Þáttur af Axlar-Birni. Bjðrn Dúason flytur. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21J30 Korriró Tónlistarþáttur I umsjá Rlk- harðs H. Friðrikssonar og Huldu Birnu Guömundsdótt- ur. 2130 .Ógnir þjóðvegarins" smásaga eftir Fay Weldon. Þurlður Baxter les þýöingu slna. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsirts. Orð kvöldsins. 22.35 Traðir ■1 22.25 Stjörnuhrap (Stardust) Bresk biómynd frá 1974. Leikstjóri Michael Apted. Aöalhlutverk: David Essex, Adam Faith, Larry Hagman, Marty Wilde og Rosalind Ayres. Myndin er um bresk- an poppsöngvara á bltlaár- unum, höpp hans og glöpp á framabrautinni. Hún er fram- hald myndarinnar ,Æsku- glöp" (That'll Be the Day) sem sýnd var I Sjónvarpinu 25. ágúst sl. Þýðandi Krlst- rún Þórðardóttir. 00.00 Fréttir I dagskrárlok. Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sigfússon. 23.15 A sveitallnunni Umsjón: Hilda Torfadóttir. (ROVAK) 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. RÁS 2 16. nóvember 10.00—124» Morgunþáttur Fjörug danstónlist. Viötal, gullaldarlðg, ný lög og vin- sældalisti. Stjórnendur: Jón Ólafsson og Sigurður Sverrisson. 14.00—16.00 Pósthólfið Lesin bréf frá hlustendum og spiluð óskalðg þeirra ásamt annarri léttri tónlist. Stjórnandi: Valdis Gunnars- dóttir. 16.00—17.00 Bylgjur Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Asmundur Jónsson og Arni Danlel Júll- usson. f7-00—18.00 I föstudagsskapi Þægilegur músikþáttur I lok vikunnar. Stjórnandi: Helgi Már Barða- son. 23.00—03.00 Næturvakt á rás 2 Stjórnendur: Skúli Helgason °g Snorri Már Skúlason. (Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá I rás 2 um allt land.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.