Morgunblaðið - 16.11.1984, Síða 7

Morgunblaðið - 16.11.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 7 Egilsstaðir: Heilsugæslustöðin 10 ára Læknar á EgilsstöAum fyrr og nú, Lf.v. (inni) Stefán Þórarinsson, hér- aðslæknir á Austurlandi; Haukur Magnússon, læknir á Egilsstödum 1963—1967; Þorsteinn Sigurósson sem nú hefur látið af störfum; Guð- mundur Sigurðsson, læknir á Egilsstöðum 1971—1982 og Gunnsteinn Stefánsson, yfirlæknir Heilsugæshistöðvarinnar. EgibsUMam, II. nóvember. ÞESS var minnst nú um helgina að 10 ár eru lióin frá þvi að Heilsu- gæslustöðin á Egilsstöðum tðk til starfa. Á fostudagskvöldið efndi stjórn Heilsugæslustöðvarinnar til almenns kaffisamsætis í Valaskjálf, sem hartnær 150 manns sóttu víðs- vegar af þjónustusvæði stöðvarinn- ar, þar sem þessara tímamóta var minnst og ennfremur var Þorsteinn Sigurðsson, læknir, þá beiðraður, en hann hefur nú látið af læknisstörf- um fyrir aldurs sakir eftir 30 ára samfellt starf hér eystra. I samsætinu rakti Helgi Gisla- son, fyrrum oddviti Fellahrepps, sögu og þróun heilsugæslumála á Héraði. Kom m.a. fram i máli hans að hafist var handa um byggingu sjúkraskýlis á Egils- stöðum 1944 eftir bruna sjúkra- skýlisins á Brekku í Fljótsdal. Sjúkraskýli þetta var síðan að hluta tekið í notkun 1946, en rekstur þess hófst bó ekki að öllu leyti fyrr en 1949. Árið 1969 hófst undirbúningur að byggingu heilsugæslustöðvar við sjúkra- skýlið og hófst rekstur hennar 1974. í samsætinu var Þorsteinn Sig- urðsson heiðraður, en hann lét af læknisstörfum í haust eftir 30 ára samfellt starf. Þorsteinn stendur nú á sjötugu, en hann hóf störf hér á Egilsstöðum sem héraðs- læknir árið 1954, en hafði áður gegnt hér læknisstörfum sem kandídat. Guðmundur Magnús- son, sveitarstjóri á Egilsstöðum, þakkaði Þorsteini giftudrjúg störf og færði honum að gjöf frá þeim ellefu sveitarfélögum sem standa að rekstri Heilsugæslustöðvar- innar forláta gestabók er þeir feðgar frá Miðhúsum, Hlynur og Halldór Sigurðsson, hafa smíðað af alkunnum hagleik. Þeir læknar sem lengst hafa starfað með Þorsteini voru enn- fremur færðar þakkir og viður- kenningar, en það eru þeir Hauk- ur Magnússon, læknir i Reykja- vík, sem starfaði hér á árunum 1963—1968, og Guðmundur Sig- urðsson, aðstoðarlandlæknir, er starfaði hér 1971—1982. Veislustjóri var Þráinn Jóns- son, stjórnarformaður Heilsu- gæslustöðvarinnar á Egilsstöðum. Eins og áður segir er Heilsu- gæslustöðin rekin sameiginlega af ellefu sveitarfélögum, öllum sveit- arfélögum Fljótsdalshéraðs, 10 að tölu og Borgarfirði eystra. Á Heilsugæslustöðinni starfa nú þrir læknar. Stefán Þórarinsson, héraðslæknir Austurlands, Gunn- steinn Stefánsson, yfirlæknir stöðvarinnar og Sverrir Harðar- son. Þá starfar þar tannlæknir, Ragnar Steinarsson. Að sögn Guðmundar Sigurðs- sonar, aðstoðarlandlæknis, er Heilsugæslustöðin á Egilsstöðum fyrsta heilsugæslustöðin sem tók til starfa skv. núgildandi lögum um heilsugæslustöðvar, og var þvi e.t.v. fengið ákveðið rannsóknar- efni er hófst 1975 og lauk 1978. Rannsóknarverkefni þetta var fólgið í skráningu sjúkraskýrslna og styrkt af Norrænu ráðherra- nefndinni og því fylgdist sam- norræn nefnd (Nordisk Medicinal Statistisk Komité) með fram- gangi rannsóknarinnar, en hún var unnin af islenskum aðilum undir stjórn Guðmundar. Könnun þessi leiddi ótvirætt í ljós að sjúkraskráin og það upplýsinga- kerfi er byggt var upp til skrán- ingar reyndist gagnlegt hjálpar- tæki við stundum sjúklinga, rann- sóknir og kennslu og auðveldara en ella reyndist að fylgjast með svonefndum áhættuhópum. Raun- in hefur líka orðið sú að langflest- ar heilsugæslustöðvar á landinu Heilsugæslustöðin á Egilsstöðum. Ljism. Mbi./öi«fur í Þráinn Jónsson stjórnarformaður Heilsugæslustöðvarinnar flytur ávarp. hafa tekið upp þetta skráninga- kerfi er leiddi af fyrrnefndri rannsókn. Guðmundur Sigurðsson hóf læknisstörf hér á Egilsstöðum 1971, en 1982 fékk hann leyfi frá störfum til framhaldsnáms. Und- anfarin tvö ár hefur hann síðan stundað framhaldsnám við Uni- versity of Western Ontario í London i Ontario í Kanada i heimilislækningum með tilliti til rannsóknarstarfa og kennslu i þeirri sérgrein. Eftir heimkomu i haust var hann settur aðstoðar- landlæknir, en ólafur ólafsson, landlæknir, er i leyfi um sinn vegna starfa við Alþjóðlegu heil- brigðismálastofnunina i Kaup- mannahöfn. Guðmundur hlaut svonefndd Kelloggs-styrk til framhaldsnáms, en Kelloggs- stofnunin, er kornflöguframleið- andinn Kellogg kom upp, hefur undangengin ár styrkt lækna víðsvegar úr heiminum til sliks sérnáms. Ólafur. Fjallalíf er sérstakur lífsmáti, mótaður af Tírólum fyrir lífsglatt fólk. Fjallalífið er með fjórugasta móti í Zillertal, einu þekktasta skíðasvæði Austurríkis. Höfuðstaður Zillertal er Mayrhofen, áfangastaður Flugleiða í vetur. Fjallalífið hentar öllum sem kunna að meta fallegt umhverfi, ________________________________________ sólskin, holla hreyfingu, Ijúffengan mat og drykk. .... ■ M.fljr, Fjallalífið hefur þau áhrif að öll fjölskyldan fer heim ánægð og b fiokkur * c endurnærð. Mayrhofen er líflegur bær, skíðabrekkurnar eru við , vfka j1°81ur j allra hæfi, góður skíðaskóli er á staðnum, gististaðirnir eru 2 vikur 6.366.- 1 sérlega vandaðir og allir skemmta sér konunglega frá morgni til Aukadagur 455,- kvölds, - en vakna þó endurnærðir að morgni. fordfievta Foi Fararstjóri Flugleiða heitir Rudi Knapp og sér hann til þess að OpoiC orsa op allir njóti sín sem best. Fiatuno fíj Það er ekki dýrt að njóta fjallalífsins í Mayrhofen:_________________________ Flug til Luxemborgar og bílaieigubíll Brottíarardagar: Alla föstudaga frá 21. desember til 6. april 1985 Flug og gisting i 2 vikur: Beint leiguflug Brottfarardagar: 26. janúar, 9. febrúar og 23. febrúar 1985 Flug og gisting i 2 vikur: Hótel Café Traudl/Windschnur Gasthof Neuhaus I Casthof Neuhaus II Sporthotel Strass Hotel Elizabeth Hótel Café Traudl/Windschnur Gasthof Neuhaus I Gasthof Neuhaus II Sporthotel Strass Hotel Elizabeth íbúftir Ibubir Landhaus Veronika I Landhaus Veronika II Landhaus Veronika III Landhaus Veronika IV Landhaus Veronika I Landhaus Veronika II Landhaus Veronika III Landhaus Veronika IV 29.1564. 35.510. 41.852. 48.222. Flugleiöir bjóöa þér einstaka greiösluskilmála: Þú greiðir fimmtung út og afganginn á fjórum manuöum! Leitaöu frekari upplýsinga um skíðaferðir til Mayrhofen á söluskrifstofum Fluglciða, umboðsmonnum og ferðaskrifstofui FLUGLEIDIR Uilaleigubílar frá Continental í Luxemborg B-flokkur C-flokkur D-flokkur E-Flokkur 1 vika 3.183.- 3.868.- 4.621.- 5.066.- 2 vikur 6.366.- 7.736,- 9.242.- 10.132.- Aukadagur 455.- 553.- 661.- 725.- Ford Fiesta Ford Iscort Fiat Ritmodisil Fiat Regata 100 Opel Corsa Opel Kadett Fiat Regata Ford Sierra Fiat Uno Fiat Ritmo Opel Ascona Audi 80

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.