Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 mér nægja 6 aura á dag að lifa á. Þá kost- aði hálft franskbrauð 12 aura, svo ég ákvað að borða helminginn af hálfu franskbrauði á dag. Á þessu lifði ég svo, þó ekki nema hálfan mánuð, þá fékk ég taugaáfall, og fylgdi því mikil hræðsla, og ég varð kaldur öðrum megin. Ég hélt fyrst, að þetta væri hjartaslag. Ég þekkti þá eng- an í Kaupmannahöfn, því Þorvaldur og Jón Engilberts voru ekki í bænum. Þeir höfðu víst skroppið eitthvað út á lands- byggðina, að ég held. Én þá kom óvænt hjálp frá Skúla Þórðarsyni. Hann gat organiserað sölu á mynd. Ég hafði ráfað út á Kóngsins Nýjatorg, þegar ég fór að hressast, og settist á einn af þessum ræfla- bekkjum, sem Eggert Stefánsson kallaði svo. Auðvitað gekk Skúli þarna um á leið sinni á Svakann, og ég er ekki viss um nema það hafi bjargað lífi mínu, því hann gat selt fyrir mig mynd á 125 krónur, og fyrir þessa peninga gat ég farið í pensjón- at, hvorki meira né minna. Lengst af hafði ég fyrsta árið mitt í Höfn eina vinnustofu, en ekkert í hana, og lá á gólfinu með eina voterprúfkápu ofan á mér, sem Eggert Stefánsson hafði gefið mér, því hún var rifin frá klauf og upp úr og ónothæf, en ágæt til að liggja undir henni. Annars átti Eggert ekki síður bágt en ég og barðist í bökkum. Ég hafði hitt Eggert áður hér í Reykjavík hjá Kjarval. Það var á þeim árum, þegar ég var að gapa upp á Kjarval og hafði lítið annað fyrir stafni. Þá sé ég þarna eitt sinn þetta monúmentala mannfjall, og mér er minnisstætt, hvernig hann talaði við Kjarval. Ég man hann sagði: „Elsku vinur, mikið er ég hamingju- samur yfir þvi að það er enginn sem hefur sagt: Þú hefur góðan penna! Þegar einu sinni hefur verið sagt: Þú hefur góðan penna, þá er búið með mann, maður er ekki til lengur. Það er sem sé manns gvuðdommlega hamingja, að enginn hefur uppgötvað mann.“ Kjarval gekk dálftið snúðugt um gólf, en sagði svo: „Líklega segirðu þetta satt, Egg- ert.“ Og þarna stóð Éggert Stefánsson á miðju gólfi í kamelullarfrakka og hrósaði sigri yfir okkur hinum, sem átum á Heitt og kalt fyrir eina krónu frá ólafi Friðriks- syni. Einhverju sinni mörgum árum síðar hitti ég Eggert á Austurvelli: „Má ég bjóða þér í kaffi á Hressingar- skálanum, elsku vinur?“ spurði hann. Ég þakkaði fyrir og við fórum inn í skál- ann. Ég var nýkominn heim og spuröi stúlkuna, hvort hægt væri að fá kleinur. Hún sneri upp á sig, og ég hélt helzt ég hefði sært hennar kvenlega stolt með þvl að panta heimabakaðar ærláfur, en þá seg- ir Eggert: „Nú er allt upp á vöpplur og marmellaði á Islandi. Það er auðfundið, að þú hefur ekki verið hér lengi.“ Þegar við vorum búnir að drekka, löbb- uðum við út aftur og hvíldum okkur á ræflabekk á Austurvelli. Þá voru kosn- ingar framundan, en við töluðum lítið um þær, þó segir Eggert: „Veiztu hvað þeir segja idjótarnir núna? Jú, þeir segja: í vor verða átök!“ Svo kvöddumst við þarna á Austurvelli, og ég geng upp Laugaveg og hitti gamlan kunningja minn. Hann stöðvar mig og seg- ir: „Ja;ja, hvað segirðu frétta?" Ég svara: „Hvað segir þú frétta?" Hann verður ógurlega íbygginn og ábúð- armikill, en segir svo: „Það verða átök í vor!“ Eggert Stefánsson er nefnilega sérfræð- ingur í íslenzkum lágskrílsanda." „Þegar maður var búinn að ná sér upp í Kaupmannahöfn og eignast dálítið nafn,“ hélt Svavar áfram, „þá gerðist það sama og alltaf gerist: Það rísa upp einhverjar afbrýðisamar sneypur, sem reyna að halda manni niðri. Én einhvern veginn tókst það nú ekki, þó gengi á ýmsu. Auðvitað var þetta mikið taugastríð, og svo kom styrj- öldin ofan á allt saman og bætti ekki úr skák. Þá lenti ég í því að hylma yfir mann, sem hafði verið neyddur til að drepa vakt- mann verksmiðju einnar, sem var sprengd í loft upp. Þá voru góðir dagar fyrir pip- arkerlingar. Einu sinni fylgdi ég íslenzkri kerlingu heim til sin. Það var myrkur, en sæmilegt veður. Allt í einu er bíll stöðvað- ur skammt frá okkur, og við sjáum menn hlaupa út úr honum. Það voru fangar, sem reyndu að strjúka. Þjóðverjarnir upphófu mikla skothríð í áttina að okkur, og ég heyrði kúlurnar hvína við höfuðið. En þá gerðist það, sem merkilegast var — að kerlingin hljóp upp í fangið á mér og hló. Sigmund Freud mundi segja, að þarna lægi mjög undirokað rómantískt skot. Á þessum árum var ég boðinn í margar síðdegisveizlur, enda hafði ég um tíma lent í réttri inntrfgu. Ég gerðist svo frægur eitt sinn að sitja veizlu, sem haldin var til heiðurs finnskum málara, sem þá hélt sýn- ingu f Kaupmannahöfn. Og sem ég sit þarna beint á móti manninum og er að étá mat minn af silfurdiski, sé ég allt i einu, að hann hnígur fram á diskinn og er allur, þegar að er gáð. Hugsaðu þér bara, hvað þetta líf er for- gengilegt — að éta af silfurdiski og deyja ofan í hann. Menn borðuðu ekki af silfur- diskum í Skaftafellssýslu í mínu ungdæmi. Það gerði a.m.k. hún gamla Guðrún í Holtaseli ekki, þegar ég var 12 ára gamall. Við vorum eitt sinn á engjum tvö saman, við gamla Guðrún, en bóndi að sækja ljósmóður. Við vorum að borða og ræða saman, og þá segi ég allt í einu: „Hvað ætli manni sé vorkunn að hafa lýsi út á trosið? Menn hafa að sögn étið skóbætur sínar f eina tíð.“ Ég hélt fólk hefði bara tekið svona til orða, en þá segir gamla Guðrún að hún muni þá tíð, þegar hún og systir hennar bökuðu skinnsnepla yfir eldi og nösluðu þetta f sig. Þá voru þær ungar stúlkur í vestursýslunni. Það datt ofan í mig að hafa talað svona gáleysislega i nærveru þessarar lífsreyndu konu. Hún kvaðst hafa verið niðursetningur, þegar hún var upp á sitt bezta: „Svo varð ég vinnukona hér á Mýrum, en þegar bónd- inn, sem ég var hjá, fékk orð um, að ég mundi sveitfestast, sagði hann: „Ég sé um þessa konu og síðan börnin mín.“ Hús- freyjan i Holtaseli var dóttir þessa manns. Það var til gott fólk í gamla daga, ekki síður en nú. En af þessu getur þú séð, að mín kynslóð hefur sinn fótinn f hvorri lejr, eins og danskurinn segir.“ Við vorum komnir heim til Islands aft- ur. Svavar sagðist hafa farið frá Horna- firði alfarinn til Reykjavíkur 1930, en áður hafði hann verið hér tvo vetur á Sam- vinnuskólanum: „Ég hef ekki menntun nema frá Sam- vinnuskólanum," sagði hann, „en þú getur rétt ímyndað þér, hvort hún hefur ekki verið ósvikin. Hér keyrði ég út öl fyrir Ölgerðina Þór, en ofreyndi mig á því starfi og var þá settur i skrifstofu og vann við bókhald. En svo varð ég atvinnulaus. Það var mitt lán. Atvinnuleysi er undirrót alls góðs. Maður sem keyrir ölbfl og situr við bókhald fremur aldrei neinar stórdáðir. Nú gerðist ég rukkari um tíma. Það var eitt helvíti að hlaupa eftir einhverjum körlum með úttroðna tösku af reikningum og svo sögðu þeir, þegar maður náði loks- ins í skottið á þeim, að þeir ætluðu að skila þessu eða hinu aftur. Aðrir gátu ekki hugsað sér að borga reikning, fyrr en ég hafði hlaupið á eftir þeim svo sem þrjár bæjarleiðir. En upp úr þessu fór ég að fást við málaralist fyrir alvöru, og frá 1934 get ég varla sagt ég hafi forspillt mínum dýrmætu kröftum í annað. Þegar ég kom til Kaupmannahafnar upp úr næstu ára- mótum og settist á bekk i listháskólanum svonefnda, upphófst Ginnungagap míns frægðarferils. Þá var þar fyrir Sigurjón Ólafsson, einnig voru þá í höfn Þorvaldur Skúlason, Jón Engilberts og Eggert Guð- mundsson, og voru mér allir mjög góðir. Ég hafði haldið málverkasýningu i Skemmuglugganum í Haraldarbúð áður en ég fór til Hafnar og þóttist sæmilega sjó- aður. Þá keypti Markús ívarsson af mér margar smámyndir, og var það í fyrsta skipti, sem ég gat verið reglulega mons- aralegur. Meðan sýningin stóð yfir, lædd- ist ég stundum aftan að mönnum til að heyra, hvað þeir segðu nú um gripina og hlusta eftir stemningunni. Eitt sinn kom ég aftan að Guðbrandi prófessor og ein- hverjum öðrum manni, ég man ekki hvort það var ólafur Friðriksson, og standa þeir þá i miklu níði um þessi fyrirbæri í glugg- anum, og ég man eftir að Guðbrandur sagði um eina myndina: „Þetta er eins og þerripappír." Þá lagði ég niður skottið og læddist burt. Það er interressant að geta gengið aftan að mönnum og heyrt þá rífast um það, sem manni er kærast. Ég hélt sýninguna auðvitað til að reyna að plata einhvern að kaupa, því mig vantaði pen- inga fyrir Kaupmannahafnarferðina. Ég held bara satt að segja, að Ásmundur frá Skúfsstöðum hafi verið nýkominn frá Höfn og haft þessi áhrif á mig. Hann kom oft til Kjarvals og gyllti fyrir okkur menn- ingarástandið í Kaupinhafn, það væri nú eitthað annað en hér í henni Reykjavík. Hann var mjög elskulegur maður, og ég ____________________________________103 man eftir því, þegar Kjarval kynnti hann fyrir mér: Ég kom inn i vinnustofuna hans, og þá stendur þar ákaflega finn maður á miðju gólfi, á gráum gammósium með hvítar bryddingar á vestinu og vel í skinn komið. Mér þótti maðurinn hinn hávirðulegasti, og ekki dró Kjarval úr: „Má ég kynna Ásmund frá Skúfsstöðum, höfuðaðdáanda í listum og vísindum." En heyrðu góði, við vorum að tala eitthvað um hann Markús áðan. Hann var stórkostlegur maður. Hann kom þarna stundum á sýningar i sinum samfesting, olíukámugur og krímóttur í andlitinu eftir erfiði dagsins og með stóran slaghamar i hendinni og skoðaði málverkin og deildi við okkur, sem vorum að gutla f listinni. Hann talaði þarna við mig fyrir utan Skemmugluggann og sagðist ætla að kau- pa myndir og jafnvel borga mér sumt f dönskum peningum. Hann íagði allt sitt i málverk. Þau hjón voru vön að fara einu sinni eða oftar í bió i viku, en hættu þvi til að geta keypt fleiri myndir. Þá lágu pen-. ingar ekki á lausu, ekki einu sinni hjá at- vinnurekanda eins og Markúsi. Fimm árum eftir að ég kom til Kaup- mannahafnar kynntist ég frú Fonnes- beck-Sandberg, sem var eins konar njósn- ari um ung málaraefni. Hún sá sem sé út rekadrumbana, hvort væru seljur eða kjarnviðir. Það var gaman að kynnast kerlingunni, þó slettist upp á vinskapinn, en síðar greri aftur um heiit. Ég held samt að eftirminnilegasta, sem gerðist f Höfn, hafi verið byrjunin í Listaháskólanum. Maður átti ekki því að venjast að hafa fyrir augum klassiska fegurðina i þessum nöktu fyrirsætum, en þarna var kven- mannskjöt eins og það kom fyrir af skepn- unni í ríkum mæli, og þetta vorum við látnir mála daginn út og daginn inn. Mér fannst það hátíðlegt að ganga inn i vinnu- stofuna á Charlottenborg og mega eiga von á því, að þar biði min nakin fegurðin og mætti ég mála sætleik hennar inn að sálinni. Énn hef ég þó ekki skilið tilgang- inn með þessari pornografiu listaháskól- anna, en þetta var hátiðleg stund, ég skal lofa þér því.“ NÝJA LÍNAN FRÁORION NOTUM 1212 STIIUTÖLVU Vönduö vinna! Kreditkortaþjónusta Mótorstilling Hjólastilling Ljósastilling Vetrarskoöanir Bílastilling Birgis Skeifunni 11 — Síml: 37888 Melabo snúrulaus - makalaus borvél Hentug til notkunar í sumarbústöðum, uppi á þaki og í nýbyggingum, þar sem ekki er hægt að draga marga metra af snúru á eftir sér. Metabo Akku borvólin er tveggja hraða, snýst aftur á bak og áfram, er með 10 mm patrónu og höggbor. Hleðslutæki fyrir rafmagn fylgir. Hleðslutæki fyrir sígarettukveikjara bílsins fáanlegt. Metabo Akku er kraftmikil og hentug borvél fyrir þá sem vilja ekki draga snúrur á eftir sér. METABO = Kraftur, ending, öryggi. RK BYGGINGAVÖKUR HF Nethyl 2. Artúnsholti, Simi 687447 og Suðurlandsbraut 4, Simi 33331
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.