Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 48
OPID ALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 Vöðvasullur fannst á mörgum bæjum í haust Berst á milli bæja með hundum VÖÐVASULLUR sá sem fannst í fyrsta skipti bér á landi í fyrrabaust í lömbum frá nokkrum baejum á Noró- u'landi hefur borist til Vesturlands. ViA slátrun f haust fannst hann í nokkrum lömbum frá 6 til 7 bæjum í Borgarfírði, Skógarströnd og Miðdöl- um í Dalasýslu. Ekki er vitað hvernig sullurinn hefur borist vestur yfir heiðar en það getur ekki gerst öðru vísi en með refum eða hundum. Sull- ur þessi er ekki hættulegur fólki en gerir kjöt óhæft til neyslu. Sauðfjár- veikívarnir hvetja bændur til aðgæslu í meðferð hunda og refa af þessu til- efni. Þessi umrædda sullaveiki fannst fyrst í fyrrahaust við venjulega rannsókn dýralækna á skrokkum og innyflum sláturlamba i slátur- húsunum á Svalbarseyri, Blönduósi _0g Hvammstanga. Ekki er vitað hvernig hann hefur borist hingað til lands en talið er að það hafi gerst með innfluttum refum eða ólöglega innfluttum hundum. Talið er líklegt að fáein ár séu liðin síðan sullurinn kom hingað til lands en hann hefur ýmist ekki fundist eða er fremur sjaldgæfur í nágranna- löndum okkar. Sullur vex upp af eggi bandormsins og nær lirfustigi í kindinni, en bandormurinn tekur sér bólfestu í innyflum refa og hunda. Egg hans ganga niður af viðkomandi hýsli með saurnum og þaðan komast þau í kindurnar, sem eru svokallaður millihýsill, því egg- in ná þar ákveðnu þroskastigi, en verða ekki að fullþroska bandormi fyrr en þau komast I hund eða ref á nýjan leik, sem verður þegar hund- ur eða refur étur sullarsýkt kinda- kjöt. Eftir sláturtíð í fyrra var leit- að nokkuð að fullorðna vöðva- sullsbandorminum í hundum og refum en án árangurs. Sú tegund sulls sem hér um ræð- ir er ekki hættuleg fólki. Hann sækir í hjarta, þind og aðra vöðva skepnunnar og gerir kjötið óhæft til matar. Sullurinn er nokkrir millimetrar í þvermál og sést sem svolítil gráleit arða í vöðvanum. Sigurður Sigurðarson dýralæknir, sérfræðingur Sauðfjársjúkdóma- nefndar, sagði í samtali við blm. Mbl. í gær að i haust hefði sáralitið borið á sullinum fyrir norðan. Ekki vissi hann ástæður þess en sagði að menn heföu ef til vill verið gætnari í meðhöndlun hunda. Sagði Sigurður að ekki væri að fullu vitað hvernig sullurinn hefði borist til Vesturlands og á milli bæja þar en vitað væri um hvolp sem farið hefði á milli tveggja þessara bæja og því líklegt að sull- urinn hefði borist þar á milli með honum og líklega viðar með hund- um. Sigurður sagði að áríðandi væri að bændur létu hunda ekki ná í hráæti, grafa hræ eða husla vand- lega svo og úrgang eftir heima- slátrun og gefa refum ekki ófryst- an sláturúrgang. Mikilvægt væri að hreinsa hunda nú þegar heima- slátrun væri lokið og helst oftar en einu sinni, og reyna að halda hundafjölda í skefjum. Sagði Sig- urður rétt að láta hunda vera sem allra minnst í fjárhúsum og hlöð- um og fá ráðleggingar hjá dýra- lækni þegar menn fengju sér hund. Þá sagði hann að hundar mættu alls ekki fara inn í refahús og gæta þyrfi að úrgangi frá refahúsum eins og reglur segðu til um. VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Vínþjófarnir enn gripnir með byssu: w I gæzlu fram á næsta ár TVEIR menn voru í gær úrskurðað- ir í Sakadómi Reykjavíkur í gæzlu- varðhald til 9. janúar næstkoraandi að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkis- ins vegna síbrota. Þeir hafa komið mjög við sögu sakamála að undan- förnu. Mennirnir voru handteknir í húsi við Hverfisgötu aðfaranótt fimmtudagsins. í húsinu fannst meðal annars riffill. Rannsókn RLR beinist meðal annars að því í hvaða tilgangi mennirnir höfðu skotvopn undir höndum. Mennirnir voru handteknir vegna innbrotsins í Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins á dögun- um. Þá var áfengi og tóbaki að verðmæti um 180 þúsund króna stolið. Annar mannanna var fyrir nokkrum dögum handtek- inn með haglabyssu, sem hann hafði stolið frá manni sem einnig var viðriðinn ÁTVR-þjófnaðinn. Sélbaðsstofur: 50—60% samdrátt- ur á skömm- um tíma „Samdráttur í viðskiptum síð- ustu daga hefur orðið frá 50% til 60% hjá þeim tuttugu sól- baðsstofum sem ég hef haft samband við, um það ber öllum saman," sagði Halldóra Helga- dóttir, sem sjálf rekur tvær sól- baðsstofur í Reykjavík, í sam- tali við blm. Mbl. í gær. Halldóra kvað eigendur sól- baðsstofa vera uggandi um sinn hag þessa dagana, vegna þeirra áhrifa sem umræða um fjölgum húðkrabbameins- tilfella og hugsanleg orsaka- tengsl þeirrar fjölgunar við sóllampanotkun landsmanna, kynnu að hafa á aðsókn að sólbaðsstofum. „Við ætlum að koma saman nk. þriðjudag og ræða málið,“ sagði Halldóra og bætti því við að aðsóknin hefði dottið niöur á sínum stofum I nokkra daga, en virtist nú vera að ná sér upp áftur. Góða veðrið helst áfram LANDSMENN geta verið í sumar- fötunum um helgina eins og í milda haustveðrinu undanfarna daga því um helgina verður austlæg átt og fremur milt veður um land allt. Um vestanvert landið verður víða bjart veður en þokuloft eða smá- skúrir við strendur austanlands. „Lægðirnar lognast allar útaf áð- ur en þær ná til okkar," sagði veð- urfræðingur á Veðurstofu ísiands í gærkvöldi þegar spurt var um ástæður þessa milda veðurs und- anfarna daga. 25 þúsund sjó- mílna sigling SKIPAFÉLAGIÐ Nesskip hefur samið við japanska fyrirtækið Sumitomo um flutning á 7.000 til 7.500 tonnum af járnblendi frá Járnblendiverksmiðj- unni á Grundartanga til Japans, en það er fullfermi stærsta skips félagsins, ms. Akraness. Þessi ferð ms. Akraness er um 25 þúsund sjómílna löng og sagði Benedikt Sveinsson hrl. stjórnarformaður Nesskips, að hún væri líklega lengsta ferð íslensks kaupskips til þessa. Japanska fyrirtækið gerðist ans i næsta mánuði. Sumitomo fyrr á þessu ári eignaraðili að hefur tryggt flutning til baka og Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og skuldbatt sig jafnframt til að kaupa hluta framleiðslunnar. Ms. Akranes er stærsta skip íslenska kaupskipa- flotans, burðargeta þess er 7.500 tonn. Skipið heldur áleiðis til Jap- er áætlað að ferðin taki 3 til 4 mánuði. Skipið fer um Suez- skurðinn á leið út en Panama- skurðinn á heimleið og er þetta því sannkölluð hnattsigling hjá áhöfn skipsins. Ms Akranes, stærsta skip íslenskakaupskiptaflotans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.