Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 38
110 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 Hárgreióslustofa undir beru lofti. ÞiA fí unga ... við fá kúlupenna ... börn í Burma. Vangaveltur eftir ferð um Burma: Gefa þér blóm ég fá varalit? „Eg gefa þér blóm, ef þú gefa mér vara- lit... “ Hvaö ætli við höfum heyrt þenn- an söng og eitthvað í ætt við hann víða í ferðinni um Burma. Stundum var þetta í sakleysislegum mæli eins og þegar börn reyndu að bera sig eftir því að sníkja naglalakk eða varalit eða útlenda blússu, sokka eða eitthvað þvíumlíkt. Þessi börn virtust nánast spretta upp úr jörðinni á ýmsum stöðum sem við stopp- uðum á og þrátt fyrir að þau væru bæði mjúk í máli og blíðleg voru þau harla ýtin. Mér eru sérstaklega minnisstæðar tvær telpur í Amarpura, skammt frá Mandalay, þegar við vorum þar í einni pagoduskoðuninni. Þær eltu hópinn af stakri samvizkusemi, slógu okkur gull- hamra á bjagaðri ensku, færðu okkur undarlegar karamellur og réttu síðan út höndina eftir einhverju í staðinn. Son leiðsögumaður sagði að það kæmi einatt fyrir að bandarískir ferðamenn stæðust ekki bónir barnanna. Það væri alrangt að láta undan, meðal annars vegna þess að fái nú eitt barnanna gaml- an varalit skundar það umsvifa- laust með hann heim og lætur móður sína fá hann. Móðirin verðlaunar barnið með því að ieyfa því að skrópa í skólanum daginn eftir og fer síðan sjálf á markaðinn og selur varalitinn dýrum dómum. Þó var langmest áberandi í Rangoon, hversu undarlegur verslunarmátinn er, væri maður þar á göngu komu jafnan karl- menn og hvísluðu lágt hvort mað- ur ætti viskí eða sígarettur að ekki væri nú minnst á dollara. „I give you good price“ og stundum veitti ekki af því að maður yrði að snúa derringslega uppá sig til að losna við þessa aðdáendur. Á markaðnum I Mandalay komu til okkar börn með hænuunga og buðu þá í vöruskiptum fyrir kúlu- penna og þegar ég smellti svo af þeim mynd af því ég vildi ekki gefa þeim kúlupenna rétti stærsti drengurinn hiklaust fram höndina og sagði skipandi og þó kurteis- lega: „Taka mynd, einn dollar, plís.“ Maður getur velt vöngum yfir þeim tvískinnungi og því marg- falda siðferði, sem birtist með Burmum, hvað snertir verzlunar- háttu. En auðvitað er það að veru- legu leyti afleiðing þeirrar undar- legu stjórnarstefnu sem Ne Win, mestur valdamaöur landsins og formaður Sósíalistaflokks Burma, fylgir. Takmörkun er á innflutn- ingi á ýmsum vörum, sem okkur þættu harla nauðsynlegar, þar með eru þær gerðar eftirsóknar- verðar í augum fólksins og verðið rýkur upp úr öllu valdi. Ég hef áður minnzt á hömlur sem eru sett- ar til að blaðamenn fari ekki inn í landið og komist þeir inn í landið er ákaflega erfitt að fá nokkrar raunverulegar fréttir af því sem gerist í landinu. Lesi maður blöð í Burma, en þar eru a.m.k. tvö gefin út á ensku, fer maður að skilja að það er næsta erfitt fyrir almenn- ing að vita hvað fram fer. Kynd- ugri fréttaflutning og einfeldnis- legri hef ég ekki séð annars stað- ar. Sama er upp á teningnum með sjónvarpið. Að vísu er það ekki sterkur fjölmiðill í Burma enn. Hvort tveggja er að það er nýtt fyrirbrigði og tæki svo dýr, að varla nokkur maður hefur efni á að kaupa sjónvarp. Það er einkum í Rangoon þó sem slangur af fólki hefur sjónvarp. Á hótelinu í Taungyyi, höfuðborg Shanfylkis, horfðum við ferðalangarnir á fréttirnar, tíu mínútna fréttir voru á ensku. Og þar gat aldeilis á að líta. Frásögn var um ferð páfa til Kanada og sagt að hann hefði orð- ið að flýta ferð sinni, því að Elísa- bet Bretadrottning hefði verið bú- in að ákveða komu sína og hún hefði ekki viljað láta skyggja á sig, enda væri hún hégómagjörn kona með afbrigðum og páfinn væri sjúkur í að auglýsa sig og því hefði þetta verið hið versta mál. Sagt var frá undirbúningi kosninganna í Bandaríkjunum og birtar skrípa- myndir af Reagan og Mondale og sagt að báðir væru kjánar og Reagan þó öllu verri og síðan kom stór teikning af kúreka-Reagan og þulurinn lýsti vandlætingu sinni á því að Bandaríkin skyldu hafa haft þennan lágkúrulega leiðtoga síðustu ár. Að síðustu var svo frétt um fund Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og skildist mér að Burma hefði þar verið að leita eftir fyrir- greiðslu, en annars var það líka undarleg frétt og slegið úr og I, hvað varðar ágæti sjóðsins. Ef fréttamiðlun til fólks er á þessu stigi er ekki skrítið þó al- menningur hafi eitthvað bjagaða mynd af öðrum löndum og fólkið sem í þeim býr. Þess ber og að geta að erlendar bækur eru ekki fluttar inn og mjög lítið er um að bækur séu þýddar af öðrum mál- um. Því kom mér mjög á óvart hversu vel heima leiðsögumaður- inn Son í Mandalay var um alla skapaða hluti. Venjulega borðuðu leiðsögu- menn ekki með okkur, en þegar við höfðum lokið ferðinni um Mand- alay, settist Son til borðs með okkur, drakk ókjör af bjór og var afskaplega opinskár. Hann hafði valið að setjast hjá mér og svissn- esku diplómatahjónunum og spánska blaðamanninum. Hann var eini Burminn sem við hittum í þessari ferð sem fór að tala um stjórnmál og gaf þarna fjölskrúð- ugar yfirlýsingar. Hann sagðist ekki vera flokksbundinn í sósíal- istaflokknum og af því að hann væri mjög afgerandi maður hefði hann komist upp með það. Annars væri þetta voðalegt stjórnarfar, kúgun og harðræði, ritskoðun væri með eindæmum svo að eng- inn vissi neitt nema það sem Ne Win vildi að menn vissu. Þó hefði stjórn hans sýnt vit í einu; aldrei hefði verið blakað við trúnni. „Ef stjórnin reyndi það myndi þjóðin rísa upp sem einn maður,“ sagði Son og barði kurteislega í borðið. Rösklega níutíu prósent 35 milljón íbúa eru Búddatrúar. Son sagðist frá unga aldri hafa gert sér grein fyrir því að stjórnin og sú stefna sem hún fylgir væri gegn öllum framförum og þróun. Þegar hann hefði verið í háskóla hefði hann verið kallaður fyrir rektor af því að hann var ekki flokksbundinn og honum neitað um að fá að taka próf nema hann gerðist félagi. „Svo að ég sagði þeim bara að eta það sem úti frýs,“ sagði Son og bætti við ansi góður með sig að nokkrum dögum seinna hefði komið hraðboði frá rektor, þar sem honum var leyft að taka próf- ið umyrðalaust. „Þegar sá gamli hrekkur upp af getum við kannski farið að láta okkur dreyma um lýðræði. En gamli maðurinn hefur ekki látið í ljós neitt sem bendi til hver ætti að taka við af honum og því gæti orðið ringlureið og óstjórn, en vonandi tækist skæru- liðunum í fjöllunum að vinna á.“ Við vorum að missa neðri kjálk- ann niður á gólf að hlusta á þessar digurbarkalegu yfirlýsingar. Starfsmaður hjá Ríkisferðaskrif- stofu Burma gæti ekki haldið starfi sínu lengi, ef hugur hefði fylgt hér máli. Nálægt ferða- mannaiðnaðinum þótt I smáaum stíl sé koma engir aðrir en trúir og dyggir flokksmenn. „Tökum dæmi eins og blaða- menn,“ sagði Son og mér fannst hann einblína á mig, „þeir fá ekki að fara inn í Burma og eru reknir með skömm eða settir f fangelsi ef kemst upp að þeir hafa farið inn í landið undir fölsku flaggi. Það er eins gott að það er enginn blaða- maður í hópnum þessum ... “ Rob- ert spánski var orðinn svo berg- numinn af „hreinskilnislegu og einlægu" tali Sons, sem ég verð að játa að mér fannst fljótlega hafa í sér einhvern holan hljóm, að hann játaði nú snarlega að vera blaða- maður en bað Son lengstra orða að þegja yfir því. „Þó nú væri, ég er sjálfur á móti þessu, það verður að skrifa um þetta,“ sagði Son og var guðsengilslegur í framan. Hann sagðist vona að ekki fleiri blaða- menn væru í hópnum og síðan var farið að ræða vítt og breitt um væntanlegar forsetakosningar í Bandaríkjunum, stjórn Thatcher í Bretlandi og fleira og ég var satt Andstæður í Pagan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.