Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi: Afli minnkadi og landbúnað- ur dróst saman 5 — Teikning *ð útilauginni sem verður um 25 metra löng og 12,50 metra breið. Stjkknaólmi, 16. ■ófpmbrr. AÐALFUNDUR Samtaka sveitarfélaganna í Vesturlandskjördæmi bófst í Stykkishólmi eftir hádegi í dag og er hann haldinn i félagsheimilinu í tengslum við hótelið. Fundurinn hófst með því að formaður, Kristinn Jóns- son, Búðardal, bauð fundarmenn velkomna og lýsti dagskrá. Kosinn var fundarstjóri, Finnur Jónsson Stykkishólmi og til vara Ragnheiður Ólafsdótt- ir, Akranesi. Kjörbréfanefnd hóf störf. Gert hafði verið ráð fyrir að félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson, mætti og flytti ávarp, en skeyti barst frá honum, þar sem hann kvað annir aftra sér frá því. Mættir voru fulltrúar úr flest- um sveitarfélögum á svæðinu, einnig mættu alþingismennirnir Friðjón Þórðarson, Valdimar Indriðason og Davíð Aðalsteins- son. Þá flutti Kristinn Jónsson skýrslu stjórnar um þau viðfangs- efni, sem verið hefðu á döfinni. Kom m.a. fram að afli á svæðinu hefði stórminnkað og samdráttur f landbúnaði var þannig að 18% minna hefði verið af sláturfé i haust. Guðjón Ingvi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, greindi frá ýmsum nýjungum i starfi sambandsins, sérstaklega á sviði atvinnumála og ýmsu, sem nú væri á umræðustigi. Magnús Oddsson flutti skýrslu fræðslu- ráðs. Kom þar m.a. fram að grunnskólar og aðrir skólar i um- dæminu eru tvísetnir og jafnvel meira og eðlilegu skólastarfi háði nú skortur betra húsnæðis. Þetta væri þó í framþróun. Ólafur Sveinsson, sem hefur verið iðnaðarráðunautur sam- bandsins flutti skýrslu iðnráð- gjafa, en ólafur er nú að láta af störfum hjá sambandinu. Kvað hann ráðstefnur hafa verið haldn- ar um nýjan iðnað og styrk við þann eldri og í þvi tilefni hefðu öll sveitarfélögin verið heimsótt. Þá var skýrsla framhaldsskólanefnd- ar, en umræður um framhalds- skóla og skipulag hafa verið mjög til umræðu undanfarin ár. Af- henti hann fundarmönnum frétta- bréf, þar sem skýrt er frá áform- um um rekstur og fyrirkomulag fjölbrautarskóla á Vesturlandi, en hann er í tengslum við Akranes. í þessu fréttabréfi kemur fram samkomulag um rekstur fjöl- brautaskóla Vesturlands, sem er í 13 liðum og undirritað af mennta- málaráðuneytinu og fjármála- ráðuneytinu og viðkomandi sveit- arfélögúm á Vesturlandi, en sam- ningur þessi er stílaður á 1. janúar á þessu ári. Framsögumaður, Eng- ilbert Guðmundsson, rakti i ávarpi sínu nánar hvernig fræðslumálum á Vesturlandi yrði háttað í framtíðinni. Næsta atriðið á dagskránni voru nýir valkostir í atvinnumál- um Vesturlands. Bjarni Guð- mundsson, aðstoðarmaður land- búnaðarráðherra, ræddi um ýmsa valkosti í landbúnaði og því til- heyrandi. Ingjaldur Hannibals- son, forstjóri Iðntæknistofnunar íslands, ræddi um þróun iðnaðar og framtíðarverkefni. Fundi verður haldið áfram I kvöld og verður kvöldverður í boði samtakanna á hótelinu í tilefni af 15 ára afmæli þeirra. Þar verður m.a. Stykkishólmskynning, sem Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri í Stykkishólmi, annast. Þá verður einnig frumsýnd 20 minútna kvikmynd, Vesturlandsmynd, sem ísmynd sf. hefur gert fyrir Ferða- málasamtök Vesturlands. Einnig verður minnst 15 ára afmælis samtakanna. Þá er gert ráð fyrir að fundur haldi áfram í fyrramál- ið kl. 9 og nefndir skili þá áliti. Umræður verða um nefndarálit og skýrslur og mál afgreidd og gengið til kosninga. Stefnt mun að þvi að ljúka fundi um hádegisbil. Samningum á Vestfjörðum frestað til sunnudags: Samstarf um að tryggja byggð á þessu landshorni — segir Pétur Sigurðsson forseti ASV SAMNINGAGERÐ Alþýðusambands Vestfjarða og Vinnuveitendafélags Vestfjarða, sem ætlunin hafði verið að Ijúka í gær, var ( gærmorgun frestað þar til síðdegis á morgun, sunnudag, að sögn Péturs Sigurðssonar, forseta ASV. „Þetta var gert af tæknilegum ástæðum, eins og það er kallað," sagði Pétur í samtali við blaðamann Mbl. „Við ákváðum nefnilega í haust að hefja samstarf í framhaldi af þeirri óáran, sem hrín á útkjálk- um þessa lands. Þetta samstarf er nú verið að forma og væntanlega verður gengið frá því í tengslum við samningana á sunnudaginn," sagði hann. „Þetta samstarf verð- ur væntanlega í því fólgið, að hvar sem því verður við komið munum við — verkafólk og atvinnurek- endur — í sameiningu reyna að halda í hlut okkar Vestfirðinga. í félagi við atvinnurekendur viljum við leita sameiginlegra ráða til að tryggja byggð á þessu landshorni — hér eru ekki aðrir atvinnu- möguleikar en þeir, sem snúa að sjávarútvegi og þeir kostir eru sí- fellt að þrengjast," sagði Pétur. Hann sagðist ekki eiga von á öðru en að samningar um kaup og kjör milli ASV og atvinnurekenda á Vestfjörðum tækjust á skömm- um tíma. „Það hlýtur að verða samið hér eins og annars staðar — við ætlum okkur ekki stærri hlut en aðrir. Og þótt við ætlum að hafa samstarf við þá um lífsaf- komu íbúanna hér þá munum við áfram deila við þá um skiptingu kökunnar. Ríkissáttasemjari kem- ur hingað um hádegi á sunnudag og þá verður gengið í málið,“ sagði Pétur Sigurðsson. Hafnarfjöróur: Ný sundlaug á Hvaleyrarholti FRAMKVÆMDIR eru hafnar við nýja sundlaug í suðurbæ Hafnar- fjarðar, ( svokölluðu Hvamma- hverfi, í mýrinni skammt fyrir neð- an Brandsbæ. í mannvirki þessu er gert ráð fyrir bæði inni- og útilaug ásamt tilheyrandi búningsaðstöðu og böðum, svo og bflastæði. Þór Gunnarsson, formaður byggingarnefndar, sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins, að jarðvinna við hina nýju sundlaug væri nú hafin og hefði verið samið við Jón V. Jónsson um þá framkvæmd, og miðað við að henni verði lokið i mars á næsta ári. Jarðvinnan er unnin fyrir um það bil 1,9 milljónir króna, en kostnaðaráætlun við þann hluta verksins var um 3,7 milljónir króna. Eins og áður greinir verða laugarnar tvær, annars vegar útilaug 25 metra löng og 12,50 m á breidd, en út frá þeirri laug verður grunn vaðlaug. Innilaugin er heldur minni, 12,50 metra löng og 9 metra breið og mun grynnri. Laugarnar eru tengdar saman þannig að hægt er að synda á milli þeirra í rennu. Mannvirkið er allt á einni hæð, og sérstaklega hannað með það fyrir augum að fatlaðir eigi auð- velt með að fara ferða sinna, m.a. er sérstök renna niður í laugina. Vatnsyfirborð verður jafnhátt bökkunum þannig að ekkert öldufrákast verður og vatnið því kyrrara en ella. Að sögn Þórs Gunnarssonar er hér um að ræða „tiltölulega hóflegt mannvirki", eins og hann orðaði það og hefur það fengið þá umsögn verkfræð- inga að vera „skynsamlegt mannvirki" að því er Þór sagði. Má m.a. nefna að laugin er þann- ig byggð, að auðvelt er að stækka og breyta eftir því sem henta þykir. Þór sagði að fram- kvæmdahraði væri ekki endan- lega ákveðinn en menn gerðu sér vonir um að að unnt verði að taka útilaugina í notkun eftir um það bil fjögur ár. Þór gat þess einnig að búið væri að ráða landslagsarkitekt til að huga að umhverfi laugarinnar, en arki- tekt mannvirkisins er Sigurþór Aðalsteinsson. V V V ▼ERTU ▼IÐBÚIN/N ▼ETRINUM ORMSSON HF. LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.