Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 41 sem Hafnfirðingi og verkfræðingi, nýjan Emil, og ekki skemmdi fyrir, að Kjartan var sagður hafa til að bera hörku og vera fylginn sér. Það skapferli þðtti geta vegið vel upp á móti Benedikt í for- mannssætinu, en Benedikt var helst legið á hálsi fyrir að vera of linur og eftirgefanlegur. Það varð því úr að Kjartan var gerður að varaformanni á flokksþinginu 1974. Það er síðan rétt fyrir 39. flokksþingi Alþýðuflokksins, 31. okt. til 2. nóv. 1980, sem Kjart- an tilkynnir, að hann ætli sér fram gegn Benedikt. í ummælum x þeirra, sem Mbl. ræddi við í vik- unni, kom fram, að þessi ákvörðun hans, og það hvernig hann stóð að þessu, stendur enn í mörgu al- þýðuflokksmönnum. Einn verka- lýðsforingi flokksins um árabil, búsettur úti á landi, sagði til að mynda, að hann hefði ekki komið nálægt flokksstarfi síðan og hefði ekki í hyggju að gera það eftir „framkomuna við Benedikt". Hann kvaðst þó kjósa flokkinn vegna hugsjóna og af gömlum vana. Benedikt dró sig í hlé á flokksþinginu 1980, þrátt fyrir að hann teldi sig hafa möguleika á að sigra Kjartan. Ekki er ólíklegt að honum hafi á þeim tíma orðið hugsað til orðaskipta þeirra Gylfa og Emils fyrrum um þá hæfileika Kjartans, sem áttu að bæta hann sjálfan upp sem formann. Lýsti Benedikt þvi yfir síðar, að hann hefði fremur kosið þá leið að draga sig í hlé, en að sitja uppi með klofinn flokk, þegar upp yrði staðið. Hann mat stöðuna þannig, að með 30%—45% mótatkvæði gæti hann ekki treyst stöðu flokksins sem skyldi í formanns- sæti. Enn endurtekur sagan sig, nema að nú hefur Kjartan lýst þvi yfir, að hann komi ekki til með að víkja fyrir Jóni Baldvin. Alþýðuflokksmenn hafa miklar áhyggjur af afleiðingum þessara kosninga. Þeir svartsýnustu telja jafnvel að nú þegar megi hefja undirbúning að útför flokksins, en mönnum kemur ekki saman um ar, sem telja Jón Baldvin ekki hafa stutt við verkalýðshreyfing- una sem skyldi. Jóni er einnig lýst sem góðum fjölmiðlamanni og snjöllum dugnaðarforki en tilfinn- ingasömum, hann fái oft snögg- lega áhuga á málum, sem honum hætti til að hlaupa frá hálfkláruð- um. Skortur á leiðtogahæfni, seinn og veiklundaður við akvarðanatöku og framkvæmdir," er m.a. það sem menn segja ókosti Kjartans. Þá var einnig haft á orði, að hann hafi ekki hið póli- tíska nef forustumannsins. Hann er og sagður hafa sýnt þrekleysi, þegar mikið hefur reynt á. Allir virðast sammála um að Kjartan hafi til að bera mikla þekkingu, byggða á góðri menntun og hugs- un. „Vel gefinn og klár. Tekst vel að taka saman það sem máli skipt- ir í orðaskiptum, en veiklyndur þegar kemur að ákvarðanatöku og framkvæmd," sagði forustumaður í einu bæjarfélagi utan höfuðborg- arsvæðisins. A ðrir forvígismenn, til dæmis þeir sem næstir Kjartani standa í Hafnarfirði, telja hann gera flokknum best með því að halda áfram formennsku. En það á ekki við alla samflokksmenn hans í kjördæmi hans, Reykjanes- kjördæmi. Víkjum því vettvangi inn á fund, sem 20—30 alþýðu- flokksmenn i Kópavogi boðuðu Kjartan á fyrir u.þ.b. fjórum vik- um. Kópavogsbúar höfðu tekið sig saman um að fá Kjartan til að gefa ekki kost á sér á komandi flokksþingi og i ræðu, sem helsti forvígismaður þeirra og talsmað- ur hélt á fundinum, báðu þeir Kjartan lengst allra orða að hefja strax leit að nýju formannsefni i samvinnu við flokksmenn, því ein- göngu þannig töldu þeir unnt að koma í veg fyrir að efnt yrði til ófriðar. Ræðumaður tók fram, að þessi ósk væri fram borin i „mik- illi vinsemd og af umhyggju fyrir Kjartani sjálfum". Kjartan gerði hvorki að neita eða játa á þessum fundi, en á kjördæmisráðsfundi i Reykjanesi fyrir um hálfum mán- uði tilkynnti hann, án þess að hafa haft sambandi við þá Kópa- vogsbúa, að hann ætlaði sér i framboð á ný. Kópavogsbúum sárnaði að vonum afskiptaleysið. Enn veiktist staða Kjartans meðal þessa fólks, er hann sagði við fjölmiðla, að hann vissi ekki til þess að nokkur alþýðuflokksmað- ur vildi að hann færi ekki fram. Þessi ákvörðun Kópavogsmanna er ekki i tengslum við framboð Jóns Baldvins, sem marka má af þvi, að ekki eru þar allir á eitt sáttir við framboð hans. Tala þeir um „flokkaflæking" hans. Ablaðamannafundinum, sem Jón Baldvin hélt sl. sunnu- dag, til að tilkynna um framboð sitt, var hann spurður, hvort með- ferð Alþýðuflokksins á formönn- um sínum væri ekki orðin allítrek- uð i þá átt að hrekja þá brott eða fella i kosningum. Hann sagði m.a. í svari sínu, að honum væri eftir- minnilegur sá atburður, er karl faðir hans (Hannibal Valdimars- son, innskot Mbl.) var felldur i formannskjöri árið 1954, en þá sagðist Jón hafa staðið uppi á svölunum i Iðnó, „strákur á ferm- ingaraldri", og fylgst með. Har- aldur Guðmundsson felldi Hanni- bal og hraktist síðan sjálfur úr embætti. Þá tók svonefnt Emils- tímabil við, sem stóð í rúman ára- tug. Þrátt fyrir að Emil léti af störfum vegna aldurs og afhenti Gylfa Þ. Gislasyni embættið i samkomulagi við flokk sinn, var hann ekki óumdeildur. Einn verkalýðsforingi flokksins rifjaði nýverið upp sögu af þvi, er hann og fleiri ungkratar gengu á fund Guðmundar í. Guðmundssonar i þeim tilgangi að fá aðstoð til að bola Emil frá. Hann sagði að Guð- mundur hefði svarað: „Pólitiskar aftökur Alþýðuflokksins hafa allt- af leitt til tjóns." Gylfi gekk einnig í gegnum erfitt timabil og vék frá embætti og þá tók Benedikt Gröndal við. Það er á þeim tímapunkti árið 1974, þegar Benedikt tekur við af Gylfa, sem Kjartan Jó- hannsson kemur fram í sviðsljós- ið. Að sögn kunnugra mun Emil hafa mælt með Kjartani við Gylfa og Benedikt. Kjartan er þá hálf- fertugur, en lítt kunnur og hafði nýverið hafið afskipti af flokks- málum. í lýsingum á honum á þessum tima er sagt, að Kjartan hafi staðið sig afburða vel i námi, hann sé hámenntaður verkfræð- ingur, auk þess að vera Hafnfirð- ingur, eins og Emil, en Hafnar- fjörður hafði þá um árabil verið höfuðvígi Alþýðuflokksins. Gylfi og Benedikt sáu strax i Kjartani, hvor úrslitin verði heppilegri „fyrir morgundaginn". Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi alþing- ismaður og formaður þingflokks- ins, lýsti áhyggjum sínum yfir niðurstöðum kosninganna á fundi með alþýðuflokksmönnum á Akra- nesi sl. þriðjudagskvöld. Hann sagði m.a., að hafi flokkurinn ver- ið veikur fyrir, verði hann enn veikari á eftir. Obbi Akurnesinga, sem sat þann fund, mun vera til- búinn til að skipta um formann, en hann óttast einnig afleið- ingarnar. Sumir veðja á, að Kjart- an geti betur tekið tapi, en aðrir telja Jón Baldvin hafa úr lægri söðli að detta, þannig að hann ætti betur að geta sætt sig við tap. Menn minntu þó á i þessu sam- bandi pólitískan feril Hannibals, úrsögn hans úr Alþýðuflokknum á sínum tíma, og höfðu á orði að eplið félli sjaldan langt frá eik- inni. Einn gamall forustumaður, sem gerði frama Jóns innan Al- þýðuflokksins að umræðuefni, fullyrti, að Jón Baldvin hefði náð frama i Alþýðuflokknum þrátt fyrir föður sinn, fremur en vegna hans. Því til sanninda rifjaði hann upp baráttu forustunnar í for- mannstið Benedikts Gröndal, við að koma Jóni Baldvin og Karvel Pálmasyni inn i flokkinn, en þeir störfuðu áður i nafni Samtaka frjálslyndra og vinstri manna á Vestfjörðum. Hann sagði m.a., að Benedikt hefði þá mætt hvað harðastri andstöðu gegn þeim fé- lögum, og þá sérstaklega Jóni Baldvin, af hálfu krata á Vest- fjörðum. Við könnun á fylgi við fram- bjóðendur innan þingflokks Alþýðuflokksins kom i ljós, að Jó- hanna Sigurðardóttir, sem býður sig fram til varaformanns, gefur ekki upp hvorn hún styður. Til stuðnings Jóni benda menn þó á, að Jón skoraði fyrst á Jóhönnu að bjóða sig fram til formanns, sem hún neitaði afdráttarlaust, áður en hann bauð sig fram. Þá var það Jón sem tilkynnti fjölmiðlum um framboð Jóhönnu til varafor- manns. Jóhanna og Jón Baldvin hafa starfað mikið og vel saman sem þingmenn Reykjavíkur og eiga sama stuðningsfólk. Afstaða Jóhönnu sem frambjóðanda til varaformanns er skiljanleg i því ljósi, að hún getur orðið að starfa sem slikur með hvorum sem er, en Jóhanna virðist hafa fullt traust ailra flokksmanna til varafor- mannsembættisins. Magnús H. Magnússon vara- formaður vill heldur ekki gefa upp hvorn þeirra hann styð- ur. Samkvæmt heimildum Mbl. mun Magnús telja, að komið geti til þess að hann verði að gegna hlutverki sáttasemjara milli strið- andi afla rétt fyrir eða á þinginu, og þvi sé öruggara fyrir hann að gefa ekkert upp um fylgi sitt. Hann hefur aftur á móti neitað óskum um að gefa sjálfur kost á sér í „sáttaframboð". Af öðrum þingmönnum er það að segja, að Karl Steinar Guðnason styður Kjartan. Talið er að svo sé einnig um Eið Guðnason, en hann hefur verið erlendis síðustu daga. Karv- el Pálmason hefur gætt þess að gefa ekkert upp um hug sinn, en óneitanlega kemur í hugann upp- runi þeirra Jóns og Karvels og pólitísk samvinna fyrrum á fjörð- um vestra, þó ekki væri i nafni • Alþýðuflokksins. Eins og að framan greinir eru skoðanir fólks mjög skiptar og fylgi við frambjóðendur. Ekki er að finna að neinn sérstakur hópur fylgi öðrum fremur en hin- um. Þó virtust „gamlir draugar", eins og einn viðmælandi blaðsins nefndi það, fylgja báðum fram- bjóðendunum. Verkalýðsforingi utan af landi sagði til dæmis, að hann myndi aldrei kjósa Jón Bald- vin eftir skrif hans í Alþýðublaðið í ritstjóratíð hans á árunum 1979—1981. Hann hefði þar ráðist illilega að verkalýðshreyfingunni, ítrekað og mörgum sinnum, veifað útreikningum og áliti Vinnuveit- endasambandsins og Verslunar- ráðsins, en gert lítið úr skoðunum Alþýðusambandsins og verkalýðs- forustunnar. Annar sagði, að hann myndi aldrei gleyma framgöngu Kjartans við stjórnarslitin 1978—1979, en Kjartan var þá varaformaður flokksins. Þá hefði þingflokkurinn ákveðið á meðan Benedikt formaður sat þing Sam- einuðu þjóðanna að slíta stjórnar- samstarfinu. Hann sagðist þá hafa lýst því yfir, að flokkurinn yrði a.m.k. tíu ár að jafna sig eftir þá ákvörðun, ef hann þá jafnaði sig nokkurn tíma, og sú spá væri nú að rætast, þó aðeins væru liðin tæp fimm ár. Gamall forustumaður sem spurður var álits um framtíð flokksins sagði, að það þyrfti „sup- ermann” til að fara gegn formanni og ná síðan árangri í starfi. Kjart- an hefði ekki verið sá maður, þeg- ar hann fór gegn Benedikt og Jón Baldvin væri ekki heldur sá „sup- ermaður“ í dag. Einn forustu- manna ungra alþýðuflokksmanna sagði, að meðal ungra alþýðu- flokksmanna væru mjög skiptar skoðanir um hvorn ætti að kjósa. „Sjálfur er ég ekkert hrifinn af því að hálshöggva," sagði hann. Stefnumörkun frambjóðend- anna og hugmyndir þeirra um hver staða Alþýðuflokksins eigi að vera, virðist vera nokkuð svipuð og báðir eru frambjóðendurnir sammála um, að forustunni hafi mistekist að koma stefnu flokks- ins til skila. Þeir alþýðuflokks- menn sem fylgjast með störfum Alþingis voru á einu máli um, að þingmenn flokksins hefðu staðið sig vel og komið fram með mörg góð þingmál. Það væri þó ekki nóg, þegar algjörlega hefði gleymst að hafa samband við kjósendur og út- skýra „á mæltu máli“ hvað flokk- urinn væri að aðhafast. í þessu tilefni eru Jón Baldvin og Kjartan vegnir og metnir sem fjölmiðla- menn og virðist Jón Baldvin hafa þar nokkru betur. Við erum að berjast fyrir lífinu“ — „Þetta eru áauðateygjurnar" — „Þeir ganga að flokknum dauðum“ - voru með- al yfirlýsinga þeirra svartsýnustu um flokksþingið og formanns- frambjóðendur. Aðrir voru bjart- ** sýnir. Sögðu þetta einfaldlega lýð- ræðislegar kosningar í lýðræðis- legum flokki, sem flokkurinn kæmi sterkari út úr en ella. 1 ljósi sögunnar verður fróðlegt að fylgj- ast með niðurstöðum þessa þings og þá ekki síður framtið íslenskra jafnaðarmanna. „Ungu kratarnir“ í Bandalagi jafnaðarmanna, sem flestir eru af ’68-kynslóðinni sitja rólegir og biða úrslitanna. Vænt- anlega vilja þeir fá staðfestingu á tilveru sinni með öðrum kosning- um, eins og Jón Baldvin benti á á fréttamannafundinum sl. sunnu- 1 ' dag, áður en þeir verða til við- ræðna um hugsanlega sameiningu íslenskra jafnaðarmanna. Á þing- flokksfundi Bandalagsins sl. mið- vikudag komu sameiningarmálin til umræðu og samkvæmt heimild- um Mbl. varð niðurstaðan sú, að sameining við Alþýðuflokkinn væri óhugsandi með öllu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.