Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 12
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 Býr í miðri New York-borg og sýnir í vinnustofunni Viðtal við lista- konuna Valgerði Hafstað LISTAKONAN Valgerður Hafstað hefur á síðasta áratug lagt leið sína til íslands annað og þriðja hvert ár með listaverk sín til að sýna lönd- um sínum. Kom í þetta sinn með um 60 vatnslita- og akrílmyndir og einnig nokkrar olíumyndir, sem hún hefur unnið síðan 1981 og sýn- ir á Kjarvalsstöðum. Nýjustu myndirnar málaði Valgerður raun- ar á íslandi í vor, í sumar í Frakk- landi og í haust í Bandaríkjunum. En þessir þrír staðir eru heim- kynni hennar. Fyrstu tvo áratugi ævinnar átti hún á íslandi, næstu tvo áratugina bjó hún í París og hefur nú verið búsett í New York með fjölskyldu sinni í 10 ár. Og hún ræktar vel sambandið við alla þessa staði. Sagði í stuttu samtaii við Morgunblaðið að hún vildi reyna að halda áfram að koma hingað öðru hverju með sýningar í framtíðinni. Synirnir þrír hafa líka í uppvextinum verið mikið bér á sumrin og tala íslensku þótt ekki sé íslenskan þeim eins töm og enskan og franskan svo sem eðli- legt er, þar sem foreldrarnir tala frönsku á heimilinu og enskan er ríkjandi í skólum og í umhverfinu. Valgerður Hafstað er fædd í Vík í Skagafirði, yngst 10 systk- ina sem upp komust. Þar átti hún sín æskuár, þar til hún fór að heiman i skóla í Reykjavík. Eldri systkinin höfðu farið hvert af öðru í Flensborgarskóla í Hafnarfirði til föðursystur sinn- ar, en þrjú þau síðustu til Reykjavíkur þar sem þau eldri voru þá sest að. „Ég var ekki orð- in tveggja ára þegar móðir mín dó svo að ég er að mestu alin upp af eldri systkinum," segir Val- gerður. „Eftir að ég hafði lokið gagnfræðaprófi hjálpaði Sigurð- ur bróðir minn mér til að komast til Kaupmannahafnar þar sem ég var í eitt ár við nám við Aka- demi for fri og merkantil kunst. Og þar var það sem ég komst fyrst í kynni við myndlistina, lærði undirstöðuatriði í málun, listasögu o.fl. Ætlaði svona að prófa þetta úr því mér gafst tækifæri til þess. En eftir árið var teningnum kastað. Þá var ég ákveðin í að fara í kennaradeild Handíða- og myndlistaskólans. Hugðist hafa kennsluna upp á að hlaupa til að vinna fyrir mér. Og kenndi raunar við Fósturskólann og Myndlistarskólann þá tvo vet- ur sem ég var hér heima. Ýmislegt fer öðru vísi en fyrir er séð. Valgerður hélt til Parísar til framhaldsnáms með vinkonu sinni Guðmundu Andrésdóttur, reiknaði ekki með því að geta verið þar lengur en eitt ár, ef það tækist þá. En henni tókst að fá svo ódýrt herbergi að dvölin í listaborginni teygðist upp í hálft annað ár. Og nú hafði París heillað Valgerði og hún var þar lengst af á vetrum til 1958 er hún giftist franska listmálaran- um André Enard og settist þar alveg að. „Þá fór ég að læra mosaikgerð í skóla sem rekinn var af hinum kunna listmálara Severini. Hann kenndi öðru vísi og nýstárlegri mosaikgerð en þessa hefðbundnu frá Ítalíu. Þó voru þarna ítalskir kennarar og mér líkaði betur við þeirra aðferð." Ekki segist Val- gerður hafa notað mikið þessa kunnáttu, þó unnið nokkur mosaikverk. M.a. er mosaikmynd eftir hana í kaffihúsi og verslun í bænum Montfort L’Amory vestan við París, en á íslandi eru slíkar myndir aðeins til í heima- húsum. Um svipað leyti tók hún líka að læra gerð steindra glugga og vann nokkuð við steinda kirkjuglugga. Fyrir 25 árum gerði hún steinda glugga í kirkj- una á Tjörn í Svarfaðardal og tillögur hennar að steindum gluggum í alla kirkjuna hafa nú verið útfærðar. Eitt sinn kom hún líka hingað heim til að gera veggskreytingu í héraðsskólann í Varmahlíð í Skagafirði, heima- sveit sinni. „Þótt ég hafi að vísu unnið nokkuð við þessháttar verk er- lendis, þá hefi ég stundað mál- verkið meira. Auk þess vann ég á tímabili við listiðn af ýmsu tagi, svo sem eins og listvefnað og brúðugerð. Ekki þó brúður fyrir börn heldur sem listgrein. Brúð- urnar hafa verið á sýningum með öðrum listiðnaði. Á þessum árum fór mikill tími í að koma Valgeröur Hafstað býr, vinnur og sýnir í New York, París og Reykja- vík. sér upp húsi með vinnustofum fyrir okkur vestan við París og eignast og koma á legg þremur strákum." Húsið í Saulx Marcais leigðu þau André og Valgerður svo þeg- ar þau héldu til New York á ár- inu 1974. „Ætluðum að vera þar til reynslu í tvö ár. En árin eru nú orðin tiu. I húsinu í Frakk- landi eru alltaf sömu leigjendur og samningar þannig að þeir hleypa okkur í húsið annað hvert ár svo að við getum verið þar að sumrinu. En á vetrum er André bundinn við kennslu í tveimur listaskólum í New York.“ „Jú, það voru mikil viðbrigði að flytja til New York frá París og þurfti svolítinn tíma til að venjast því,“ segir Valgerður. „Fyrstu sex árin bjuggum við utan við New York, en eftir að drengirnir voru orðnir stálpaðir og að mestu búnir í skyldunámi fluttum við inn á Manhattan. Fannst þessi akstur á milli orð- inn nokkuð þreytandi. Þar búum við í húsi við 62. götu og Lexing- ton Avenue þar sem er sýningar- salur niðri og mikið um sýn- ingarsali í kring. Og þar sem íbúð okkar er þannig úr garði gerð að þar eru vinnustofur með lýsingu eins og í sýningarsölum, þá höfum tekið það ráð að koma þar upp reglulega sýningum á verkum okkar og seljum myndir af þeim sýningum. Þetta er ágæt tilhögun og gerir það að verkum að við vinnum betur. Tíminn verður drýgri. Þetta er vel stað- sett i stórborginni fyrir lista- menn. Maður hefur kring um sig gnægð sýninga og safna og and- rúmsloft lista almennt." Við spyrjum Valgerði hvort hún finni mun á því að lifa af listum í Frakklandi og New York og hún segir að sér virðist auð- veldara að selja myndir í New York. „Frakkar koma og skoða verkin, en Bandaríkjamenn eru fljótari til að draga upp veskið og kaupa það sem þeim list vel á.“ Sagt er að það gefi hverjum sem hann sé góður til. Valgerður hefur svo sannarlega fengið að reyna það á þessu ári. Hún var á íslandi i júní i vor á leið sinni til Frakklands. Fékk allan tímann fegursta vorveður og ók í fyrsta skipti hringveginn austur um landið. Og þótt verkföll væru þegar hún kom aftur í haust og tefðu sýningu hennar hefur haustið varla getað verið feg- urra. „Alveg stórkostlegt," segir Valgerður. „Einkum nýt ég þess af því að ég hefi ekki verið árum saman á Islandi á þessum árs- tíma.“ — E.Pá. Takið eítir-tökum efldr! Eftirtökur og stœkkanir afgömlum myndum Svipmyndir Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóðleikhúsinu) s. 22690. Nú er opið lengur! Heilsusamleg dægrastytting og hvfld í skammdeginu vegna óska viðsklptavlna höfum vlð ákveðlð að lengja opnunartíma sundlaugarinnar. Hún verður opin vlrka daga kl. 8-11 og 16-22 og um helgar kl. 8-19. Bjóðum notalega aðstöðu þar sem þú getur teklð sprett (sundlauginni, sest I vatnsnuddpottinn, gert þrekæflngar, farið ( gufubað, sólbað eða nudd og Jafnvel lagt þig á eftlr. verið velkomln. HÓTEL LOFTLEH3IR FLUGLEIOA HÓTEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.