Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÖVEMBER 1984 Frá setningarathöfninni í Gamla bíói í gærdag. 42. flokksþing Alþýðuflokksins sett í gær: Morgunblaðið/ÓI.K.M. Áður mætt áföllum en ætíð eflst á ný — sagði Kjartan Jóhannsson formaður m.a. í ræöu sinni 42. FLOKKSÞING Alþýöuflokksins var sett í Gamla bíói í gaer, en um 270 manns hafa rétt til setu i þinginu, en þaö stendur yfir fram i sunnudag. Ásmundur Stefánsson forseti Alþýöusambands fslands var sérstakur gestur við setningarathöfnina og flutti þar ræöu. Fyrir hönd erlendra gesta ivarpaöi Herluf Hjerte fri norska jafnaðarmannaflokkn- um samkomuna. Kjartan Jóhannsson formaöur Alþýöuflokksins flutti rsöu. Þi voru eldri flokksfélagar heiöraðir og fjöldasöngur fór fram undir hljóðfsraleik Björns R. Einarssonar og félaga. Þinghald hélt ifram í gærkvöldi, en í dag fara fram kosningar í formannsstööur, en eins og fram befur komið hefur Jón Baldvin Hannibalsson lýst yflr framboöi gegn núverandi formanni, Kjartani Jóhannssyni. Asmundur Stefánsson forseti hyggjumanna gegn þeirri mann- Alþýðusambands íslands rakti nokkuð í máli sínu sögu verka- lýðshreyfingarinnar og minnti á að fyrir árið 1940 hefði Alþýðu- sambandið og Alþýðuflokkurinn verið eitt og formaður Alþýðu- sambandsins hefði einnig verið formaður Alþýðuflokksins. Hann kvaðst þó ekki vilja flækja mál flokksþingsins enn frekar með því að bjóða upp á, að því stjórnarfari yrði komið á á ný. Hann sagði ýmsa góða hluti hafa náðst í gegn á meðan Alþýðu- flokkurinn og ASÍ hefðu verið eitt. Þá ræddi hann um stöðu launafólks í dag og sagði m.a. að ríkisstjórnin virtist líta á kjara- skerðingu sem lausn á öllum vanda, launafólk væri eitt látið axla alla þjóðarbyrðina. Þá fjall- aði hann nokkuð um samskipti forustu verkalýðshreyfingarinn- ar og stjórnmálaflokkanna. Hann sagði verkalýðsforingja síðustu árin hafa orðið fyrir óréttmætri gagnrýni stjórn- málaforingja, ekki síður þeirra sem væru i flokkum sem kenndu sig við verkalýðinn. Hann hvatti í lokin til samstöðu allra félags- fyrirlitningu sem hann sagði nú ráða ríkjum og bar fram þá ósk i lokin að störf Alþýðuflokksins yrðu félagslegum viðhorfum til styrktar. Eldri flokksfélagar voru næst heiðraðir, fengu þeir rauða rós og bók um Jón Baldvinsson fyrsta formann Alþýðuflokksins. Þá fór fram fjöldasöngur og Gunnar Eyjólfsson og Helgi Skúli Kjartansson fluttu sam- talsþátt. Þá flutti formaður Al- þýðuflokksins, Kjartan Jó- hannsson, ræðu. í upphafi máls síns rakti hann þróun mála i Al- þýðuflokknum frá síðasta flokksþingi og sagði að ýmis áföll hefðu reynt á þolgæði flokksmanna og þrautseigju. Fyrst hefði flokkurinn klofnað og við þær aðstæður hefði kosn- ingabaráttan verið háð með verulegu fylgistapi. Þá hefðu langdregnar stjórnarmyndun- arviðræður tekið við þar sem ekkert tillit hefði verið tekið til sjónarmiða Alþýðuflokksins. Þá hefði eitt áfallið enn bæst við, þ.e. hinn gífurlegi fjárhagsvandi vegna útgáfu Alþýðublaðsins. Sá vandi hefði verið miklu stærri en nokkurn i forustusveitinni hefði órað fyrir. Hann sagði síðan: „En nú er hið versta að baki og sóknarmöguleikar blasa við. Al- þýðuflokkurinn hefur áður mætt áföllum en ætíð eflst á ný, þegar mest á reyndi. Svo mun einnig fara nú.“ Kjartan ræddi síðan nokkuð um stöðu þjóðmála. Hann sagði frjálshyggju- og peningamagns- postula ráða ferðinni. Hann sagði að vitað hefði verið að þeir félagar Hayek og Friedman vildu verkalýðsfélögin feig, en það hefði verið þeim tíðindi að þau sjónarmið réðu ríkjum í rík- isstjórn íslands. Þá rakti Kjart- an stefnumál Alþýðuflokksins og þá málaflokka, sem hann legði áherslu á. Hann sagði íslenzk stjórnmála vera í mikilli deiglu, eins og hann orðaði það. Frjáls- hyggju- og peningamagnspostul- arnir hefðu náð yfirtökunum í Sjálfstæðisflokknum. Hinir fé- lagslega sinnuðu ættu þar ekki upp á pallborðið, Framsóknar- flokkurinn væri bundinn og mót- aður af íhaldssamri atvinnu- stefnu og þar hefðu félags- hyggjuöflin einnig orðið undir. Þá sagði hann stjórnarandstöð- una veikari en skyldi vegna þess að stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn, Alþýðubandalagið, dygði ekki sem forustuafl. Það væri tækifærissinnaður öfga- flokkur, sem ítrekað hefði sýnt ábyrgðarleysi í stjórnarsam- starfi og dekrað við öfgastefnur í samræmi við uppruna sinn. Aflaskýrslur Fiskifélags íslands: Aukinn togara- afli — samdrátt- ur hjá bátunum Árið gæti orðið fimmta mesta aflaár íslendinga ÞORSKAFLINN þaö sem af er þcssu ári var um síöustu mánaðamót oröinn tæplega 240 þúsund tonn samkvæmt bráöabirgöaskýrslum Fiskifélags íslands. Er það talsvert meirí afli en áætlað var samkvæmt reglum um kvótakerfiö. Búast má viö aö heildarþorskaflinn veröi ná- lægt 300 þúsund tonnum í árslok. Á sama tíma i fyrra voru komin á land 261 þúsund tonn af þorski. Togararnir hafa haldið sínum hlut og rúmlega það þrátt fyrir takmarkanir á veiðum og að færri togarar hafa verið að veiðum í ár en í fyrra. Þorskafli togaranna nam um síðustu mánaðamót 124 þúsund tonnum, en var á sama tíma í fyrra 120 þúsund tonn. Bátaafli hefur hins vegar dregizt saman. Fyrstu 10 mánuði ársins var bátaafli orðinn rúmlega 115 þúsund tonn, en fyrstu 10 mánuð- ina í fyrra var þorskafli báta orð- inn um 26 þúsund tonnum meiri, eða rúmlega 141 þúsund tonn. Samtals nam botnfiskaflinn um síðustu mánaðamót 250.810 tonn- um á móti 260.997 tonnum fyrstu 10 mánuði síðasta árs. Heildarafl- inn var um síðustu mánaðamót 1.085.253 tonn, en á sama tíma í fyrra var hann 584.219 tonn. í þessum mikla mun vegur loðnuafli mest, en hann var í lok október orðinn 538.873 tonn frá áramótum. Líklegt er að heildarbotnfiskafl- inn verði á árinu 1.350—1.400 þús- und tonn, og má því búast við að þetta ár verði fimmta bezta aflaár Islendinga. Hamrahlíðar- kórnum afhent verðlaun Hamrahlíöarkórnum veröur í dag aflient fyrstu verölaun { kórsöng æskufólks í söngva- keppninni „Let the People Sing — 1984“. Afhendingin fer fram á há- tíðartónleikum i sal Mennta- skólans við Hamrahlíð, sem Ríkisútvarpið og Evrópusam- band útvarpsstöðva efna til. Tónleikunum verður útvarpað beint og hefjast þeir kl. 17. Raforkuverð til fiskvinnslu: Allt að tíu sinnum hærra en til stóriðju RAFORKUVERÐ til flskvinnslu- stööva var meöal umræöuefna á ný- afstöðnum aflafundi Sambands fisk- vinnslustöövanna og var í ályktun fundarins ítrekaö aö fiskvinnslan greiði ekki margfalt hærra raforku- verð en önnur stóriðja. Samkvæmt upplýsingum fundarins greiðir flsk- vinnslan allt að tífalt hærra verð fyrir raforku en álverið í Straumsvík og þrefalt hærra en fiskvinnsla í Noregi. Á fundinum voru lagðar fram upplýsingar, sem sýndu saman- burð á orkuverði á tslandi og í Noregi. Kom þar fram, að miðað við raforkuverð frá Rafmagnsveit- um ríkisins er orkuverð til stór- iðju í Noregi 10 til 63 aurar á kiló- wattstund en á íslandi 20 til 40 aurar. Til fiskvinnslu er verðið í Noregi 1,24 krónur en á Islandi 3,44. Þá kom fram á fundinum samanburður á orkuverði til fisk- vinnslu innanlands eftir orkusölu- fyrirtækjum. Samkvæmt honum er orkuverð hæst í Vestmannaeyj- um, sett á 100, en lægst á Akra- nesi, 61,42% af raforkuverðinu í Vestmannaeyjum. Frá RARIK er raforkuverðið 81,79% af verðinu í Eyjum, frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 59,36, frá Orkubúi Vestfjarða 85,49 og á Akureyri 63%. Ályktun fundarins er svo hljóð- andi: „Aðalfundur Sambands fisk- vinnslustöðvanna ítrekar fyrri kröfur sínar um að fiskvinnslan greiði ekki margfalt hærra orku- verð en önnur stóriðja. Þrátt fyrir þá hækkun er nýlega varð á raf- orkuverði til álversins í Straums- vík, greiðir fiskvinnslan enn um það bil 6—10 falt hærra orkuverð en stóriðja á tslandi og allt að þre- falt hærra raforkuverð en okkar aðalsamkeppnisland, Noregur." Tjónið á Klakki VE: Slynkur við óvenju hraða og krappa sjósetningu 70 tonn í fyrstu veiðiferðinni Siglnrirði, 16. nóvember. SIGLFIRÐINGUR kom úr sinni fyrstu veiöiferö sem frystitogari í dag. Er hann meö 70 tonn af frystum fiski eftir hálfsmánaöar- útivist, þar af 16 tonn af flökum. Skipstjórinn, Ragnar ólafs- son, sagði að veiðiferðin hefði gengið Ijómandi vel. Þeir hefðu ekki orðið fyrir neinum áföll- um en komið hefði í ljós að ým- islegt smávegis þyrfti að lag- færa. Er því ekki hægt að segja annað en þetta sé góð byrjun hjá Siglfirðingi. Fréttaritari. — þannig að sjór fór að flæða inn um gat á slorlúgu ÍSLENSKU sjómennirnir, sem voni í Cuxhaven þegar Klakkur VE valt á hliöina viö sjósetningu í skipasmíða- stöö þar fyrir skömmu, telja að skip- ið hafi verió sjósett hraöar og krapp- ar en venjulegt er og við það hafi komið slynkur á það sem hallaði því 5 til 10 gráöur á stjórnborða. Viö þennan halla fór aö flæða inn um gat á slóglúgu, rétt ofan við sjólínu, sem logskorið hafði verið fyrir sjó- setningu skipsins og þungi sjávarins velti því síðan alveg á hliöina, þann- ig að sjór fór um skipiö og það skemmdist mikið. Gunnar Felixson, aðstoðarfor- stjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf., kom til landsins frá Cuxhaven í gær ásamt fulltrúum Samtogs. Sagði hann að þetta væri skýring þeirra á óhappinu og teldu þeir engan vafa leika á um að skipa- smíðastöðin bæri ábyrgð á því, stöðin hefði borið alla ábyrgð á sjósetningunni og gert gatið á skipið. Sagði hann að stjórnendur skipasmíðastöðvarinnar hefðu hinsvegar ekki viljað viðurkenna ábyrgð sína á tjóninu þar sem þeir teldu sig ekki vita af hverju það varð. Sagði hann að þeir treystu sér ekki til að svara þessu fyrr en að lokinni rannsókn sem tæki nokkurn tíma. Hinsvegar væri vinna við viðgerð hafin og tefðist ekki vegna þessa. o INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.