Morgunblaðið - 17.11.1984, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.11.1984, Qupperneq 14
14 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 AF INNLENDUM VETTVANGI GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Fram er komið á Alþingi frumvarp til laga um lögverndun starfsheitis kennara. Flutnings- menn eru þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar, Hjörleifur Guttormsson, Jóhanna Sigurðar- dóttir og Kristófer Már Kristinsson. Lagt er til, að rétt til að bera starfsheitio kennari hafí þeir einir, sem fullnægja skilyrðum laga um embættisgengi kennara (þ.e. hafí lokið kennara- prófí frá KHÍ eða prófí í uppeldis- og kennslufræði frá HI), og óheimilt verði að ráða aðra til kennslustarfa við skólastofnanir á vegum opinberra aðila. i fj Lögverndun eða atvinnufrelsi? Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, hafði greint frá því áður en frumvarp þetta kom fram, að starfsmenn menntamálaráðuneytisins og full- trúar kennarasamtakanna væru að semja frumvarp sama efnis og hefði hún í hyggju, að leggja það fram innan skamms. Virðist ráð- herra deila þeirri skoðun með þingmönnunum þremur, að með því að lögvernda starfsheiti kenn- ara sé verið að hlúa að kennara- menntun og gera starf kennara eftirsóknarvert. Alkunna er, að tildrög þess að frumvörp þessi koma fram, er beiðni samtaka kennara, sem í september sl. skrifuðu alþingis- mönnum og óskuðu eftir því, „að kennarastarfið verði lögverndað og það gert óheimilt að ráða aðra til kennslustarfa en þá sem hafa aflað sér réttinda til starfsins", svo orðrétt sé vitnað til bréfs þeirra. Það er athyglisvert, að enn hef- ur enginn kvatt sér hljóðs og lýst andstöðu við frumvarp þremenn- inganna og hið væntanlega stjórn- arfrumvarp. Kannski er það al- menn skoðun, að lögverndunin sé sjálfsögð og eðlileg, einhvers kon- ar réttlætismál. Margar aðrar starfsstéttir njóta lögverndunar og þingmennirnir þrír segja í greinargerð með frumvarpi sínu, að þeir hafi haft „hliðsjón af lög- um, sem sett hafa verið á undan- förnum árum til verndar réttind- um og heiti ýmissa starfsstétta", og nefna í því viðfangi lögverndun starfsheita félagsráðgjafa, sál- fræðinga og bókasafnsfræðinga. Einhliða umræða Ég hygg, að hina einhliða um- ræðu um lögverndun kennara megi hafa til marks um hve stjórnlyndi og forsjárhyggja hafa fest hér sterkar rætur, samhliða síauknum umsvifum ríkisvaldsins. í annan stað eru viðtökur lðg- verndarkröfunnar lærdómsríkt dæmi um það hvernig stjórnmála- menn „fjárfesta" í atkvæðum þrýstihópa eða semja frið við þá. Hér er ekki Vettvangur til að sundurgreina þessi atriði, en nógu væri það forvitnilegt; kannski ein- hver stjórnfræðingur gefi sér tíma til þess? En hvað sem einhliða umræðu líður, þá er hitt ljóst, að margvísleg rök má færa gegn því að starfsheiti kennara verði lög- verndað og full ástæða virðist til að hreyfa efasemdum við frum- vörpin er að því lúta. Rök gegn því, að störf manna og starfsheiti njóti lagaverndar eru af tvennu tagi. Annars vegar al- menn rök, sem beinast gegn allri lögverndun og löggildingu starfsstétta, og hins vegar sérstök rök, sem snúa að einstökum dæm- um, tilteknum starfsstéttum. Hin síðarnefndu rök eru misjafnlega sterk eftir því hvaða starfsstéttir eiga í hlut, eins og menn sjá í hendi sér ef þeir bera t.d. saman störf lækna og bókasafnsfræðinga eða lækna og kennara. Hyggjum nánar að þessum atriðum. Atvinnufrelsi „Engin bönd má leggja á at- vinnufrelsi manna, nema almenn- ingsheill krefji, enda þarf lagaboð til,“ segir í 69. grein stjórnar- skrárinnar. Þessi grein á rætur að rekja til 51. gr. stjórnarskrárinnar frá 1874, sem var svohljóðandi: „Öll bönd þau, er hamla atvinnu- vegunum og jafnrétti manna til atvinnu og eigi eru byggð á al- menningsheill, skal af taka með lagaboði.“ Ákvæði þetta var tekið orðrétt úr grundvallarlögum Dana en þar var því fyrst og fremst stefnt gegn hinum svokölluðu iðngildum, lokuðum starfshópum iðnaöarmanna. Gildi þessi voru frelsissinnum fyrri tíma mikill þyrnir í augum, og sennilega var það eitt stærsta skrefið til frelsis á Vesturlöndum þegar þau voru aflögð. Iðngildi þekktust ekki hér á landi, en atvinnufrelsi lands- manna voru settar margvíslegar aðrar hömlur, sem stjórnarskrár- ákvæðinu var ætlað að útrýma. Ólafur Jóhannesson vekur at- hygli á því í bók sinni Stjórnskip- an íslands (Rvík 1978), að 69. grein stjórnarskrárinnar hafi ekki verið virt að fullu: „Eru þess fjöl- mörg dæmi í núgildandi lögum,“ skrifar hann, „að lögð séu meiri eða minni höft á atvinnufrelsi manna." Ástæðan fyrir því, að stjórnarskráin er ekki virt að þessu leyti er sú, að í hinni um- ræddu grein er löggjafarvaldinu falið að túlka hugtakið „almenn- ingsheill“ og alkunna er, að sú túlkun hefur verið allfrjálsleg. Taldi ólafur nauðsynlegt, að kveða skýrar að orði um atvinnu- frelsi í stjórnarskránni, en það er hins vegar ekki gert í þeim drög- um, sem stjórnarskrárnefnd hefur samið. Ákvæði um atvinnufrelsi mun vera að finna í stjórnarskrám allra lýðræðisríkja á Vesturlönd- um. Talið hefur verið, að það sé hvort tveggja, siðferðilega rétt og hagkvæmt, að borgararnir fái að nota hæfileika sína eins og þeim sjálfum þóknast, á meðan það skaðar ekki aðra. Rannsókn sög- unnar leiðir líka í ljós, að hvers kyns bönd og höft á framleiðslu, verslun og þjónustu eru ávísanir á fátækt og stöðnun. Athafnafrelsi er á hinn bóginn aflvaki velmeg- unar og framfara. Mörgum kann að virðast, að lögverndun kennara, svo vikið sé að hinu eiginlega umfjöllunarefni, sé svo takmörkuð skerðing á at- vinnufrelsi, að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af henni. Frá- leitt sé að bera hana saman við hömlur á t.a.m.. framleiðslu og kaupsýslu. Þeir eru ófáir, sem telja sig frjálslynda í stjórnmál- um, sem sjá alls ekkert athugavert við það, að ekki fái aðrir að kenna í grunnskólum og framhaldsskól- um en þeir sem lokið hafa námi í uppeldis- og kennslufræði. Efasemdir um lögverndun Að hverju lúta þá efasemdirnar, sem boðaðar voru hér að framan? Ég hef einkum fjögur atriði í huga. í fyrsta lagi hafa engin marktæk rök verið færð fram til að réttlæta lagasetninguna, og það er sjálfsögð viðmiðunarregla, að setja ekki lög nema brýna nauðsyn beri til. Án nokkurs vafa brýtur lögverndun kennara í bága við ákvæðið um atvinnufrelsi í stjórn- arskránni. Varla dettur nokkrum heilvita manni I hug að halda þvi fram að „almenningsheill“ knýi á um slíka vernd. (Rök af því tagi kann aftur á móti að vera unnt að færa fram í dæmi starfsstéttar eins og lækna, sem hafa verið lögverndaðir um áratugaskeið.) Stjórnarandstöðuþingmennirnir þrír segja í greinargerð með frum- varpi sínu, að kjör kennara hafi stórversnað á undanförnum árum og gamalreyndir kennarar hafi unnvörpum horfið til annarra starfa. „Við þessar aðstæður er nauösynlegt að hlúa sem best að kennaramenntun og kennara- starfinu til að gera það eftirsókn- arvert. Ein leið í þeirri viðleitni er að starfsheitið kennari verði lög- verndað," segir í greinargerð þing- mannanna. Og ennfremur: „Með því að setja lög þess efnis, að ein- göngu þeir, sem hafa tilskilin rétt- indi, megi bera starfsheitið kenn- ari, má ætla að staða kennara efl- ist og meiri áhersla verði lögð á að búa svo að þeim að unnt verði að manna skólana fólki sem búið hef- ur sig undir starfið." Ekki virðast mér þetta burðug rök. Fjárhags- legar ástæður kennara er trauðla unnt að færa fram í réttlæt- ingarskyni með því lögverndunin snertir fleiri en þá, sem hún á að taka til. Lögverndunin er sannar- lega ekki einkamál þeirra, sem lokið hafa kennsluréttindaprófum. Hún kemur skólabörnum og for- eldrum þeirra við, ennfremur kjörnum yfirmönnum skóla og ekki síst þeim, sem úthýst verður þegar lögin taka endanlega gildi. Vert er að vekja athygli á því, að einatt þegar krafa um lögverndun er borin fram, kemur hún frá hagsmunahópnum, sem vernda á, en ekki „viðskiptavinum" hans. Stjórnmálamenn eru veikir fyrir aðgerðum þrýstihópa, einkum ef þeir eru fjölmennir og vel skipu- lagðir. Svo er um kennara, sem eðlilega hafa langtum betri tök á að koma hagsmunamálum sinum fram en óskipulagðir einstakl- ingar (s.s. foreldrar skólabarna og „réttindalausir“ kennarar). Hæfír kennarar útilokaðir { annan stað er það að nefna, að einokun kennslufræðinga á kenn- arastörfum í grunnskólum og framhaldsskólum skerðir atvinnu- möguleika þeirra, sem fúsir eru að Frá kennaraþingi í vor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.