Morgunblaðið - 16.11.1984, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984
Söngfélag Þorlákshafnar með
flóamarkað til styrktar Noregsferð
ÞoriáiuUfi, 15. ■órember.
NÚ ER Hi'ldarvertíð að Ijúka hér í
Þorlikshöfn. Hún hefur gengið mjög
▼el að því nndanakildu að f upphafi
og tok vertíðar voru nokkur vand-
neði vegna átuskemmda. Hér er
naltað í þrem stöðvum og hefur alls
verið saltað í rúmar 20.000 tunnur.
Síðan síldarvertíð hófst má
segja að hver þorpsbúi, sem vettl-
ingi getur valdið, hafi unnið frá
morgni til kvölds. Alltaf þegar
svona lengi er unnið kemur lægð
í félagslífið. Þó er eitt félag, sem
ekki hefur látið deigan síga en það
er Söngfélagið. Hver stund, sem
gefist hefur, hefur verið notuð til
æfinga. Enda veitir ekki af þar
sem stór verkefni eru framundan.
Ferð til Noregs í vor er þar stærst.
Einnig má nefna aðventutónleika
og skemmtikvöld auk hálfsmánað-
arlegra messa. öll þessi starfsemi
kallar á mikil fjárútlát. Til styrkt-
ar starfseminni verður haldinn
heljarmikill flóamarkaður laug-
ardaginn 17. nóvember I Félags-
heimilinu. Þar verður boðið upp á
ýmislegt, bæði sem félagar hafa
útbúið sjálfir, eða fengið gefins
annars staðr. Má þar nefna heilan
Fasteignamat ríkisins:
9ÖLUVERÐ á fermetra í fbúðar-
húsnæði er dýrast i Seltjarnarnesi,
samkvæmt niðurstöðum f könnun
Fasteignamats rfkisins i sölum, sem
Fasteignamatinu hafa borizt i tíma-
bilinu fri janúar til júní 1984. Er þi
miðað við að verð fasteigna í Reykja-
vfk sé sett 100. Niðurstöðurnar sýna
að samsvarandi tala fyrir Seltjarn-
i er þi 105 og Kópavogi 101.
Upplýsingar þessar eru fengnar
úr Markaðsfréttum Fasteigna-
matsins, þar sem þær eru birtar í
tðflu. í síðasta dálki töflunnar er
miðað við einbýlishús og fjölbýl-
Fjöldi Meðal- Solu- Söhiv./ Útb. Hlntf.
íbúða sUerð verð ferm. hhitf. Rvík
Reykjavík 778 91,0 m* 1726 þús. 20.002 kr. 75,0% 100%
Kópavogur 141 83,5 m> 1617 þús. 20.200 kr. 74,6% 101%
Seltjarnarnes 11 128,2 m* 2572 þús. 21.047 kr. 79,8% 105%
Garðabær 18 161,1 m' 2826 þús. 18.040 kr. 70,1% 90%
Hafnarfjörður 91 112,5 m’ 1912 þús. 17.896 kr. 74,8% 89%
Mosfellssveit 27 124,3 m* 2155 þús. 18.132 kr. 71,7% 91%
Keflavík 80 111,1 m* 1495 þús. 13.918 kr. 66,5% 70%
Njarðvflt 17 83,3 m* 1146 þús. 13.950 kr. 66,4% 70%
Akranes 26 106,2 m* 1215 þús. 11.538 kr. 70,0% 58%
Akureyri 143 103,9 m* 1334 þús. 13.261 kr. 72,8% 66%
Vestm.eyjar 20 98,3 m* 886 þús. 9.364 kr. 63,5% 47%
bílfarm af vörum frá tískufata-
verslunum. Einnig verða uppá-
komur, svo sem söngur hjá barna-
kór og Söngfélaginu. Selt verður
kakó og heitar pönnukökur á
staðnum. J.HJS.
Söluverð fbúða hæst
á Seltjarnarnesi
ishús, er söluverð á fermetra borið
saman við tilsvarandi verð f
Reykjavík. Þó að þessi saman-
burður sé tekinn hér, segir f
fréttabréfinu, skal lesendum bent
á að taka honum með allmikilli
varfærni. Þar kemur einkum til að
greiðslukjör eru breytileg á milli
sveitarfélaga og að nokkur munur
er á stærðum fbúða eftir þvf, hvar
þær eru. Einnig eru gæði þess hús-
næðis, sem selt er breytileg eftir
sveitarfélögum. Nánari saman-
burður, sem tekur tillit til þessara
þátta breytir þó ekki þeirri heild-
armynd, sem taflan sýnir.
Þing INSI
hefst í dag
42. ÞING Iðnnemasambands ís-
lands verður haldið dagana 16. nóv-
ember — 18. nóvember nk., að Hét-
el Esjn í Reykjavfk.
Á þinginu verða ræddir hinir
hefðbundnu málaflokkar sam-
bandsþinga Iðnnema, kjaramál,
iðnfræðsla og félagsmál, einnig
verður fjallað um samnorrænt
verkefni í tilefni Alþjóðaári æsk-
unnar.
Þingið sækja um 100 fulltrúar
iðnnemafélaga víðsvegar að af
landinu með um 3.000 félaga.
Þingið hefst kl. 16.00 föstudag-
inn 16. nóvember með setningu
formanns sambandsins, Kristins
Halldórs Einarssonar og ávörpum
gesta. Síðan verða ræddar skýrsl-
ur fyrir liðið starfsár og ályktun-
ardrög lögð fram.
Á laugardaginn verða mála-
flokkar þingsins ræddir f um-
ræðuhópum og verða síðan af-
greiðslur á þeim á sunnudeginum.
Þinginu lýkur á sunnudag með
kjöri í trúnaðarstöður fyrir næsta
starfsár.
Þingið er opið öllum iðnnemum,
sem með þvi vilja fylgjast og með-
an húsrúm leyfir.
HorgonbUðið/Albert
Unnið við söltun hji Pólarafld síðastliðinn sunnudag.
Fáskrúðsfjörður:
Saltað í um 15
þúsund tunnur
HaAfðMlrM. 12. ■Mrember.
ALLMIKIL síldarsöltun hefur
verið hér að undanförnu. Heild-
arsöltun er nú um 15 þúsund
tunnur. Hjá Sólborgu hf. er bú-
ið að salta í um 4 þúsund tunn-
ur, sem er að meginhluta afli
Sólborgar SU 202, en hún hefur
nú lokið veiðum. Hjá Pólarsíld
hf. hefur verð saltað í um 11
þúsund tunnur, en þar var salt-
að alla helgina. Á sunnudaginn
var söltuð síld úr Þorra SU 402,
en aflinn fékkst á Berufirði,
stór og falleg síld.
— Albert
Heimilistölvusýning
Syntex um næstu helgi
*
Islenzkri leikkonu boðið
hlutverk í sovézkri kvikmynd
GUÐRÚNU S. Gísladóttur leik-
konu hefur verið boðið að leika
eitt aðalhlutverkanna í næstu
kvikmynd sovéska kvikmyndaleik-
stjórans Andrei Tarkovsky en
hann þykir einn fremsti kvik-
myndaleikstjóri heimsins nú. Guð-
rún fór út til Stokkhólms í haust til
fundar við Tarkovsky og nú fyrir
skömmu varð Ijóst, að henni býðst
eitt aðalhlutverkanna í kvikmynd
þeirrí, sem hann hyggst gera næsta
sumar.
Leiðrétting
í frétt sem birtist í blaðinu sl.
miðvikudag um þriðju áskriftar-
tónleika Sinfóniuhljómsveitar ís-
lands sem haldnir voru i gær, var
renghermt að Flautukonsert Niel-
sens, sem þar var fluttur, hafi
aldrei heyrst hér á tónleikum fyrr.
Freyr Sigurjónsson flautuleik-
ari lék Flautukonsertinn er hann
þreytti einleikarapróf frá Tónlist-
arskólanum i Reykjavik árið 1978.
Morgunblaðiö biðst velvirðingar á
þessum mistökum.
Guðrún hefur starfað hjá
Leikfélagi Reykjavíkur undan-
farin ár. Um þessar mundir leik-
ur hún í tveim sýningum félags-
ins: Fjöregginu eftir Svein Ein-
arsson og Gísl eftir Brendan Be-
han. Þá æfir hún jafnframt tit-
ilhlutverkið i næsta viðfangsefni
leikhússins, bandariska leikrit-
inu Agnes og almættið eftir
John Pielmeier, sem frumsýnt
verður í desember. Þar leikur
hún unga nunnu, sem eignast
hefur barn í klaustrinu, barnið
finnst látið og verður það að
sjálfsögðu tilefni umfangsmik-
illar rannsóknar. Aðrir leikarar
í verkinu eru Sigríður Hagalín
og Guðrún Ásmundsdóttir en
leikstjóri er Þórhildur Þorleifs-
dóttir.
Auk ofangreindra hlutverka
hefur Guðrún leikið hjá LR hlut-
verk Sölku Vöiku i samnefndri
sýningu og Elínu i Brosi úr djúp-
inu sl. vor. Áður hafði hún leikið
í Þjóðleikhúsinu, m.a. í Stundar-
friði og Sumargestum, svo og í
ýmsum sýningum Alþýðuleik-
hússins.
TÖLVUFÉLAGIÐ Syntax heldur
beimilistölvusýningu næstkomandi
laugardag og sunnudag í Félags-
heimili Víkings við Hæðargarð í
Reykjavík.
Sýningin er opin báða dagana
frá klukkan 13—19 og er aðgangur
ókeypis. Félagið Syntax er félag
áhugamanna um heimilistölvur af
Commodore-gerð, en hefur bundið
sig við heimilistölvur af þessari
gerð. Félagsmenn eru um 200 tals-
ins.
Á sýningunni verður kynnt það
helzta í jaðartækjum, hugbúnaði,
bókum og blöðum fyrir VIC 20 og
Commodore 64-heimilistölvurnar.
Á sýningunni verða kostir tölv-
unnar kynntir auk fjölmargra
leikja og nýtiforrita. Ennfremur
verður starfsemi Syntax kynnt og
á sýningunni gefst félagsmönnum
kostur á að hittast.
Starfsemi Syntax byggist á út-
gáfu tölvublaðs með sama nafni og
Dagur lyfjafræð-
innar á morgun
LAUGARDAGINN 17. nóvember
nk. kl. 13.30 standa Lyfjafræðinga-
félag fslands og Apótekarafélag Is-
lands í þriðja sinn fyrir Degi lyfja-
fræðinnar.
Málþing þetta verður að þessu
sinni haldið í Háskóla Islands,
stofu 101 Lögbergi, og verður fja.ll-
að um lausasölulyf og hvort auka
beri úrval þeirra. Frummælendur
verða Almar Grímsson lyfjafræð-
ingur, Árni Kristinsson læknir,
varaform. lyfjanefndar, Hafsteinn
Skúlason læknir, Hjálmar Jóels-
son apótekari og Svava Guð-
mundsdóttir lyfjafræðingur. Að
framsöguerindum loknum verða
almennar umræður undir stjórn
Jóns Grétars Ingvarssonar lyfja-
fræðings. Lyfjafræðingum, starfs-
fólki apóteka og öðrum, sem
áhuga hafa á þessu máli, er boðin
þátttaka.
banka og eru öll um 1.200 talsins,
forritin með höfundarétti. Annar
þáttur í útgáfu félagsins er
snældublað Syntax, sem miðar að
því að skapa vettvang fyrir ís-
lenzka forritaþróun eins og segir í
frétt frá ráðamönnum félagsins.
Eins og félagar Syntax eru for-
ráðamenn félagsins dreifðir um
allt land. Ritstjórn og útgáfa fé-
lagsritsins var til skamms tíma á
Eskifirði, en er nú flutt í Kópavog.
Forritabanki Syntax er 1 Borgar-
fréttatlðinda. Félagar þess hafa nesi og Snældublað Syntax er í
aðgang að forritun úr forrita- Ytri-Njarðvík.
Kiwanisklúbburinn Eldey, Kópavogi:
Kertasala um helgina
ÁRLEG kertasala Kiwanisklúbbsins
Eldeyjar í Kópavogi fer fram um
helgina, þ.e. 17. og 18. nóvember.
Alhir ágóði af sölunni rennur til
líknarmála í Kópavogi, eins og und-
anfarin ári.
Klúbbfélagar ganga að hvers
manns dyrum í bænum nú um
helgina og bjóða hin landsþekktu ir heimilanna, því svartasta
kerti til sölu, eins og segir i frétta- skammdegið sé framundan og að
tilkynningu. Þar segir einnig, að það styttist í hátið ljóssins, þ.e.
fólk sé beðið að kanna kertabirgð- jólin.
Samvinnutryggingar
hækka „bónusinn“
Samvinnutryggingar hafa ákveóið
að hækka bónus af bifreiða-
tryggingum fyrir tjónlausan akstur á
sama hátt og Sjóvá, auk þess að gefa
tjónlausum viðskiptavinum áfram
iðgjaldið á tíu ára fresti.
Bruno Hjaltested, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samvinnu-
trygginga, tjáði Morgunblaðinu að
frá og með 1. mars yrði bónus af
bifreiðatryggingum hækkaður úr
50% í 55% eftir fimm ára tjón-
lausan akstur. Eftir tiu ára tjón-
lausan akstur verður viðskiptavin-
um sem endranær gefið iðgjald
ellefta tjónlausa ársins. Tólfta
tjónlausa árið er viðskiptavinum
síðan boðinn 65% bónus af trygg-
ingum og eftir það frítt iðgjald
fyrir tjónlausan akstur á tiu ára
fresti.