Morgunblaðið - 16.11.1984, Page 19

Morgunblaðið - 16.11.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 19 LÖÐUR Kvikmyndir Árni Þórarinsson Háskólabíó: í blíóu og stríðu — Terms of Endearment ★ ★ Bandarísk. Árgerð 1983. Handrit og leikstjórn: James L. Brooks. Aðalhlutverk: Shirley MacLaine, Debra Winger, Jack Nicholson, Danny Devito, John Lithgow. Stundum þegar Ameríkanar falla í stafi af hrifningu yfir ein- hverju verki, t.d. kvikmynd, standa aðrar þjóðir sig að því að segja ohumm og yppta öxlum. Þannig er það með þessa fimm- földu Oscarsverðlaunamynd, Terms of Endearment. Maður kemur út úr bíóinu og spyr sig lengi á eftir: Hvers vegna urðu allir svona hrifnir? Ekki svo að skilja að myndin sé vond eða leiðinleg. Síður en svo. En öll þessi miklu lofsyrði og verðlaun eru ekki í neinu hlutfalli við það sem myndin hefur í raun fram að færa. Terms of Endearment er ekk- ert meira en snoturlega hönnuð sápuópera úr eintómum gervi- efnum, stækkuð upp úr sjón- varpsforskriftinni fyrir breið- tjald og þjappað saman úr fram- hald-í-næstu-viku-forminu niður í 132 mínútur. James L. Brooks, höfundur og leikstjóri, sem býr að drjúgri reynslu og góðum orðstír eftir margra ára starf við sjónvarpssyrpugerð, segir hér sögu tveggja kvenna; myndin rekur sig eftir ástar-haturssam- bandi móðurinnar Shirley Mac- Laine og dótturinnar Debra Winger og samskiptum þeirra við karlmenn. Lengi vel hefur Brooks gott auga og eyra fyrir gamni og alvöru í lífi þessara kvenna. Terms of Endearment leggur upp sem tilfinninganæm fjölskyldukómedía. En þegar Debra Winger fær krabbamein í seinni hlutanum veltur myndin um koll, snarbreytist í lang- dregna vemmilega tárapumpu, jafn óekta og ófullnægjandi og Love Story. Hlutverk og leikur Wingers sleppur betur úr þessu dramatíska mauki en MacLaine, sem skapar svo taugaspennta, kækjafulla og skrykkjótta per- sónu að hún nær hvorki samúð né tiltrú áhorfanda. Ekki bætir úr skák að Brooks vinnur ekki úr samskiptum þeirra mæðgna við karlmennina, furðulegu tilhuga- lífi MacLaines og útlifaðs sukk- bolta og fyrrum geimfara, Jack Nicholson, í næsta húsi sem þó er oft ansi skondið, sambandi Wingers við eiginmann sinn, ótrúan háskólakennara sem aldrei fær nokkurn séns í hand- ritinu og þó umfram allt fram- hjáhaldi Wingers með einkar álappalegum bankastjóra sem ómögulegt er að fá nokkurn botn í. Allir þessir ágallar vega þungt þegar maður veltir fyrir sér öllu oflofinu og verðlaununum sem Terms of Endearment hefur hlotið. En þeir koma aftur á móti ekki í veg fyrir það að lengi framan af er myndin einkar skemmtileg afþreying. Rick Springfield talar til fjöldans í Hard to Hold. Dáið þér Rick? Laugarásbíó: Hard to Hold. Bandarísk. Árgerð 1983. Handrit: Rom Hedley. Leikstjóri: Larry Peerce. Aðalhlutverk: Rick Spring- field, Janet Eilber, Patti Hansen. Myndir um líf poppstjarna eru legíó. Þær segja þó fæstar nokk- uð sem máli skiptir um líf popp- stjama; flestar eru þær bara pé-err-trikk sem ætlað er að auka enn á hróður og auð sögu- hetja sinna. Undantekningar eru þó til, myndir eins og The Rose og That’ll Be the Day og fram- hald hennar Stardust sem sjón- varpið er að sýna þessa dagana. Myndin Hard to Hold er ekki undantekningin; hún tilheyrir reglunni, er ætlað að auka enn á hróður og auð poppstjörnunnar Rick Springfield sem einnig mun hafa fengist við leik í sjónvarps- þáttum vestur í Ameríku. Vafa- samt að þetta hafi tekist. Hard to Hold hefur ekkert að segja um poppbransann og líf þess fólks sem þar starfar. Myndin notar poppbransann að- eins sem bakgrunn fyrir lítið ástarævintýri um strák (popp- stjörnu sumsé) sem er með stelpu af sínu eigin sauðahúsi (poppstelpu sumsé) en hittir svo fyrir tilviljun stelpu af öðru sauðahúsi (klassíska stelpu sem vinnur með þroskaheft börn sumsé) og verður skotinn í henni og hún í honum og það veldur jarðhræringum í lífi beggja um stund uns upp úr slitnar og aftur næst saman og The End. Allt er þetta skaðlaust og tvisvar þrisvar ekkert óskemmtilegt. En Hard to Hold er grasserandi meðalmennska hvar sem á hana er litið, hug- myndaleysið og rútinan uppmál- uð. Rick Springfield er ekkert ógeðugur piltur, en hann er miðlungsrokkari og miðlungs- leikari, sem verður voða þvingaður og stressaður ef hann þarf að sýna einhver innri átök, ekki síst ef hann á að vera mjög lukkulegur og glaður á svipinn. Hard to Hold höfðar bara til þeirra sem halda upp á Rick Springfield og finnst fróðlegt að sjá hann berrassaðan eða brjót- andi gítara þegar dramatísk út- rás er málið, eða syngjandi jú- gotttúlovsommbodí. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! MacLaine og Winger leika maeðgur í Terms of Endearment. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR .00 pr.kg. .00 pr.kg. Folalda AÐEINS Kindahakk .M&98* 145 Kynnum í dag " í Starmýri ® FyiitanLamba348S2 hrygg Mandarínur AÐEINS Nautakjöts hamborgarai .00 pr.kg. með brauði pr.stk. Gulrófur Xv Prks- Rækjur lkg. 198«° Opið til kl. 19.00 í kvöld Opið á laugardag til 13.00 í Austurstræti en kl. 16.00 í Starmyri AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.