Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 93 stundum hafa þeir litla þekkingu á því sem þeir eru að fjalla um. Þess vegna er ég að meatu hættur að lesa krítík, enda yrði söngur minn illa ruglingslegur ef ég ætti ‘ að fara eftir öllu því sem um hann hefur verið skrifað. En vissulega eru til hæfir krítíkerar og ég vona að almenningur átti sig á því hverjir skrifa af þekkingu og raunsæi. Samt sem áður er fólkið sjálft alltaf besti krítíkerinn, fólk- ið í salnum sem ég er að syngja fyrir. Ég finn það hverju sinni hvort ég hef náð til þess. Takist mér það er ég ánægður." — Eigum við von á að sjá þig og heyra á íslensku óperusviði á næstunni? „Nei, ekki er það í augsýn. Að vísu stóð til að ég kæmi heim til að syngja í Rígólettó hjá Þjóðleik- húsinu um jólin, en þeirri upp- færslu var af einhverjum ástæð- um aflýst." — Hvað með (slensku óperuna? „Ég veit lítið hvað er að gerast þar innan veggja, en ráðamenn hennar hafa ekki í alvöru leitað eftir aðstoð minni. Ég vona bara að þeir rati réttu leiðina og styrk- ar stoðir komist undir íslenskt óperulíf. Hins vegar finnst mér það ögn undarlegt, miðað við þann mikla fjölda fólks sem sagður er i söngnámi á íslandi, að vetur eftir vetur skuli sjást sömu andlitin i flestum einsöngshlutverkunum f uppfærslum íslensku óperunnar. Ég er ekki að segja að þessir söngvarar standi sig ekki i stykk- inu, en þetta getur verið hættuleg þróun þegar til lengri tíma er litið. Unga fólkið þarf að fá tækifæri og það á að vera hægt að veita þvi tækifæri til að reyna sig, þegar jafnvel eru 30—40 sýningar á hverri óperu. En vonandi fæ ég tækifæri til að syngja í fallegri óperu heima á Is- landi fyrr en síðar. Mitt heimafólk hefur alla tíð tekið mér vel og ég á landar.. m mikið að þakka." — H. enær opnast þér dyr stóru óperuhús \nna? „Þetta er stór spurning drengur minn, enda get ég ekki svarað. Mér er sagt að það geti gerst hve- nær sem er.“ • Margar leiðir á toppinn — Nú veit ég að þú hefur fengið tilboð um að gerast „varamaður" fyrir frægustu tenóra heimsins, sem ef til vill hefði getað gert þig að stjörnu á einni nóttu. Hvers vegna hefur þú hafnað þessari leið? „Já, það eru til margar leiðir til að öðlast viðurkenningu, frægð og frama innan óperunnar. Ein er sú að gerast „varamaður" fyrir fræga söngvara. Þeir sem velja þessa leið verða að sitja kaldir á bekknum og bíða þess að aðalsöngvarinn for- fallist. Það er svo undir hælinn lagt hvernig varamaðurinn er upplagður þegar kallið kemur. Hann getur verið i „stuði“ og sleg- ið i gegn, en það er líka til að allir þeirra framtíðardraumar hafi hrunið á einni nóttu og sumir lenda í því að vera varamenn allan sinn feril. Þess vegna kaus ég að berjast áfram af eigin rammleik. Ég hef að undanförnu verið að syngja hjá mjög góðum óperuhús- um og hef raunar þegar tryggt mér verkefni næstu tvö árin og er með bókanir allt fram til ársins 1988. Ég trúi því ekki öðru en mér takist að opna dyr stóru húsanna einhvern daginn. Én þegar að þvi kemur ætla ég að vera vel undir það búinn að þiggja boð þeirra, þannig að ég geti notið þar gest- risni um langa framtíð, en ekki bara einu sinni. Það borgar sig nefnilega ekki að taka of stóra bita í einu; hann má ekki vera stærri en kokið leyfir og maður þarf að eiga gott með að melta hann.“ • Söngurinn fyllir í tómarúmið — Þú ert á ferð og flugi Krist- ján, býrð í ferðatösku stóran hluta úr árinu, fjarri nánustu ættingj- um og heimahögum. Grípa þig aldrei leiðindi eða heimþrá? „Sem betur fer kemur það sjald- an fyrir, en þær stundir koma þó; ég verð leiður og mig langar heim. Þá tek ég oftast til við að syngja og æfa mig tímunum saman. Ég er nefnilega ekki einn á ferð; söngur- inn er minn ferðafélagi og hann fyllir í það tómarúm sem af og til myndast í sálarkytrunni. Auk þess hef ég verið svo lánsamur, að hafa alltaf nóg að gera. Ég hef hrein- lega ekki haft tíma til að láta mér leiðast." — Punktur? „Já, við skulum setja punktinn hér, en þú verður að muna mig um það að bera kveðju mína heim, til allra þeirra sem vilja taka henni,“ sagði hinn siglaði söngvari í lok samtalsins. Korktöfflur úr ekta leðri og skinnfóðruðu innleggi. No.1. litir: hvítar, drappaöar. No. 2. litur: hvítar. Kr. 499.00 'SKOB-Dra Egilsgötu 3. VELTUSUNDI 1 S: 18519 21212 American Express Tilboðsverslunin Barónsstíg 18. S: 23566. ' houstor od Aðalstræti 4 — Bankastræti ■ FRAKKLAMDI: GÍ^bsilegi^ borð- lampar í miklu úrvali. Sannkölluð stofuprýði sem hentar vel til b tækifærisgjafa. V ' ' HEIMILIS- 0G RAFTÆKJADEILD [HEKLAHF LAUGAVEGI 170- 172 SÍMAR 11687 - 21240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.