Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 33
____________________MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 Gunnar Johnsen Minningarorð Eæddur 4. janúar 1911 Dáinn 9. nóvember 1984 1 dag, laugardaginn 17. nóvem- ber, fer fram frá Garðakirkju út- för Gunnars Johnsen, Marklandi, Garðabæ. Gunnar lést í Borgar- spítalanum 9. þ.m. 73 ára að aldri. Hann fæddist að Solheim í Len- vik-fylki í Norður-Noregi hinn 4. janúar 1911. Foreldrar hans voru hjónin Vilhelmine Johnsen, fædd Larsen, og Thorvald Kröitzer Johnsen, bakarameistari og hótel- eigandi í Finnsnes í Troms-fylki. Árið 1929 kom Gunnar fyrst til íslands til starfa hjá móðurbróður sínum, Emil Rokstad, er þá bjó að Bjarmalandi við Reykjavík. Emil Rokstad var þekktur athafnamað- ur á sinni tíð. Hann átti t.d. stór- býlið Elliðavatn um tfma. Á þess- um árum var eins og nú verið að leita nýrra leiða til að efla land- búnaðinn og var refa- og síðar minkarækt þar ofarlega á blaði. Gunnar hélt aftur til Noregs í þeim tilgangi að kynna sér loð- dýrarækt og setja á stofn loðdýra- bú þar í landi, en Island hafði fest það sterkar rætur í brjósti hans að hann sneri aftur til íslands og setti á stofn loðdýrabú í Valgarði í Garðabæ í félagi við Tryggva Guð- mundsson, bústjóra. Þegar loð- dýraræktin lagðist af á stríðs- árunum hóf Gunnar störf hjá Bernhard Petersen og starfaði þar í full 37 ár. Var hann vel metinn af atvinnurekanda sem starfs- mönnum vegna góðrar starfs- hæfni og einstakrar trúmennsku í störfum. Gunnar var mikill unnandi úti- vistar. Hann var góður skíðamað- ur og tók virkan þátt í þeirri íþrótt fyrr á árum. Þeir sem þekkja til á Marklandi vita, að Gunnar var einstaklega hagur. Má segja að hann væri jafnvígur hvort heldur var við byggingu húss, smíði húsmuna eða viðhald bifreiða, allt lék í höndunum á honum. Ekki má gleyma áhuga hans á ræktun. Hann hóf snemma trjá- rækt umhverfis heimili sitt að Marklandi. Vakti það eftirtekt og aðdáun þeirra sem um Hafnar- fjarðarveginn fóru að horfa heim að húsinu, sem með tímanum hvarf að mestu bak við þróttmik- inn gróðurinn. Eftir að hitaveitan kom og meiri tími veittist frá brauðstritinu eyddi hann sífellt meiri tíma í ræktun fagurra blóma í snotru gróðurhúsi er hann hafði reist í þessu skyni. Naut hann í þessu tómstundastarfi dyggrar aðstoöar eiginkonu sinn- ar. Gunnar var frændrækinn og hélt alla tíð góðu og nánu sam- bandi við ættingja sína og vini í Noregi og voru gagnkvæmar heimsóknir alltíðar. Árið 1938 kvæntist Gunnar eft- irlifandi eiginkonu sinni, Sigríði dóttur Jóhönnu Eyjólfsdóttur frá Snorrastöðum i Laugardal og Guðmundar Sigurðssonar, skip- stjóra frá Eyrarbakka. Sigríður er fósturdóttir Jóhönnu og Emils Rokstad. Sigríður og Gunnar eign- uðust tvær dætur, Jóhönnu sem er gift Guðmundi Baldri Jóhanns- syni húsasmíðameistara og Vil- helminu Elsu sem er gift Ólafi S. Ásgeirssyni, skólameistara. Barnabðrnin eru fimm. Sigríður bjó manni sínum og fjölskyldu fagurt heimili enda kunni Gunnar vel að meta það. Hann var mjög heimakær og sí- vinnandi að því að endurbæta og lagfæra það, sem hann taldi betur mepa fara. Eg vil að leiðarlokum þakka ánægjuleg og góð kynni um leið og ég flyt frú Sigríði og aðstandend- um öllum innilegar samúðarkveðj- ur okkar hjóna og barna okkar. Blessuð sé minning Gunnars Johnsen. Ásgeir Ólafsson Gamall vinur okkar hefur horf- ið úr þessum heimi. Þegar hugsað er til baka á kveðjustund, til þeirra ára, sem okkur fannst hann vera einn þeirra, sem tilheyrði lífshjóli okkar, kemur fyrst í hug góðlegt bros, glettni og hagar hendur. Við vorum ekki gömul systkinin í Skála þegar við kynntumst hon- um Gunnari Johnsen og allar göt- ur síðan áttum við umhyggju hans vísa. Við tókum ekki eftir því þó að hann talaði íslenskuna ekki eins og aðrir, enda var hún lík ís- lensku föður okkar. Þeir voru starfsfélagar og vinir og báðir komu þeir frá Norður-Noregi sem ungir menn. 1 gamla daga ef eitthvað átti að lagfæra eða endurnýja heima kom Gunnar og ráðlagði, stjórnaði verki og framkvæmdi. Við héldum að hann gæti gert allt. Hann gat allt, teiknað nýjar innréttingar og húsgögn, smíðað, málað og gert við hálfónýta hluti. Enn eigum við húsgögn hvort á sínu heimili, sem hann smiðaði handa okkar þegar við vorum börn og enn eru í notk- un af okkar börnum. Þegar við stofnuðum eigin heimili aðstoðaði Gunnar okkur við ýmislegt, sem við kunnum ekki sjálf. Þá stóðum við og horfðum á hann vinna og röktum úr honum garnirnar um ferðalög hans til Noregs og fólkið hans þar. Heimili Gunnars og konu hans, Sigríðar, í Marklandi í Garðabæ, er vitni þess hve mikill listamaður hann var til allra verka, hand- smíðað heimili í orðsins fyllstu merkingu. Nú skömmu fyrir and- lát sitt hafði hann enn áformað endurbætur og lagfæringar, sem átti að framkvæma fyrir jól. Markland með stóra og fallega garðinum er eins og vin í eyði- mörkinni. Ótrúlegt er hve þau hjón hafa ræktað og uppskorið úr þeim garði og margir notið góðs af. Margar ánægjustundir munu þau hafa átt saman þar. Þau kunnu að njóta þess, sem var við bæjardyrnar, fá falleg blóm og tré til að dafna og grænmeti og ávexti til að vaxa og njóta þeirra gjafa Guðs, sem þeim voru gefnar til að „rækta garðinn sinn“. Gunnar Johnsen var fæddur 4. janúar 1911 að Solheim í Lenvik- fylki í Norður-Noregi. Hann kom fyrst til íslands árið 1929 þá 18 ára að aldri. Eftirlifandi eigin- konu sinni, Sigríði, fósturdóttur Jóhönnu og Emils Rokstad, kvæntist hann árið 1938 og eign- uðust þau tvær dætur. Gunnar hóf störf hjá Bemhard Petersen árið 1942 og naut fyrir- tæki hans ómetanlegra starfs- krafta Gunnars óslitið til ársins 1979, er hann lét af störfum sök- um heilsubrests. En þrátt fyrir heilsuleysi settist hann ekki í helgan stein í aðgerðarleysi held- ur hafa þau hjónin enn hlúð að garðinum og húsinu sínu með því- líkri alúð og framkvæmdasemi, að undravert er. Þau hafa ferðast viða og kunnað að njóta þess sem fyrir augu bar, hitt vini og fjar- stadda ættingja og endurnýjað fjölskyldubönd. Á liðnu ári heim- sóttu þau Noreg og æskustöðvar Gunnars og kvaddi hann þá föð- urland sitt hinsta sinni. Við þökkum Gunnari samfylgd- ina og þá trúmennsku og vináttu, sem hann sýndi föður okkar með- an hann lifði, móður okkar og fjöl- skyldunni allri allt frá fyrstu tíð. Guð gefi Sigríði, dætrunum Jó- hönnu og Vilhelmínu og fjölskyld- um þeirra styrk á sorgarstundu. Við vottum þeim innilega samúð fjölskyldu okkar. Guð blessi minningu mæts manns og góðs vinar, Gunnars Johnsen. Elsa Petersen, Bernhard Petersen. Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum i líknarmildum föðurörmum þínum og hvili sætt, þótt hverfi sólin bjarta. Ég halla mér að þínu föðurhjarta. (MJ) f dag 17. nóvember kveðjum við Gunnar Johnsen, en útför hans verður gerð frá Garðakirkju. Gunnar var fæddur að Solheim í Lenvik-fylki í Norður-Noregi. For- eldrar hans voru Vilhelmine John- sen, fædd Larsen, og Torvald Kröitzer Johnsen bakari og hótel- eigandi á Finnsnes í Troms-fylki. Fimm ára gamall missti Gunn- ar móður sína en faðir hans kvæntist aftur Julie Johnsen og eignuðust þau tvo syni, Victor for- stjóra og Kristian bakara og verk- smiðjueiganda. Koma þeir báðir hingað til iands til að vera við útför bróður síns. Árið 1929 kom Gunnar til ís- lands þá átján ára til móðurbróð- ur síns Emils Rokstad, Bjarma- landi, og starfaði hjá honum um nokkurt skeið. Eftir að hafa farið út til Noregs og kynnt sér þar loðdýrarækt sá hann um rekstur slíks bús á Bjarmalandi, Reykja- vík, í nokkur ár. En leiðin lá svo aftur til heima- slóðanna þar sem hann kom sér upp eigin loðdýrabúi. En þar undi hann sér ekki og hvarf aftur til íslands þar sem hann fór að stunda fyrrnefndan búrekstur í Garðahreppi, þar til slíkur rekstur var bannaður með lögum. Árið 1938 kvæntist hann Sigríði, dóttur Jóhönnu Eyjólfsdóttur frá Snorrastöðum í Laugardál og Guðmundar Sigurðssonar skip- stjóra frá Garðbæ á Eyrarbakka, fósturdóttur Jóhönnu og Emils Rokstad. Gunnar nam land í Garðahreppi og reisti þar húsið Markland, í samfélagi við Emil Rokstad, og bjuggu þau þar saman alla tíð síð- an, eða þar til Rokstad andaðist fyrir þó nokkuð mörgum árum, en áfram bjó frú Jóhanna með þeim uns hún lést í hárri elli. Sigríður og Gunnar eignuðust tvær dætur: Jóhönnu, gifta Guðmundi Baldri Jóhannssyni trésmið og eiga þau tvö börn, Sigríði og Gunnar. Yngri dóttirin er Vilhelmína Elsa, gift Ólafi Ásgeirssyni nýskipuðum þjóðskjalaverði og eiga þau þrjú börn, Dagmar Ýr, Ásgeir og Elín- borgu Ingunni. Ég sem þessar línur rita er bú- inn að þekkja Gunnar í 42 ár eða síðan hann hóf störf hjá Lýsis- hreinsunarstöð Bernhards Peter- sen, árið 1942. Var því samvinna okkar orðin löng. Það var alla tið gott að eiga Gunnar að vinnufé- laga, engan skugga bar þar á í öll þessi ár. Gunnar var maður mikillar gerðar, vel gefinn til munns og handa. Það var alveg sama hvað það var sem hann tók sér fyrir hendur, allt gat Gunnar, hvort heldur var smíði á tré eða járni og allt þar á milli, og er þetta ekki ofmælt. Gunnar munaði ekki um að reisa heilt hús í hjáverkum hér fyrr á árum. Hann fékk sér lóð í Kópavogi og byggði þar fallegt einbýlishús og smíðaði það að öllu leyti einn. Svo það geta allir séð að hann hefur verið mikill og góður 33 vinnukraftur enda mikils metinn af húsbændum sínum. Á yngri árum var Gunnar mikill göngu- og skíðamaður og iðkuðu þau þessar íþróttir mikið saman hjónin. Gunnar gat fleira en smíðað hvað sem var, hann var mikill ræktunarmaður. Marklandi fylgdi stórt land og snemma var hafist handa við að planta út trjám og plöntum. — Erum við búin að fylgjast með þessu starfi þeirra hjóna frá því fyrsta. Gunnar var glöggur á menn og málefni, sérstakur á að muna menn og glöggva sig á svip þeirra. Gunnar hélt ætíð góðu sam- bandi við ættingja sína í Noregi. Þau hjón ferðuðust nokkrum sinn- um þangað, síðast fyrir einu ári og höfðu mikla ánægju af því ferða- lagi. Einnig hafa bræður hans og börn þeirra heimsótt þau hingað til lands. Gunnar var heimakær maður og þótt heilsan væri farin að gefa sig seinni árin féll honum aldrei verk úr hendi, enda Markland orðið að dýrðarreit. Með árunum skapaðist vinátta milli heimila okkar og áttum við margar ánægjustundir með þeim. Þau voru afbragðs ferðafélagar, alltaf glöð og örugg, hvað sem fyrir kom. Sama hvort maður snæddi svo saltan rauðmaga á Ströndum að eldglæringar stóðu í allar áttir eða flæddi undir við- leguútbúnað í stórrigningu í Land- mannalaugum. — Gunnar og Sig- ríður voru sérstök heim að sækja, höfðinglegar móttökur og allt við- mót elskulegt. Já, margs er að minnast og margt er hér að þakka. Eins og áður segir koma þeir Kristian og Victor hingað til að vera við útför bróður síns, vottum við þeim okkar innilegustu samúð. Elsku Sigríður, nú á þessum tímamótum biðjum við þér bless- unar um leið og við vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð. Við kveðjum Gunnar Johnsen, hafi hann þökk fyrir allt og allt, nú fer hann meira að starfa Guðs um geim. Steinþór Eiríksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.