Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 30
102 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUBAGUR 18. NÓVEMBER 1984 > Fjöllin eru eins og greinds manns tunga raunar fleygt: „Ég tók ekkert fyrir þetta,“ sagði útgerðarmaðurinn, „en á ég að segja þér, hann var alla ævi að borga mér þenn- an spotta." En við vorum að tala um bækur áðan. Ég tók eftir því i gamla daga með menn fyrir austan, að lífsbaráttan var svo hörð og tímafrek, þegar þeir voru upp á sitt bezta, að þeir gátu ekki litið f bók. En þegar þeir fóru að eldast, var ástandið orð- ið miklu betra, og þá lögðust þeir bókstaf- lega f bækur og blöð. Þetta var sorglegt, því lífið var gengið þeim úr greipum og of seint að fara að mennta sig á grafarbakk- anum. Ég man eftir þvi, að vinur minn einn og gamall karl þarna austur frá lentu einu sinni f karpi um pólitik og þóttist karl vita tðluvert um þá hluti. „Nú les ég, góði minn, það skaltu vita, nú les ég! Ég er orðinn gigtveikur og get lesið, lesið, lesið," sagði karlinn. Ég fann, hvað blessaður karlinn blekkti sjálfan sig, þvf hann las aðallega dagblöð eins og Vfsi, og þú þekkir nú andhitann þar. En svona var þetta í þá daga, þegar gigtveiki var forsenda þess að menn gætu lesið. Jæja góði, af þessu geturðu séð, að ég er svona smáþorpsmaður, eins og litli Jón með látunum. En þú mátt ekki halda að það sé öfundsvert. Þegar ég er laus við Hornafjörð, finnst mér ég sjá, hvað hann er slæm uppeldisstöð, og eins er um aðra álika staði. Lfttu bara á suma góöborgar- ana okkar, það má þekkja þá úr. Taktu eftir börnum fyrirmanna úr þessum smá- þorpum. Þetta er ekki vont fólk, en það llður undir þvi að hafa verið stórt fólk á þessum stórlitlu stöðum. Þetta á kannski ekki endilega við mig, þvf ég hafði ekki úr neinum söðli að detta, en er þó eitthvað áberandi hjá okkur öllum. Þegar ég var kominn burt, sá ég þetta, og þegar ég kom heim aftur, var mér blekking þorparanna ennþá ljósari en áður. Fólk þessara litlu staða talar oft um sjálft sig sem úrvals- kyn, en þessi eða hinn sé aftur á móti innfluttur eða fremur lftilsigldur. Ég man eftir karli einum veðurtollslegum uppi í sveitinni, sem var mikill framsóknarmað- ur og hneykslaðist á þvf, að nágranni hans hafði kosið ihaldið. Karl hafði skýringu á reiðum höndum: Þetta var ekki Hornfirð- ingur, sagði hann, og þar með var málið leyst. En litlu síðar féll hann sjálfur f sömu gröf! En má ekki bjóða þér glas af koniaki? Þú ræður þvf auðvitað sjálfur, góði, ég vil ekki þrengja þvi upp á þig. „Enginn skyldi drekka af þegnskap við annan mann,“ sagði Árni Pálsson “ Við vorum nú komnir heim til Svavars og sátum í stofu þeirra hjóna. Á veggnum héngu margar myndir eftir listamanninn og báru þess vitni, að hann hafði þennan óróa í blóðinu, sem er nauðsynlegur list- um. „Það er erfitt að lifa til fyrri daga,“ sagði Svavar og kveikti sér í stórum vindli. Slíkur maður hlýtur að selja mikið og selja dýrt, hugsaði ég með mér. Upphátt sagði ég: „Én getum við þá ekki talað meira um þorparana?" Svavar sagði: „Kemur það enn ostur og smjörskaka. Sjáðu til, þorparinn, hann er kóngur í rfki sínu hvar sem hann fer. Ég gef ekki hníf- inn á milli Borgarnesskóngsins f Reykja- vfk og Reykjavfkurkeisarans á Rauðu nell- unni í Kaupmannahöfn. Hvor um sig er aðeins aðalborinn fulltrúi þorpsins. Hér var líka landlæg tilhneiging til að ýta fram eða afsaka miðlungsmennskuna á kostnað þeirra, sem sýndu, að þeir gátu eða voru eitthvað." Ég sagði: „Mér dettur f hug, þegar þú minnist á þetta, að róttækni þín bæði f listum og stjórnmálum sé uppreisn gegn þorparan- um.“ Svavar sagði: „Það mætti vel segja mér það — jú, ég held bara þetta sé rétt hjá þér. Það af- drifaríkasta, sem ég hef gert, var kannski einmitt þegar ég reif ræfilinn upp úr svell- inu hér heima og beitti honum á gaddinn f henni Kaupmannahöfn. Á snöpunum f Höfn tók ég i það minnsta einhverjum þrifum og get nú hérumbil sagt eins og vinur minn, Ásmundur frá Skúfsstöðum: „Mín frægð kemur að utan.““ Nú fór Svavar út i aðra sálma. Hann fór að tala um konur og bera þær saman við karlmenn: „Konan er einfaldari en maðurinn og villist því síður. Hún hefur meira natúr- instinkt og er ratvisari. Hún hefur betra nef, hún lyktar, en karlmaðurinn hefur mörg stefnumið f sinu höfði, og svo fer þetta allt á tæting. Konan hefur skiln- ingarvit, en karlmaðurinn þykist hafa heila." „Það hafa auðvitað verið konur austur á Hornafirði?“ „Já, mikil veraldar heimsins undur, hvort það voru konur fyrir austan." Það liðu nokkrir dagar án þess við Svav- ar hittumst. Svo var það einn rigningar- dag í byrjun desember, að ég gekk heim til hans, og þegar hann heilsaði mér f dyrun- um, klappaði hann á öxlina á mér og sagði: „Komdu blessaður, gjörðu svo vel.“ Ég fann, að það var eitthvert hik f rödd- inni, og ætlaði aö fara að gera athugasemd við þetta ávarp, en þá sagði hann brosandi: „Ja, þú hefur bannað mér að heilsa þér öðruvfsi en svona, var það ekki? Mér skild- ist það um daginn, þegar ég talaði við þig i símann." Ég sagði: „Þetta hlýtur að vera einhver misskiln- ingur.“ Svavar sagði: „Misskilningur? Nei, það er ekki mis- skilningur. Þú sagðir f sfmann, að ég mætti ekki heilsa þér með þessum orðum: Komdu sæll, góði. Þess vegna segi ég nú: Komdu margblessaður og vertu velkom- inn.“ Ég sagði: „Þetta er mikill misskilningur hjá þér. Ég hef aldrei bannað þér að gera eitt né neitt. Heldurðu ekki að þú ruglir mér sam- an við Jón Leifs, eða talar þú ekki við hann á hverjum degi, síðan þú varðst forseti?" Svavar brosti og sagði: „Sæll góði.“ Og svo gengum við inn í stofuna, fengum okkur sæti og hann fór strax að tala um list og fordóma. „Fólk á að kaupa myndir, sem það getur ekki fellt sig við,“ sagði hann. „Það er jafn- nauðsynlegt og að setja joð i sár. Það er athyglisvert, að maður, sem sker sig í fing- ur með óhreinum hnffrata, setur ekki syk- urmull í sárið, heldur joð. Áður fyrr var salt sett i sár, stundum var jafnvel haft gall með. Menn skilja, að það getur verið nauðsynlegt að svfði f sár, en ef málverk eða ljóð eru annars vegar, þá vilja menn . ekki annað en sykurvatn. Foreldrar hafa mikla löngun til að þröngva sinum smekk upp á börn sín, en það er engu minna ofbeldi en t.d. að þrengja stjórnmálaskoð- unum upp á fólk. Á foreldrunum hvflir mikil ábyrgð, þegar þau velja börnum sín- um listaverk. Þeir eiga alls ekki að hugsa um hvaða list sé að þeirra geði. Þeir eiga að minnast þess, að listirnar breytast eins og fólkið. Fyrr meir fengu botnlangasjúkl- ingar masaða rottuhala, þvf sú var skoðun manna, að þeir væru bezta lyfið við þeim kvilla. En nú duga þeir ekki lengur, a.m.k. hefur maður ekki heyrt þess getið, að þeir séu gefnir við lffhimnubólgu, ef pensilfn er við höndina. Við eigum ekki að leitast við að fá það staðfest, sem við þekkjum, held- ur hitt, sem við þekkjum ekki, og kapp- kosta að rækta þetta unga fólk, sem eitt- hvert geð er f, og gera það ekki að andleg- um krypplingum í okkar mynd.“ „Þegar þú byrjaðir að mála f Höfn, hafa verið miklir fordómar þar, ekki sfður en hér. Mig minnir þú hafir sagt sögu af þvf f útvarpi um daginn.“ „Jú, alveg rétt. Fyrsta afstraktsýningin, sem ég tók þátt f þar f borg, var haldin f Charlottenborg, og ég held það hafi verið með fyrstu afstraktsýningum í Danmörku. Þetta var stór sýning með fjölda málverka, og voru þau flest f moderniskum stfl. Dag nokkurn f byrjun sýningar komu tveir stórvirðulegir forstjórar, stönzuðu f gang- inum og horfðu á málverkin um stund, síðan snýr annar sér að einum okkar og segir „Er þetta list?“ og benti á eitt af málverkunum, sem héngu á forstofuveggn- um. Málarinn fór auðvitað hjá sér, en sagði þó: „Jú, það ætla ég.“ Þá gretti forstjórinn sig og segir: „Já, einmitt. En það get ég sagt yður, ungi maður, aö ef þetta héngi á kamrinum mfn- um, mundi ég fjandinn hafi það fara út f skóg að skíta." Já, ég segi þér satt, svona var nú þetta góði í þá daga, en eitthvað hefur það nú lagazt upp á sfðkastið.“ „Hvernig þótti þér annars í Kaup- mannahöfn?" „í Kaupmannahöfn? Ætli það sé ekki dálítið vandmeðfarið? Sannleikurinn er sá, að ég vildi ekkert nema gott eitt segja um þetta fólk, sem ég var gestur hjá árum saman. Það tók mér vel, ekki get ég annað sagt. Mér hefur stundum dottið í hug, hvort sá fugl, sem er hásari en allir hinir, hafi einhvern sjarma, eða þá að mér hafi verið tekið svona vel í Danmörku fyrir það eitt að tala illa dönsku. Mér hefur alltaf fundizt íslendingar gjóta út undan sér augunum, þora helzt ekki að talast við og vera frjálsir og óþvingaðir í sínu geði. Það er alltaf einhver andskotans tortryggni, sem lúrir á bak við allt. Auðvitað hefur þetta lagazt mikið í seinni tið, og þið, þess- ir ungu menn, eigið erfitt með að skilja þetta. Hugsaðu þér bara að fyrir 1935 hefðum við ekki getað talazt við, þú ungur ihaldsmaður og ritstjóri Morgunblaðsins, slíkt úrhrak af manni og vemmilegheit, ég kommúnisti, róttækur maður og framtíð- arinnar riddari. Nei, maður hefði ekki tal- að við slíkan mann sem þig. Þegar ég kom til Danmerkur, fann ég, að þessi andi rikti alls ekki þar, og nú er hann að deyja út hér heima sem betur fer. Á ég að segja þér dálitla sögu, sem sýnir þetta f sæmilegu ljósi. Framsóknarmaður og sjálfstæðis- maður í öræfum voru nágrannar, en höfðu aldrei talazt við út af stjórnmálum. Allir héldu, að þetta mundi nú lagast, þegar flokkarnir mynduðu saman ríkisstjórn. En viti menn: Báðir sátu sem fastast við sinn keip!“ „Það hefur stundum verið erfitt í Kaup- mannahöfn?" „Já, það var stundum erfitt." „Og enn erfiðara fyrir Ástu heldur en þig — að vera gift listamanni í þokkabót." „Það hefur gengið á ýmsu,“ skaut Ásta inn f samtalið á leið sinni f gegnum stof- una. En Svavar sagði: „Þær eru svona þessar kellingar." Ég sagði: „Þið hafið auðvitað haft kakkelovn f Kaupmannahöfn?" Svavar sagði: „Jú, það veitti stundum ekki af, en þú varst að tala um vandkvæðin á þvf að vera gift listamanni. Starf listamannsins og hæfiiegt peningaleysi skapa fjölmörg próblem, og ég held það hljóti að vera þroskavænlegt fyrir ungar stúlkur að hafa próblem að glíma við og þurfa að velta eyrinum fyrir sér. Það getur verið erfitt, en ef konan dugar, hlýtur það að vera skemmtilegt eftir á. Hugsaðu þér bara tómleikann í þvf að gera ekkert annað en fleygja út peningum f allar áttir. Heldurðu að það sé ekki skemmtilegra að þurfa að glima við sfn próblem og taka þátt f þess- ari baráttu við hlið manns sfns og standa sig. Hvað er skemmtilegra? Þetta er ekki bara sár fátækt, innantómt andlaust hel- vítis basl, þar sem aldrei er hugsuð ærleg hugsun. Ég skal segja þér góði, að þaö er nefnilega ekki sama, hvernig menn svelta: Lyftu mér lengst f hæð, lifandi guð!“ „Fátæktin var þín fylgikona í Höfn?“ „Eigum við nokkuð að vera að minnast á hana? Mér leið alltaf nokkuð vel, get ég sagt þér, ég held ég sé ekki vílsamur mað- ur. Ög sá sem á góða Ástu þarf enga fylgi- konu. Ég fór með 250 krónur í vasanum til Kaupmannahafnar 1935 og var þar eitt- hvað á þriðja ár, án þess að koma heim. Einhverja peninga sendu þeir mér, faðir minn og elzti bróðir, en það var stundum þröngt í búi. Ég minnist þess fyrsta sumarið, að ég sá fram á að ég yrði að láta Enginn endir á jafnteflunum Skák Bragi Kristjánsson Á FÖSTUDAG var 24. skikin tefld í beimsmeistaraeinvíginu í Moskvu. Askorandinn, Kasparov, hafði hvítt of> tefldi rólega og öruggt eins og í undanfornum skákum. Karpov beimsmeistari var greinilega inægð- ur með jafntefli og var friður saminn eftir 17. leik hvíts. Einvígi þetta hefur verið mörg- um ráðgáta. Eftir 9 skákir hafði Karpov unnið fjórar, en Kasparov enga og sfðan hafa þeir gert 15 jafntefli f röð! Skákáhugamenn hafa reynt að finna skýringar á þessu og hafa ýmsar skoðanir komið fram. Sumir telja úrslitin ákveðin fyrirfram, þar eð Karpov sé stjórnvöldum þóknanlegur, en aðrir telja aðstöðumun keppenda of mikinn, aðstoðarmenn heims- meistarans eru sterkustu skák- menn Sovétrikjanna en Kasparov hefur aðeins minni spámenn sér til halds og trausts. Einnig hefur sú skýring verið sett fram á slæ- legri taflmennsku áskorandans, að hann sé með allan hugann við leikkonu nokkra. Hver sem skýr- ingin kann að vera er það eitt vfst að keppendur tefla nú af mikilli varfærni og bfða færis. Heims- meistarinn er greinilega ekki til- búinn til að taka neina áhættu og áskorandinn getur ekki leyft sér að tapa einni skák enn, þvf sá sigr- ar sem fyrri verður til að vinna sex skákir, en jafnteflin eru ekki talin með. Margir telja þó að Kasparov fari að reyna að minnka muninn og gefa tvær ástæður fyrir þessari skoðun sinni. 1 fyrsta lagi hafi Karpov hingað til ekki haft mikið úthald í löng einvfgi og í öðru lagi þynnist nú mjög hópur aðstoðarmanna heimsmeistarans því næstu daga hefst ólympíu- skákmót f Grikklandi og þangað fara sterkustu aðstoðarmenn Karpovs. 24. skikin Hvftt: Kasparov Svart: Karpov Enski leikurinn 1. RÍ3 — Rf6, 2. c4 — e5, 3. Rc3 — Rcfi, 4. d4 — cxd4, 5. Rxd4 — e€, 6. «3 önnur leið er hér 6. Rdb5 — d5, 7. Bf4 — e5, 8. cxd5 — exf4, 9. dxc6 — bxc6, 10. Dxd8+ — Kxd8, 11. Hdl+ - Bd7, 12. Rd6 - Bxd6, 13. Hxd6 - Hb8!, 14. Hd2 - He8! með nokkuð jafnri stöðu (Karpov — Polugajevskij, London 1984). 6. — Db6 Einnig kemur til greina að leika 6. — Bc5, 7. Rb3 — Bb4 o.s.frv. 7. Rb3 - d5 Svartur hefur einnig reynt að leika 7. — Bb4 f þessari stöðu en hið djarfa framhald 8. Bg2 — Da6?, 9. c5 — b6 á ekki rétt á sér vegna 10. 0-0 — bxc5, 11. Be3! og hvftur hefur yfirburðastöðu. 8. cxdð — Rxd5, 9. Bg2 Eðlilegra framhald er 9. Rxd5 — exd5, 10. Bg2 (ekki 10. Dxd5 — Be6 ásamt Bb4+ og Hd8 með sterkri sókn fyrir svart), Bb4+, 11. Bd2 - a5, 12. 0-0 - Bxd2, 13. Dxd2 - a4, 14. Rcl - 0-0,15. Rd3 með örlitið betra tafli fyrir hvít- an. Kasparov hefur ef til vill ekki langað til að tefla gegn slfkri stöðu, þvf hann hefur mikið dálæti á svörtu stöðunni með staka peð- inu á d5. 9. - Rxc3, 10. bxc3 — Be7, 11. (W) — 0-0, 12. Be3 — Dc7 Hvfta peðið á c3 er veikt en í staðinn hefur hvítur gott spil fyrir mennina. 13. Rd4 — Hd8 Ekki 13. — Bd7, 14. Rb5 ásamt Rd6. 14. Da4 — Bd7, 15. Rxc6 Hvftur kemst ekkert áleiðis með 15. Rb5 — Db8 ásamt a7 — a6 o.s.frv. 15. — Bxc6,16. Bxc6 — bxc6,17. c4 og keppendur sömdu um jafn- tefli. Staðan: Karpov 4 (20 jafntefli) Kasparov 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.