Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 ÚTVARP / S JÓN VARP Rhoda Fimmtudagsleikritið að þessu sinni nefndist: „Aí illri rót“, sem er þýðing Karls Á. Úlfssonar á heiti leikverksins: The Bad Seed, er sá ágæti bandaríski leikhöfund- ur Maxwell Anderson (1888—1959) samdi 1954. Eins og heitið gefur til kynna er hér á ferðinni spennu- verk. Segir verkið frá lítilli stúlku, Thodu Pennmark, er virðist hafa þegið í arf ríka glæpahneigð. Nóg um það, ég ætla ekki að eyða hér dýrmætu plássi í að rekja efnis- þráð þessa ágæta verks, sem í meðförum leiklistardeildarinnar öðlaðist nýja og dýpri merkingu. En þeir hjá leiklistardeildinni höfðu verið svo hugulsamir, að senda fjölmiðlarýninum eintak af þýðingu Karls Ágústs. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir sendi- nguna, þótt hún hefði nú mátt berast fyrr um bréfalúguna. Eins og þau gömlu góðu . . . Hvað um það, texti þessa ágæta verks Andersons öðlaðist einsog ég sagði hér fyrr „nýja og dýpri merkingu", þá leikarar höfðu farið um hann höndum undir leiðsögn Kjartans Ragnarssonar. Tek ég undir með áköfum útvarpshlust- anda er andvarpaði að lokinni út- sendingu fimmtudagsieikritsins: Þetta er bara eins og gömlu góðu fimmtudagsleikritin. Sá hitti al- deilis naglann á höfuðið. 1 það minnsta varð fjölmiðlagagnrýn- andanum hugsað þessa kvöldstund til þeirra gömlu góðu daga, er lítill drengur sat uppvið Philips- lampatæki, í þröngum firði milli hárra fjalla, og mátti ekki missa af einu orði af munni leikaranna. Grænleit ljóstýra tækisins varp- aði duiarfullri birtu á heimilis- fólkið og ekki minnkaði spennan við stöðugt ískur og hvískur er- lendra útvarpsstöðva, er stundum skutu framandi orðum inn í sam- töl þeirra Rúriks, Vals og Ævars... Hljómbotn reynslunnar. . . Það heyrðist að vísu ekki hið minnsta ískur í „hljóðgerfluðu" hæfí-tæki fjölmiðlarýnisins fyrrgreint fimmtudagskveld, en það kom ekki að sök; „gamla góða stemmningin ríkti“, ekki síst vegna fimiegrar snörunar Karls Ágústs á áhrifamiklum og leik- rænum texta Andersons. Ekki spillti leikstjórn Kjartans Ragn- arssonar, sem gætti þess að tak- marka áhrifahljóð (er meðal ann- ars komu úr smiðju Magnúsar B. Jóhannssonar) þannig að textinn nyti sín, hreinn og ómengaður. Þegar svo er háttað Ieikstjórn og leikgerð, sem Karl Ágúst bar hér ábyrgð á, er það rödd leikarans sem ber uppi spennuna. Þar skipta hárfín blæbrigði og áherslur höf- uðmáli. Sveigjanleiki raddarinnar og sú tilfinning er liggur að baki hverju orði, hverri setningu skipt- ir líka miklu. En það eru ekki bara orðin og setningarnar, er flóa af munni leikaranna er skipta hér máli, þögnin er oft mikill áhrifa- valdur f útvarpsleikriti. Þar er Rúrik Haraldsson meistari. En hann var á fimmtudagskveldið var í hlutverki Bravo, afa Rhodu. Er- lingur Gíslason sem fjölskylduvin- urinn Lasker náði og býsna langt með lágspili raddarinnar. Hinir yngri úr hópi ieikara eiga flestir hverjir margt ólært í þessu efni. Rödd þeirra hefir eigi öðlast þann hljómbotn er reynslan ein smíðar. Þó náði Viðar Eggertsson hér að aðlaga rödd sína hlutverki dusil- mennisins Le Roy, og ekki má gleyma önnu Sólveigu Þorsteins- dóttur sem lifði sig fullkomlega inní hlutverk Kristínar, mömmu hinna ógæfusömu Rhodu Penn- mark. ólafur M. Jóhannesson Marléne Jobert leikur eitt aðalhlutverk í kvikmynd sjónvarpsins í kvöld, Bófi, en besta skinn. Bófi, en besta skinn ^■■^1 Sjónvarpið sýn- OQ 00 *r > kvöld tvær bíómyndir, þá fyrri kl. 21.10 og nefnist hún Norma Rae. Hún fjallar um einstæða móð- ur, sem vinnur í spuna- verksmiðju í smábæ í Suðurríkjum Bandaríkj- anna. Aðkomumaður hyggst setja á fót verka- lýðsfélag þar og verður þá uppi fótur og fit í bænum. Norma verður ein fárra til að leggja málstaðnum lið, en hún á eftir að lenda í ýmsum erfiðleikum vegna þeirrar ákvörðunar sinn- ar. Með hlutverk Normu fer Sally Fields. Síðari mynd sjónvarpsins hefst kl. 23.00 og er það svissnesk-frönsk bíómynd frá 1974, sem nefnist „Bófi, en besta skinn“. Með aðalhlutverk fara Marlené Jobert, Gérard Depardieu og Dominique Labourier. Myndin fjallar um ungan mann, sem lifir Ijúfu fjölskyldulífi, en á sér annað líf sem grímu- klæddur bófi. Hann eign- ast vinkonu og lifir því tvöföldu lífi á allan hátt. Þýðandi myndarinnar er Ólöf Pétursdóttir, en myndin tekur tæpa tvo klukkutíma i sýningu. í sælureit ■■ 1 kvöld sýnir 40 sjónvarpið ann- an þátt breska gamanmyndaflokksins i sælureit. í síðasta þætti gerðist það helst, að Good-hjónin ákváðu að reyna að breyta lífsstíl sínum svo um munaði. Þau hyggjast lifa á eigin framleiðslu og Tom Good lætur hendur standa fram úr ermum við að plægja upp grasflötina þeirra, á meðan Barbara Good sér um að útvega hænsni og geitur og annað, sem nauðsynlegt þykir til búskaparins. Næstu þætt- ir fjalla um hvernig slíkur búskapur gengur inni í miðri Lundúnaborg, en svo mikið er víst, að ná- grannar Good-hjónanna, Leadbetter-hjónin, eru furðu lostin yfir tiltæk- inu. Með aðalhlutverk í þáttum þessum fara Rich- ard Brier3 og Felicity Kendall, en þýðingu ann- ast Jóhanna Þráinsdóttir. Richard Briers og Felicity Kendall leika Good-hjónin, Tom og Barböru, sem ætla sér aó hverfa aftur til nátt- úrunnar. Tónleikar Hamrahlíðarkórsins ■I Eins og fram 00 hefur komið í fréttum vann Hamrahlíðarkórinn, und- ir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur, 1. verðlaun í flokki æskukóra í 19. al- þjóðlegri keppni Evrópu- sambands útvarpsstöðva, „Let the people sing“, sem haldin var í Köln í vor. Af þessu tilefni mun Ríkis- útvarpið, samstarfsaðili útvarpsstöðvanna í Evr- ópu, efna til hátíðartón- leika í Hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð kl. 17 í dag og ÚTVARP verður útvarpað beint frá tónleikum þessum. For- maður alþjóðlegu dóm- nefndarinnar, Sverre Lind, afhendir þar Hamrahlíðarkórnum og stjórnanda hans sigur- verðlaunin. Verðlaunum þessum fylgir einnig boð um að taka þátt i alþjóð- legri keppni æskukóra, sem haldin verður í Hann- over í maí á næsta ári. Tónleikarnir í Mennta- skólanum við Hamrahlíð í dag standa í eina klukku- stund og tíu mínútum bet- ur. L4UG4RD4GUR 17. nóvember 74» Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 84» Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð — Halla KJartansdóttir talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Oskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir.) Óskalög sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvaö fyrir alla Siguröur Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 124» Dagskrá. Tónleikar. TiF kynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.40 Iþróttaþáttur Umsjón: Hermann Gunn- arsson. 144» Hér og nú Fréttaskýringaþáttur I viku- lokin. 15.15 Or blöndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson. (RÚVAK) 164» Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1620 íslenskt mál Guörún Kvaran sér um þátt- inn. 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njöröur P. Njarðvik. 174» .Let the People Sing" 1984 14.45 Enska knattspyrnan Watford — Sheffield Wednesday Bein útsending frá 14.55—16.45. Umsjónar- maöur Bjarni Felixson. 17.15 Hildur Þriöji þáttur. Endursýning. Dönskunámskeiö I llu þátt- um. 17.40 Iþróttir. Umsjónarmaöur Ingólfur Hannesson. 19.25 Bróöir minn Ljónshjarta Annar þáttur. Sænskur framhaldsmyndaflokkur I fimm þáttum, gerður eftir samnefndri 9ögu eftir Astrid Lindgren. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Hátlöartónleikar EBU I Menntaskólanum viö Hamrahllð. Formaöur al- þjóölegu dómnefndarinnar, Sverre Lind, afhendir Hamrahllöarkórnum verö- launin I samkeppni æsku- kóra 1984. (Beint útvarp.) 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. L4UG4RD4GUR 17. nóvember 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 I sælureit Annar þáttur. Breskur gam- anmyndaflokkur I sjö þátt- um. Aöalhlutverk. Richard Briers og Felicity Kendall. Þýöandi Jóhanna Þráins- dóttir. 21.10 Norma Rae Bandarlsk blómynd frá 1979. Leikstjóri Martin Ritt. Aöalhlutverk: Sally Field, Ron Leibman, Beau Bridges og Pat Hingle. Söguhetjan er einstæð móðir sem vinnur I spunaverksmiöju I smábæ I Suöurrikjum Ðandarlkjanna. Þar verður uppi fótur og fit 1645 Veöurfregnir. Dagskrá kvöidsins. 194» Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 .Heims um ból á pásk- um“ Stefán Jónsson flytur slöari frásöguþátt sinn. 20.00 Utvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum" eftir Jón þegar aökomumaöur hyggst gangast fyrir stofnun verka- lýösfélags. Norma verður ein fárra til aö leggja málstaön- um liö. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.00 Bófi er besta skinn (Pas si méchant gue ca) Svissnesk-frönsk blómynd frá 1974. Leikstjóri Claude Goretta. Aöalhlutverk: Marl- éne Jobert, Gérard Depardi- eu og Dominique Labourier. Ungur maður lifir tvöföldu llfi, annars vegar sem Ijúfur fjöl- skyldufaöir en hins vegar sem grlmuklæddur ræningi. Þýöandi Ólöf Pétursdóttir. 00.55 Dagskrárlok. Sveinsson. Gunnar Stefáns- son les þýöingu Freysteins Gunnarssonar (4). 20.20 „Carmen", stuttur út- dráttur Maria Callas, Nicolai Gedda o.fl. syngja með kór og hljómsveit frönsku óperunn- ar I Paris; Georges Prétre stj. 20.40 Austfjaröarútan meö viökomu á Reyðarfirði. Umsjón: Hilda Torfadóttir. 21.15 Harmonikuþáttur Umsjón: Siguröur Alfonsson. 21.45 Hawaii — fimmtugasta rlkiö Umsjón: Harpa Jósefsdóttir Amin. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Heima eða heiman Þáttur um hjartaaögeröir. Umsjón: Onundur Björnsson. 23.15 Óperettutónlist. 23JS0 Fréttir. Dagskrárlok. 244» Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. RÁS 2 17. nóvember 00.50—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Bertram Möller. (Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá I rás 2 um allt land.) SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.