Morgunblaðið - 16.11.1984, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984
Kjördæmlsráð Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum:
Bætt starfsskilyrði sjávarútvegs brýn-
asta hagsmunamál hinna dreifðu byggða
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ílyktun til birtingar:
Aðalfundur Kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða-
kjördæmi, haldinn á Isafirði dag-
ana 26.-27. október 1984, vekur
athygli á þeirri örðugu stöðu sem
þjóðarbú okkar er nú í. Á sama
tíma og við er að etja alvarlegan
vanda í efnahagsmálum, eru sett-
ar fram kaupkröfur sem óðara
myndu magna verðbólgu, stofna
atvinnuöryggi í hættu og koma
með miklum þunga niður á þeim
er lökust hafa kjörin í landinu.
Þingið fagnar þeim árangri sem
ríkisstjórnin hefur náð í viðureign
sinni við dýrtíðina. Á rúmu ári
hefur tekist að ná verðbólgunni úr
130-150% ofan í 10-15%. Eng-
inn vafi er á því að þessi árangur
verður grundvöllur fyrir raun-
verulegar kjarabætur og skapar
meira jafnvægisástand í efna-
hagslífinu. Vegna hins stöðuga
verðlags hefur verið kleift að
halda verði margvíslegrar opin-
berrar þjónustu stöðugu, fyrir-
tæki hafa í fyrsta skipti getað gert
áreiðanlegar framtíðaráætlanir
og nýjar atvinnugreinar því átt
auðveldara uppdráttar.
Það er meginverkefni komandi
mánaða og missera að viðhalda
þessum árangri, sem náðst hefur
og takast á við verkefni sem ríkis-
stjórnin hefur ekki enn hrundið í
framkvæmd. í því skyni þarf að
beita margvíslegum efnahagsað-
gerðum sem miða að því að höggva
að rótum þess vanda sem við er að
etja í efnahagslífi okkar Islend-
inga.
Taka þarf fjárlagagerð föstum
tökum þannig að tryggt sé að fjár-
lög séu rekin án halla. Peninga-
málastjórn þarf að hafa þannig að
jafnvægi sé í útlánum og innlán-
um, eðlileg ávöxtunarkjör ríki í
innlánsstofnunum og aukning
peningamagns sé í samræmi við
markmið í efnahagsmálum.
Skráning gengis taki mið af
markmiðum um stöðugt verðlag,
kostnaðarþróun innanlands, jafn-
vægi í viðskiptum við útlönd og að
eðlileg starfsskilyrði séu fyrir
hendi hjá útflutningsgreinum.
Aðalfundurinn lýsir yfir mikl-
um áhyggjum vegna þess að
hugmyndum ríkisstjórnarinnar
um skattalækkanir til lausnar á
yfirstandandi kjaradeilum, virðist
hafa verið hafnað. I stað þeirra er
stefnt inn á gamlar aðferðir mik-
illa peningalaunahækkana, sem
einungis munu glæða verðbólgu-
bálið á nýjan leik.
Eðlilegast er við ríkjandi að-
stæður að draga úr umsvifum hins
opinbera. I þvi sambandi skal sér-
staklega bent á leiðir er fela í sér
hagræðingu í ríkisrekstri, samein-
ingu ríkisstofnana, eða að þær séu
lagðar niður. Þá ber brýna nauð-
syn til þess að gaumgæfa leiðir í
ríkara mæli, til þess að færa
opinbera þjónustu í hendur einka-
aðila.
Aðalfundurinn ítrekar stuðning
sinn við stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins í öryggis- og varnarmálum; að
fylgt sé ábyrgri og sjálfstæðri
utanríkisstefnu sem reist er á
norrænu samstarfi, öryggis- og
varnarsamstarfi vestrænna ríkja,
þátttöku í samtökum Sameinuðu
þjóðanna og standa vörð um frjáls
milliríkjaviðskipti.
Kjördæmisráð Sjálfstæðis-
flokksins í Vestfjarðakjördæmi
vekur sérstaka athygli á þeirri
stór alvarlegu rekstrarstöðu sem
nú ríkir í sjávarútvegi lands-
manna. Margra ára núllrekstr-
arstefna, sem vinstri öflin í land-
inu fylgdu varðandi þennan at-
vinnuveg er nú að koma þjóðinni í
koll. Þegar við bætast þrengingar
vegna erfiðrar stöðu á erlendum
mörkuðum og takmarkana á
heimiluðum afla, stefnir í hrein
vandræði hjá atvinnugreininni í
heild.
Áréttað skal hér að um almenn-
an vanda er að ræða í sjálfri und-
irstöðugrein íslensks þjóðarbús.
Vanda sem stjórnvöld verða að
grípa inn í. Aðalfundurinn tekur
heilshugar undir ályktun flokks-
ráðs og formannaráðstefnu Sjálf-
stæðisflokksins frá 13. og 14. októ-
ber, þar sem krafa er gerð um að
sjávarútveginum verði skapaður
eðlilegur starfsgrundvöllur.
Bætt starfsskilyrði sjávarút-
vegsins eru nú brýnasta byggða-
mál Vestfjarða og hinna dreifðu
byggða í landinu. Án öflugs sjáv-
arútvegs verður ekki unnt að
framkvæma heilbrigða byggða-
stefnu. Það eru og hagsmunir
starfsfólks í sjávarútvegi að ör-
yggi ríki í rekstri atvinnugreinar-
innar.
Aðalfundurinn hvetur því til
skjótra viðbragða af hálfu stjórn-
valda er miði að því að skapa heil-
brigðan starfsgrundvöll fyrir
sjávarútveginn, landi og þjóð til
heilla.
Akranes:
Oánægja með
þjónustu Rík-
isútvarpsins
Akraaem, 14. september.
MIKIL óánægja er ríkjandi á
Akranesi með þjónustu ríkisút-
varpsins og á það sérstaklega við
útsendingar rásar 2 en hlustunar-
skilyrði hcnnar eru afar slæm í
kaupstaðnum.
Mönnum finnst það skjóta
nokkuð skökku við þegar talað
er um það hjá forráðamönnum
útvarpsins að hlustunarskilyrði
séu góð allt vestur á Snæfellsnes
meðan stór nágrannabyggð höf-
uðborgarinnar nær ekki þessum
útsendingum svo vel sé.
Umræður urðu um þessi mál
svo og þjónustu ríkisútvarpsins
almennt á bæjarstjórnarfundi
fyrir skömmu og var þar sam-
þykkt tillaga til forráðamanna
ríkisútvarpsins um úrbætur.
Tillagan hljóðar svo:
Bæjarstjórn Akraness sam-
þykkir að beina því til forráða-
manna Ríkisútvarpsins að nauð-
synlegt er að bæta útsendingar
á rás 2 til Akraness svo hlustun-
arskilyrði verði viðunandi í
bænum. Einnig beinir bæjar-
stjórn því til Ríkisútvarpsins að
bæta fréttaþjónustu við Akra-
nes, bæði hljóðvarps og sjón-
varps. í þessu augnamiði komi
hljóðvarp og sjónvarp sér upp
aðstöðu á Akranesi til upptöku
og útsendingar efnis.
Bæjarstjóra og bæjarráði er
falið að koma þessu á framfæri
við rétta aðila og fylgja því eftir
eins og kostur er. Þessi tillaga
var samþykkt samhljóða.
J.G.
Læjkkaö verö
abamamat
Við hvikum ekki frá lágmarksvöruverði, t.d. höfum við ódýrustu
bleyjur í bænum og nú lækkum við verðið á öllum barnamat í
krukkum og pökkum.
Betri kaup er okkar meginmarkmið.
Dæmi um verð: áður nú
Beech Nut barnamatur, lítil glös kr. 13.85 kr. 12.70
Beech Nut barnamatur, stór glös kr. 19.50 kr. 17.90
HAGKAUP