Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 Sölusýning vistfólks á Ási í Hveragerði llTer»*er*i. 14. november. DVALARHEIMILIÐ ÁS í Hverageröi verður með sölusýningu, basar, sunnudaginn 18. nóvember næstkomandi kl. 14 í Bröttuhlíð 20 (Magna- húsinu). I*ar verða til sýnis og sölu munir unnir af vistfólkinu f Ási og Ásbyrgi. Þessar sölusýningar eru orðn- ar mjög vinsælar af bæjarbúum hér í Hveragerði og einnig kem- ur fólk víða að til að kaupa sér prjónavörur fyrir veturinn og margir kaupa þarna fallega muni til að gefa i jóla- og tæki- færisgjafir, því verðið gerist ekki hagstæðara annars staðar. Kennarar í Ási og Ásbyrgi eru þær Unnur Benediktsdóttir og Ólöf Haraldsdóttir og hafa þær báðar starfað i mörg ár við kennsluna. Furðar marga á því hve þessar konur komast yfir að kenna mörgu fólki og hve afköst fólksins eru mikil, en kennararn- ir annast allan lokafrágang og uppsetningu á mununum. Hægt er að fá keypta muni vistfólksins í Ási og Ásbyrgi allan ársins hring og er salan jafnan mikil og fær þar vistfólkið nokkra umbun fyrir iðjusemi sína. Sigrún. 25 ár Álfheimabakarí Álfheimum 6 og Hagamel 67 I TILEFNI AFMÆLIS veröum viö með sérstakan afmælisbakstur um helgina. Við bökum sérstök ÁLFHEIMABRAUÐ og AFMÆLISVÍNARBRAUÐ á laugardeginum. Eins ætlum við að sýna hinum fjölmörgu viðskiptavinum okkar þakklæti með því að setja ávísun á 2.500 kr. í IO ÁLFHEIMABR AUÐ, 5 verða í hvorri verslun, þannig að nokkrir viðskiptavinir eiga von á afmælisgjöf á laugardaginn. Auðvitað gefum við að smakka. AFMÆLISTERTA Á SUNNUDEGINUM í tilefni þessara tímamóta fyrirtækisins, bjóðum við upp á sérstaka afmælistertu, og vonumst við til að viðskiptavinir okkar komi og þiggi tertusneið. Að sjálfsögðu verða búðirnar fullar af allskonar kökum og öðru meðlæti, þannig að allir fá við sitt hæfi. Komdu við í Álfheimum eða á Hagamel. SKEMMTIDAGSKRÁ SUNNUDAG ÁLFHEIMUM 6 HAGAMEL 67 Lúðrasveit Reykjavíkur kl. 15.30 Kór Langholtskirkju kl. 16.00 Lúðrasveit Reykjavíkur kl. 14.45 Kór Langholtskirkju flytur sérstaka afmælisdagskrá kl. 15.15 Dregið í Happ- drætti Hjarta- verndar DREGIÐ var í happdrætti Hjarta- verndar 16. nóvember sl. hjá borgar- fógetanum í Reykjavfk. Vinningar féllu þannig: 1. Greiðsla til íbúðarkaupa kr. 1 milljón á miða nr. 51.279; 2. Bif- reið VW Santana LX, 4 dyra á miða nr. 29.282; 3. Greiðsla upp í íbúð kr. 300 þúsund á miða nr. 44.833; 4. Greiðsla upp í íbúð kr. 200 þúsund á miða nr. 64.345; 5.-7. 3 Myndbandstæki hvert á kr. 45 þúsund á miða nr. 123.080, 67.781, 42.514; 8.-15. 8 Utanlands- ferðir hver á kr. 35 þúsund á miða nr. 63.752, 72.356, 117.513, 1.728, 119.662, 147.724, 9.036, 63.689; 16.—25. 10 Heimilistölvur hver á kr. 10 þúsund á miða nr. 25.696, 70.239, 134.111, 110.273, 95.058, 7.509, 41.071, 132.035, 42.647 og 113.888. Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar að Lágmúla 9, 3. hæð. Hjartavernd þakkar lands- mönnum öllum veittan stuðning. (Birt án ábyrgóar.) Athugasemd vegna sól- lampabaða MORGUNBLAÐINU hefur borizt athugasemd frá Cecil Vióari Jensen hjá Sólbaósstofunni Sól og Sæla vegna ummæla Árna Björnssonar læknis í Morgunblaðinu. Athuga- semdin er svohljóóandi: „Vegna ummæla Árna Björns- sonar læknis i blöðum siðustu daga, get ég ekki orða bundizt. Ég hafði samband við helztu stofnun á þessu sviði, MÁ Solarium Inter- national A/S i Danmörku, en hún hefur verið í forustu frá árinu 1982. Lampar frá þessu fyrirtæki voru þeir fyrstu sem viðurkenndir voru í Bandaríkjunum, en þar í landi eru gerðar meiri kröfur til slíkra tækja en á Norðurlöndum. Það hefur komið fram í fjöl- miðlum, því m.a. slegið fram i forystugreinum dagblaða, að húðkrabbatilfelli meðal karl- manna séu þrefalt fleiri en meðal kvenna á árunum 1975 til 1982. 1 þessu sambandi vil ég benda á að sólbaöstofur byrjuðu ekki að starfa á íslandi fyrr en 1980 og kariar byrjuðu fyrst að stunda solarium að ráði um 1983. Vegna þessa tel ég ummæli Árna Björnssonar læknis órökstudd við- víkjandi ljósalömpum. Áð lokum finnst mér furðu gegna, að viðskiptavinum, sem vísað er til okkar af læknum, hef- ur fjölgað verulega. Læknar vilja greinilega reyna solarium við alls konar kvillum sjúklinga, og má þar sérstaklega geta exerns."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.