Morgunblaðið - 16.11.1984, Síða 40

Morgunblaðið - 16.11.1984, Síða 40
39 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 Gallerí Borg: Björg Atladóttir í gær opnaöi Björg Atladóttir sýningu á verkum sínum í Gallerí Borg í Reykjavík. Á sýningunni eru málverk, teikningar og myndir unnar með blandaöri tækni, flest gerö á tveimur síö- astliönum árum. Björg stundaöi nám viö Myndlistaskólann I Reykjavík á ár- unum 1976—79 og í málaradeíld Myndlista- og handíöaskóla íslands 1979—82. Fyrr á þessu ári var Björg með einkasýningu í boöi listkynn- ingar Héraösbókasafnsins í Mosfellssveit. Einnig átti hún verk á kirkjulistarsýningunni á Kjarvalsstööum 1983. Sýning Bjargar Atladóttur í Gallerí Borg stendur til 26. nóv- ember og er opin 10—18 virka daga og 14—18 um helgar. Kjarvalsstaðir: Guttormur Jónsson Guttormur Jónsson sýnir nú skúlptúra aö Kjarvalsstöðum. A sýn- ingunni eru 29 verk, unnin (stein, tré og trefjasteinsteypu, þar af eru 18 verk úr Islensku tré. Þetta er fyrsta einkasýning Guttorms, en hann hef- ur tekið þátt I fjölda samsýninga. Sýning hans aö Kjarvalsstööum er opin frá kl. 14—22 daglega. Listasafn Einars Jónssonar: Safnahús og höggmyndagarður Safnahús Listasafns Einars Jónsson'ar er opið daglega, nema á mánudögum, frá kl. 13.30—16 og höggmyndagarðurinn, sem I eru 24 eirafsteypur af verkum listamanns- ins, er opinn frá kl. 10—18. Gallerí Gangurinn: Samsýning 12 listamanna I Gallerl Ganginum, Rekagranda 8, stendur yfir samsýning 12 lista- manna frá fjórum löndum og mun sýningin standa til nóvemberloka. Fimm listamannanna eru frá Sviss, einn frá Þýskalandi, einn frá Hol- landi og fimm frá islandi. SAMKOMUR Orator: Lrf í Borgina Orator, félag laganema, hyggst hleypa nýju llfi I starfsemi Hótels Borgar I vetur. Fyrsta skrefið I þá átl verður dansleikur, sem haldinn verö- ur I kvöld kl. 22—03 og er dansleik- ur þessi öllum opinn. Orator heldur dansleikinn til aö afla fjár, svo unnt veröi aö halda norrænt laganema- mót hér á landi I ár, en mót þessi hafa verið haldin frá 1918. Dansleik- ur þessi er, eins og áöur sagöi, öllum opinn, svo framarlega sem þeir upp- fylla venjulegar reglur um gesti vln- veitingahúsa. Regnboginn: Spánskar myndir Spænskudeild Háskóla Islands gengst fyrir sýningum á tveimur kvikmyndum I Regnboganum I Reykjavik. önnur myndin nefnist El Lazarillo De Tormes, en hin Que Estas En Los Cielos. Leikstjóri fyrri myndarinnar, sem hlaut Gullbjörninn á kvikmyndahátlðinni I Berlln 1960, er César Ardavln, en Pilar Miró leikstýröi hinni. Lazarillo veröur sýnd á morgun kl. 15 og 17.15 en hin myndin, sem Gary Cooper leikur aö- alhlutverk I, verður sýnd I kvöld kl. 19.30 og 21.30. Demantahúsið: Eðalsteinasýning Demantahúsiö, Reykjavlkurvegi 62, Hafnarfiröi, heldur nú sýningu á eðalsteinum. A sýningunni veröa gull- og silfurskartgripir meö hinum ýmsu tegundum eöalsteina. Sýning- in er opin frá kl. 14—18 um helgar og frá kl. 13—18 virka daga, en henni lýkur 25. þessa mánaðar. Laugameskirkja: KFH Opinn stjórnarfundur Kristilegs fé- lags heilbrigðisstétta veröur I Laug- arneskirkju á mánudagskvöld kl. 20.30. Kynnt verður starfsemi fé- lagsins og áætlun fyrir næsta starfs- ár. FERÐIR Ferðafélag íslands: LaxáíKjós A sunnudag kl. 13 leggur Ferða- félagiö af stað I gönguferö meö Laxá I Kjós. Ekiö veröur um Kjós- arskarð aö Stóra-Sauöafelli og gengið meö Laxá aö Þórufossi og Pokafossi. Útivist: Músames Útivist fer á sunnudag I gönguferö og verður lagt af stað kl. 13. Farið veröur á Músarnes og gengiö aö Saurbæ á Kjalarnesi. IÞeim, sem vilja _ koma tilkynningu f þáttínn „Hvaö er að gerast um helgina?“ er vinsamlegast bent á að skila ber inn efni fyrir kl. 19 á miöviku- dögum. Ekki er tekiö viö efni í gegnum síma nema utan af landi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.