Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 31 Helga Kristjáns- dóttir - Minning Fædd 16. júnf 1893 Dáin 11. júní 1984 Á síðastliðnu sumri andaðist að hjúkrunarheimilinu Sunnuhifð i Kópavogi Helga Kristjánsdóttir, ein af ötulustu stuðningsmönnum um árabil og heiðursfélagi Heim- ilisiðnaðarfélags íslands. Helga var Þingeyingur að ætt og upp- runa, fædd að Bakkaseli í Fnjóskadal 16. júní 1893. Hún missti foreidra sina ung að árum og ólst að nokkru leyti upp hjá skyldmennum sínum. Æskuheim- ili Helgu voru mikil myndar- og menningarheimili, sem settu mark á líf hennar alla tíð. Þar að auki hlaut hún meiri skólamennt- un en algengt var um ungar stúlk- ur á hennar aldri. Hún stundaði nám í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan prófi 1917. Veturinn 1919—20 var hún við nám í Dan- mörku og lagði þá aðallega stund á vefnað og matreiðslu. Einnig fór hún námsferðir til Svíþjóðar og Englands. Helga giftist Arnóri Sigurjóns- syni 1920 (f. 1.5.1893, d.24.3. 1980). Þau eignuðust 6 börn. Arnór var skólastjóri við Alþýðuskólann á Laugum, S—Þing., 1924—’33. Skólinn var þá nýstofnaður og f mótun. Helga kenndi þessi ár við skólann og tók mikinn þátt I öllu skólastarfinu með manni sfnum. Hún hafði áður kennt á Akureyri, í Fnjóskadal og við unglingaskóla á Breiðumýri f Reykjadal. A þess- um árum börðust þingeyskar kon- ur fyrir stofnun húsmæðraskóla I héraðinu. Helga lét þetta mál mjög til sín taka og á aðalfundi Kvenfélagasambands Suður-Þing- eyinga 1917 hafði hún framsögu f húsmæðraskólamálinu. Hús- mæðraskóli Þingeyinga að Laug- um tók til starfa 1929. Öll þessi ár vann Helga ótrauð að því að afla málinu fylgis. Hún sat í fram- kvæmdanefnd sem Kvenfélaga- samband S-Þingeyinga kaus til sóknar í málinu og einnig í fyrstu skólanefnd Húsmæðraskólans að Laugum. Efling og vöndun heimil- isiðnaðar var áhugamál Helgu, enda alin upp við mikla heimilis- menningu og sjálf vel verki farin. Hún sat í stjórn Heimilisiðnaðar- félags íslands og var ritari þess um árabil. f ágætri grein sem Helga ritar í Hugur og hönd, 1. tölublað 1966, um HÍ og verzlun þess segir hún m.a.: „Langt er síð- an að Heimilisiðnaðarfélagið fékk áhuga fyrir að koma á fót heimil- isiðnaðarútsölu. Útsölu var komið upp í Reykjavík sumarið 1922, en framhald varð ekki á því.“ Á félagsfundi 1950 var sam- þykkt tillaga um stofnun heimilis- iðnaðarverzlunar. Helga taldi með réttu, að verzlun gæti orðið lyft- istöng fyrir heimilisiðnað í land- inu, sem þá var í mikilli lægð. Hún sat í rekstrarstjórn fslenzks heim- ilisiðnaðar frá stofnun 1951 til 1972. Hún vildi veg verzlunarinnar sem mestan og var óþreytandi í stuðningi sínum á frumbýlings- árum hennar með góðum ráðum og annarri aðstoð. Heimilisiðnaðarfélag íslands og allir sem unna heimilisiðnaði og þjóðlegri menningu standa í mik- illi þakkarskuld við Helgu Krist- jánsdóttur fyrir störf hennar að þeim málum. Blessuð sé minning hennar. f.h. Heimilisiðnaðar- félags fslands, Jakobína Guðmundsdóttir. t Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför, MÖRTU SIGFÚSDÓTTUR frá Kirkjubw, Vastmannaeyjum. Sérstakar þakkir til kvenfélagslns Gefn fyrir ómetanlega aöstoö. Fyrir hönd hinnar látnu, Lilja Sigfúadóttir. t Hugheilar þakkir fyrir alla samúö og vinsemd viö andlát og útför eiginkonu minnar, SIGRÍÐAR GUDJÓNSDÓTTUR. Sigurkarl Stefánsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auösýndu okkur samúö og vinar- hug og studdu okkur við fráfall og jaröarför litlu dóttur okkar og systur, ÁGÚSTU INGU HANNESDÓTTUR Hvoli Hörgslandshreppi. Hannes Jónsson, Guóný M. Óskarsdóttir og systkini hinnar látnu. t Þökkum samúö og vinarhug viö andlát og útför, EINARS GESTSSONAR Hasli I Gnúpverjahreppi. Halla Bjarnadóttír, Gestur Einarsson, Valgeröur Hjaltested, Bjarni Einarsson, Borghildur Jóhannsdóttír, Eirlkur Einarsson, Magnea Viggósdóttir, Ari Einarsson, Þórdls Einarsdóttir og barnabörn. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför INGÓLFS PÁLSSONAR. Jóna Stefánsdóttir, Stefán Ingólfsson, Margrát Einarsdóttir, Ingibjörg Ingólfsdóttir, Siguröur Ragnarsson, Páll Ingólfsson, Hafdis Ingólfsdóttir, Ingvi Ingólfsson, Fanney Ingólfsdóttir Eydls Siguröardóttir, Ingjaldur Ragnarsson, og barnabörn. Guðspjall dagsins: MatL 18.: Hve oft á að fyrirgefa? DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Þórir Stephensen. Messa kl. 2.00. Sr. Hjalti Guömundsson. Laugardagur: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Sr. Agnes M. Siguröardóttir. Basar Kirkju- nefndar kvenna Dómkirkjunnar í Casa Nova viö Menntaskólann laugardaginn 17. nóv. kl. 2.00. Sóknarnefndin. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 10.30. Organleikari Birgir Ás Guömundsson. Sr. Hjalti Guö- mundsson. ÁRBÆJARPREST AK ALL: Barnasamkoma í Safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30. Guös- þjónusta í safnaöarheimilinu kl. 2.00. Organleikari Jón Mýrdal. Samvera í safnaöarheimilinu eftir messu. Esra Pétursson læknir flytur ræöu. Sigfús Halldórsson tónskáld og Friöbjörn G. Jóns- son flytja tónlist. Kaffiveitingar í boöi kvenfélags Árbæjarsóknar. Allt eldra fólk f söfnuöinum sér- staklega boöiö velkomiö. Miö- vikudagur 21. nóv. fyrirbæna- samkoma i safnaöarheimilinu kl. 19.30. Fimmtudagur 22. nóv. fó- lagsvist á vegum Bræörafélags Arbæjarsafnaöar í safnaöar- heimilinu kl. 20.30. Sr. Guö- mundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 2.00. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIDHOLTSPRESTAKALL: Kl. 11.00 barnasamkoma. Kl. 14.00 messa í Breiöholtsskóla. Ferm- ingarbörn aöstoöa. Sr. Lárus Halldórsson. BÚST ADAKIRK JA: Barnaguös- þjónusta kl. 11.00. Sr. Solveig Lára Guömundsdóttir. Guös- þjónusta kl. 2.00. Tekiö á móti framlögum til kristniboös. Organleikari Guöni Þ. Guö- mundsson. Aldraöir ibúar sókn- arinnar sem óska eftir bílfari fyrir messuna láti vita í síma 35507 milli kl. 10 og 12 sunnud. Fundur Bræörafélagsins mánudagskvöld kl. 20.30. Æskulýösfundur þriöju- dagskvöld. Félagsstarf aldraöra miövikudag milli kl. 2 og 5. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPREST AKALL: Barnasamkoma I safnaöarheimil- inu viö Bjarnhólastíg kl. 11.00. Guösþjónusta I Kópavogskirkju kl. 11.00. Bibllulestur I safnaöar- heimilinu fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. ELLIHEIMILIO GRUND: Messa kl. 2.00. Sr. Eiríkur J. Eiríksson, prédikar. Félag fyrrverandi sókn- arpresta. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Laugardagur: Barnasam- koma í Hólabrekkuskóla kl. 14.00. Sunnudagur: Barnasamk- oma I Fellaskóla kl. 11.00. Guös- þjónusta I Menningarmiöstööinní viö Geröuberg kl. 14.00. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Guös- þjónusta og altarisganga kl. 14.00. Organleikari Árni Arin- bjarnarson. Æskulýösstarf á föstudögum kl. 5.00. Basar kven- félagsins laugardaginn 17. nóv- ember kl. 2.00 I safnaöarheimil- inu. Sr. Halldór S. Gröndal. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Al- menn guösþjónusta kl. 14.00. Skírn og altarisganga. Ferming- arbörn lesa bænir og ritningar- texta. Vænst er þátttöku fer- mingarbarna og foreldra þeirra. Fríkirkjukórinn syngur, organ- Jeikari Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. Kvöldmessa kl. 17.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriöjudag- ur, fyrirbænaguösþjónusta kl. 10.30, beöiö fyrir sjúkum. Mið- vikudagur 21. nóv. Náttsöngur kl. 22.00. LANDSPÍT ALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.00. Barnaguósþjónusta kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. Messa kl. 2.00. Sr. Tómas Sveinsson. BORGARSPÍTALINN: Guösþjón- usta kl. 10.00. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Laug- ardagur: Barnasamkoma í safn- aöarheimilinu Borgum kl. 11. árd. Sunnudagur: Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2.00. Mánu- dagur: Biblíulestur í safnaöar- heimilinu Borgum kl. 20.30. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óskastund barnanna kl. 11.00. Söngur — sögur — myndir. Sögumaóur Sigurgeir Sigurös- son. Guösþjónusta kl. 2.00. Prestur sr. Siguröur Haukur Guöjónsson, organleikari Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Fjölskylduguösþjónusta kl. 11.00. Barnakór Garöabæjar syngur. Þriöjudagur 20. nóv. bænaguösþjónusta kl. 18.00. Miövikud. 21. nóv. Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur 23. nóv. siö- degiskaffi kl. 14.30. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. NESKIRKJA: Laugardagur: Samverustund aldraöra. Fariö í heimsókn í Múlalund og lagt af staö frá kirkjunni kl. 15.00. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 14.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Mánu- dagur: Æskulýösstarf kl. 20.00. Mióvikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórs- son. Fimmtudagur, Biblíulestur kl. 20.00. Sr. Frank M. Halldórs- son. SELJASÓKN: Barnaguösþjón- usta í Ölduselsskólanum kl. 10.30. Barnaguösþjónusta i íþróttahúsi Seljaskólans kl. 10.30. Guösþjónusta í öldu- selsskóla kl. 14.00. Mánudagur 19. nóv. vinnukvöld kvenfélags- ins í Tindaseli 3. Þriöjudagur 20. nóv. fundur í æskulýösfélaginu Sela í Tindaseli 3, kl. 20.00. Fimmtudagur 22. nóv., fyrir- bænasamvera í Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknarprestur. SELT JARN ARNESSÓKN: Barnasamkoma í Sal Tónskólans kl. 11.00. Sóknarnefndin. HVÍT ASUNNUKIRK J A Fíla- delfíu: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Safnaöarguösþjónusta ki. 15.00. Ræöumaöur Daniel Glad. Al- menn guösþjónusta kl. 20.00. Ræóumaöur Einar J. Gíslason. Fórn tii innanlands trúboös. KFUM A KFUK, Amtmannastíg 2B: Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaöur Gunnar J. Gunnars- son. Ræöuefni: Frelsi kristins manns. KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐAR- INS: Kirkjudagur safnaöarins. Messa kl. 14.00. Jóhanna Elín- borg Sveinsdóttir syngur, Jónas Þórir Dagbjartsson leikur einleik á fiölu. Kaffiveitingar eftir messu í safnaöarheimilinu og kvik- myndasýning fyrir börn. Sr. Bald- ur Kristjánsson. HJÁLPRÆDISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14.00. Bæn kl. 20.00 og hjálpræðissamkoma kl. 20.30. GARÐAKIRKJA: Messa kl. 14.00. Gunnar Eyjólfsson flytur ræöu. Margrét Pálmadóttir syng- ur einsöng. Sunnudagaskóli kl. 11.00 í Kirkjuhvoli. Sr. Bragi Friöriksson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Fjöl- skylduguösþjónusta kl. 14.00. Gunnlaugur Stefánsson fræöslu- fullt. Hjálparstofnunar kirkjunnar prédikar. Fyrirbænastund nk. fimmtudag kl. 18.45. Fræösluer- indi dr. Björns Björnssonar i slysavarnahúsinu kl. 20.30 fimmtudagskvöld. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN Hafnarfiröi: Barnasamkoma kl. 10.30. Guö- sþjónusta kl. 14.00. Orgel- og kórstjórn: Þóra Guómundsdóttir. Sr. Einar Eyjólfsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Æskulýös- og fjölskylduguös- þjónusta kl. 14.00. Þess er vænst aö fermingarbörn og foreldrar þeirra sæki guösþjónustuna. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14.00. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Frank Herlufsen. Sr. Guömundur Örn Ragnarsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 14.00. Organisti Jónína Gísla- dóttir. Sr. Guömundur Örn Ragnarsson. AKRANESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30. Fjöl- skylduguösþjónusta kl. 14.00. Bjarni Karlsson æskulýösfulltrúi pródikar. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Aöalfundur eftir messu. Sr. Björn Jónsson. BORGARNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.