Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 Símamynd/AP Mario Coniglio liggjandi í blóói sínu { Palermo á Sikiley eftir að hann var skotinn af f*ri af óþekktum tilrsóismanni. Mario var bróóir Salvatore Coniglio, sem var félagi í mafíunni, og gekk til liðs vió lögreglu fyrir skömmu og Ijóstraði upp um starfsemi mafíunnar. vann sigur á vísundi Kenýa: Öldungur HANN VAR ekki af baki dottinn hann Margia Kitata, 85 ára gamall kroppinbakur, er vísundurinn réóst á hann skyndilega úti á akri. Þaó sem geróist var þetta: Kitata, efnalítill fjárbóndi í Norður-Kenýa, var úti á túni er hann heyrði vísundinn rymja ófriðlega fyrir aftan sig. Er hann snéri sér við sá hann að dýrið gerði sig líklegt til að ráðast á sig. Er slíkt ekkert gamanmál, því vís- undar eru annálaðir fyrir skap- bresti sína og hornin eru til ým- issa hluta nytsamleg þegar sá gállinn er á dýrunum. Kitata gamla gafst lítið tóm til að meta stöðuna, því áður en hann gat nokkuð aðhafst hafði dýrið ætt til hans. En í stað þess að hörfa eins og dýrið hefði kannski hugsað ef það gæti hugsað á annað borð, þá fór Kitata hvergi eins og Gunnar á Hlíðarenda forðum. Hann beið dýrsins og er það kom I seil- ingarfjarlægð, reif hann i nef og horn þess svo hörkulega að dýrinu skrikaði fótur. Við tóku miklar og harðar svipt- ingar, en eftir um klukkustundar glímu fór loks að gæta aflsmunar. ... já, vísiundurinn fór að gefa eftir, því ekki linnti kroppinbak- urinn gamli látunum eins og sönnum berserki sæmir. Tókst dýrinu um síðir að slíta sig laust, en þá var árásarhugurinn rokinn út í veður og vind og það sá sitt óvænna að hverfa út í buskann. Kitata slapp með skrámur, en tel- ur sjálfur að vísundurinn sé með eftirminnilegan hálsríg. Dagblöð í Kenýa slógu þessum áflogum mjög upp og dásömuðu mjög kraftakarlinn gamla. ARNAR-VIDEO MYNDBANDAUMBOÐ BREKKUGERÐI 19 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 82128 Hinar heimsfrægu kvikmyndir ANGELIQUE 1, 2, 3, 4, 5 komn- ar á myndbönd. Kvikmyndir þessar eru um þessar mundir settar á myndbönd víðsvegar um heim og njóta mikilla vinsælda. VERIÐ MEÐ FRÁ BYRJUN OG UPPLIFID STÖÐ- UGA SPENNU, ÁTÖK, ÁSTIR OG HATUR. MYNDBANDALEIGUR ATHUGIÐ: Dreifing á ANGELIQUE 1, 2, 3 hefst í byrjun næstu viku. Dreifing á ANGELIQUE 4, 5 hefst í desember. Ítalía: Fjárlög felld en síðan samþykkt Rómaborg, 16. nóvember. AP. Stjórn Bettino Craxi hlaut örugg- an meirihlutastuóning vió afgreiöslu neóri deildar þingsins á fjárlögum, en í gær felldi deildin meó 262 at- kvæóum gegn 260 hluta fjárlaganna. Sérfræðingar segja úrslit at- kvæðagreiðslunnar í gær til marks um bresti í samsteypu- stjórn Craxis, sem tók við völdum á miðju sumri í fyrra. Stjórnin hefur 366 sæti á þingi af 630. Sá hluti fjárlaganna, sem felldur var í gær, var samþykktur óbreyttur í dag með 314 atkvæðum gegn 244. Craxi vísaði á bug í dag vanga- veltum um að stjórnin kynni að falla þá og þegar. Kvaðst hann engin áform hafa um að takast á hendur ferð til forsetahallarinnar. Síðar í dag var ráðgerður fund- ur Craxi með leiðtogum sam- starfsflokkanna á þingi til að ræða framgang fjárlaga stjórnar- innar. Biskupakirkjan á Bretlandi: Kvenprestar með London, 16. BÓTember. AP. KIRKJUÞING biskupakirkjunnar á kirkjunnar hefur verið mjög annt Bretlandi samþykkti í gær tillögu þess efnis, aö konur fái að gegna prestsstörfum, en það hefur þeim verió óheimilt. Erkibiskupinn af Kantaraborg, Robert Runcie, sem er andlegur leiðtogi biskupakirkjunnar, lýsti sig andvígan því, að tillagan næði fram að ganga, þar eð hún mundi stuðla að sundrungu innan kirkj- unnar. Hann kvaðst hins vegar persónulega vera hlynntur því, að konur sinntu prestsstörfum. Á kirkjuþinginu, sem haldið er á fjögurra ára fresti, sitja bæði lærðir og leikir. 307 þingfulltrúar guldu tillögunni jáyrði, en 133 voru á móti. Þrátt fyrir samþykktina er ekki búist við því, að konur á Bretlandi hljóti prestsvígslu fyrr en í fyrsta lagi árið 1990. Eftir er að breyta kirkjulögum og til þess þarf sam- þykki þjóðþingsins og meirihluta héraðsþinga I biskupsdæmum landsins. Gagnrýnendur samþykktarinn- ar segja, að hún muni skaða sam- skiptin við rómversk-kaþólsku kirkjuna, sem leiðtogum biskupa- um að bæta. I löndum kaþólikka fá konur ekki prestsvígslu. Stútur stýrir Dorer. 16. nÓTember. AP. TVEIR franskir vörubflstjórar, meó fyrstu farma af Beaujolais Nouveau-víni frá Frakklandi til Bretlands áttu ekki annað ráö til að drepa tímann meöan ferjan flutti þá yfir Ermasundió til Do- ver, en aó setjast að farminum og hefja drykkju. f Dover vöktu þeir strax mikla athygli, annar fannst „dauður" við stýrið, en hinn fannst slagandi til og frá eftir leit þar eð vörubílsins var ekki vitjað. Lagði ramman áfengis- þef af vitum þeirra og er á þá var gengið viðurkenndu þeir að hafa drukkið „meira en góðu hófi gegndi". Reyndar reyndust þeir hafa þrisvar sinnum meira áfengismagn í blóðinu en lög gera ráð fyrir. Þeir fengu 170 punda sekt. Bratteli fékk heilablóðfall Ostó, 16. nóvember. AP. TRYGVE Bratteli fyrrum forsætis- ráóherra Noregs var í dag lagður inn á sjúkrahús vegna heilablóó- falls og er líðan hans alvarleg, samkvæmt heimildum ríkissjúkra- hússins í Osló. Bratteli, sem er 74 ára, var forsætisráðherra Noregs 17. marz 1971 til 18. október 1972 og aftur 16. október 1973 til 15. janúar 1976. í öðrum ríkisstjórn- um Verkamannaflokksins gegndi hann starfi fjármála- ráðherra og einnig samgöngu- ráðherra. Hann var formaður Verkamannaflokksins norska frá 1965 til 1975. Trygve Bratteli átti sæti á Trygve Bratteli Stórþinginu frá 1949 og þar til 1981 að hann hætti afskiptum af stjórnmálum. Ný þjónusta viö Umferöarmiöstööina /V <((t Bílaleigan Braut hefur flutt afgreiöslu sína í bensínstööina við Umferöarmiöstööina (BSÍ). Fyrir 1.000 krónur fáiö þér fólks- eöa station-bifreiöar til afnota í einn sólarhring meö söluskatti og 100 km akstri innifaliö. Tilvaliö í jólainnkaupin. Opiö frá kl. 9.00—19.00 og 21.00—24.00. Sími 21845. Heimasímar: 36862 og 45545. Bílaleigan Braut v/Umferöarmiöstööina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.