Morgunblaðið - 16.11.1984, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984
59
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
uwiJ If
Úlfar Hermannsson telur, að ef einhverjir hafi grætt á nýafstöðnum verkföllum, þá hafi þaö helst verið myndbanda-
leigur og stjórnarandstaðan. Hér sést mynd úr fyrrnefndum herbúðum.
Vangaveltur um
yerkfall og fleira
Úlfar Hermannsson skrifar:
Mér detta oft í hug skrítnir hlutir,
þó ég hafi aldrei fest þá á pappír
fyrr. En í dag datt mér f hug að
skrifa bréf til Ronalds Reagan for-
seta Bandaríkjanna, ekki til að segja
honum hvað mér fyndist um innan-
eða utanríkisstefnu hans, því ég hef
ekkert vit á þeim hlutum.
Sennilega hef ég ætlað að óska
honum til hamingju með sigurinn,
gömlum manninum, og segja honum
um leið hvað væri helst að gerast hér
á ameríkufleka íslands. Eins og
margir eflaust vita er íslandi jarð-
fræðilega skipt f tvo hluta eftir land-
rekskenningu sem ég hef að vfsu að-
eins heyrt lauslega minnst á. Fróðir
menn telja að ef við hér á suð-vest-
urhorninu bíðum nógu lengi getum
við mjög líklega veifað til þeirra
þarna fyrir westan og sagt „Hæ“. En
auðvitað er ég, þegar hingað er kom-
ið f párinu, löngu hættur við að
skrifa ameríska forsetanum til að
segja fréttir héðan, enda ekki um að
ræða augnabliks hugdettu.
Annars eru það heilmiklar fréttir
og mættu fara víða þegar litið er til
veðurfarsins hér, kominn 8. nóvem-
ber með sól og stillur upp á hvern
dag og ekki farið að eyða einni lltilli
krónu í snjómokstur og hálka á göt-
um höfuðborgarinnar varla til um-
ræðu. Hvílíkur munur fyrir öku-
menn að þurfa ekki að byrja hvern
dag á að sópa snjó af bifreiðum sín-
um eða koma jafnvel of seint í vinnu
vegna ófærðar.
Opinberir starfsmenn ættu að
vera nokkuð ánægðir þessa dagana
og þurfa ekki lengur að hanga heima
í aðgerðarleysi. Blessað verkfallið er
búið og allir búnir að fá kaupphækk-
un þó menn séu ekki á eitt sáttir við
árangurinn eftir svo ianga vinnu-
stöðvun. Annars held ég að flestir
hafi verið óánægðastir með að hafa
ekki fengið að velja sjálfir um hvort
þeir mættu kála sér í rólegbeitum úr
nikótíneitrun eða alkóhólisma. Alla
vega var ég einn þeirra mörgu sem
bölvaði verkfallinu mikið vegna
skorts á tóbaki og fannst á tímabili
að þeir Albert og Kristján væru bara
virkilega vondir menn og harð-
brjósta. Ekki voru þeir heldur að
hugsa um heilsu mfna þvf ég tel að
henni hafi hrakað mjög vegna alls
þess óvandaða tóbaks, sem ég var að
reyna að svæla í mig með misjöfnum
árangri, oftast slæmum. Talandi um
verkfall, þá er greinilegt að ýmsar
slæmar afleiðingar eru af svo langri
vinnustöðvun, svo sem eins og f
opinberum stofnunum. Ég þurfti t.d.
að fara f þá annars ágætu stofnun er
nefnist borgarfógetaembætti nú um
hádegisbilið í dag. Ekki komst ég hjá
þvi að sjá þar greinilegar afleiðingar
verkfallsins. Allt of fátt starfsfólk,
að vinna úr uppsöfnuðum verkefn-
um. Hverjar eru svo afleiðingarnar,
stress-pirringur og sein afgreiðsla,
sem svo veldur því að kúnninn verð-
ur leiður og fer að skammast ef allt
gengur ekki eins og hann vill að það
gangi. Kannski engin furða þvf að
það voru ekki allir jafn heppnir og
ég að sleppa við að borga nema 85 kr.
Mér finnst það líka mikill munur
að aka um götur borgarinnar eftir að
borgarstarfsmenn hófu störf og SVR
komst á eðlilega tímaáætlun aftur.
Það er annars merkilegt umhugsun-
arefni að gera sér grein fyrir hvað
margir bifreiðaeigendur nota stræt-
isvagna þegar allar aðstæður eru
venjulegar. Það sást best á þvi hvað
margar bifreiðir virtust bætast við f
hina daglegu umferð borgarinnar á
meðan ferðir strætisvagna lágu
niðri. Þá kom lfka berlegast f ljós
hinn gffurlegi skortur á bifreiða-
stæðum. Þvflíkur akstur, þvflík um-
ferðarmenning, engin furða þó bens-
ínbirgðir landsmann væru á þrotum
síðustu daga verkfallsins.
Mér dettur það Ifka stundum f
hug. „Hverjir græddu svo á þessu
verkfalli"? Ekki hinn almenni laun-
þegi, tæplega ríkið, þar var jú allt i
lágmarki, verslunarmenn varla,
fólkið hafði minni peninga til að
kaupa fyrir, myndbandaleigur gætu
hafa bætt örlítið við veltuna, eða
eins og einn leigueigandi sagði:
„Þetta er bara vertíð hjá okkur
núna“. Þeim veitir kannski ekki af,
því heyrst hefur að sumir hverjir
berjist í bökkum. Ekki græddu heild-
salar því þeir fengu engar vörur úr
tolli.
Þeir einu sem gætu hugsanlega
hafa grætt á verkfallinu eru stjórn-
arandstæðingar, þeir gætu hafa
grætt nokkur atkvæði þvf óneitan-
lega var mjög pólitisk lykt af öllum
bramboltinu. Kannski er ekki enn
séð fyrir endann á þessu hvað varðar
setu stjórnarinnar. Ég er nú samt
svo einfaldur að mér finnst einhvern
veginn að þeir menn sem sitja f
stjórnsætum hafi gert nokkra góða
hluti og þá sérstaklega á fyrri hluta
þessa árs. Á þeim tíma hafði ég
ágæta aðstöðu til að fylgjast með
vöruverði og ég verð að segja að það
voru góðir hlutir að gerast, þegar
vöruverð stóð í stað viku eftir viku
og jafnvel lækkaði milli sendinga.
En einhvers staðar brást kerfið og
kaupmátturinn fór dvfnandi. Hvert
svo framhaldið verður er spurning,
sem ekki verður svarað fyrr en fram
líða stundir.
En svona er nú þetta, mér datt f
upphafi bara rétt si svona i hug, þeg-
ar ég var að lesa um kosningasigur
Reagan, að gaman væri að skrifa
karli bréfkorn.
AUK ÞESS aö vera meö mikið úrval,
hagstætt verö og 2ja ára ábyrgö á
öllum vörum, bjóöum viö góö
greiöslukjör, V3 út og afgangurinn á 6
mánuöum, gefum 5% staðgreiöslu-
afslátt — einnig þegar borgaö er
meö kreditkortum.
Landsþjónustan sér um aö pakka vör-
um og senda út á land.
Berðu saman verð
og gæöi
BDSBAGNAQÖLLIN
yBÍLPSHÖFOA 20 - 110 REYKJAVlK « 91-Ö1198 oq B1410y
er smám saman að fyllast
af húsgögnum,
enda heitir það
HÚSGAGNAHÖLUN
VIÐ HÖFUM sett okkur þaö markmiö
aö hafa svo yfirgengilega mikiö úrval
af góöum húsgögnum á hagstæöu
veröi aö þaö detti engum í hug aö
versla annarsstaöar fyrr en hann hef-
ur grandskoöaö þaö sem viö höfum
aö bjóöa.