Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984
51
Halldór Eyþórs-
son — Minning
Fæddur 30. mars 1905
Dáinn 3. nóvember 1984
Nú þegar við barnabörn afa sjá-
um á bak honum verður okkur tíð-
rætt um elskulegt viðmót, ástúð
hans og kærleika, er við nutum
svo ríkulega í samfélagi við hann.
Þrátt fyrir langan aðdraganda
og mikil veikindi í meira en tvö ár
ferst okkur þannig, að við fráfall
afa var eins og ekki hefði verið
hægt að búast við öðru, en að við
öll fengjum enn um ómælda fram-
tíð að njóta ástúðar hans og um-
hyggju.
Bernskuminningarnar spegla
þann lífsförunaut sem ekkert get-
ur í hugskotum okkar fyllt. Þar
verður enginn til að skipa sæti
afa.
Nú þegar við setjumst niður til
að hripa á blað þakkir okkar og
kveðjur til afa, þá verður okkur
enn ljósara en nokkru sinni fyrr
hve margs er að minnast frá lið-
inni tíð. Okkur verður ljóst að löng
saga, saga ástúðar og umhyggju,
verður ekki sögð í lítilli blaða-
grein, en þeim mun raunsannari
verður okkur minningin.
Afi var fæddur að Stóru-Þúfu á
Mýrum í Borgarfirði hinn 30.
mars 1905. Sonur hjónanna Jónínu
Guðrúnar Jónsdóttur og Eyþórs
Einarssonar sem þar bjuggu.
Frá Stóru-Þúfu flytjast foreldr-
ar afa til Borgarness og búa þar í
ellefu ár. Frá Borgarnesi flytst afi
hingað til Reykjavíkur. Hann hóf
störf á Álafossi og bjó þar um
tíma.
Á Álafossi kynnist hann Ingi-
björgu Ólafsdóttur frá Akranesi.
Ingibjörg var uppeldisdóttir séra
Ólafs Ólafssonar frá Kvenna-
brekku. Giftast þau 1925 og eign-
ast tvo syni, Jóhann Gunnar og
Eyþór Einars, en hann lést 15. ág-
úst 1968.
Lengst af ævi sinni starfaði afi
við verslunarstörf sem kaupmað-
ur. Síðar gerist hann hús- og dyra-
vörður í Nýja bíó og gegndi því
starfi fram til ársins 1979.
2. desember 1978 missti afi eig-
inkonu sína, en ári síðar flyst
hann að Blönduósi til sonar sins,
Jóhanns Gunnars og fjölskyldu.
Hjá þeim dvelur afi síðustu ári
ævi sinnar.
Við andlát föður okkar 1968 tek-
ur afi á sig tvöfalt fjölskylduhlut-
verk og nú bæði sem faðir og afi.
Við höfðum búið á Leifsgötu, en
afi og amma bjuggu á Bollagötu.
Það var því ekki langt að sækja
fyrir okkur litlu föðurlausu börn-
in, að fara til afa og ömmu, né
heldur fyrir þau að koma til
okkar.
Á þessum árum styrktust betur
en nokkru sinni fyrr þau órofa
bönd er milli okkar bundust.
Með þessum æskugrunni var
lagður grundvöllur að lifsmóti því
er hann með okkur tendraði og
ræktaði upp.
Allar ferðir með afa til og frá
skóla og síðar heimsóknir norður í
land, að Búrfelli og til Þóreyjar á
Blönduósi, mynda þá vörðu þakk-
lætis og kærleika er við nú flytj-
um látnum vini.
Við þökkum afa allt frá liðinni
tíð. Við biðjum góðan Guð að
blessa okkur minninguna um
hann.
Jón Ari Eyþórsson,
llalldór Eyþórsson, Jóna
Rún Gunnarsdóttir.
... og þeir hæfileikar hans eru kjami málsins, þótt
það sé ekki endilega góður siður að skrifa í rúminu.
En hinn endingargóði málmoddur hans gerir hon-
um kleift að skrifa við erfið og undarleg skilyrði,
svo sem í miklum halla. Og hin létta, mjúka hönnun
framkallar jafnframt skörp afrit. Hann er til með
svörtu, bláu, rauðu eða grænu bleki. Skriftin mis-
heppnast ekki með þessum penna.
*
unif >call
________________ MITSUBISHI PENCIL CO., LTD. JAPAN
ERBENDUM
immaEK!
AMERÍKA
PORTSMOUTH/NORFOLK
Laxfoss 16. nóv.
City of Perth
Bakkafoss
Laxfoss
NEW YORK
Laxfoss
Clty of Perth
Bakkafoss
Laxfoss
HALIFAX
Bakkafoss
Bakkafoss
28. nóv.
12. des.
19. des.
14. nóv.
26. nóv.
10. des.
17. des.
17. nóv.
15. des.
BRETLAND/MEGINLAND
IMMINGH A M
Alafoss 18. nóv.
Eyrartoss 25. nóv.
Álafoss 2. des.
Eyrartoss 9. des.
FEUXSTOWE
Álafoss 19. nóv.
Eyrarfoss 26. nóv.
Álafoss 3. des.
Eyrarfoss 10. des.
ANTWERPEN
Álafoss 20. nóv.
Eyrartoss 27. nóv.
Álafoss 4. des.
Eyrarfoss 11. des.
ROTTERDAM
Álafoss 21. nóv.
Eyrarfoss 28. nóv.
Álafoss 5. des.
Eyrarfoss 13. des.
HAMBORG
Álafoss 22. nóv.
Eyrartoss 29. nóv.
Álafoss 6. des.
Eyrarfoss 14. des.
OARSTON
Fjallfoss 12. nóv.
Helgey 22. nóv.
NORÐURLÖND/-
EYSTRASALT
16. nóv.
23. nóv.
30. nóv.
7. des.
19. nóv.
26. nóv.
3. des.
11. des.
20. nóv.
23. nóv.
4. des.
7. des.
22. nóv.
6. des.
21. nóv.
28. nóv.
5. des.
12. nóv.
23. nóv.
29. nóv.
7. des.
13. des.
23. nóv.
30. nóv.
7. des.
14. des.
23. nóv.
17. des.
28. nóv.
21. des.
1. des.
7. nóv.
3. des.
15. nóv.
Skógafoss
Lagarfoss
Skógafoss
Lagarfoss
KRIST1ANSAND
Skógafoss
Lagarfoss
Skógafoss
Lagarfoss
MOSS
Skógafoss
Lagarfoss
Skógafoss
Lagarfoss
HORSENS
Skógafoss
Skógafoss
GAUTABORG
Skógafoss
Lagarfoss
Skógafoss
Lagarfoss
KAUPMANNAHÖFN
Skógafoss
Lagarfoss
Skógafoss
Lagarfoss
HELSINGJABORG
Skógafoss
Lagarfoss
Skógafoss
Lagarfoss
HELSINKI
írafoss
irafoss
GDYNIA
Irafoss
iratoss
TORSHAVN
Skógafoss
USSABON
Skeiösfoss
LEIXOES
Skeiósfoss
Dettifoss
N. KÖPING
Irafoss
irafoss
-fram og tilbaka
fra REYKJAVÍK
alla mánudaga
frá ÍSAFIRÐI
alla þriðjudaga
frá AKUREYRI
alla fimmtudaga
EIMSKIP