Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 t Hjartkær eiginkona min og móöir okkar, KETTÝ SIGURBJÖRG SNOWDEN, lædd Andersan, lést á sjúkrahúsi i Cardiff, Suöur-Wales, 11. nóvember sl. Jaröaförin hefur farið fram. Francis William Snowden og daatur. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afl, MAGNÚS KRI8TJÁNSSON rafmagnseftirlitsmaöur, Laugateig 5, veröur jarösunginn frá Laugarneskirkju mánudaginn 19. nóvember kl. 15.00. Svanhildur Jósefsdóttir, Edda Magnúadóttir, Siguröur Hall, Skúli Magnússon, Lilja Viöaradóttir og barnabör t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR S. HJÖRLEIFSDÓTTUR, Stuóiaseli 4, Reykjavík. Kristinn Ólafsson, Ingibjörg Hallgrlmsdóttir, Auöur S. Kristinsdóttir, Lúövfk Kristinsson, Hallgrlmur Kristinsson, Ólafur Ó. Kristinsson Hjörleifur Ólafsson, Benney Ólatsdóttir, Ólafur K. Hjörleifsson, Jóhann Ó. Hjörleifsson, og barnabarnabarn. Guðríður Bárðar- dóttir - Minning Fædd 29. mars 1902 Díin 10. nóvember 1984 Það varð þeim mikill gleðigjafi ungu hjónunum í Holti í Álftaveri — Bárði Pálssyni og Sigríði Jóns- son — er þeim fæddist dóttir um sumarmálin 1902 — annað barnið i hjúskapnum, sem stofnað var til 5. nóvember 1899. Þessa yndislegu óskarós önnuðust foreldrarnir með fádæma nærgætni og um- hyggju enda dafnaði hún á sinn máta ekkert síður en vorgróður- inn, sem alls staðar í umhverfinu við ungu hjónin í Holti haslaði sér völl tii unaðar sérhverju sjáandi auga. Þessari dýrðlegu vorgjöf til hjónanna, dótturinni, var gefið nafnið Guðríður, en það var nafn konu Jóns bónda Jónssonar í Jór- vík, Guðríðar Klemensdóttur, sem andaðist 11. febrúar 1901. Þessi unga Guðríður tilheyrði að sjálf- sögðu foreldrum sinum í Holti og var þeim ljúf og mikill gleðiauki svo sem best er kosið. Hún eignað- ist tólf systkini og nærri má geta að ekki hafi hún verið há í loftinu, þegar handtök hennar þurftu til að létta heimilisstörf móðurinnar, en aldrei var þörfin svo aðkallandi að ekki gæfist viðunandi tími til æskuærsla innan dyra sem utan enda freistandi fyrir hrausta og glaðlynda hnátu að smeygja sér út, því í umhverfi heimilis hennar voru á þriðja tug ungmenna, sem öllum var lífsnauðsyn að leika og verða að einskonar systkinum. Að Jórvík í Álftaveri fer Guðríður 1924. Hún gifti sig þar 1928 Guð- manni syni bóndans Isleifs Jóns- sonar. Ungu hjónin ílentust þar og verða ábúendur jarðarinnar eftir foreldra Guðmanns, ísleif og Ingi- björgu Jónsdóttur, allt þar til heilsa þeirra og kraftar gefa sig við það mark, sem kallað er: Hingað og ekki lengra, en það var í október 1983. Þá yfirgáfu þau, Guðriður og Guðmann bújörð sína, Jórvík, og settust að í Vík á vistheimili aldraðra. í full 55 ár eru þau ábúendur jarðarinnar Jórvík i Álftaveri og þau skila henni margfalt verðmætari en þá, er þau tóku við henni, slíkt ber að þakka þeim hjónum en engu síður niðjum þeirra, bðrnunum og upp- alendum, sem öll sameinuðust um það takmark að gera fremur lé- lega bújörð að höfuðbóli. t þessum skrifuðu málsgreinum höfum við aðeins rammann utan af lífsfleti Guðríðar Bárðardóttur, eftirtekt- arverðu heimasætunnar í Holti, á öðrum tug 20. aldarinnar en myndefnið sjálft, sem umgerðin á að varðveita, verður erfiðara við- fangs til útlistunar, ef það á að gefa rétta hugmynd um konuna — húsfreyjuna í Jórvík. Hún ól manni sínum, Guðmanni ísleifssyni, sex efniieg börn, fjórar dætur og tvo syni. Tvö systurbörn tók hún að sér og ól upp sem ást- kær móðir. Þessum ungmennum kom Guðríður ásamt manni sínum til manndómsára og byggðu þau öll þannig upp líkamlega og and- lega, að farsæld og gæfa skyldi fylgja sérhverju skrefi þeirra til lifs og frama ævina til enda. Svo t Þökkum innilega öllum þeim mörgu sem auösýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför ÞÓRU SIGFÚSDÓTTUR kaupmanns, Gilabakkavagi 9, Akureyrl. löunn Sigfúsdóttir, Bragi Sigfússon, Björgvin Jónasson, Guörún Jónasdóttir, Béra Sigfúsdóttir, Sigfús Jónasson, Sigrföur Gunnarsdóttir, Hslgi Aóalsteinsson. t Þökkum innilega samúö og hiýhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Bergstööum. Guö blessi ykkur öli. Guömundur Halldórsson, Kristfn Halldórsdóttir, Bóthildur Halldórsdóttir. sem Guðriður lagði allt til er að gagni kom varðandi uppeldi barna sinna, þá sýslaði hún ekki minna við að tendra eins konar lifandi anda í alla muni heimilisins, hvert herbergi, stofa eða afkimi fékk mátt, eins konar sál, sem hjalaði við sérhvern þann sem var í snert- ingu eða sjónmáli, allt fast og laust virtist íklæðast eins konar hátiðarskarti, svo vel fórst hús- freyjunni að meðhöndla alla hluti, sem henni tilheyrðu í heimilinu á Jórvík. Utan við sitt heimili í Jórvík var Guðriður ævinlega með útréttar hendur til aðstoðar öllu lífi, og gilti einu, hvort það til- heyrði mannfélaginu, dýrum eða gróðri moldar, hendur hennar líknuðu og smyrslin hennar ávallt allra meina bót. Guðríði þótti vænt um sveitina sína og mannfé- lagið þar og hún var alltaf jákvæð gagnvart öllu er miðaði að heil- brigðum félagsanda. Henni var annt um kvenfélagið i sveitinni sinni og hún gaf þvi af örlæti orku með góðum hug úr sínum armi. Guðriður, húsfreyjan í Jórvik, andaðist 10. nóvember i sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi. Útför hennar verður gerð í dag, laugar- daginn 17. nóvember, kl. 2 e.h. frá Þykkvabæjarklausturskirkju í Álftaveri. Hugheilar samúðarkveðjur eru sendar eiginmanni hennar, Guð- manni ísleifssyni, börnum þeirra, ættingjum og vinum. J.Í. radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Stjórnmálafundur í Gnúpverjahreppi Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn i Arnesl þrlöjudaglnn 20. nóvember nk. kl. 20.30. Framsögumenn veröa alþingismennirnir Egill Jónsson og Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstœöisflokksins. Einnig mæta á fundinn alþinglsmennirnir Arni Johnsen og Eggert Haukdal og taka þátt í umræöum og svara fyrirspurnum. Þorstwnn Pélsson Arni Johnssn Eggsrt Haukdal Sjálfstæóisfélagiö Huginn. Ungt sjálfstæðisfólk Sambandsráösfundur SUS veröur haldinn aö Hellu á Rangárvöllum, holgina 24.—25. nóvambar nssstkomandi. Rétt til fundarsetu eiga allir stjórnarmenn í félögum ungra sjálfstæöismanna, stjórn og vara- stjórn SUS svo og trúnaöarmenn SUS-stjórnar. A dagskrá eru niöur- stðöur af starfi velferöarhóps SUS, skipulagsmál SUS og stjórnmála- vlöhorfiö. Ferö veröur frá Reykjavik aö morgnl laugardagsins 24. nóvember. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu 8U8 I sima 82900, aigi siöar an miövikudaginn 21. nóvember. Samband ungra sJálfstsBölsmanna. Aðalfundir Aöalfundir sjálfstæöisfélaganna í Ólafsfiröi veröa haldnir á hótelinu laugardaginn 17. nóvember kl. 14.00. A dagskrá eru: Venjuleg aóalfundarstörf. Fólk er hvatt til aö fjölmenna. Sjálfstaaöisfólag Ólafsfjaröar, FUS Garöar og tulltrúaráö sjálfstæöistélaganna. Rangárvallasýsla Fjölnir, félag ungara sjálfstæöismanna i Rangárvallasýslu, heldur aóalfund sinn á Hellu miövikudaginn 21. nóvember kl. 21.00 i Hellubíói. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Gestur fundarins veröur Friörik Friöriksson fyrsti varaformaöur SUS. Allt ungt sjálfstæöisfólk i Rangárvaltasýslu er velkomiö á fundinn. Stjórnln. Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn Keflavík Aöalfundur Aöalfundur sjálfstæöiskvennafélagslns Sóknar Keflavik, veröur hald- Inn mánudaginn 19. nóvember 1984 kl. 20.30 í Sjáltstæölshúslnu, Hafnargötu 40. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjómln. ísafjörður Aöalfundur Fylkis félags ungra sjálfstæðismanna á isafiröi veröur haldinn laugardaginn 17. nóv. kl. 16.00 í Sjálfstæöishúsinu (2. hæö). Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Lagabreytingar. Önnur mál. Stjómln. Aðalfundir Aöalfundir sjálfstæöisfélaganna í Ólafsfiröi veröa haldnir á hótelinu laugardaginn 17. nóvember kl. 14.00. A dagskrá eru: Venjuleg aöalfundarstörf. Fólk er hvatt til aö fjölmenna. Sjálfstæöisfélag Ólafsfjaröar, FUS Garöar og fulltrúaráö sjálfstæölsfélaganna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.