Morgunblaðið - 17.11.1984, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984
Skoðanakönnun í Irska lýðveldinu:
Ekki meirihluti með
sameiningu ríkjanna
Djfliui, 16. ■ótember. AP.
SKOÐANAKÖNNUN sem gerð v»r
í írska lýðveldinu bendir til þess að
meirihluti lýðveldisbúa telii það
ekki lausn á vanda Norður Írlands
að sameina ríkin tvö. Það var virt-
asta dagblað lýðveldisins sem
gekkst fyrir könnuninni og birti
niðurstöður sínar á síðum sínum.
Spurningin sem lögð var fyrir
1317 manns var þessi: „Er samein-
að Iralnd eina lausn á vanda Norð-
ur írlands?" Játandi svöruðu ein-
ungis 31 prósent. 57 prósent að-
spurðra töldu aðrar leiðir jafn
„Móðir mín fegurst"
— segir Ungfrú
heimur 1984
Loadon, 16. ■ivember. AP.
„FEGURSTA kona beims er móðir
mín. Ég er stolt fyrir hennar hönd og
þjóðar minnar," sagði Astrid Herr-
era, stúlkan frá Venezúela, sem í
gærkvöldi var kjörin Ungfrú heimur
í fegurðarsamkeppni í Royal Albert
Hall í London.
Ungfrú heimur, sem er 21 árs
gamall sálarfræðinemi, búsett í
Caracas, drakk mjólk á blaða-
mannafundinum í morgun, en ekki
kampavín, eins og fyrri sigurveg-
arar hafa gert. Hún kvaðst vera
jarðbundin og ekki leggja það í
vana sinn að byggja skýjaborgir.
Blaðamenn voru að vonum spur-
ulir um einkahagi ungfrú Herrera.
Hún sagðist eiga marga góða vini,
en væri þó ekki á föstu með nein-
um pilti. „Draumaprinsinn er
drengur góður og heiðarlegur,
hann þarf ekki endilega að vera
glæsimenni í útiliti," sagði hún.
góðar eða betri. 12 prósent höfðu
ekki mótaða skoðun á málinu.
önnur spurning fylgdi, hvort
lýðveldisbúar væru reiðubúnir að
gangast að hverju sem meirihluti
Kaþólikka á Norður írlandi kæmi
sér saman um varðandi tengsl við
lýðveldið. Játandi svöruðu 54 pró-
sent, neitandi 36 prósent á þeirri
forsendu að sameinað írland hlyti
að vera það sem stefna bæri að. 10
prósent voru óákveðnir.
Þá var meirihluti aðspurðra
hlynntur því að stjórnvöld í lýð-
veldinu hefðu ítök í öryggismálum
Norður Irlands.
Þessi mynd er tekin þegar Zia Ul-Haq forseti Pakistans (t.v.), átti fund með
Zial Singh forseta Indlands, er hinn fyrrnefndi kom til að vera viðstaddur
útför Indiru Gandhi forsætisráðherra.
Indland:
Sendiherra heim
ERLENT
Nýjy Delhí, 16. oÓTember. AP.
SENDIHERRA Indlands í Pakistan
hefur verið kallaður heim í kjölfar
ásakana um að pakistönsk yfirvöld
hafi látið viðgangast að aðskilnað-
armenn úr hópi síka réðust á ind-
verskan embættismann, að því er
opinberar beimildir hermdu í dag.
Þá segir frá því í frétt í dagblað-
Mitterrand viðurkennir að
Líbýumenn séu enn í Chad
Park, 16. aÍTember. AP.
Francois Mitterrand Frakklands-
forseti játti því í dag að Líbýumenn
hefðu ekki lokið brottflutningi herja
sinna frá Chad, en sagði að brott-
flutningur héldi áfram.
Mitterrand skýrði frá þessu á
blaðamannafundi í Elysee-höll-
inni í dag í kjölfar óvænts fundar
þeirra Khadafy Líbýuleiðtoga á
eynni Krít í gær.
Frakkar og Líbýumenn gáfu út
sameiginlega tilkynningu á laug-
ardag um að gagnkvæmur brott-
flutningur herja þeirra hefði átt
sér stað, en í vikunni opinberuðu
bandarískir embættismenn að
Líbýuhermenn væru enn í stöðv-
um sínum í norðurhluta Chad.
Mitterrand sagði að samkvæmt
þeim upplýsingum er hann hefði
haldbærar þá væru ef til vill tvö
eða þrjú herfylki líbýskra her-
manna án þungavopna eða flug-
véla, og væru því ekki búin til
árása.
GROHE
Ladylux - Ladyline:
r~'
„Þetta er minna herlið en
ákveðnar útlendar heimildir her-
ma, en meira en ætti að vera,“
sagði Mitterrand. Talið er að milli
300 og 400 hermenn séu í líbýsku
herfylki og því séu um 1.200 her-
menn enn eftir í Chad.
Embættismenn i Chad segja að
þrjár Herkúles C-130 flutninga-
flugvélar og 13 litlar SF260 árás-
arflugvélar, sem smíðaðar eru á
ftalíu, hafi verið í herstöðinni
Fada í norðurhluta landsins fyrr í
vikunni.
Mitterrand sagði þá Khadafy
orðið sammála um að ekki einn
einasti hermaður, franskur eða
líbýskur, yrði eftir í Chad.
inu Hindustan Times í dag, að
fyrrverandi starfsmaður i ind-
versku utanríkisþjónustunni hafi
greitt banamanni Indiru Gandhi
100.000 dollara fyrir að ráða for-
sætisráðherrann af dögum. Enn
fremur hefur því verið haldið
fram í nokkrum indverskum blöð-
um, að banatilræðið hafi verið
hlekkur í víðtæku samsæri, e.t.v.
með þátttöku erlendis frá. Stjórn-
völd hafa ekkert látið frá sér fara
um málið.
Heimkvaðning sendiherrans frá
Pakistan gæti gefið til kynna að í
hönd fari nýtt spennutímabil í
samskiptum þessara gömlu fjand-
þjóða, þrátt fyrir yfirlýsingar
Rajivs Gandhis forsætisráðherra
og Zia Ul-Haq, forseta Pakistans,
um að þeir vildu bæta sambandið.
K.D. Sharma sendiherra kom til
Nýju Delhí í gær og gekk þegar á
fund forsætisráðherrans til þess
að gefa skýrslu um atburðinn sem
heimkvaðningunni olli, en hann
átti sér stað í Lahore í Austur-
Pakistan í síðustu viku.
Nytt fjölhæft heimllistækl I eldhúsið
RR BYGCINGAVÖRUR HE
Svetlana Stalín á blaðamannafundi í Moskvu:
Nafn mitt notað sem
æsileg markaðsvara
MmAm, 16. aórember. AP.
SVETLANA, dóttir Jósefs Stalín,
sagði á blaðamannafundi í
Moskvu í dag, að hún befði snúið
aftur til Sovétríkjanna til að hitta
börn sín og barnabörn, og vegna
þess að hún hefði verið orðin upp-
gefin á lífinu á Vesturlöndum.
Það var sovéska utanríkis-
ráðuneytið, sem boðaði útvalinn
hóp fréttamanna á fundinn með
aðeins tveggja tíma fyrirvara.
f yfirlýsingu.sem Svetlana las
á fundinum, kom fram að engar
stjórnmálalegar ástæður lægju
að baki ákvörðun hennar að snúa
heim. Hún neitaði að svara
spurningu þess efnis hvort hún
væri fallin frá þeirri gagnrýni á
Sovétskipulagið, sem hún setti
fram í bókum, blaðagreinum og
viðtölum á útlegðarárum sínum.
Svetlana kvaðst hafa haft
samband við sovéska sendiráðið
í London 11. september sl. og
óskað eftir því að fá að flytjast
til Sovétríkjanna á ný. Hún
sagði að getgátur i vestrænum
blöðum þess efnis, að hún hefði
verið neydd til að snúa aftur,
væru með öllu tilhæfulausar.
Svetlana sagði, að lífið í „hin-
um svonefnda frjálsa heimi",
eins og hún orðaði það, hefði
reynst öðru vísi en hún hefði lát-
ið sig dreyma um. „Ég lenti í
höndum kaupsýslumanna, lög-
fræðinga, stjórnmálamanna og
útgefenda, sem notuðu nafn mitt
og nafn föður míns sem æsilega
vöru á markaði," sagði hún. „Eg
varð helsta gæludýr bandarísku
leyniþjónustunnar," sagði Svetl-
ana, „og erindrekar hennar
reyndu jafnvel að segja mér
hvað ég ætti að skrifa og hvern-
Á fundinum var vikið að Olgu,
hinni þrettán ára gömlu dóttur
Svetlönu og fyrrum eiginmanns
hennar i Bandaríkjunum, arkit-
ektsins William Peters, sem lát-
ið hefur í ljós áhyggjur af högum
hennar. Svetlana sagði að eftir
skilnaðinn hefði hún fengið for-
sjá Olgu og teldi eðlilegast að
hún fylgdi sér. Olga hefði verið
mjög amerísk I sér, en hefði
Svetlana Stalín
breyst mikið árin tvö sem þær
mæðgur bjuggu á Englandi. Hún
sagði að þegar Olga fullorðnað-
ist yrði það að sjálfsögðu hennar
sjálfrar að taka ákvörðun um
hvar hún vildi búa.
Svetlana bað vestræna frétta-
menn í Moskvu að láta sig fram-
vegis í friði. Hún hefði ekkert
meira við þá að tala.
rði.K
FÓLK
I LEIKSKÖLA
EFTIR
.LAHD
0G SYNIR'
JAMES
rixx
hlaapaiSjn
sem dó úr hjartaslagi
Metsölutímaritiö MANNLÍF
Meöal ofnis:
• Einkaviðtal við Jesse Jackson blökku-
mannaleiðtoga í Bandaríkjunum.
• Grein um breytt viðhorf til kynlífs á 9.
áratugnum.
• Óvenjulegt viötal viö Svavar Gestsson
alþingismann.
• Þekkt pör klæða sig uppá í tískuþætti.
• Svipmynd af Styrmi Gunnarssyni rit-
stjóra Morgunblaösins.
• Innlent og erlent fólk í fréttum.
• Greinar um bókmenntir og listir.
• Grein um Bobby Físher fyrrum heims-
meistara í skák.
• Lífsstíll, merkileg hótel, skoðanakann-
anir, sakamál og margt annað, vandað,
fjölbreytt og skemmtilegt efni.
FÆST í BÓKA- OG BLAÐSÖLU-
VERSLUNUM UM ALLT LAND
MANNLÍF
metsölutímarit,
áskriftarsímar 91- 687474 og 687479