Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 21
MORGUNRLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 21 Danskir tvístíga út af lesendabréfi Kaupnunnaborn. 16. nófember. AP. DANSKA utanríkisríðuneytið íhugar nú hvernig það eigi að bregðast við yfirlýsingu bandaríska sendiráðsins um að lesendabréf f blaöinu Politiken sé „ögrun“ við bandaríska hagsmuni í Danmörku. f bréfinu, sem fjórir mennta- menn skrifa, er ráðist á það sem þeir kalla „ofbeldi gegn Nicar- agua“ og leggja þeir til að „beitt verði öllum ráðum" til að mót- mæla stefnu Bandaríkjamanna í Mið-Ameríku. Kalla þeir bréfið opið bréf til Ronalds Reagan for- seta. í bréfinu segir ennfremur að „ofbeldi gegn Nicaragua megi mótmæla með ýmsu móti og með því að hindra alla starfsemi Bandaríkjamanna í V-Evrópu“. Terence E. Todman sendiherra Bandaríkjamanna kvaðst túlka bréfið sem ögrun sem er í al- gjörri andstöðu við þær hugsjón- ir, sem sambúð Dana og Banda- ríkjamanna byggist á. Bréfið birtist sama dag og mótmælafundurhafði verið ákveðinn við bandaríska sendi- ráðið til að mótmæla stefnu Bandaríkjanna í Nicaragua. Til fundarins komu um 2.000 manns. Ritstjórar Politiken hafa rétt- lætt birtingu bréfsins á þeirri forsendu að þeir hafi ekki séð neitt hættulegt við það. Jaruzelski í Austur-Berlín Varajá, 16. BÓTember. AP. VOJCIECH Jaruzelski hershöfðingi, leiðtogi Póllands, kom í stutta heim- sókn til Austur-Berlínar í dag. Tók Erich Honecker, forseti Austur- Þýzkalands a móti honum á Schöne- feM-flugvelli. Austur-Þýzkaland er þriðja aðildarríki Varsjárbandalags- Líbýuútvarpið: Fyrrum ráðherra tekinn af lífi Kaíró, 16. nóvember. AP. ÚTVARPIÐ í Líbýu greindi frá þvf í dag, að sjálfsmorðssveitir bylt- ingarmanna hefðu líflátið Abdel- Hamid Bakoush fyrrum forsætisráð- herra landsins, sem dvalið hefur í útlegð í Egyptalandi síðan 1977. I frétt útvarpsins sagði að „af- takan“, eins og það var orðað, hefði verið á mánudaginn, en lýsti atvikum ekki nánar. Mágur Bakoush, sem haft var samband við, sagði að ráðherrann fyrrverandi og eiginkona hans hefðu farið frá heimili sínu í Hel- iopolis-hverfinu í Kairó á mánu- dag, og kvaðst hann engar spurnir hafa haft af þeim eftir það. í frétt Líbýuútvarpsins sagði m.a. orðrétt: „I samræmi við sam- þykkt þjóðþings Líbýu, sem komið RÍKISSKIP SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS Ms. Baldur fer frá Reykjavík 20. nóv- ember á Breiöafjaröar- hafnir. Vörumóttaka á af- greiöslu Ríkisskips. Sadofoss LÍM OG ÞÉTTIEFNI Fvf/flA Síðumúla 15, sími 84533. Málverkauppboð veröur aö Hótel Sögu sunnudaginn 18. nóv- ember nk. kl. 20.30. Myndirnar veröa til sýnis sunnudaginn 18. nóvember kl. 14.00—18.00 aö Hótel Sögu. ins sem Jaruzelski heimsækir síðan pólski presturinn Jerzy Popieluszko var myrtur. Hinn 9. nóvember sl. fór Jaruz- elski í stutta för til Ungverjalands til viðræðna við Janos Kadar leið- toga ungverska kommúnista- flokksins. Þaðan hélt Jaruzelski aftur heim til Póllands með járn- brautarlest, sem kom við í Tékkó- slóvakíu, en þar ræddi Jaruzelski við meðlimi úr forsætisnefnd tékkneska kommúnistaflokksins. Ómetanlegur gimsteinn STÆRSTI óslípaði gimsteinninn, sem til er í heimi, var sýndur opin- berlega í fyrsta sinn nú í vikunni. Steinninn, sem er 890 karöt, fannst í Afríku og halda eigendur hans því fram, að hann sé „ómetanlegur" í orðsins fyllstu merkingu, því að útilokað sé að gera sér nokkra grein fyrir hinu geypilega verðmæti hans. Mynd þessi var tekin í Frankfurt fyrir nokkrum dögum, er steinninn var þar til sýnis. hefur á fót sjálfsmorðssveitum til að útrýma óvinum byltingarinnar, tóku byltingarmenn svikarann og pappirshundinn Abdel-Hamid Bakoush, sem selt hafði óvinum araba og líbýsku þjóðarinnar sam- visku sína, af lífi kl. 3 eftir hádegi mánudaginn 12. nóvember sl.“ Bakoush var siðasti forsætis- ráðherra í stjórnartið Idriss Líbýukonungs, sem Moammar Khadafy steypti af stóli árið 1969. Hann var þá tekinn höndum og sat í fangelsi um hríð, en flúði til Egyptalands árið 1977, þar sem honum var veitt pólitískt hæli. Hann tók að sér forystustörf fyrir Frelsissamtök Líbýumanna, sem eru ein margra samtaka líbýskra útlaga er berjast gegn harðstjórn Khadafys. Bíóhölli frumsýnir hina heimsfrægu úrvalsmynd Yentl “W0NDERFUL! IT WILL MAKE Y0U FEEL WARM ALL OVERr -Rex Reed, SYNDICATED C0LUMN1ST “A HAPPY 0CCASI0N...” -Jack Kroll, NEWSWEEK MAGAZINE “A SWEEPING i MUSICAL DRAMA!” —Richard Corliss, TIME MAGAZINE “BARBRA STREISANÐ GIVES ‘YENTL’ A HEART THAT SINGS AND A SPIRIT THATS0ARS...” -PE0PLE MAGAZINE BARBRA STREISAND A fúm with tnusif. UNITED ARTISTS P««m, A BARWOOD FILM "YENTL" MANDY PATINKIN AMY ÍRVING Scre.npi.Y b, JACK ROSENTHAL «d BARBRA STREISAND B.,.d on YENTL, THE YESHIVA BOY b, ISAAC BASHEVIS SINGER Music bv MICHEL LEGRAND Lyricsby ALAN & MARILYN BERGMAN E*ecutivc Producer LARRY DE WAAY PC' fftfltWTALGlhOðHCt Co-Producer RGSTY LEMORANDE Produced & Directed by BARBRA STREISAND ! vam mnnM.mt »oiii»jnMUtc*QwúwiTl Origmtl Smindtrack Album on Columbu Recordt and Tjpes QD"01*’ Myndin hlaut Óskarsverölaun í mars sl. Aöalhlutverk: Barbara Streisand, Mandy Patinkin, Amy Irving Sýnd k I. 5, 7.30 og 10. Myndin er í í Dolby Stereo og sýnd í 4ra rása Starscope

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.