Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 10
82
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
Fagnar sigri
AUSTURRÍSKI kappakstursmaðurinn Nikki Lauda fagnar hér sigri f
heimsmeistaramóti kappakstursmanna, en þaó er f þriðja sinn sem
Lauda sigrar í þeirri keppni. Myndin var tekin eftir kappaksturskeppni
í Portúgal, þar sem Lauda hafnaði f öðru sæti og tryggði sér þar með
beimsmeistaratignina. Sigurvegari í kappakstrinum f Portúgal varð
Frakkinn Alain Prost, sem ekur McClaren-bfi eins og Lauda. Prost er
til vinstri við Lauda.
Bandaríkin:
Sætindi, blómasend-
ingar og símaráðgjöf
New York, 16. nóvember. AP.
REYKLEYSINGJAR í Bandaríkjun-
um tóku reykingamenn upp ó arma
sína í gær og „gengu þeim í Töður
stað“, þegar haldinn var árlegur
reykiaus dagur í áttunda sinn, fyrir
forgöngu krabbameinsfélags lands-
ins.
Sumir buðu upp á sætindi og
aðrir sendu reykingamönnum
blóm ásamt góðum óskum um að
þeir gætu vanið sig af fíkninni.
Reykingamenn sem höfðu nýlega
hætt að reykja og áttu erfitt gátu
hringt í ákveðið símanúmer og
fengið uppörvun og góð ráð hjá
fyrrverandi reykingamönnum.
.Það sem dugar manni best er
að vera ákveðinn i að hætta að
reykja... Þegar dregur úr fíkn-
— á áttunda reyk-
lausa deginum
inni, verður maður sáttur við
sjálfan sig. Maður finnur til meira
sjálfstrausts, finnst maður hafa
betri tök á lífi sínu en áður,“ sagði
einn símaráðgjafanna.
Annar ráðgjafi sagði frá konu
sem reynt hafði tíu sinnum áður
en henni tókst að hætta að reykja.
Hún hafði gripið til þess að
prjóna, þegar hlé gáfust í vinn-
unni, í því skyni að halda hugan-
um fjarri sígarettunum.
Í tilefni af reyklausa deginum
notuðu nokkrir þingmenn tæki-
færið og lögðu fram frumvörp sem
stefnt er gegn reykingum.
Borgarráð Honolulu-borgar
samþykkti reglugerð, þar sem
kveðið er á um bann við reyking-
um í flestum opinberum bygging-
um, um tiltekinn tíma til reynslu.
Samkvæmt reglugerðinni varðar
það kaupmenn 50 dollara sektum
að láta undir höfuð leggjast að
hafa uppi skilti með áletruninni
„Reykingar bannaðar". Og reyk-
ingamenn hljóta 5—25 dollara
sektir fyrir hvert brot á reglugerð-
inni.
Á reyklausa deginum var mikið
um fyrirbyggjandi starf í skólum,
þar sem reynt var að ná til ung-
menna sem ekki eru byrjuð að
reykja, í því skyni að vara þá við
hættunni.
Glæsileg
Matar- og kaffistell
frá Bing & Gröndahl
MÁVURINN — GULLFALLEGT
matar- og kaffistell meö miklum fjölda aukahluta.
JÓLARÓSIN — LISTILEGA FALLEGT
matar- og kaffistell i fallega bláum tónum.
BALLERINA — STÍLFAGURT
matar- og kaffistell í bláum tón meó gullkanti.
FALLANDI LAUF
matar- og kaffistell fyrir fagurkera.
RAMMAGERÐIN
KR1STALL& POSTULÍN
HAFNARSTRÆTI 19
Sendum
í póstkröfu.
Astralía:
Blóðgjafar
villa á sér
heimildir
Sjrdaey, Ástraliu. 16. nivember. AP.
LÖGGJAFINN í Ástralíu hefur
sett lög sem heimila refsingu til
handa þeim sem gefa blóð án
þess að láta þess getið ef þeir eru
kynvillingar eða eiturlyfjaneyt-
endur. Fólk úr þeim hópum er
talið líklegra en annað að ganga
með AIDS-vírusa, sem nefndir
hafa verið áunninn ónæmisbrest-
ur. Löggjöf þessi var sett í kjölfar
dauða þriggja kornabarna sem
fengu blóðgjöf frá sama blóðgjaf-
annm sem reyndist vera kynvill-
ingur með AÍDS. Fjórða barnið
er dauðvona eftir blóðgjöf frá
sama aðila. Öll sýndu sterk ein-
kenni AIDS.
Kynvillingurinn sem um
ræðir hefur verið í yfirheyrsl-
um og á yfir höfði sér allt að
tveggja ára fangelsi fyrir að
gera ekki grein fyrir kyntil-
hneigingum sínum, því nokkur
brögð þykja hafa verið á því að
fólk í þessum hópi hafi gefið
villandi persónulegar upplýs-
ingar. Góðar greiðslur fást er-
lendis fyrir blóðgjafir um um-
ræddur blóðgjafi hefur gefið
blóð 15 sinnum síðan árið 1981.
Leitað er nú dyrum og dyngj-
um að öðrum sem fengið hafa
blóð úr manni þessum.
Noregur:
Allt stopp
í rækjunni
ÓaU, 15. aóreBiber. Frí Jan Erik Luie,
fréttaritara MbL
ENN er allt við það sama í norskum
rækjuveiðimálum, ekkert veitt og
ekkert selt, og engar horfur virðast á
að það breytist á næstunni. Á fundi
sem nýlega var haldinn með forystu-
mönnnm fiskiðnaðarins og fiskselj-
enda náðist enginn árangur.
Ástandið á rækjumarkaðinum
er einnig óbreytt. Útflutnings-
verðlag er svo lágt, að norskir
framleiðendur telja sig ekki geta
borgað það verð sem seljendur
rækjunnar vilja fá. Og þar með er
ekkert veitt.
Búist er við að fleiri fundir verði
haldnir innan tíðar í því skyni að
koma rækjuveiðinni í gang á ný,
því að margir norskir sjómenn
tapa stórfé vegna veiðistöðvunar-
innar.