Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984
23
Falklandseyjar:
Argentínumenn vilja
viðræður við Breta
Hruilln, 15. BiÍTeinber. AP.
Argentínumenn lögðu fram til-
lögu til ályktunar á fundi Sam-
taka Ameríkuríkja, OAS, í dag,
þar sem hvatt er til að „hið allra
fyrsta“ hefjist viðræður í því
markmiði að leysa ágreining
Breta og Argentínumanna um
Fajklandseyjar.
í ályktuninni eru Sameinuðu
þjóðirnar hvattar til áfram-
haldandi tilrauna til að fá ríkin
tvö til að komast að „friðsam-
legri lausn" Falklandseyjadeil-
unnar.
Bretar hafa skellt skollaeyr-
um við tilkalli Argentínumanna
til eyjanna frá því þeir hröktu
innrásarher Argentínu á brott
frá eyjunum í Falklandseyja-
stríðinu 1982.
Argentínumenn segja eyjarn-
ar, sem þeir kalla Malvinas, á-
argentínsku svæði og að Bretar
séu þar nýlenduherrar. í álykt-
uninni segir að nærvera bresks
herliðs á Falklandseyjum ögri
friði og öryggi í álfunni.
Rajiv og Rahul
Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands ásamt syni sínum Rahul.
Myndin var tekin við athöfn í Tenn Murti-húsinu í Delhí, þar sem ein
krukka með ösku Indiru Gandhi var til sýnis fyrir íbúa Delhí.
140 milljónir fyrir demant
Geaf. 15. aÓTember. AP. W
Geaf, 15. aÍTember. AP.
Demantur, 42,92 karata, var
seldur á uppboði hjá Christie’s í
dag fyrir 10 milljónir svissneskra
franka, eða jafnvirði 140 mflljóna
króna, og hefúr aldrei verið greitt
hærra verð fyrir einn demant
Demanturinn er sá þriðji
stærsti sinnar tegundar í ver-
öldinni og var eitt sinn eign ríks
Rússa, Michel Terestchenko,
sem uppi var á tímum keisar-
ans, og var á sínum tíma smygl-
að frá Rússlandi á tímum bylt-
ingarinnar.
Demanturinn er perulaga og
er af sérfræðingum Christieás
sagður mjög áþekkur að þyngd
og lögun og vonardemanturinn,
sem varðveittur er í Smiths-
onian-stofnuninni í Washing-
ton. Vonardemanturinn er 45,52
karata.
Fyrsta boð í demantinn hljóð-
aði upp á þrjár milljónir franka
og var hann sleginn nýjum
óþekktum eiganda þremur mín-
útum seinna. Fyrra metverð á
demanti var átta milljónir
franka, sem greiddar voru fyrir
demantinn „Pólstjörnuna", sem
er 41,3 karöt, og var eitt sinn
eign bróður Napoleons fyrsta.
3 börn deyja úr AIDS-
veikinni í Astralíu
Fengu öll blóð frá kynvilltum manni
Nydney, AatnlÍD, 15. nÓTember. AP.
ÞRJÚ börn eru látin og það þriðja
alvarlega sjúkt eftir að hafa verið
gefið blóð úr kynvilltum manni, sem
líklega er haldinn sjúkdómnum
AIDS. Er nú verið að ganga úr
skugga um hvort maðuriun hafi gef-
ið blóð í annan tírna.
Brian Austin heilbrigðisráð-
herra i Queensland sagði á frétta-
mannafundi, að börnin þrjú hefðu
látist í september og október en
það þriðja væri alvarlega sjúkt.
011 fengu þau blóð frá sama
manninum, sem er kynvilltur og
talinn vera með sjúkdóminn
AIDS. Austin sagði ennfremur, að
þingið i Queensland væri nú að
ganga frá lögum, sem banna kyn-
villingum og eiturlyfjaneytendum
að gefa blóð að viðlögðum hörðum
refsingum, miklum sektum og
fangelsi.
Maðurinn, sem gaf blóðið, hefur
tekið dauða barnanna mjög nærri
sér enda vissi hann ekki fyrr en í
haust, að hann væri sjúkur. Hann
hefur a.m.k. 15 sinnum gefið blóð
frá árinu 1981 og síðast i maí og
ágúst á þessu ári. Verið er nú að
kanna hvað orðið hefur um fyrri
blóðgjafir hans.
Embættismenn í öðrum fylkjum
Ástralíu hyggjast fara að dæmi
Queensland-búa og banna kyn-
villtu fólki og eiturlyfjasjúkling-
um að gefa blóð.
Sovézkur kafbátur
njósnar við Skotland
Loadon, 15. DÍTenber. AP.
Flugmóðurakipið HMS Illustr-
ious sigldi í innan við 500 metra
fjarlægð frá sovézkum njósnakaf-
báti þar sem það tók þátt I æfing-
um brezka fiotans norðvestur af
Skotlandi, milli Orkneyja og Fær-
eyja, að sögn blaðamanns um borð
í skipinu.
Blaðamaðurinn segist hafa séð
tvo sovézka dáta í turni kafbáts-
ins, sem var af Tangó-gerð.
Kafbátar af þessari tegund eru
92 metra langir og knúnir dfsil-
vélum.
Um tíma sigldu Illustrious og
kafbáturinn samsiða og var send
þyrla frá flugmóðurskipinu til
að taka nærmyndir af bátnum.
Örstuttu seinna birtust tveir
sovézkir „birnir", TU-142 eftir-
litsflugvélar, og flugu í hringi
yfir flugmóðurskipinu. Harrier-
þotur flugu upp og fylgdu þeim
eftir. Skipverjar á Illustrious
segja augljóst að kafbáturinn
hafi gefið flugvélunum upp stað-
setningu flugmóðurskipsins.
Grein um skáksnillinginn Bobby Fischer, eftir
llluga Jökulsson blaðamann, þar sem fjallaö
er um feril hans, grafist fyrir um hvar heims-
meistarinn fyrrverandi er nú, og hvort líklegt
sé aö hann tefli á nýjan leik.
Ath.: Nýir áskrifendur fá fyrsta tölu-
blaöiö í kaupbæti, blaðiö sem seldist
þrívegis upp í sumar.
Metsölutímaritið
Mannlíf
Meöal efnis: Svipmynd af Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgun-
blaðsins. Tískuþáttur. Grein um kynlíf á 9. áratugnum. Grein um
bandaríska skokkarann James Fixx, sem nýtega lést úr hjartaslagi.
Övenjulegt viötal vlö Svavar Gestsson. Grein um stóriðju. Stutt
viötal viö Guönýju Ragnarsdóttur, sem lék aöalhlutverkiö í Landi og
sonum. Fjailaö um megrunarsjúkdóma. Einkaviötal viö bandaríska
blökkumannaieiötogann Jesse Jackson, og margt annað fróölegt
og skemmtilegt efni.
Áskriftarsímar:
91-687474 og 687479.
„Jónas og Halldór. Þessir höfundar eru stórir af því
aö þeir útmála eitthvaö, sem býr í öllum og þeir grípa
eitthvaö sem liggur í tíöinni og stækka þaö. En þaö
er ekki allt og sumt; þeir eru alltaf trúir sjálfum sér —
þeir eru persónuleikar og hafa skap.“ — Svo segir
Guömundur Andri Thorsson meöal annars í grein um
bókmenntir.
Tímaritiö Mannlíf
Höföabakka 9,
110 Reykjavík.
Sfman 91-687474 og 687479.