Morgunblaðið - 16.11.1984, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fuiltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakið.
Heimilið og heima-
yinnandi konur
Konur hafa löngum tekið til
hendi í sjávarplássum, þar
sem vinna þarf afla til útflutn-
ings strax og á land kemur.
Sama máli gegnir um konur í
sveitum; þær hafa kynslóð eftir
kynslóð unnið jafnt utan húss
sem innan. Atvinnuhættir okkar
hafa og breytzt, yfirhöfuð, í þá
veru, að þrýsta konum út í at-
vinnulífið. Konur gera og rétti-
lega kröfur til að hafa sömu
möguleika og karlar í atvinnulíf-
inu. Lífskjarakröfur á líðandi
stund gera það og oft óhjá-
kvæmilegt að heimili hafi tvær
fyrirvinnur.
Heimilið, hornsteinn þjóðfé-
lagsins, á í vök að verjast í þess-
ari þróun. Uppeldi og fræðsla
barna og unglinga, sem til
skamms tíma fór að meginhluta
fram innan veggja heimila, hef-
ur í ríkum mæli færzt yfir á ým-
is konar stofnanir og skóla. Oft
var þörf en nú er nauðsyn að
standa vörð um heimilið sem
hornstein þjóðfélagsins og kast-
ala fjölskyldunnar.
Þrátt fyrir örar þjóðfélags-
breytingar, sem kalla eftir
vinnuafli kvenna út í kviku at-
vinnulífsins, eiga fjölmargar
húsnæður þess ekki kost að
vinna utan heimilis, þurfa að
sinna búi og börnum. Störf inn-
an heimiiis er og kostur, sem
sumar konur kjósa öðrum frem-
ur. Þessi starfsvettvangur er
þjóðfélaginu þýðingarmeiri en
flestir aðrir. Það þjóðfélagslega
óréttlæti að meta störf innan
veggja heimilis minna en önnur,
eins og gert er á ýmsum sviðum,
verður þegar að leiðrétta.
Hagsmunanefnd heimavinn-
andi kvenna, sem starfar á veg-
um Bandalags kvenna i Reykja-
vik, gekkst nýlega fyrir fundi um
viðfangsefni sín. Á fundinum
komu fram mörg dæmi um þjóð-
félagslegt óréttlæti i garð
heimavinnandi kvenna. Nefna
má þrjú:
• Heimavinnandi kona fær i
barnsburðarleyfi 5.300 krónur en
útivinnandi kr. 15.866.
• Heimavinnandi kona fær að-
eins fjórðung sjúkradagpeninga
þeirrar útivinnandi.
• Skattar á sömu heildartekjur
heimilis eru mjög mismunandi
eftir því, hvort fyrirvinna er ein
eða tvær; og einnig eftir því,
hvern veg tekjur skiptast milli
tveggja fyrirvinna. Núgildandi
skattareglur vanvirða beinlínis
heimilisstörf — og refsa þeim er
þau vinna í hærri heimilisskött-
um. Þetta er auðvelt að leiðrétta
með því að hafa heimildar-
ákvæði í skattalögum, þess efnis,
að hjón geti, ef þau vilja, helm-
ingað sameiginlegar tekjur til
skatts.
Bezt væri að sjálfsögðu að
fella tekjuskattinn niður sem
ríkisskatt, enda er hann í raun
launamannaskattur, sem eykur
á misrétti, m.a. vegna þess hve
stór hluti þjóðartekna sleppur
fram hjá honum.
Frú Hrefna Tynes, sem sat
fund þann er hér er fjallað um,
sagði í viðtali við Morgunblaðið:
„Skatta á maður auðvitað greiða
svo fremi sem réttlætis sé gætt,
en hvernig getur það kallast
réttlæti þegar svo margir svíkja
undan skatti? Auðvitað er það
rangt að heimili skuli skattlögð
svo mismunandi, eftir því hvort
annað hjóna eða bæði afla tekna
og það er að sjálfsögðu réttlæti í
því að meta vinnu heimavinn-
andi húsmæðra til jafns við
vinnu eiginmannsins ... “
Þessi fundur um stöðu heima-
vinnandi kvenna var meir en
tímabær til að vekja athygli á
þjóðfélagslegu misrétti, sem
leiðrétta verður sem allra fyrst.
Konur, sem nú sitja á þingi,
mættu gjarnan fylgja slíkri leið-
réttingu eftir, þó sanngirnismál
eigi að hafa stuðning allra þing-
manna.
Heimavinn-
andi konur og
kvennalistinn
Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir hefur nýlega lagt fram
frumvarp á Alþingi, fyrir hönd
Kvennalistans, um breytingu á
lögum um fæðingarorlof. Megin-
efni þess er lenging fæðingaror-
lofsins. Það vekur hinsvegar at-
hygli að frumvarpið beinlínis ýt-
ir undir mismunun i garð heima-
vinnandi kvenna og raunar einn-
ig láglaunakvenna.
1 greinargerð með frumvarpi
Kvennalistans segir orðrétt:
„Gert er ráð fyrir að fæðingar-
orlofsgreiðslur miðist við full
laun foreldris þannig að foreldri
verði ekki fyrir fjárhagslegu tapi
vegna fæðingarorlofs svo sem nú
er.“
Frumvarpið gerir ráð fyrir
ákveðinni lágmarks fæðingar-
orlofsgreiðslu úr sameiginlegum
sjóði landsmanna, sem ber uppi
tryggingarkerfið, en síðan stig-
hækkandi greiðslum eftir launa-
stöðu viðkomandi kvenna. Há-
launakonur fái mest en heima-
vinnandi húsmæður og láglauna-
konur væntanlega tiltekna lág-
marksgreiðslu.
Það er mismunun af því tagi,
sem fram kemur í þessu frum-
varpi, sem hagsmunanefnd
heimavinnandi kvenna var að
gagnrýna. Það eiga allir að
standa jafnir fyrir landslögum
og greiðslum úr tryggingarkerfi
ríkisins.
Bíður „karlsins
í brúnni“
sökkvandi skip?
„ÞAÐ ERU einhver stórbrotin örlög eða ógæfa, sem hvfla á Alþýöuflokknum varöandi forustumennina.
Ég held, að allir formenn flokksins frá tíma Jóns Baldvinssonar til dagsins í dag, hvað sem svo gerist
um helgina, hafi beint eða óbeint verið hraktir burtu, með einni undantekningu, sem var Emil Jónsson.“
Svo mæltist einum fyrrverandi frammámanni Alþýðuflokksins í vikunni í tilefni af mótframboði Jóns
Baldvins Hannibalssonar þingmanns Reykjavíkur gegn Kjartani Jóhannssyni núverandi formanni.
Kosningarnar fara fram á 42. flokksþingi Alþýðuflokksins kl. 17 á morgun, laugardag, en þingiö verður
sett í dag kl. 17.30 í Gamla bíói.
Samkvæmt viðræðum við al-
þýðuflokksmenn nú í vikunni
getur orðið mjótt á munum og
skal hér engu spáö um úrslit. Þó er
staðreynd, að ef Kjartan kemur
frá þinginu sem sigurvegari f
þessum kosningum verður það í
fyrsta sinn i sögu flokksins, sem
formaður stendur af sér slíkt mót-
framboð. Þeir sem ekki hafa fallið
í kosningum, þegar svo hefur stað-
ið á, hafa dregið sig f hlé. Hver svo
sem úrslitin verða óttast flokks-
menn mjög afleiðingarnar og allt
fram til þess að þessi skrif fóru f
vinnslu um miðjan dag f gær,
fimmtudag, hefur verið leitað log-
andi ljósi, án árangurs, að ein-
hverjum þriðja aðila, sem Kjartan
og Jón Baldvin gætu fallist á f
„sáttaframboð", þannig að þeir
drægju sig báðir f hlé.
Gífurlegrar óánægju gætti í
málflutningi velflestra sem
rætt var við með forustu flokks-
ins, en menn skiptust nokkuð á f
skoðunum um það, hvort Kjartani
væri þar einum að kenna, og þá
ekki siður hvort Jón Baldvin komi
til með að bæta úr. Þó virðist
málflutningur Jóns um hver staða
flokksins eigi að vera hafa fallið f
góðan jarðveg, einnig samlfking
hans á lággengi flokksins og skipi
sem ekki fiskar... „en þá er að
skipta um karlinn f brúnni," sagði
hann á fréttamannafundinum,
þegar hann tilkynnti framboð sitt.
Menn höfðu einnig á orði að Jón
hefði „kveikt líf og komið flokkn-
um í umræðuna" og eins og staða
flokksins væri hlyti öll breyting að
vera til bóta. Þá var mörgum tíð-
rætt um, að Jón Baldvin hefði
gengið heiðarlega til verks, til-
kynnt Kjartani um framboð sitt
fyrstum og í tíma, og bera menn
það saman við hvernig Kjartan
stóð að mótframboði sinu gegn
Benedikt Gröndal þáverandi
formanni á 39. flokksþinginu 31.
okt. til 2. nóv. 1980. Verður komið
að því síðar.
Oánægjan með Kjartan og
forustana byggist fyrst og
fremst á sífellt minnkandi fylgi
flokksins á sama tíma og Banda-
lag jafnaðarmanna eykur fylgi
sitt, samkvæmt skoðanakönnun-
um, en flokksfólki var tíðrætt um,
að forustan eigi að gera allt sem f
hennar valdi stendur til að ná
Bandalaginu inn f flokkinn. Einn
fyrrverandi forustumaður orðaði
það svo: „Það verður að lfta á
vinstri hreyfinguna í heild og þá
verður sú pólitiska spurning eftir:
Hvenær hafa þessir menn, (þ.e.
forustumenn Alþýðuflokksins,
innskot Mbl.) vit á þvi að slá sér
saman með Bandalagi jafnaðar-
manna, með ferska krata, ný nöfn.
Alþýðubandalagið með „komma-
elementið" innanborðs getur aldr-
ei sameinast jafnaðarmönnum, en
aftur á móti gætu kjósendur
þeirra f stórum stil hugsað sér að
kjósa þróttmikinn jafnaðar-
mannaflokk." Sem dæmi um þenn-
an áhuga gekk hópur alþýðu-
flokksmanna á fund Gylfa Þ.
Gislasonar nýverið í þvf skyni að
fá hann til að fara fram til for-
manns um helgina. Töldu margir
þeirra Gylfa þann aðila, sem m.a.
hefði mesta möguleika á að ná
sáttum og sameiningu við þá
bandalagsmenn, auk þess að geta
orðið óumdeildur foringi.
Jóni Baldvin er ýmislegt fundið
til foráttu í ummælum manna.
Hann hefur verið nefndur „flokka-
flækingur”. Þá hafa menn á orði
pólitískan feril föður hans og
brottför hans úr Alþýðuflokki, eft-
ir að hann féll i formannskosn-
ingu. Hugleiðingar f þvf sambandi
snúast um, hvort Jón Baldvin
komi til með að hlaupa út undan
sér. Þá er mönnum og tíðrætt um
yfirlýsingar Jóns um að flokkur-
inn eigi að vera staðsettur „til
vinstri við miðju". Margir höfðu á
orði, að Jón hafi nú fremur verið
orðaður við hinn kantinn, og nefna
þvf til sanninda leiðaraskrif f rit-
stjóratfð hans á Alþýðublaðinu. í
hópi þeirra sem eru þessarar skoð-
unar eru margir verkalýðsleiðtog-