Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 ffclk í (Si fréttum L. Á1 FYRIR TÍU ÁRUM VAR HANN SKÆRASTA ÍÞRÓTTASTJARNA DANA EN NÚ EYÐILAGÐUR AF EITURLYFJUM Ekkert eftir nema dauðinn eða fangelsið * Eg fyrirfer mér ef ég fæ ekki hjálp. Ég er kominn fram á hengiflugið, verð að skrapa saman 9—10.000 kr. daglega fyrir heróíni. Fyrir tíu árum var ég allra eftirlæti og efnilegasti íþróttamaður í Dan- mörku en síðustu átta árin hef ég verið eiturlyfjaneyt- andi. Verið á upptökuheimilum og í fangelsi, selt mig kynvillingum og stundað eiturlyfjasölu. Ég fyrirlít sjálf- an mig og hef oft reynt að stytta mér aldur. Nú grátbið ég um hjálp.“ Fimmtan ára gamall var Jan Petersen undrabarn í hnefaleikum og raunar orðinn Danmerkurmeistari í sínum aldursflokki 14 ára gamall. Þjálfarinn hans lofaði að gera hann að Ólympíumeistara en það fór á annan veg. RÍKISSÁTTASEMJARI SEXTUGUR Draugasögurí kexkassanum Mikið fjölmenni fagnaði Guðlaugi Þorvaldssyni ríkissátta- semjara sl. laugardag, þegar hann hafði opið hús í veitinga- húsinu Hrafninum í Reykjavík í tilefni af sextugsafmæli sínu 13. október sl. Guðlaugur ávarpaði gesti sína stuttlega og sagðist ekki hafa viljað halda upp á afmæli sitt á réttum tíma vegna þess að þá hefði staðið orrusta á vinnumarkaði. Hann vildi hinsvegar ekki alveg horfa fram hjá þeim deilum og því væri styrkleiki afmælis- blöndunnar réttu prósenti ofan við sáttatillöguna frægu — sem að visu hefði ekki vakið sérstaka hrifningu. Ýmsir vinir, kunningjar og samstarfsmenn Guðlaugs færðu honum gjafir í tilefni afmælisins. Alþýðusamband Islands, Vinnuveitendasamband Íslands og Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna sameinuðust um afmælisgjöf til ríkissáttasemj- ara og talaði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, fyrir hönd þeirra allra. Sagði hann m.a. að sú hefði helst orðið breyting á embætti sáttasemjara með þangaðkomu Guðlaugs Þorvaldssonar, að nú væri samningamönnum boðið upp á kex á fundum. Fyrir hönd ASÍ, VSÍ og VMSS færði Ásmundur síðan Guðlaugi fullan kassa af kexi — en á botni kassans var falið draugasögusafn, sem forseti ASl taldi geta komið sér vel á næturfundum í Karphúsinu. myndatextar Efri mynd. Ásmundur Stefánsson færir Guðlaugi kexkassann með draugasögu- safninu. Frá vinstri á myndinni: Júlíus Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Vinnumálasambands samvinnufélaganna, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands fslands, Ásmundur Stef- ánsson, forseti ASÍ, og afmælisbarnið, Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari. Torfi Hjartarson, fyrrum sáttasemjari ríkisins, heilsar Kristínu Krist- insdóttur, eiginkonu ríkissáttasemjara, sem stendur að baki þeim. „Ég átti að æfa morgna, kvölds og um miðjan dag og það var of mikið fyrir mig. Ég er skilnaðarbarn og var komið á barnaheimili 9 ára gömlum og hafði því ekki þann styrk, sem til þurfti. Þess i stað fór ég Undrabarn í hnefaleikum Jan Petersen varð Danmerkurmeistari í sín- um aidursflokki 14 ára gamall og lagði þá að velli Evrópumeistarann. Þjálfarinn var stað- ráðinn í að gera hann að ólympíumeistara en Jan stóðst ekki kröfurnar, sem til hans voru gerðar. að slá mér upp með stelpum og reykja hass. Ég komst að því, að ég gat haft mikla peninga upp úr því að selja mig kynvillingum og þá hafði ég alltaf nóg fyrir hassinu. Siðan lá leiðin i Kristjaniu þar sem ég byrjaði að sprauta mig og loks i Istedgade þar sem ég bjó með vændiskonu. Það var fyrst þá sem ég skildi hvað ég var djúpt sokkinn," segir Jan. Jan hefur gengið í gegnum þá hroðalegu martröð, sem fylgir eiturlyfjaneyslunni. Setið í fangelsi fyrir innbrot og líkamsárásir, legið á milli heims og helju eftir skotárás, selt sjálfan sig fyrir heróínið og margoft reynt að fyrirfara sér. í sumar sem leið hitti hann mann að nafni Arne Rytz, sem hefur sínar sérstöku aðferðir við að lækna eiturlyfjasjúkl- inga. Eru þær fólgnar í því að hreinsa líkamann með gufuböðum og alls kyns náttúrulækningameöulum en læknar hafa á þeim litla trú og þess vegna fæst enginn opinber styrkur. „Ég hef kostað samfélagið, skattborgarana í land- inu, rúmar sex milljónir króna frá þvi ég var niu ára gamall. Nú bið ég bara um hjálp í fjóra eða fimm mánuði svo ég geti losnað við eitrið úr líkamanum og aftur orðið ég sjálfur. Þetta yrði ekki dýrt en nú vill enginn hjálpa. Mín bíður ekkert nema dauðinn eða fangelsið, eftir nokkrar vikur á ég að fara inn aftur,“ segir Jan Petersen. VANN TIL FYRSTU VERÐLAUNA VIÐ LOKAPRÓF DIDDU tíð er gaman að frétta að landanum vegni vel í Blm. heyrði nýlega á skotspónum að Diddú, öðru nafni Sigrún Hjálmtýsdóttir, hefði hlotið markverða viðurkenningu á lokaprófi frá Guildhall School of Music and Drama. Til að sann- reyna fréttina var slegið á þráðinn til Diddú sem stödd er hérlendis í augnablikinu. Er það rétt að þú hafir unnið til fyrstu verðalauna nú er þú laukst prófi? Já, annars veit ég nú lítið um þetta sjálf. Þetta er kallað „Principle Price" og er aðallega tengt fjöl- hæfni. Skólastjórinn sem nú er við skólann hefur verið í 7 ár og hans markmið er að tengja þessar tvær deildir saman, „Music og Drama“. Ég hef verið í báðum deildunum og þessvegna komið eitthvað nálægt þessu markmiði hans um að sameina deild- irnar. Ég lauk prófi í júlí og það voru mikil formleg hátíðahöld sem haldin voru i Mansion House að viðstöddum Lord Mayer o.fl. Hyggurðu á frekara nám? Já, ég mun stunda framhaldsnám við Guildhall School of Drama and Music næstu árin, a.m.k. í alhliða söng. Ég er ekki farin að sjá fyrir endann á náminu strax. Skólaárið núna felst að miklu leyti í því að vera sem virkastur út á við og í deiglunni eru ýmsar óratoríur. Það eru einnig merk tónskálda- afmæli sem verður haldið upp á svo það er nóg að gera. Ertu semsagt á leiðinni út strax aftur? Já, núna um helgina þegar upptökunum á Betlara- óperunni lýkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.