Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 109 Píanótón- leikar í Nor- ræna húsinu ÞRIÐJUDAGINN 20. nóv. kl. 20.30 heldur hinn kunni norski píanóleik- ari Kjell Bækkejund tónleika í Nor- r»na húsinu. Á efnisskránni eru verk eftir Edv. Grieg, Johan Kvand- al og Charles Ives. Kjell Bækkelund er fæddur 1930 og hélt fyrstu opinberu tónleikana 1951. Hann er einn fárra nor- rænna píanóleikara, sem hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir píanóleik. Hann hefur farið tónleikaferðir um allan heimum, Evrópu, N- og S-Ameríku, Sovét- ríkin og mörg lönd Asíu og Afríku og hvarvetna fengið góða dóma fyrir leik sinn. Kjell Bækkelund var fyrsti pí- anóleikarinn frá Vesturlöndum, sem var boðið til Kína í tónleika- ferð eftir menningarbyltinguna. Kjell Bækkelund er Islending- um að góðu kunnur. Hann hefur tvisvar áður haldið tónleika í Norræna húsinu, árið 1970 á Listahátíð og 1974, en þá hélt hann einnig fyrirlestra um Grieg og nútímapíanótónlist á Norður- löndunum. Einnig hefur hann leikið hjá Tónlistarfélaginu og með Sinfóniuhljómsveit íslands. Kjeli Bækkelund hefur hlotið fjölda verðlauna, m.a. Gullverð- laun Harriet Cohen, Paderewski- verðlaunin og verðlaun Norska menningarráðsins. Hann hefur leikið inn á hljómplötur hjá RCA, Deutsche Grammophon og Phil- ips. Kjell Bækkelund hefur auk starfa á tónlistarsviðinu unnið sem blaðamaður og rithöfundur. Hann á sæti í Norska menningar- ráðinu, Útvarpsráði og er í stjórn Norsku óperunnar. Aðgöngumiðar að tónleikunum í Norræna húsinu verða seldir í bókasafni og við inn- ganginn. Neytendasamtökin; Vilja láta fylgjast með verðlagningu flugfarseðla til útlanda Á FUNDI sínum þann 15. þ.m. sam- þykkti stjórn Neytendasamtakanna eftirfarandi ályktun: Vegna upplýsinga sem komið hafa fram í fjölmiðlum, um far- gjöld Flugleiða í millilandaflugi, skora Neytendasamtökin á sam- gönguráðherra að láta kanna hvort fargjöld héðan í millilanda- flugi séu óeðlilega há miðað við fargjöld islensku flugfélaganna að öðru leyti i flugi milli landa. Jafnframt skora Neytendasam- tökin á samgönguráðherra, að láta stöðugt fylgjast með verðlagningu flugfélaganna á farmiðum með til- liti til þess að um þjónustu er að ræða þar sem verulegar sam- keppnishömlur eru ríkjandi. Afhenti trún- aðarbréfí Belgíu HINN 14. nóvember afhenti Tóm- as A. Tómasson sendiherra, Bau- douin Blgíukonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands i Belgíu. §f i.j !■ 1 NÝJA LINAN FRA0RI0N - Einangrunargler — Einangrunargler á hagstæöu veröi, tvöfalt, þrefalt — allar geröir. LeitiÖ tilboöa — sýnishorn á staönum. Samverk hf. Hellu Múlasel hf. Reykjavík Verksmiója Söiuskrifstofa. Sími 99-5888/5999. Stöumúla 4, 2. hæö. Sími 686433. TOLVUNAMSKEIÐ Tölvunámskeið fyrir viöskiptafræöinga Námskeiöiö er fyrir viöskiptafræöinga sem ekki hafa mikla reynslu af smátölvum, en vilja kynn- ast þeim stórkostlegu möguleikum, sem þær bjóöa uppá. Dagskró: • Grundvallaratriöi viö tölvu- notkun • Fjárhagsáætlanir • Notkun töflureiknisins MULT- IPLAN viö gerð fjárhagsáætl- ana • Tilboösgerö og valkosta- kannanir • Notkun smátölva viö bókhald • Ritvinnsla meö tölvu • Gagnasafnskerfiö D-base II • Tölvur og tölvuval • Umræður og fyrirspurnir Leiðbeinendur: Kjartan Ólafsson forstööumaöur tölvudeildar Skeljungs. Kristján Ingvars- son verkfræðingur. Tími: 1. og 2. desember kl. 13—18. Tölvunámskeið fyrir fullorðna 12 klst. fjölbreytt byrjendanámskeiö fyrir þá sem ekki hafa átt þess kost aö læra um tölvur í skóla. Tekiö er tillit til þess aö langt er síöan þátttakendur voru í skóla og engrar sérstakrar undirstööuþekkingar er krafist. Tími: 27. og 29. nóv. og 4. og 6. des. kl. 18—21. IBM PC-námskeið fyrir þá sem vilja kynna sér þá fjöl- breytilegu möguleika, sem IBM-PC- tölvan býöur uppá. Dagskrá: • Uppbygging IBM-PC • Stækkunar- og tengimöguleikar • PC-DOS stýrikerfiö • Notendaforrit • Multipian • Word • D-base li • Bókhald á IBM-PC • íslenska bókhaldskerfið PLÚS • Aörar tölvur sem vinna eftir IBM-PC staölinum • Umræöur og fyrirspurnir Leiðbeinendur: Dr. Kristján Ingvarsson verkfræöingur. Björgvin Guömundsson verkfræöingur. Björgvin Guö- mundsson verk- fræöingur Örtölvu- tækni hf. Tími: 3., 4., 5., 6. og 7. desember kl. 13—16. Tölvunámskeið úti á landi Tölvufræöslan hefur haldiö fjölmörg námskeið um allt land. Þeir sem hafa áhuga á aö halda tölvunámskeiö í sínu byggöarlagi eru vinsam- legast beönir aö hafa samband viö Tölvufræösl- una. TÖLVUFRÆDSLANs/f ■ Ármúla 36 Innritun í símum: 687590 og 686790
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.