Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 Útgefandi Framkvæmdastjórí Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Stærsti útgjaldaþátturinn Matthías Bjarnason, heil- brigðisráðherra, skýrði frá því á Alþingi í fyrradag að út- gjöld ríkisins til heilbrigðis- og tryggingamála hefðu hækkað úr 24,9% af heildargjöldum í fjár- lögum 1965 í 38% nú. Þessi mikla aukning sýnir hve brýnt er að halda vel utan um þá fjármuni, sem fara til þessara þarfa. Talsmenn Sjálfstæðis- flokksins lögðu áherzlu á það fyrir kosningarnar 1983, að þeir mundu beita sér fyrir samdrætti í ríkisumsvifum. Er þess að vænta að aðgerðir Sjálfstæðis- flokksins beri árangur á þessu ári og næstu árum. Stjórnarandstæðingar tala gjarnan um, hve hlutur einstakl- inga hafi hækkað í sjúkrakostn- aði. Matthías Bjarnason, heil- brigðisráðherra, fjallaði um þessa gagnrýni í nýlegri þing- ræðu. Hann sagði m.a. að nauð- synlegt væri að horfa um öxl til að fá réttlátan samanburð. Hann benti á að fram til 1971 hafi fólk greitt, til viðbótar venjulegum sköttum, sérgjöld til sjúkrasamlaga og almannatrygg- inga, sem að verðgildi ársins i ár svari til átta þúsund króna á hvern fulltíða mann. Á þessum árum námu sérstök trygginga- iðgjöld, sem fólk þurfti að inna af hendi, ásamt greiðslum fyrir lyf og til lækna, 35% af heildarút- gjöldum heilbrigðis- og trygg- ingarmála. í dag greiða menn engin slik sérstök iðgjöld vegna heilbrigðisþjónustu né almanna- trygginga. Þá benti ráðherra á, að vinstri stjórn, sem hér sat 1978, hafi ein- faldlega skellt á afturvirkum tekju- og eignaskatti á haust- mánuðum það ár, tviskattað tekj- ur fólks eða gjaldstofna liðins árs, sem svaraði 13,5% hækkun, og fullheimt fyrir áramót. Þannig fjáröflun, sem er lagalega vafa- söm og siðferðilega röng, sé ekki á dagskrá núverandi rikisstjórn- ar. Þvert á móti hafi hún lækkað skatta, enda óhjákvæmilegt, að ríkisbúskapurinn axli einhvern hlut í skertri þjóðarframleiðslu og rýrðum þjóðartekjum þrjú ár í röð. Þegar þrengdi að í þjóðar- og rikisbúskap kom til athugunar, hvort rétt væri að einstaklingar taki meiri þátt i greiðslu sjúkra- kostnaðar. Matthías Bjarnason sagði að á það hefði verið bent, að ekki væri ósanngjarnt að fólk, sem fer úr fullri vinnu og á full- um launum til skammdvalar á sjúkrahúsi, greiði einhvern litinn hluta kostnaðar. Frá þessu hefði verið horfið, m.a. vegna inn- heimtukostnaðar. Hinsvegar var samkomulag um að almenningur tæki meiri þátt í lyfjakostnaði og sjúkrakostnaði utan sjúkrahúsa. Tilgangur þessa var að stuðla að aðhaldi í lyfjanotkun og lækn- isþjónustu og beina lyfjaneyzlu að ódýrari innlendum lyfjum. Sjúkrasamlög greiða hinsvegar að fullu lyf sem er nauðsynlegt að nota við ákveðnum langvinnum sjúkdómum. Ráðherra sagði að flestir slíkir sjúklingar fái lyf sín ókeypis og engir þeirra ættu að þurfa að greiða oftar en þrisvar, fjórum sinnum á ári fyrir lyfja- úttekt. Ráðherra taldi engu að síður rétt að endurskoða gildandi regl- ur um þetta efni og sníða af agnúa. Nauðsynlegt sé, ekki sízt á þrengingartímum, að beita að- haldi í útgjaldaþáttum, sem þyngst vega í almennri skatt- heimtu, en tryggja þó öllum það öryggi, sem unnt væri, að því er varðar heilbrigðisþjónustu hvers konar. Almenningur verði hins- vegar að gera sér grein fyrir því, að heilbrigðisþjónusta kosti stór- fé, sem til hans er sótt með einum eða öðrum hætti. Beinar greiðsl- ur fyrir þjónustu, þó í litlu sé, skapi útgjaldaaðhald. Heilbrigðis- og Tryggingarmál taka til sín svo stóran hluta ríkis- útgjalda að baráttan fyrir sparn- aði í ríkisrekstri getur unnizt þar eða tapazt. Þess vegna ríður á miklu að vel takist til. Verðjöfnunar- gjald fellt niöurí áföngum Sverrir Hermannsson iðnað- arráðherra leggur til að verð- jöfnunargjald á raforku, sem ver- ið hefur 19%, lækki í 10% frá og með næsta ári, í 5% tveimur ár- um síðar og falli niður eftir fjög- ur ár. Verðjöfnunargjald á raforku er einn þáttur í háu orkuverði hér á landi og bitnar verst á þeim, sem búa við hæst orkuverð, því það er prósentu- en ekki krónuskattur. Gjald þetta hefur m.a. gengið til að tryggja rekstur Rafmagns- veitna ríkisins og Orkubús Vest- fjarða. Nú er í ráði að snúast með öðrum hætti við rekstrarvanda þessara fyrirtækja. Verðjöfnunargjaldið hefur ver- ið umtalsverður kostnaðarliður bæði hjá rafveitum og hitaveit- um, sem sumar borga háar fjár- hæðir í þetta gjald vegna raforku, sem notuð er til dælingar á heitu vatni. Niðurfelling gjaldsins ætti að hamla gegn miklu verðrisi raf- orku vegna kostnaðarauka orku- kerfisins í kjölfar gerðra kjara- samninga og hugsanlegra áhrifa þeirra á skuldastöðu raforkukerf- isins erlendis. Iðnaðarbankinn opnar tölvubanka: Þjónusta við viðskij vini allan sólarhrin^ IÐNAÐARBANKINN hefur tekið í notkun tölvubanka, sem er nýjung í bankaþjónustu hér á landi. Tölvu- bankinn býður upp á þjónustu við viðskiptavini bankans allan sól- arhringinn, alla daga ársins, en til að byrja með miðast þjónustan við möguleika viðskiptavina til að taka út peninga úr þar til gerðri vél i anddyri bankans. „Tölvubankinn er svar okkar við kröfum nútímans", sagði Val- ur Valsson bankastjóri, er hin nýja þjónusta var kynnt á fundi með fréttamönnum í gær, og í máli hans kom ennfremur fram, að markmið bankans með þessari nýjung væri að mæta þörfum fólks í nútíma þjóðfélagi, þar sem langur vinnudagur kallar á sveigjanlegri opnunartíma þjón- ustufyrirtækja. í skoðanakönn- un, sem unnin var af Hagvangi meðal viðskiptavina bankans ár- ið 1983, komu fram eindregnar óskir um sveigjanlegri opnunar- tíma. Þá var málið kannað mjög ítarlega frá öllum hliðum og leit- að upplýsinga sem víðast erlend- is. Niðurstaðan varð sú, að í febrúar 1984 voru pantaðir tölvu- bankar hjá IBM, sem nú eru teknir í notkun eftir sautján mánaða rækilegan undirbúning, eins og m.a. kom fram í máli bankastjóranna Ragnars Önund- arsonar og Braga Hannessonar, þegar tölvubankinn var kynntur. Tölvubankar hafa nú þegar verið settir upp í anddyri aðalbankans i Lækjargötu og í útibúi bankans í Hafnarfirði. Fyrir áramót verða settir upp tölvubankar í Grensásútibúi og á Akureyri, og eftir áramót í fjórum útibúum til viðbótar. Lykilkort er lykilinn að tölvu- bönkunum. Með kortinu er hægt að opna útidyrnar og komast inn í anddyrið, þar sem tölvubankinn er og taka út reiðufé, ef viðkom- andi á innistæðu á tékkareikn- ingi eða sparireikningi. Lykil- kortinu er stungið i merkta rauf Mig dreymdi um að verða píanóleikari segir Stephanie Brown, píanóleikari, sem leik- ur einleik með íslensku hljómsveitinni um helgina STEPHANIE Brown er ungur bandarískur píanóleikari, sem verð- ur sérstakur gestur fslensku hljómsveitarinnar á tónleikum bennar nú um helgina. Til að forvitnast um lif hennar og starf tók blm. Mbl. Stephanie Brown tali, þar sem hún var að æfa sig í Bústaðakirkju. Hún var fyrst spurð hvar hún hafi alist upp. „Eg fæddist í Denver, Colorado i Bandaríkjunum og bjó þar, þangað til ég var 14 ára gömul. Þá fluttist ég, ásamt fjölskyldu minni, til New York og þar hefur verið mitt fasta aðsetur síðan.“ Hvenær fékkst þú ahuga á pí- anóleik? „Sjö ára gömul fór ég að læra á píanó í einkatímum og var áhug- inn mjög mikill strax í upphafi. Á fyrsta árinu æfði ég mig t.d. f þrjá tíma á dag. Þegar ég var 8 ára kom ég fyrst fram á tónleikum. Ég man ennþá vel eftir þeim tón- leikum," segir Stephanie og bros- ir. „Mig dreymdi strax í upphafi um að verða píanóleikari að at- vinnu." En hvernig hófst ferill þinn sem píanóleikara? „Hann byrjaði eiginlega með því að ég vann keppni fyrir pían- óleikara, þegar ég var 19 ára göm- ul. Eftir það hélt ég minn fyrsta konsert. Þegar hér var komið sögu réð ég mér umboðsmann til að sjá um mín mál. Mér bauðst að fara til náms við Marlborough School of Music eftir keppnina, en síðan lauk ég meistaraprófi frá Juilli- ard-tónlistarskólanum árið 1976. En það opnaði mér ýmsar leiðir þegar ég vann keppnina, því þá komst ég í samband við fólk, sem kom mér í samband við fleira fólk í tónlistarheiminum. Þar með vissi fólk af mér og þá fóru að bjóðast ýmis verkefni. Samkeppn- in á þessu sviði er mjög hörð. Það eru svo margir, sem eru að berjast fyrir því að komast áfram á sama tíma.“ Fylgja þessu starfi ekki mikil ferðalög? „Jú, ég er búin að ferðast mjög víða. T.d. um þver og endilöng Bandaríkin, Evrópu, og vfðar. Það getur verið þreytandi að ferðast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.